Kynna íbúðabyggð á Lyngásnum

Horft til norðurs. Fyrirhuguð íbúðabyggð er fyrir miðju myndarinnar, suður …
Horft til norðurs. Fyrirhuguð íbúðabyggð er fyrir miðju myndarinnar, suður af Sjálandshverfi. Teikning/Batteríð arkitektar

Skipulagsyfirvöld í Garðabæ hafa kynnt tillögu að deiliskipulagi nýrrar íbúðabyggðar á Lyngási. Hugmyndir eru um nokkur hundruð íbúðir á reitnum.

Kynningarfundur um uppbygginguna fer fram í Flataskóla klukkan 17.15 í dag, miðvikudag.

Í umfjöllun um áform þessi í Morgunblaðinu í dag segir Gunnar Einarsson, bæjarstjóri Garðabæjar, um forkynningu að ræða. Frestur til að senda ábendingar sé til 28. janúar. Þar sem um forkynningu sé að ræða verði athugasemdum ekki svarað formlega. Eftir úrvinnslu ábendinga frá íbúum verði auglýst nýtt deiliskipulag og þá fari athugasemdir og svör við þeim í formlegan farveg. Raunhæft sé að því ferli ljúki í byrjun sumars. Að því loknu verði farið í lokahönnun svæðisins.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert