„Algjört eitur í fráveitukerfinu“

Blautþurrkur eru sívaxandi vandamál í fráveitukerfinu. Svona leit sía í ...
Blautþurrkur eru sívaxandi vandamál í fráveitukerfinu. Svona leit sía í fráveitukerfinu út um daginn. Facebook/Veitur

Blautþurrkur, tannþráður, eyrnapinnar og aðrir óæskilegir aðskotahlutir eru sívaxandi vandamál í íslensku fráveitukerfi. Ólöf Snæhólm Baldursdóttir, upplýsingafulltrúi Veitna, segir þessa hluti vera „algjört eitur í fráveitukerfinu“. Hætta er á að „fituklumpar“ myndist sem geta stíflað kerfið eins og dæmi eru um í Bretlandi.

Veitur bentu á það í færslu á Facebook-síðu sinni hversu gríðarlegt vandamál blautklútar væru í fráveitukerfinu. Í færslunni er mynd sem sýnir hvernig ein sía í hreinsistöð fráveitu leit út um daginn en hún var stútfull af blautþurrkum.

Ólöf segir að blautþurrkurnar séu margar hverjar það sterkar að þær stífli og skemmi dælurnar og kostnaðurinn vegna þess sé gífurlegur. Oft þurfi að gera við dælurnar sem er kostnaðarsamt og í einhverjum tilvikum kaupa nýjar öflugri dælur. Þá er kostnaðarsamt að urða úrganginn sem síaður er úr kerfinu.

Breskur „fituhlunkur“ stíflaði holræsi

Fréttastofa BBC og fleiri fjölmiðlar greindu í vikunni frá risastórum „fituklumpi“ eða „fituhlunki“ (e. fatberg) sem fannst nýverið í holræsi sjávarbæjarins Sidmouth í Devon-sýslu í Englandi. Hlunkurinn eða „skrímslið“ eins og fyrirbærið hefur verið kallað er um 64 metrar á lengd og inniheldur aðallega fitu, blautþurrkur og olíu sem sturtað hefur verið niður í klósett eða hellt ofan í niðurföll vaska.

Slíkir klumpar myndast þegar blautþurrkur, smokkar, eyrnapinnar og fleiri aðskotahlutir blandast saman við olíu og feiti sem storknar síðan.

Fituklumpurinn í allri sinni dýrð.
Fituklumpurinn í allri sinni dýrð. Twitter/South West Water

Getur gerst hér á landi

Ólöf segir að svona klumpar geti vel myndast hér á landi þó að stærðin verði líklega ekki eins og í Bretlandi.

„Já það er alveg hætta. Við erum kannski ekki að sjá þetta í þessum stærðum en þar sem til dæmis rusl eins og blautklútar fara í klósett og þar sem fólk er að setja líka kannski fitu og annað slíkt niður í vaska þá er mikil hætta á að þetta verði til,“ segir Ólöf í samtali við mbl.is og bætir við:

Fitan er sérstaklega slæm

„Þetta er algjört eitur í fráveitukerfinu. Til dæmis fita, mjög margir skola fitunni niður í vaskinn og halda að það sé í lagi ef þeir láta heitt vatn renna eftir á þannig að hún komist út fyrir þeirra lagnir og út í götu. En þar storknar hún oft og svo magnast vandamálið þegar hún hittir fyrir rusl sem oft er sett í klósett eins og tannþráð, eyrnapinna og blautþurrkurnar sem eru að verða sífellt stærra vandamál. Við erum að verða fyrir tugmilljóna króna kostnaði vegna rusls í fráveitunni.“

En hvað má þá fara ofan í klósettið?

„Allt sem við höfum borðað og klósettpappír. Við höfum stundum sagt kúkur, piss og klósettpappír. En þá spyr fólk „Hvað ef maður þarf að gubba?“ segir Ólöf hlæjandi og bætir við: „Líkamlegur úrgangur og klósettpappír. Allt annað í ruslið.“

Lengri en Boeing-flugvél

Ljóst er að íbúar Sidmouth hafa ekki farið eftir þessum einföldu reglum því annars hefði ekki myndast risavaxinn „fituhlunkur“ í holræsi þeirra. Starfsmenn South West Water, sem er veitufyrirtæki á Suðvestur-Englandi, segja að klumpurinn í Sidmouth sé sá stærsti sem þeir hafa séð og það muni taka allt að átta vikur að fjarlægja flikkið.

Ekki er enn hægt að segja til um nákvæma stærð eða þyngd fyrr en búið er að fjarlægja klumpinn úr holræsinu en fyrstu mælingar benda til þess að hann sé um 64 metrar á lengd (210 fet).

Til að setja það í samhengi er Skakki turninn í Písa 57 metrar á hæð og Boeing 747SP-flugvél mælist tæplega 57 metrar á lengd. Hallgrímskirkja er ekki nema 10 metrum lengri en fituklumpurinn í Sidmouth. Vinna við að fjarlægja klumpinn á að hefjast 4. febrúar.

Klumpurinn í Sidmouth er þó langt frá því að vera sá stærsti sem fundist hefur í Englandi því árið 2017 fannst 250 metra langur og 130 tonna þungur klumpur í holræsi frá 19. öld. Hluti af honum endaði á safni í London og mátti rekja aukna ásókn gesta í safnið beint til hans.

mbl.is

Innlent »

Skýringar á áverkum oft fáránlegar

18:26 Áverkar á börnum sem hafa orðið fyrir ofbeldi eru allt öðruvísi en þeir áverkar sem koma af slysförum segir Gestur Pálsson barnalæknir. Hann segir að oft séu skýringar á áverkum fáránlegar og læknar sem skoði börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi sjá að skýringin á ekki við. Meira »

Virkja Tungufljót í Biskupstungum

18:00 Góður gangur er í framkvæmdum við byggingu Brúarvirkjunar í Tungufljóti í Biskupstungum og um 60 manns eru þar nú að störfum. Meira »

Brekkurnar loksins opnaðar

17:30 Opnun Skíðasvæðisins í Bláfjöllum hefur verið beðið með mikilli eftirvæntingu að sögn Einars Bjarnasonar, rekstrarstjóra, en svæðið opnaði í fyrsta skipti í vetur í dag. Skíðafólk lét ekki bíða eftir sér og mbl.is var á staðnum þegar fyrstu ferðirnar niður fjallið voru í skíðaðar í frábæru færi. Meira »

„Vasar þeirra ríku dýpka“

17:11 „Stefna Samfylkingarinnar er skýr um jöfn tækifæri allra,“ sagði Bjartur Aðalbjörnsson, varaþingmaður Samfylkingarinnar, sem flutti jómfrúarræðu sína á Alþingi í dag. Hann sagði samneyslu þar sem gæðunum sé jafnt dreift þannig að öllum séu tryggð lífsviðurværi sé leiðin. Meira »

Tíu bækur tilnefndar

16:30 Tíu bækur voru fyrir stundu tilnefndar til Viðurkenningar Hagþenkis, félags höfunda fræðirita og kennslugagna, fyrir árið 2018. Verðlaunin sjálf verða afhent í Þjóðarbókhlöðunni 3. mars og nema verðlaunin 1.250.000 krónum. Meira »

Samþykkti kerfisáætlun Landsnets

16:26 Fyrir helgi var tekin ákvörðun um það af hálfu Orkustofnunar að samþykkja kerfisáætlun Landsnets fyrir tímabilið 2018-2027.   Meira »

„Ekkert nýtt“ að fá sér bjór á vinnutíma

16:22 „Ég fékk póst,“ segir Karl Gauti Hjaltason þingmaður, um tölvupóst sem honum barst frá Helgu Völu Helgadóttur, þingmanni Samfylkingarinnar og nefndarmanni í umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis, á meðan fundi nefndarinnar stóð 1. júní í fyrra. Í póstinum stendur að hún, og fleiri þingmenn, hefðu brugðið sér á barinn Klaustur. Meira »

Samþykktu breytingar á Hamraneslínu

16:14 Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti á fundi sínum í dag að veita Landsneti tvö framkvæmdaleyfi fyrir breytingum á legu Hamraneslínu 1 og 2. Meira »

Björguðu kindum úr sjálfheldu

16:05 Sextán björgunarsveitarmenn úr Grindavík björguðu fjórum kindum úr sjálfheldu á klettasyllu í Bæjarfelli við Krísuvík í gærkvöldi. Talsmaður björgunarsveitarinnar segir að kletturinn sé um 30 metra hár og voru kindurnar fastar á syllunni um átta metra neðan við bjargbrún. Meira »

Flýgur áfram til Íslands í sumar

15:46 Bandaríska flugfélagið American Airlines hyggst fljúga áfram á milli Íslands og Dallas-borgar í Bandaríkjunum í sumar líkt og félagið gerði síðasta sumar. Hins vegar hafa íslensku flugfélögin Icelandair og WOW air bæði hætt að fljúga til borgarinnar. Meira »

Vilja fjögurra þrepa skattkerfi

15:27 Miðstjórn ASÍ samþykkti á fundi sínum í dag tillögur efnahags-, skatta- og atvinnumálanefndar sambandsins um breytingar á skattkerfinu sem auka jöfnuð og ráðstöfunartekjur meginþorra launafólks. Meira »

Heita fundarlaunum fyrir bílinn

15:23 Eigendur bifreiðar af gerðinni Land Rover Discovery, sem stolið var frá Bjarnarstíg í Reykjavík í fyrrinótt, hafa ákveðið að veita 200 þúsund krónur í fundarlaun í von um að bíllinn finnist. Meira »

Óuppfyllt íbúðaþörf mun minnka

15:16 „Tillögurnar munu auka framboð, tryggja stöðugleika á markaðnum og lækka byrði húsnæðiskostnaðar hjá viðkvæmum hópum, komist þær til framkvæmda,“ segir Ólafur Heiðar Helgason, hagfræðingur í hagdeild Íbúðalánasjóðs, í samtali við mbl.is, um nýjar húsnæðistillögur átakshóps ríkisstjórnarinnar sem kynntar voru í gær. Meira »

Fiskistofa ítrekað bent á vandann

15:14 Stjórnendur Fiskistofu hafa ítrekað bent á þann vanda sem við er að etja vegna eftirlits með fiskveiðum. Þeir telja skýrslu Ríkisendurskoðunar um eftirlitshlutverk Fiskistofu vandaða og að hún bendi réttilega á margvíslega erfiðleika í þessum efnum. Meira »

Þjórsárdalur friðlýstur í heild

15:00 Minjastofnun hefur gert tillögu að friðlýsingu alls búsetulandslags Þjórsárdals. Tillagan er unnin samhliða tillögu að friðlýsingu náttúruminja í hluta dalsins. Gangi áform Minjastofnunar eftir verður Þjórsárdalur fyrsta svæðið til að hljóta friðlýsingu í heild sinni en hingað til hefur tíðkast að friðlýsa staka minjastaði. Meira »

Skilur ekki af hverju hann er ákærður

14:55 Aðkoma Kjartans Bergs Jónssonar að því máli, sem nú er til aðalmeðferðar í Héraðsdómi Reykjavíkur, er afar takmörkuð, að hans eigin sögn, en hann gaf skýrslu núna eftir hádegið og sagðist þar meðal annars ekki einu sinni skilja þann lið ákærunnar sem beinist að honum. Meira »

Tölum ekki í farsímann við akstur

14:30 Í átaki Samgöngustofu og fleiri sem ber yfirskriftina Höldum fókus eru farnar nýjar leiðir til að minna ökumenn á hversu hættulegt það er að nota símann undir stýri. Meira »

Bíógagnrýni: Glass og Close

14:00 Raggi Eyþórsson, bíógagnrýnandi og framleiðandi, gaf Glass og Close ekki beint góða dóma, en þó eru greinilega ágætissprettir í hvorri mynd um sig. Meira »

„Verður ekki gefinn mikill tími“

13:51 „Ég held að það sé alveg morgunljóst að enn ber gríðarlega mikið í milli,“ segir Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, í samtali við mbl.is. Fulltrúar Samtaka atvinnulífsins funduðu í morgun ásamt viðsemjendum sínum; fulltrúum VR, Eflingar, Verkalýðsfélags Akraness og Verkalýðsfélags Grindavíkur. Meira »
SUMARHÚS- GESTAHÚS- BREYTINGAR
Sumarhús - Gestahús - Breytingar ? Framleiðum stórglæsileg sumarhús í ýmsum stær...
Byggingastjórn - Húsasmíðameistari
Löggiltur byggingarstjóri, húsasmíðameistari og leigumiðlari Tek að mér: - ...
Bíll
Góður bíll til sölu. Toyota Avensis árg, 2001 ekinn 270 þús. Hefur verið í góð...
Útsala !!! Kommóða ofl..
Til sölu 3ja skúffu kommoða,ljós viðarlit.. Mjög vel útlítandi..Verð kr 2000.. ...