„Algjört eitur í fráveitukerfinu“

Blautþurrkur eru sívaxandi vandamál í fráveitukerfinu. Svona leit sía í ...
Blautþurrkur eru sívaxandi vandamál í fráveitukerfinu. Svona leit sía í fráveitukerfinu út um daginn. Facebook/Veitur

Blautþurrkur, tannþráður, eyrnapinnar og aðrir óæskilegir aðskotahlutir eru sívaxandi vandamál í íslensku fráveitukerfi. Ólöf Snæhólm Baldursdóttir, upplýsingafulltrúi Veitna, segir þessa hluti vera „algjört eitur í fráveitukerfinu“. Hætta er á að „fituklumpar“ myndist sem geta stíflað kerfið eins og dæmi eru um í Bretlandi.

Veitur bentu á það í færslu á Facebook-síðu sinni hversu gríðarlegt vandamál blautklútar væru í fráveitukerfinu. Í færslunni er mynd sem sýnir hvernig ein sía í hreinsistöð fráveitu leit út um daginn en hún var stútfull af blautþurrkum.

Ólöf segir að blautþurrkurnar séu margar hverjar það sterkar að þær stífli og skemmi dælurnar og kostnaðurinn vegna þess sé gífurlegur. Oft þurfi að gera við dælurnar sem er kostnaðarsamt og í einhverjum tilvikum kaupa nýjar öflugri dælur. Þá er kostnaðarsamt að urða úrganginn sem síaður er úr kerfinu.

Breskur „fituhlunkur“ stíflaði holræsi

Fréttastofa BBC og fleiri fjölmiðlar greindu í vikunni frá risastórum „fituklumpi“ eða „fituhlunki“ (e. fatberg) sem fannst nýverið í holræsi sjávarbæjarins Sidmouth í Devon-sýslu í Englandi. Hlunkurinn eða „skrímslið“ eins og fyrirbærið hefur verið kallað er um 64 metrar á lengd og inniheldur aðallega fitu, blautþurrkur og olíu sem sturtað hefur verið niður í klósett eða hellt ofan í niðurföll vaska.

Slíkir klumpar myndast þegar blautþurrkur, smokkar, eyrnapinnar og fleiri aðskotahlutir blandast saman við olíu og feiti sem storknar síðan.

Fituklumpurinn í allri sinni dýrð.
Fituklumpurinn í allri sinni dýrð. Twitter/South West Water

Getur gerst hér á landi

Ólöf segir að svona klumpar geti vel myndast hér á landi þó að stærðin verði líklega ekki eins og í Bretlandi.

„Já það er alveg hætta. Við erum kannski ekki að sjá þetta í þessum stærðum en þar sem til dæmis rusl eins og blautklútar fara í klósett og þar sem fólk er að setja líka kannski fitu og annað slíkt niður í vaska þá er mikil hætta á að þetta verði til,“ segir Ólöf í samtali við mbl.is og bætir við:

Fitan er sérstaklega slæm

„Þetta er algjört eitur í fráveitukerfinu. Til dæmis fita, mjög margir skola fitunni niður í vaskinn og halda að það sé í lagi ef þeir láta heitt vatn renna eftir á þannig að hún komist út fyrir þeirra lagnir og út í götu. En þar storknar hún oft og svo magnast vandamálið þegar hún hittir fyrir rusl sem oft er sett í klósett eins og tannþráð, eyrnapinna og blautþurrkurnar sem eru að verða sífellt stærra vandamál. Við erum að verða fyrir tugmilljóna króna kostnaði vegna rusls í fráveitunni.“

En hvað má þá fara ofan í klósettið?

„Allt sem við höfum borðað og klósettpappír. Við höfum stundum sagt kúkur, piss og klósettpappír. En þá spyr fólk „Hvað ef maður þarf að gubba?“ segir Ólöf hlæjandi og bætir við: „Líkamlegur úrgangur og klósettpappír. Allt annað í ruslið.“

Lengri en Boeing-flugvél

Ljóst er að íbúar Sidmouth hafa ekki farið eftir þessum einföldu reglum því annars hefði ekki myndast risavaxinn „fituhlunkur“ í holræsi þeirra. Starfsmenn South West Water, sem er veitufyrirtæki á Suðvestur-Englandi, segja að klumpurinn í Sidmouth sé sá stærsti sem þeir hafa séð og það muni taka allt að átta vikur að fjarlægja flikkið.

Ekki er enn hægt að segja til um nákvæma stærð eða þyngd fyrr en búið er að fjarlægja klumpinn úr holræsinu en fyrstu mælingar benda til þess að hann sé um 64 metrar á lengd (210 fet).

Til að setja það í samhengi er Skakki turninn í Písa 57 metrar á hæð og Boeing 747SP-flugvél mælist tæplega 57 metrar á lengd. Hallgrímskirkja er ekki nema 10 metrum lengri en fituklumpurinn í Sidmouth. Vinna við að fjarlægja klumpinn á að hefjast 4. febrúar.

Klumpurinn í Sidmouth er þó langt frá því að vera sá stærsti sem fundist hefur í Englandi því árið 2017 fannst 250 metra langur og 130 tonna þungur klumpur í holræsi frá 19. öld. Hluti af honum endaði á safni í London og mátti rekja aukna ásókn gesta í safnið beint til hans.

mbl.is

Innlent »

Grunur um Parvó-smit á Austurlandi

10:35 Óstaðfestur grunur er um að hundur á Austurlandi hafi veikst af Parvó smáveirusótt. Þetta segir Daníel Haraldsson, þjónustudýralæknir á Egilsstöðum, en hann tilkynnti um tilfellið til yfirdýralæknis í gær og hefur sent sýni á Keldur til staðfestingar á grun sínum. Meira »

Á 139 km hraða á Sæbraut

10:20 Lögregla myndaði brot alls 170 ökumanna á Sæbraut í Reykjavík á tímabilinu 10.-15. júlí, en fylgst var með ökutækjum sem fóru Sæbrautina í vesturátt á gatnamótum við Langholtsveg. Sá sem hraðast ók var myndaður á 139 kílómetra hraða. Meira »

Gerð klár fyrir eigendaskiptin

10:20 Togskip Gjögurs hf. á Grenivík, Áskell EA 748 og Vörður EA 748, eru nú í Slippnum í Reykjavík. Er unnið að því að pússa og mála skipin áður en þau verða afhent nýjum eiganda, FISK á Sauðárkróki, fyrir mánaðarlokin. Meira »

„Er undrandi á þessari niðurstöðu MDE“

10:15 Niðurstaða Mannréttindadómstólsins í máli Júlíusar Þórs Sigurþórssonar, fyrrverandi starfsmanns Húsasmiðjunnar, gegn íslenska ríkinu er sigur í meginatriðum um rétt manna til að njóta sanngjarnrar málsmeðferðar og kallar á að Hæstiréttur endurskoði fyrirkomulag sitt. Þetta segir lögmaður Júlíusar. Meira »

Súkkulaðihrískökur innkallaðar

09:45 Heilsa ehf. hefur í samráði við matvælaeftirlit Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur innkallað Amisa Lactose Free Rice Milk Chocolate Rice Cakes vegna ómerkts ofnæmis- eða óþolsvalds, en mjólk er í kökunum. Meira »

Helmingur ók of hratt á Seljabraut

09:39 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu myndaði brot 35 ökumanna á Seljabraut í Reykjavík í gær, en þar var lögregla við hraðamælingar í eina klukkustund eftir hádegi. Meira »

Styrmir vilji fá sakfellingu niðurfellda

09:19 Lögmaður Styrmis Þórs Bragasonar er ánægður með að MDE hafi komist að niðurstöðu um að málsmeðferð fyrir Hæstarétti hafi ekki verið réttlát. Hann gerir ráð fyrir að Styrmir vilji fá málið endurupptekið. Meira »

Enn þungt haldinn eftir fjórhjólaslys

08:45 Karlmaðurinn sem lenti í alvarlegu fjórhjólaslysi við Geysi í Haukadal í gærmorgun liggur enn þungt haldinn á Landspítalanum. Þetta staðfestir Elís Kjartansson, rannsóknarlögreglumaður á Suðurlandi, í samtali við mbl.is. Meira »

Íslenska ríkið brotlegt gagnvart Styrmi

08:33 Mannréttindadómstóll Evrópu hefur dæmt íslenska ríkið brotlegt gagnvart Styrmi Þór Bragasyni, fyrrverandi forstjóra MP banka, eftir einróma niðurstöðu dómsins. Hann fær milljón krónur í málskostnað. Meira »

Ríkið braut á starfsmanni Húsasmiðjunnar

08:32 Íslenska ríkið braut á fyrrverandi starfsmanni Húsasmiðjunnar sem dæmdur var í níu mánaða fangelsi í Hæstarétti árið 2016 fyrir hlutdeild sína í refsiverðu verðsamráði í störfum sínum á árunum 2010 til 2011. Þetta er niðurstaða Mannréttindadómstóls Evrópu. Meira »

Þegar er erfitt að ferðast um

08:18 Fjöldi gildra stæðiskorta, P-merkja, fyrir hreyfihamlaða um mitt ár 2017 var 6.415 og þar af voru 4.247 á höfuðborgarsvæðinu. Heildarfjöldi útgefinna korta allt árið 2016 var 1.526. Ekki fengust nýrri tölur hjá sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu. Meira »

Kanna oflækningar á Íslandi

07:57 Engin ástæða er að ætla annað en að staða oflækninga sé svipuð á Íslandi og í Noregi, segir Sigríður Dóra Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri lækninga hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, í nýjasta tölublaði Læknablaðsins. Meira »

Hafa tekið 82 viðtöl

07:37 82 viðtöl hafa þegar verið tekin í húsnæði Bjarmahlíðar, miðstöðvar fyrir þolendur ofbeldis, sem var opnuð á Akureyri 10. maí síðastliðinn. Meira »

Áfram skýjað og rigning með köflum

06:40 Að mestu verður skýjað í dag og rigning eða súld með köflum og austan 8 til 13 m/s. Styttir upp um landið suðvestanvert með morgninum en talsverðar skúrir verða þar síðdegis, samkvæmt veðurspá Veðurstofu Íslands. Meira »

Veist að þremur múslimakonum

06:10 Veist var að þremur múslimskum konum utandyra í Breiðholti á sjöunda tímanum í gærkvöldi. Málið er í rannsókn hjá lögreglu og er hugsanlega um hatursglæp að ræða. Meira »

Bætist í jarðasafn Fljótabakka

05:30 Fljótabakki ehf., sem er íslenskt dótturfélag bandaríska ferðaþjónustufyrirtækisins Eleven Experience sem rekur m.a. ferðaþjónustuna Deplar Farm í Fljótunum, hefur keypt jörðina Atlastaði í Svarfaðardal. Meira »

Vegmerkingum ábótavant

05:30 Tafist hefur í um þrjár til fjórar vikur að vegmerkja vegarkafla á Sæbraut í Reykjavík eftir malbikunarframkvæmdir þar í júní. Meira »

Batnandi ástand og vaðandi makríll

05:30 „Almennt talað fer ástand sjávar suður af landinu batnandi,“ sagði Héðinn Valdimarsson, sviðsstjóri umhverfissviðs Hafrannsóknastofnunar, um helstu niðurstöður vorleiðangurs stofnunarinnar 2019. Meira »

Minna í húsnæði en hjá ESB

05:30 Árlegur kostnaður heimila hér á landi vegna húsnæðis (að undanskildum húsnæðiskaupum) er að meðaltali 22,1% heildarútgjalda.  Meira »
Dyrasímar - Raflagnir
Dyrasímaþjónusta, geri við eldri kerfi og set upp ný, fljót og góð þjónusta Sí...
HRINGSTIGAR _ HRINGSTIGAR
Hringstigar, úti sem inni. Þvermál 120, 130, 140, 150, 160, 170 cm og sérsmíði í...
Harðviður til húsbygginga
Harðviður til húsabygginga Sjá nánar á www.vidur.is Vatnsklæðning, panill, palla...