Í barnsminni Kristmundar

Kristmundur Bjarnason ungur maður. Danski vísindamaðurinn S.L. Tiexen tók myndina …
Kristmundur Bjarnason ungur maður. Danski vísindamaðurinn S.L. Tiexen tók myndina en hann dvaldist á Mælifelli í rannsóknarferðum. Ljósmynd/S.L. Tiexe

Kristmundur Bjarnason, rithöfundur og fræðimaður frá Sjávarborg í Skagafirði, er 100 ára í dag. Kristmundur er fæddur á Reykjum í Tungusveit 10. janúar 1919. Foreldrar hans voru Kristín Sveinsdóttir og Bjarni Kristmundsson en fósturforeldrar voru sr. Tryggvi H. Kvaran á Mælifelli og Anna Gr. Kvaran, sem ólu Kristmund upp með dætrum sínum tveimur, Hjördísi og Jónínu.

Í tilefni þessara merku tímamóta í lífi Kristmundar gefur Sögufélag Skagfirðinga út bókina Í barnsminni - minningaslitur frá bernskuárum. Sölvi Sveinsson annaðist útgáfuna en bókin, sem Kristmundur ritaði á árunum 2005-2006, fjallar um bernskuár hans á Mælifelli.

Útgáfuhátíð verður haldin í Safnahúsinu á Sauðárkróki næstkomandi laugardag kl.16. Þar mun Hjalti Pálsson, ritstjóri Byggðasögu Skagafjarðar, segja lítillega frá æviferli Kristmundar og kynnum sínum af honum, Unnar Ingvarsson segir frá kynnum og samstarfi við Kristmund og Kristján B. Jónasson talar um bókmennta- og fræðistörf Kristmundar. Sölvi Sveinsson mun kynna bókina og lesa upp úr henni en Sólborg Una Pálsdóttir héraðsskjalavörður stýrir dagskránni, að því er fram kemur í umfjöllun um tímamót þessi í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert