Greina þarf frekari úrræði

Embætti landlæknis gerði hlutaúttekt á stöðu bráðamóttöku Landspítala og tveggja …
Embætti landlæknis gerði hlutaúttekt á stöðu bráðamóttöku Landspítala og tveggja legudeilda. mbl.is/Árni Sæberg

Opnun hjúkrunarheimilis á Seltjarnarnesi í næsta mánuði og sjúkrahótels Landspítalans 1. apríl mun létta álagið á Landspítalanum og sérstaklega bráðamóttöku hans.

Í skýrslu um úttekt landlæknisembættisins um alvarlega stöðu deildarinnar er heilbrigðisráðherra bent á að greina frekar áhrif af þessu tvennu og meta hvort grípa þurfi til frekari úrræða, eins og að koma upp fleiri rýmum.

Í skýrslunni er fjöldi ábendinga til stjórnvalda og Landspítalans (LSH). Meðal annars er lagt til að Landspítalinn skoði innan skamms tíma áhrif flutnings Hjartagáttar á gæði þjónustu og starfsemi bráðamóttöku og endurmeti ákvörðun ef svo ber undir. Páll Matthíasson, forstjóri LSH, segir að fylgst sé náið með árangri flutnings hjartagáttar á bráðamóttöku. Fyrstu tölur bendi til þess að þessi aðgerð hafi heppnast vel og öryggi hjartasjúklinga sé tryggt. Á sama tíma hafi verið byggð upp öflug dagdeild sem þjóni hjartasjúklingum betur og unnið á biðlistum í hjartaþræðingum og öðrum hjartaaðgerðum.

Ástæðan fyrir flutningi hjartagáttar nú var skortur á sérhæfðum hjúkrunarfræðingum. Í umfjöllun um mál þessi í Morgunblaðinu í dag segir Páll að vissulega hafi álag á bráðamóttöku aukist en verkefnið fari vel með annarri bráðastarfsemi. Einvala lið starfsfólks þar leysi verkefni sín frábærlega.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.890 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »