Virkja borholu í Árbænum

Borhola hjá Veitum við Rafstöðvarveg. Vegna holunnar var hluti Rafstöðvarvegar …
Borhola hjá Veitum við Rafstöðvarveg. Vegna holunnar var hluti Rafstöðvarvegar grafinn upp en hann er nýmalbikaður. mbl.is/Kristinn Magnússon

Veitur áforma að hefja miðlun heits vatns frá borholu vestan Árbæjarsafns á næsta ári. Verður vatninu dreift til þeirra hverfa borgarinnar þar sem notað er lághitavatn.

Ingvar Stefánsson, fjármálastjóri Orkuveitunnar, segir kuldatíð síðustu tvo vetur hafa sitt að segja um að auka þurfi framboð á heitu vatni. Þá hafi umsvifin í samfélaginu aukist mikið á síðustu árum. Meðal annars kalli mikil fjölgun ferðamanna á aukna notkun á heitu vatni. Nýir gististaðir séu tengdir við kerfið.

„Vegna vaxandi notkunar hefur skapast fjárfestingarþörf fyrir innviði. Þá meðal annars í nýrri varmastöð á Hellisheiði,“ segir Ingvar í Morgunblaðinu í dag. Áætlað er að Veitur muni fjárfesta fyrir 3 milljarða á ári í innviðum á næstu árum og segir Ingvar aðspurður að félagið sé vel í stakk búið til að fara út í þessar fjárfestingar.

Fyrir utan mikla fjölgun ferðamanna hefur íbúum höfuðborgarsvæðisins fjölgað ört síðustu ár. Hefur þeim til dæmis fjölgað um minnst 18 þúsund frá ársbyrjun 2014.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert