Ökuníðingurinn fundinn

Búið er að hafa uppi á ökuníðingnum sem olli árekstri í Ártúnsbrekku um hádegisbil á sunnudag. Þetta staðfesta hjónin í bílnum sem skall á silfurgráa Mercedes Benz-fólksbifreið sem ekið hafði verið háskalega upp Ártúnsbrekkuna.

Áreksturinn náðist á myndband og sögðu vitni Benz-bifreiðinni hafa verið ekið háskalega áður en áreksturinn varð. Upptaka náðist af árekstrinum og ökumanninum sem flúði vettvang.

Að sögn hjónanna sem áttu bifreiðina sem lenti í árekstrinum setti konan sem var undir stýri á hinni bifreiðinni sig í samband við þau í kvöld eftir að myndband af árekstrinum fór í dreifingu. Málið er á borði lögreglu.

Bifreiðin sést hér vinstra megin stinga af frá vettvangi.
Bifreiðin sést hér vinstra megin stinga af frá vettvangi. Skjáskot úr myndskeiðinu
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert