Villandi auglýsingar lítilsvirðandi í garð keppinauta

Eiga auglýsingarnar það sammerkt að viðskiptavinur gengur um verslun, tekur ...
Eiga auglýsingarnar það sammerkt að viðskiptavinur gengur um verslun, tekur upp grænmeti eða ávöxt sem á stendur „Imported“, leggur upp að eyranu og þá heyrist ákveðin hljóð, s.s. að sturtað sé niður úr klósetti, hljóð í þungavinnuvélum og vélagný, finni ólykt svo dæmi sé tekið. mbl.is/Árni Sæberg

Neytendastofa hefur bannað villandi samanburðarauglýsingar sem Sölufélag Garðyrkjumanna hefur staðið að til að vekja athygli á innlendu grænmeti og ávöxtum. Neytendastofa segir að í auglýsingunum sé verið að gefa í skyn að aðstæður við ræktun, hreinlætis og gæða innflutts grænmetis og ávaxta væri ábótavant.

Fram kemur á vef Neytendstofu, að erindi hafi borist Innnes ehf. þar sem kvartað hafi verið yfir auglýsingaherferð Sölufélagsins á innlendu grænmeti og ávöxtum.

„Eiga auglýsingarnar það sammerkt að viðskiptavinur gengur um verslun, tekur upp grænmeti eða ávöxt sem á stendur „Imported“ (ísl. innflutt), leggur upp að eyranu og þá heyrist ákveðin hljóð, s.s. að sturtað sé niður úr klósetti, hljóð í þungavinnuvélum og vélagný, finni ólykt svo dæmi sé tekið. Þegar sá hinn sami taki hins vegar upp vörur Sölufélags garðyrkjumanna heyrist hins vegar falleg tónlist eða brosandi veifandi bóndi og lesinn upp eftirfarandi texti.: „Grænmeti sem ber merkið okkar er ræktað með hreinu íslensku vatni. Hvaða vatn fer í gegnum grænmetið þitt? Íslenskt grænmeti, þú veist hvaðan það kemur.“,“ segir á vef Neytendastofu. 

Fram kemur, að Neytendastofa taldi að þrátt fyrir að ekki væri vísað með beinum hætti til Innnes eða annarra samkeppnisaðila Sölufélags garðyrkjumanna, að það væri augljóst að skírskotað væri til innflutts grænmetis og ávaxta og að gefið væri í skyn að aðstæður við ræktun, hreinlætis og gæða þess væri ábótavant.

Taldi Neytendastofa að auglýsingarnar fælu í sér villandi samanburð, væru neikvæðar og lítilsvirðandi í garð keppinauta á markaði og með þeim væri kastað rýrð á vörur Innnes. 

Eða eins og segir í ákvörðunni:

„Neytendastofa fellst ekki á þá skýringu Sölufélags garðyrkjumanna að  tilgangur  umræddra auglýsinga sé einvörðungu sá að upplýsa neytendur um gæði og ferskleika íslenskra afurða. Telur Neytendastofa að með samanburðarauglýsingunum sé gefið til kynna að innflutt grænmeti sé ræktað við mengandi og óásættanlegar aðstæður og hreinlætis jafnvel ekki gætt, ólíkt því ef íslensk framleiðsla félagsins verði fyrir valinu. Hvergi er að finna frekari skýringar um  það á hverju framangreint er byggt. Í auglýsingunum er ekki að finna neinar hlutlægar upplýsingar sem renna stoðum undir hinar umdeildu fullyrðingar, til að mynda með stjörnumerkingu eða á annan skýran hátt. Þá er neytandinn ekki upplýstur um hvar eða hvernig hann geti staðreynt slíkar hlutlægar upplýsingar sem stutt gætu fullyrðinguna í auglýsingunum. Að mati Neytendastofu eru auglýsingarnar neikvæðar og lítilsvirðandi í garð  keppinauta á markaði. Þrátt fyrir að málsgögn Sölufélags garðyrkjumanna bendi til þess að gæði, ferskleiki og aðbúnaður starfsfólks ræktunar kunni að vera ábótavant í einhverjum löndum þá er alhæfing þess efni einfaldlega ótæk.“

Neytendastofa bannaði Sölufélagi Garðyrkjumanna ehf. að viðhafa ofangreinda viðskiptahætti og beindi þeim fyrirmælum til fyrirtækisins að fjarlægja auglýsingarnar þaðan sem þeim hafði verið komið á framfæri.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Húsvísku sjóböðin á lista Time

Í gær, 23:35 Sjóböðin á Húsavík (GeoSea) hafa ratað á árlegan lista tímaritsins Time Magazine sem einn af 100 áhugaverðustu stöðum í heiminum til að heimsækja á árinu 2019. Meira »

Lýkur hringferðinni við Laugardalshöll

Í gær, 23:07 Ein­ar Hans­berg Árna­son, lýkur á morgun 500.000 metra langri hringferð sinni um landið. Frá því síðasta föstudag hefur Einar stoppað í 36 sveit­ar­fé­lög­um og róið, skíðað eða hjólað í sér­stök­um þrek­tækj­um 13.000 metra á hverj­um stað, einn metra fyr­ir hvert barn sem brotið er á. Meira »

Bólusetning kæmi í veg fyrir krabbamein

Í gær, 22:50 Hægt yrði að koma í veg fyrir um 92% af krabbameins tilvikum af völdum HPV-veirunnar með bólusetningu. Talið er að um 34.800 slík tilvik hafi greinst á árunum 2012-2016, samkvæmt nýrri rannsókn. Meira »

Hleypur sitt 250. maraþon

Í gær, 21:30 Fáir komast með tærnar þar sem Bryndís Svavarsdóttir er með hælana þegar kemur að fjölda maraþonhlaupa. Á laugardaginn hyggst hún hlaupa sitt 250. maraþon. Þetta verður 23. Reykjavíkurmaraþon hennar í röð og 12. maraþonið á þessu ári sem hún hleypur. Meira »

Keyrsla á Söndru Rún

Í gær, 21:15 Kennsla á haustönn í Borgarholtsskóla byrjaði í vikubyrjun og Sandra Rún Ágústsdóttir heldur áfram í bílamálun og bifvélavirkjun þar sem frá var horfið í vor. Í sumar keyrði hún 18 hjóla trukk frá morgni til kvölds og hefur hug á að halda áfram á þeirri braut í vetur með náminu. Meira »

Hafa safnað 10% hærri upphæð en í fyrra

Í gær, 20:55 5.300 hlaupa til góðs í Reykjavíkurmaraþoninu í ár fyrir 190 góðgerðafélög og hafa aldrei verið fleiri. Áheitasöfnunin á hlaupastyrkur.is gengur mjög vel og er búið að safna 10% hærri upphæð nú en á sama tíma í fyrra. Reykjavíkurmaraþonið fer fram í 36. sinn í ár. Meira »

Útskýrðu starfsumhverfi lögreglu

Í gær, 20:40 „Við fórum yfir verklag á borgarhátíðum og útskýrðum okkar starfsumhverfi,“ sagði Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri LRH. Sigríður Björk mætti í dag á fund mann­rétt­indaráðs Reykja­vík­ur­borg­ar, þar sem verklag lög­reglu á hátíðum á veg­um borg­ar­inn­ar var til umræðu. Meira »

Stúdentar hætta að selja vatn

Í gær, 20:25 Tekin hefur verið ákvörðun um að hætta að selja vatn í plastflöskum í mötuneyti Félagsstofnunar stúdenta, Hámu. Sömuleiðis hefur úrval vegan-matar í Hámu tekið stakkaskiptum og standa nú tveir heitir vegan-réttir stúdentum til boða í hádeginu. Meira »

„Flæði af lyfseðilskyldum lyfjum“

Í gær, 19:56 „Það sem gerðist í fyrra var að við vorum allt í einu með þetta flæði af lyfseðilskyldum lyfjum sem krakkarnir voru allt í einu komin á fullt í,“ svarar Guðmundur Fylkisson, aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, spurður um fækkun leitarbeiðna vegna týndra barna og ungmenna. Meira »

Drengnum ekki vikið úr FÁ

Í gær, 19:10 „Honum hefur ekki verið vikið úr skólanum. Það er ekki rétt. Við megum ekki víkja nemendum úr skóla sem ekki eru orðnir 18 ára gamlir,“ segir skólameistari FÁ spurður um mál fatlaðs drengs sem greint var frá að hefði verið vikið úr sérdeild skólans eftir tveggja daga skólavist. Meira »

„Sókn og vörn íslenskunnar í fortíð, nútíð og framtíð“

Í gær, 18:48 „Við erum að efla rannsóknir á ritmenningu okkar sér í lagi frá miðöldum. Ég legg mikla áherslu á sókn og vörn íslenskunnar, í fortíð, nútíð og framtíð. Að kunna góð skil á bókmenntaarfinum hjálpar okkur að horfa til framtíðar,“ segir Lilja Dögg Alfreðsdóttir menntamálaráðherra. Meira »

Stöðvuðu kannabisrækt í Kópavogi

Í gær, 18:33 Vinnueftirlitið óskaði eftir aðstoð lögreglu í Grafarholti um ellefuleytið í morgun vegna erlendra verkamanna sem voru þar í vinnu án allra réttinda. Þá stöðvaði lögregla kannabisræktun í Kópavogi. Meira »

Fatlaður drengur rekinn eftir tvo daga

Í gær, 18:08 Freyr Vilmundarson er fatlaður drengur sem var rekinn úr sérdeild Fjölbrautaskólanum í Ármúla fyrir fötluð börn eftir aðeins tvo daga í námi. Fyrri daginn var hann með fylgdarmann með sér en sagt að hann þyrfti hann ekki með seinni daginn. Meira »

„Ekki margar konur úr að velja“

Í gær, 17:59 „Hann hefur sagst ætla að gera tillögu innan þingflokksins, en ómögulegt a segja hver hún verður,“ svarar Ólafur Þ. Harðarson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, er blaðamaður spyr hvort hægt sé að spá fyrir hver tillaga Bjarna Benediktssonar verður um skipun nýs dómsmálaráðherra. Meira »

Opna netverslun fyrir íslenskan fisk

Í gær, 17:21 Captain's Box hyggst selja hágæða sjávarafurðir í áskrift og senda vítt og breitt um Bandaríkin í umhverfisvænum umbúðum sem halda fiskinum köldum. Meira »

Ólík tíðni banaslysa í umferðinni

Í gær, 17:07 Sviðsljós Tíðni banaslysa í umferðinni í Evrópu er afar misjöfn eftir löndum samkvæmt nýjum samanburði Eurostat, Hagstofu Evrópusambandsins á fjölda þeirra sem létust í umferðinni í 32 Evrópulöndum á árinu 2017. Meira »

Hlé gert á formlegri leit að sinni

Í gær, 16:47 Lögreglan á Suðurlandi hefur ákveðið að gera hlé á formlegri leit að belgíska ferðamanninum sem talinn er hafa fallið í Þingvallavatn 10. ágúst. Áfram verður fylgst með vatninu, en komi ekkert nýtt upp verða bakkar þess gengnir að þremur til fjórum vikum liðnum. Meira »

Skora á Katrínu að lýsa yfir neyðarástandi

Í gær, 16:39 Píratahreyfingin tekur undir áskorun helstu náttúruverndarsamtaka landsins og skorar á Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra að lýsa yfir neyðarástandi í loftslagsmálum. Meira »

Hvetur Breta til EES-aðildar

Í gær, 16:34 „Ég efast ekki um að Bretlandi mun farna vel eftir útgöngu úr Evrópusambandinu, hvort sem það er með samningi eða ekki,“ segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, og leggur til að Bretland gangi tímabundið í EES í aðsendri grein sem birt hefur verið á vef Spectator í Bretlandi. Meira »
Til leigu - íbúð við Löngumýri,Garðabæ
Til leigu 3ja herb. íbúð, laus frá 1. september nk. Leigist aðeins reyklausum o...
Hornborð til sölu ódýrt.
Hornborð 65x65 cm. Hæð 45 cm. Vel með farið kr. 900.- Er í Garðabæ s: 8691204...
Gæjalegur retro leðursófi frá Casa til sölu
Til sölu hvítur, ítalskur 3ja sæta hönnunarsófi. Keyptur í versluninni Casa og k...
Lok á heita potta og hitaveituskeljar
Lok á heita potta og hitaveitu- skeljar Stærðir í cm: 200x200, 210x210, 220x220,...