Langt út fyrir eðlileg mörk

Þann 6.desember 2018 barst embætti landlæknis ábending frá sérfræðilækni í ...
Þann 6.desember 2018 barst embætti landlæknis ábending frá sérfræðilækni í bráðalækningum um að vegna mikils álags væri öryggi sjúklinga ógnað á bráðamóttöku Landspítalans. Embættið tekur slíkar ábendingar alvarlega. mbl.is/Ómar Óskarsson

Bráðamóttöku Landspítalans tekst vel að sinna bráðahlutverki sínu. Ekki er töf á því að þeir sem veikastir eru fái þjónustu og meðaldvalartími þeirra sem útskrifast heim hefur ekki lengst.

Vandinn liggur í þjónustu við sjúklinga sem bíða eftir innlögn en meðaldvalartími sjúklinga sem bíða innlagnar á deildir spítalans hefur lengst og er nú 23,3 klst., samanborið við um 16,6 klst. á sama tíma í fyrra, en æskilegt viðmið er 6 klst.

Þetta kemur fram í hlutaúttekt vegna alvarlegrar stöðu á bráðamóttöku Landspítalans, sem birt er á vef embættis landlæknis. 

Þar segir enn fremur, að þegar úttektin var gerð hafi lengsta bið eftir innlögn verið 66 klst. en dæmi eru um að sjúklingar hafi beðið lengur en 100 klst. á deildinni eftir innlögn. Þeir sem bíða hvað lengst eftir innlögn eru aldraðir einstaklingar, sjúklingar með flókin margþátta vandamál og sjúklingar í einangrun.

Alvarleg staða hafi skapast á bráðamóttökunni

Fram kemur að 6. desember hafi embættinu borist ábending um alvarlega stöðu sem skapast hafði á bráðamóttöku Landspítalans. Embættið brást við með því að hefja samdægurs hlutaúttekt á stöðu mála, með heimsóknum, rýni á gögnum og viðtölum við starfsfólk og stjórnendur. Til að fá fyllri mynd af stöðunni á spítalanum voru einnig heimsóttar tvær legudeildir, A-6 og 12-E, að því er segir á vef landlæknis.

Fram kemur, að helstu niðurstöður hlutaúttektar séu þær að bráðamóttöku Landspítalans takist vel að sinna bráðahlutverki sínu. Ekki sé töf á því að þeir sem veikastir eru fái þjónustu og meðaldvalartími þeirra sem útskrifast heim hefur ekki lengst, er 4-5 klst. sem sé innan viðmiða.

„Vandinn liggur í þjónustu við sjúklinga sem bíða eftir innlögn en meðaldvalartími sjúklinga sem bíða innlagnar á deildir spítalans hefur lengst og er nú 23,3 klst. en æskilegt viðmið er 6 klst. Ástæður þessa eru einkum tvær og endurspeglast í skorti á virkum legurýmum; annars vegar sú að einstaklingar sem lokið hafa meðferð á spítalanum geta ekki útskrifast þar sem úrræði skortir utan hans og er þar einkum um að ræða hjúkrunarrými fyrir aldraða. Þannig bíða nú 53 einstaklingar á bráðadeildum og endurhæfingu. Hins vegar hefur þurft að loka legurýmum á bráðalegudeildum vegna skorts á hjúkrunarfræðingum og eru nú 35 rúm lokuð vegna þess,“ segir á vef landlæknis.

Óásættanlegt og óviðunandi

Í skýrslunni segir, að ljóst megi vera að kröfur um húsnæði og aðstöðu séu aðrar á göngudeild en á legudeild. Erlend viðmið geri ráð fyrir að sjúklingar dvelji ekki meira en 6 klst. á bráðamóttöku og sé meðaldvalartími þeirra sem útskrifist heim af bráðamóttökunni innan þeirra marka en meðaldvalartími þeirra sem leggjast inn á LSH sé langt út fyrir þau mörk. Til undantekninga ætti að heyra að sjúklingar séu skoðaðir á gangi en ekki á stofu. Óásættanlegt sé að sjúklingar dvelji í gluggalausu rými lengur en í nokkrar klukkustundir.

Þá sé óviðunandi að sjúklingar með sjúkdóma, sem þarfnast einangrunar, geti ekki verið í einangrun vegna aðstöðuleysis.

Skráðum atvikum tengdum umhverfi og aðstæðum á bráðamóttöku hefur fjölgað og brýnt að bregðast við því.

Meti hvort rétt hafi verið að loka Hjartagáttinni

Fram kemur, að í skýrslunni séu lagðar fram ábendingar til Landspítala sem einkum fjalli um starfsumhverfi og mönnun, slípun innri ferla, eflingu dag- og göngudeilda og endurmat á því hvort rétt hafi verið að loka Hjartagátt.

Í ábendingum til heilbrigðisráðuneytis er bent á að opna þurfi, án tafar, fleiri hjúkrunarrými, að efla þurfi heimahjúkrun, heimaþjónustu og dagdvalarrými og að efla þurfi mönnun sérstaklega hjúkrunarfræðinga og sjúkraliða með öllum tiltækum ráðum. Embætti landlæknis er kunnugt um að heilbrigðisráðuneytið vinnur þegar að þessum málum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Fárviðri við Straumnesvita

Í gær, 23:25 „Þetta er að ná hámarki upp úr miðnætti og svo fer að draga smám saman úr í nótt og gengur niður með morgninum,“ segir Þorsteinn V. Jónsson veðurfræðingur á vakt á Veðurstofu Íslands. Meira »

Leikskólakrakkar keppa á EM í skák

Í gær, 22:57 Níu börn af leikskólanum Laufásborg keppa á Evrópumeistaramótinu í skólaskák sem fer fram í Rúmeníu í lok maí á þessu ári. Þetta verður í annað sinn sem hópur fer frá skólanum á alþjóðlegt taflmót. Meira »

Laun seðlabankastjóra hafa setið eftir

Í gær, 22:41 Laun seðlabankastjóra hafa ekki hafa verið lægri í samanburði við laun ráðherra og æðstu embættismanna í áratugi. Þetta kemur fram í umsögn seðlabankastjóra við frumvarp fjármála- og efnahagsráðherra um breytingu á ýmsum lögum vegna brottfalls laga um kjararáð, sem lagt var niður síðasta sumar. Meira »

Baráttan um 5G-farsímakerfið harðnar

Í gær, 22:40 Símafyrirtæki á heimsvísu þurfa að uppfæra kerfi sín með 5G-búnaði frá fyrirtækjum á borð við Huawei í Kína, Nokia í Finnlandi og Ericsson í Svíþjóð. Þessi tæknibylting mun hefjast fyrir alvöru á þessu ári en áhyggjum hefur verið lýst af kínverska tæknifyrirtækinu Huawei. Meira »

Fundu gró og sveppahluti í Vörðuskóla

Í gær, 21:55 „Það var farið í skoðun á húsnæðinu í janúar/febrúar til þess að kanna raka og mögulega myglu, þetta er gamalt hús. Fyrstu niðurstöður gáfu fullt tilefni til þess skoða húsnæðið nánar og ákveðin rými betur,“ segir Hildur Ingvarsdóttir, skólameistari Tækniskólans, í samtali við mbl.is. Meira »

Kom Blikum fyrir

Í gær, 21:30 Blikinn Guðmundur Þórðarson, sem setið hefur sem varamaður eða aðalmaður í knattspyrnudómstóli KSÍ í 45 ár, tengist íslenskri knattspyrnu á margan hátt og hefur víða látið að sér kveða í íþróttinni. Meira »

Ekkert til að kippa sér upp við 2019

Í gær, 21:09 „Það er svolítið sérstakt að fólk sé að kippa sér upp við þetta árið 2019, sérstaklega þar sem kvennafótboltinn var orðinn sterkur langt á undan karlafótboltanum,“ segir Guðrún Bergsteinsdóttir lögmaður, eini kvenkyns umboðsmaðurinn sem skráður er hjá Knattspyrnusambandi Íslands. Meira »

Smíða nýja göngubrú eftir hrun

Í gær, 20:00 Vegagerðin stefnir á að ljúka við smíði nýrrar göngubrúar yfir Jökulsá í Lóni við Kollumúla í júní. Gert er ráð fyrir því að verkið kosti nokkuð yfir tuttugu milljónir króna. Meira »

Konum í iðngreinum þarf að fjölga

Í gær, 19:45 „Við þurfum fleira fólk í iðngreinarnar, þar sem duglegu og hæfileikaríku fólki bjóðast mörg frábær tækifæri til náms og starfa. Vissulega er iðnnemum að fjölga en slíkt mun ekki gerast að neinu marki fyrr en konur koma þarna inn til jafns við karlana,“ segir Þóra Björk Samúelsdóttir, formaður Félags fagkvenna. Meira »

Grásleppuvertíðin hafin

Í gær, 19:30 Hugur er í smábátasjómönnum við upphaf grásleppuvertíðar, sem byrjaði klukkan sjö í morgun. Það verð sem gefið hefur verið út er hærra en það sem sást á sama tíma í fyrra að sögn Arnar Pálssonar, framkvæmdastjóra Landssambands smábátaeigenda. Meira »

Sýrlenskri flóttakonu vísað úr landi

Í gær, 19:20 Leikskólinn Vinagarður varð í síðustu viku einum starfsmanni fátækari. Sá var sýrlensk kona á flótta sem hefur nú verið vísað frá Íslandi og til Grikklands. Á flóttanum og í Grikklandi hafði hún lent í miklum hremmingum og verið hótað lífláti. Meira »

Von á orkupakkanum innan 10 daga

Í gær, 18:50 „Það er auðvitað markmiðið að fara með þau mál og þeim tengd fyrir þann frest,“ svarar Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, þegar mbl.is spyr hvort ríkisstjórnin hyggist leggja fram frumvarp um þriðja orkupakka Evrópusambandsins áður en frestur til slíks rennur út 30. mars. Meira »

„Fimm verkefni upp á milljarð“

Í gær, 18:30 „Eigum við eitthvað að ræða skýrslu innri endurskoðanda sem var birt í borgarráði síðastliðinn fimmtudag þar sem fjögur verkefni voru framúr sem nemur heilum bragga. Fimm verkefni upp á milljarð,“ sagði Vigdís Hauksdóttir, borgarfulltrúi Miðflokksins, í borgarstjórn í gærkvöldi. Meira »

Vekja athygli á nýrri gerð netglæpa

Í gær, 18:08 Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu vekur á Facebook-síðu sinni athygli á því að henni hafi undanfarið borist tilkynningar um nýja gerð netglæpa. Að þessu sinni er í póstinum látið líta út fyrir að viðtakandi póstsins tengist rannsókn CIA á barnaklámi „og er pósturinn að því leiti frekar ógeðfelldur,“ segir í færslunni. Meira »

Sund eða svefn?

Í gær, 17:50 Ungt íslenskt sundfólk, á aldrinum 10 til 24 ára, sefur að meðaltali í sex og hálfa klukkustund á sólarhring, nokkuð minna en minna en jafnaldrar þeirra. Þetta kemur fram í nýrri rannsókn á svefnvenjum ungra íslenskra sundmanna. Meira »

Segja málflutning Ásmundar villandi

Í gær, 17:30 Málflutningur Ásmundar Friðrikssonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins, á Alþingi í dag var bæði rangur og villandi, segir í yfirlýsingu Öryrkjabandalags Íslands sem segir sorglegt að hlýða á fullyrðingar um að ÖBÍ leggist gegn afnámi krónu-á-móti krónu skerðingarinnar. Meira »

Hvatti þingmenn til að líta í eigin barm

Í gær, 16:58 „Ég hef velt því fyrir mér þar sem ég hef fylgst með umræðunni hvort sumum þeirra sem hafa haft hvað hæst um þann meinta sóðaskap og fleira í þá veru og talað um virðingu í því samhengi sé meira annt um virðingu líflausrar styttu en lifandi fólks.“ Meira »

Stjórnvöld leysi úr réttaróvissu

Í gær, 16:56 Stjórn Lögmannafélags Íslands vill að stjórnvöld leysi úr þeirri réttaróvissu sem er uppi vegna dóms Mannréttindadómstóls Evrópu varðandi skipan dómara í Landsrétt. Meira »

Skaðabótaábyrgð ráðherra ekki útilokuð

Í gær, 16:35 Ekki er lögfræðilega útilokað að Sigríður Á. Andersen, fyrrverandi dómsmálaráðherra, beri einhverja fjárhagslega skaðabótaábyrgð á skipunum sínum í embætti dómara við Landsrétt. Meira »
Nokkrar notaðar saumavélar til sölu !!
Nokkrar tegundir, ýmsar gerðir. Allar ástandsskoðaðar og prófaðar af fagmanni. V...
Húsgagnaviðgerðir og bólstrun
Ég tek að mér viðgerðir og bólstrun á gömlum og nýjum húsgögnum. Starfsemin fer ...
Skattframtalsgerð einstaklingar/minni fé
Tek að mér gerð skattframtala fyrir einstaklinga og minni félög. Almennt bókhal...
Vetur í Biskupstungum...
Eigum laust sumarhús í mars/april í nokkra daga. Hlý og kósí hús með heitum pot...