Spá 40-50 m/s í dag

Kort/Veðurstofa Íslands

Gul viðvörun tekur gildi víða á landinu í dag en spáð er suðvestanstormi eða -roki á norðanverðu landinu og vindhviður við fjöll gætu náð 40-50 m/s. Lægir á morgun. Íbúar á svæðunum er hvattir til að tryggja lausa hluti utandyra, sem gætu fokið og valdið tjóni. Veðurstofan biður vegfarendur um að fara varlega.

Gul viðvörun gildir á Vestfjörðum frá klukkan 12 á hádegi til klukkan 7 í fyrramálið. Þar er spáð suðvestan 15-23 m/s með vindhviðum að 35-40 m/s nærri Ísafirði, Bolungarvík og Hnífsdal og víða á fjallvegum. Ferðalangar fari varlega.

Á Norðurlandi vestra og Ströndum tekur gul viðvörun gildi klukkan 13 og gildir til 10 í fyrramálið. Þar er spáð suðvestan 15-25 m/s með vindhviðum 35-45 m/s við fjöll, hvassast á Ströndum og í Skagafirði. Varhugavert ökutækjum sem taka á sig mikinn vind. Ferðalangar fari varlega.

Á Norðurlandi eystra tekur viðvörun gildi klukkan 13 og gildir til klukkan 11 á morgun. Suðvestan 15-25 m/s með vindhviðum 40-50 m/s við fjöll, hvassast á Tröllaskaga. Varhugavert ökutækjum sem taka á sig mikinn vind. Ferðalangar fari varlega.

Á Austurlandi að Glettingi tekur gul viðvörun gildi klukkan 18 og gildir til 11 í fyrramálið. Þar er spáð vestan 18-25 m/s, hvassast norðan til með vindhviðum að 45-50 m/s við Langanes, á Jökuldal og í Vopnafirði. Ferðalangar fari varlega.

Kort/Veðurstofa Íslands

Gæti nálgast 20 stiga hita

„Í dag hvessir jafnt og þétt og víða stormur og jafnvel rok á norðanverðu landinu. Þar gætu hviður náð vel yfir 40 m/s þar sem verst lætur. Mun hægari syðra og súld á köflum vestast á landinu. Vestlægari í nótt og lægir síðan og kólnar á morgun. Taka síðan við svalari umhleypingar en ekki eins hvass vindur. 
Mjög hlýtt loft streymir nú yfir landinu og með svona hvössum vindi getur það slegið sér niður, einkum austast á landinu. Þó svo að hitatölur á borð við 10 til 15 stig verði líklega algengastar á því svæði þegar líður á daginn, gæti hlýnað talsvert meira ef allt gengur upp og við því séð hitatölur sem næðu upp undir 20 stig. En það skýrist ekki fyrr en í kvöld og jafnvel ekki fyrr en á morgun þegar veður lægir,“ segir í hugleiðingum veðurfræðings á Veðurstofu Íslands.

Veðurspá fyrir næstu daga

Suðvestan 18-25 m/s á norðanverðu landinu í dag, hvassast á Ströndum og Tröllaskaga, en mun hægari syðra. Rigning eða súld vestan til, en þurrt að kalla eystra. Styttir upp og kólnar á Vestfjörðum seint í kvöld. Hiti 5 til 14 stig, hlýjast á Austfjörðum.
Minnkandi vestanátt og kólnar á morgun, fyrst sunnan til, víða 5-13 undir kvöld, hvassast um landið N-vert. Þurrt að kalla og frystir um mestallt land, síst allra syðst.

Á fimmtudag:
Vestan 15-20 m/s við N-ströndina um morguninn, en lægir síðan smám saman og rofar til. Mun hægari vindur og rigning eða slydda með köflum SV-til, en styttir upp síðdegis. Frost víða 0 til 5 stig, en hiti 1 til 5 stig syðst. 

Á föstudag:
Gengur í sunnan og suðaustan 8-15 m/s með slyddu eða rigningu, en lengst af þurrt fyrir austan. Hlýnar í veðri og hiti 2 til 7 stig síðdegis. Hægari, vestlægari og víða dálítil væta um kvöldið. 

Á laugardag:
Breytileg átt yfirleitt 5-13 m/s. Þurrt að kalla árdegis og fremur svalt, snjókoma N-til, en slydda eða rigning syðra. 

Á sunnudag:
Útlit fyrir norðanátt með éljum og kólnandi veður, en yfirleitt léttskýjað S- og V-lands. Úrkomuminna síðdegis og víða frost. 

Á mánudag:
Gengur líklega í hvassa austanátt með úrkomu víða á landinu, einkum S- og V-lands. Áfram svalt veður, en hlánar sunnan til. 

Á þriðjudag:
Útlit fyrir norðlæga átt með ofankomu um landið norðan- og austanvert en þurrt að kalla syðra. Vægt frost.

mbl.is

Innlent »

Bandarískir hermenn létust í Sýrlandi

16:41 Fjórir bandarískir hermenn eru sagðir á meðal þeirra sextán sem eru látnir eftir sprengjuárás í norðurhluta Sýrlands í dag, nánar tiltekið í bænum Manjib. Hryðjuverkasamtökin Ríki íslams hafa lýst yfir ábyrgð á árásinni. Meira »

Tryggi hlutastörf fólks með skerta starfsgetu

16:10 Forsætisráðherra tekur undir með ÖBÍ og Þroskahjálp og setur í gang vinnu við að móta stefnu um hlutastörf hjá hinu opinbera fyrir fólk með skerta starfsgetu. Þetta kemur fram á vef Öryrkjabandalagsins. Meira »

Sáttmálinn gildi óháð stöðu barna

16:10 UNICEF á Íslandi áréttar að Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna gildir um öll börn innan landamæra Íslands, óháð lagalegri stöðu þeirra. Fyrir héraðsdómi verður tekist á um úrskurð Útlendingastofnunar þess efnis að vísa skuli nítján mánaða gamalli stúlku og foreldrum hennar úr landi. Meira »

Ástin, Fíasól og Þjáningarfrelsið best

15:55 Fjöruverðlaunin, bókmenntaverðlaun kvenna, voru afhent í 13. sinn við hátíðlega athöfn í Höfða fyrir stundu. Verðlaunaðar voru bækurnar Ástin, Texas; Fíasól gefst aldrei upp og Þjáningarfrelsið – óreiða hugsjóna og hagsmuna í heimi fjölmiðla. Meira »

Fjöldi erlendra ríkisborgara 44.276

15:32 Fjöldi erlendra ríkisborgara sem búsettir eru hér á landi var alls 44.276 1. janúar samkvæmt fréttatilkynningu frá Þjóðskrá og hafði þeim fjölgað um 6.465 manns frá 1. desember 2017. Meira »

Greinir á um leiðréttingu

14:50 Tryggingastofnun hefur reiknað örorkulífeyri til þeirra sem hafa verið búsettir erlendis hluta ævinnar rangt í lengri tíma, en Öryrkjabandalag Íslands og félagsmálaráðuneytið greinir á um hvort fyrningarfrestur skuli vera á kröfum þeirra sem hafa fengið greiðslur sínar frá Tryggingastofnun skertar. Meira »

Erfitt á meðan úrræða er beðið

14:33 „Það er staðreynd að við munum ekki ráða við fyrirkomulagið til lengdar ætlum við að halda áfram að setja fjármuni í uppbyggingu á kerfinu eins og það er,“ segir Ólafur Þór Gunnarsson, þingmaður Vinstri grænna og varaformaður velferðarnefndar Alþingis. Meira »

Stunguárás í Fjölsmiðjunni

14:32 Unglingspiltur var handtekinn vegna líkamsárásar en hann réðst með eggvopni á nema við Fjölsmiðjuna í Kópavogi í hádeginu. Lögreglan í Kópavogi segir málið í rannsókn hjá miðlægri rannsóknardeild lögreglu. Meira »

Ljóst að stjórnvöld þurfi að hafa aðkomu

14:00 Boðað hefur verið til fundar hjá ríkissáttasemjara á mánudaginn í næstu viku í kjaraviðræðum Eflingar, VR, Verkalýðsfélags Akraness og Verkalýðsfélags Grindavíkur við Samtök atvinnulífsins. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir að hreyfing sé komin á málin. Meira »

Þegar þú ert boðaður þá mætir þú

13:52 Helga Vala Helgadóttir, formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar, er ósátt við að Gunnar Bragi Sveinsson og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson hafi kosið að senda frá sér yfirlýsingu í stað þess að mæta til fundar nefndarinnar í morgun. Meira »

Mega setja viðbótartryggingu vegna salmonellu

13:39 Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) heimilaði í dag íslenskum stjórnvöldum að setja viðbótartryggingar á innflutning matvæla vegna salmonellu í kjúklingakjöti, hænueggjum og kalkúnakjöti. Með tryggingunni er þess krafist að tilteknum matvælum fylgi vottorð sem byggi á sérstökum salmonellurannsóknum. Meira »

Eldur í dúfnakofa

13:06 Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins hefur sinnt tveimur brunaútköllum í morgun. Í öðru tilvikinu var tilkynnt um eld í dúfnakofa í Reykjavík en eldurinn reyndist minni háttar. Meira »

Fyrsta beina leiguflugið til Grænhöfðaeyja

12:40 Fyrsta beina leiguflugið frá Íslandi til Grænhöfðaeyja (e. Cabo Verde) fór í loftið fyrr í vikunni á vegum ferðaskrifstofunnar VITA. Fyrstu farþegarnir fengu rennblautar heiðursmóttökur frá slökkviliðinu eins og venjan er eftir jómfrúarflug. Meira »

Segist ekki vilja ræða ólöglegar upptökur

12:08 „Ég tel óforsvaranlegt að formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar ætli að halda fund til að ræða ályktanir sem hún vill sýnilega draga af illa sundurklipptum hljóðupptökum af veitingastofuspjalli sem aflað var með refsiverðum aðferðum.“ Meira »

Var ekki beittur þrýstingi

11:58 Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra sagði á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar að hann hefði aldrei lofað því að Gunnar Bragi Sveinsson, þingmaður Miðflokksins og fyrrverandi utanríkisráðherra, yrði skipaður sendiherra, og að það stæði ekki til að skipa hann í stöðuna. Meira »

Holtavörðuheiði lokað í tvo tíma

11:50 Holtavörðuheiði verður lokuð í um tvær klukkustundir milli 13.30 og 15.30 þegar vöruflutningabíl verður komið aftur á veginn, en hann fór út af veginum og valt í gærkvöld. Engin slys urðu á fólki. Meira »

Ber ekki ábyrgð á álagi fyrrverandi

11:34 Fjárnám sem gert hafði verið í fasteign konu vegna álags á vantalda skatta fyrrverandi sambúðarmanns hennar var í dag fellt úr gildi af Hæstarétti. Taldi rétturinn að þó fólkið hafi verið samskattað þegar skattarnir voru vangreiddir, þá nái álagið í formi refsikenndra viðurlaga ekki til konunnar. Meira »

Rafleiðni svipuð og þegar brúin fór

11:32 Reynir Ragnarsson hefur sinnt rafleiðnimælingum í Múlakvísl í 20 ár. Við mælingar í morgun mældist hún 300 míkrósímens á sentimetra, en venjuleg rafleiðni í ánni er í kringum 100. Rafleiðnin nú er svipuð og gerðist árið 2011 þegar brúin yfir Múlakvísl hrundi í hlaupinu 2011. Meira »

Borgarstjóri sendir samúðarkveðju

11:28 Dagur B. Eggertsson borgarstjóri hefur sent samúðarkveðju til Gdansk vegna morðsins á borgarstjóranum Pawel Adamowicz.   Meira »
Infrarauður Saunaklefi 229.000
Infrarauður Saunaklefi - 249.000 Tilboð : 229.000 Er á leiðinni 8-10 vikur ( 30...
Ertu komin í saumaskap ?
Nýjar og notaðar saumavélar í úrvali. Nýjar vélar með 3 ára ábyrgð. Notaðar véla...
20.000 kr lækkun á nuddbekkjum tímabundið www.egat.is
Ef þú ert mikið fyrir að fara upp á bekk og nudda viðskiptavin þannig þá er þett...
Til sölu 16" álfelgur og snjódekk
Felgurnar eru original Mitsubishi 16", gatadeiling 108x5. Dekkin eru Firestone ...