Krabbameinsmeðferðir á Suðurlandi

Sigurður Böðvarsson á nýju skrifstofunni með Búrfellið í bakgrunni.
Sigurður Böðvarsson á nýju skrifstofunni með Búrfellið í bakgrunni. mbl.is/RAX

Heilbrigðisstofnun Suðurlands hefur ráðið til sín Sigurð Böðvarsson krabbameinslækni og geta krabbameinssjúklingar á Suðurlandi nú sótt lyfjameðferðir með aðstoð krabbameinslæknis.

Margir krabbameinssjúklingar þurfa að sækja lyfjameðferðir vikulega. Það er því mikil búbót fyrir heimamenn að þurfa ekki að keyra yfir heiðina til að fá heilbrigðisþjónustu. 22

Í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag segir Sigurður þörfina á þjónustu fyrir krabbameinssjúklinga á Suðurlandi vera mikla þar sem um 30 þúsund manns búa á svæðinu, en einn af hverjum þremur einstaklingum fær krabbamein á lífsleiðinni.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert