Ofsaveður á Norðurlandi eystra

Gul viðvörun er í gildi víða um land.
Gul viðvörun er í gildi víða um land. Kort/Veðurstofa Íslands

Appelsínugul viðvörun er í gildi fyrir Norðurland eystra í kvöld og nótt, en búist er við vestan- og suðvestan 23 til 30 metrum á sekúndu og vindhviðum yfir 40 m/s frá klukkan 22 í kvöld og fram á morgun.

Segir í viðvörun Veðurstofu Íslands að lausamunir muni líklega fjúka og að mögulegt sé að tjón verði á mannvirkjum. Allra verst mun veðrið verða í Eyjafirði, þar með talið á Akureyri.

Veðurfræðingur á vakt segir talsverðar líkur á að veðrið nái sér vel á strik, enda nái þessi átt sér gjarnan vel niður í þéttbýlinu á Akureyri, og valdi foktjóni. Versta veðrið verður gengið yfir um klukkan 10 í fyrramálið en gul viðvörun heldur áfram víða á landinu fram eftir degi.

Frá og með laugardegi má svo búast við að veður fari kólnandi og líkist heldur vetrarveðri.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert