Minnihlutinn vill sjá frekari rannsókn

Tveir borgarfulltrúar tilkynntu í dag að þeir vildu sjá braggamálinu ...
Tveir borgarfulltrúar tilkynntu í dag að þeir vildu sjá braggamálinu svokallaða vísað til héraðssaksóknara til frekari rannsóknar. mbl.is/Hari

„Við byggjum þessa ákvörðun okkar á 140. og 141. grein almennra hegningarlaga,“ segir Vigdís Hauksdóttir, borgarfulltrúi Miðflokksins, sem tilkynnti í dag á borgarráðsfundi að hún og Kolbrún Baldursdóttir, borgarfulltrúi Flokks fólksins, myndu sameiginlega leggja fram tillögu til borgarstjórnar um að skýrslu innri endurskoðunar verði vísað til frekari rannsóknar hjá héraðssaksóknara.

Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, formaður borgarráðs og oddviti Viðreisnar, segir í samtali við mbl.is að ekkert í skýrslunni bendi til þess nokkur glæpsamlegur ásetningur hafi verið til staðar og að minnihlutinn sé að nota braggamálið í pólitísku leikriti. Hún og Dagur B. Eggertsson borgarstjóri kynntu yfirlit yfir ábendingar úr skýrslu innri endurskoðunar í borgarráði í dag.

„Það er forsætisnefndarfundur á morgun þar sem við leggjum þetta fram til að koma þessu inn á dagskrá borgarstjórnar til að fá umræðu nákvæmlega um þetta mál í borgarstjórn og til afgreiðslu, hvort að borgarstjórn sé ekki öll sammála um það að málið sé það alvarlegt að það þurfi að vísa þessu til héraðssaksóknara,“ segir Vigdís, í samtali við blaðamann, en hún og Kolbrún Baldurdóttir boðuðu blaðamenn á sinn fund niður í Ráðhús Reykjavíkur eftir borgarráðsfund í dag.

Vigdís segir að við ítarlegan lestur skýrslunnar yfir jól og áramót hafi vaknað enn fleiri spurningar en skýrslan svaraði, meðal annars varðandi áreiðanleika reikninga fyrir útselda vinnu við verkþætti.

„Það var ekki skoðað hvort verkin hefðu raunverulega verið unnin,“ segir Vigdís og bætir því við að tölvupóstkerfi borgarinnar hafi ekki verið rannsakað nægilega, eins vel og hægt er, af innri endurskoðun.

Vigdís Hauksdóttir og Kolbrún Baldursdóttir, oddvitar Miðflokksins og Flokks fólksins ...
Vigdís Hauksdóttir og Kolbrún Baldursdóttir, oddvitar Miðflokksins og Flokks fólksins í Reykjavík. mbl.is/Eggert

„Því báðum við um það, við Kolbrún, að innri endurskoðandi [Hallur Símonarson] kæmi hér og svaraði okkar spurningum. Það var ansi lítið um svör, ef út í það er farið,“ segir Vigdís, en í samtali við blaðamann sagði Vigdís að það hljóti að vera að borgarstjórn taki jákvætt í tillögu þeirra næsta þriðjudag.

Sjálfstæðisflokkurinn mun styðja tillöguna

„Við munum styðja þessa tillögu, við sjáum ekki hvernig er hægt að vera á móti því að þetta sé skoðað,“ segir Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, í samtali við blaðamann, spurður hvort flokkurinn muni styðja tillögu Vigdísar og Kolbrúnar.

Spurður hvort heitar umræður hafi verið um málið á borgarráðsfundinum í dag, sem dróst eilítið á langinn, segir Eyþór að hann hafi alla vega þurft að fara úr jakkanum sjálfur.

Vill skoða enn fleiri verkefni

Í bókun Kolbrúnar Baldursdóttur í umræðum um skýrslu innri endurskoðunar á fundi borgarráðs í dag segir að skýrslan hefði mátt fara dýpra í „embættisfærslur og stjórnsýsluhætti borgarstjóra og borgarritara í tengslum við braggaverkefnið“. Þá segir hún einnig, eins og Vigdís, að tölvupóstar hafi ekki verið skoðaðir eins ítarlega við rannsókn innri endurskoðunar og hægt hefði verið.

„Sjá má af öllu þessu að þarna leika ákveðnir starfsmenn sér að vild og án eftirlits með fé borgaranna. Stór spurning er hvort hér sé ekki um misferli að ræða. Í það minnsta hafa lög verið brotin, sveitarstjórnarlög og lög um skjalavörslu og spurning er með meintar blekkingar,“ segir í bókun Kolbrúnar, sem sagði einnig í samtali við blaðamann í ráðhúsinu í dag að hún vildi sjá innri endurskoðun borgarinnar framkvæma úttekt á enn fleiri verkefnum sem heyrðu undir skrifstofu eigna og atvinnuþróunar „til þess að sjá hvort sama stjórnleysið hafi verið alstaðar“.

Sér ekki að neinn glæpsamlegur ásetningur sé til staðar

„Ég get ekki séð það að þetta sé lögreglurannsókn. Mér fannst einmitt gott þegar ég sá skýrsluna í desember að það var mjög margt sem þarf að breyta og miklar umbætur sem þarf að gera, en það gladdi mig hins vegar, af því að við höfðum af því áhyggjur, að skýrslan er mjög skýr með það að það er ekki glæpsamlegur ásetningur inni í þessu,“ segir Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, oddviti Viðreisnar og formaður borgarráðs, innt eftir viðbrögðum við þeim tíðindum að borgarfulltrúarnir tveir ætli að leggja til að braggamálinu verði vísað til héraðssaksóknara.

Eyþór Arnalds og Þórdís Lóa Þórhallsdóttir fyrir fund borgarráðs í ...
Eyþór Arnalds og Þórdís Lóa Þórhallsdóttir fyrir fund borgarráðs í dag. mbl.is/Eggert

Þórdís Lóa segir að sú hafi komið henni verulega á óvart. „En það kemur mér samt ekkert á óvart að það sé reynt að gera eins mikið úr þessu og hægt er, því það hefur verið vilji minnihlutans alveg frá byrjun. Málið er hins vegar grafalvarlegt, við þurfum að fara í umbætur og ætlum að gera það,“ segir Þórdís Lóa, en hún og Dagur B. Eggertsson borgarstjóri kynntu í dag á borgarráðsfundi yfirlit yfir ábendingar og niðurstöður í skýrslu innri endurskoðunar, sem nálgast má á vef borgarinnar.

„Það sem við gerðum er að við erum búin að draga út úr þessari skýrslu kjarnann og fórum yfir það saman núna allt borgarráð til að vera viss um að allir væru með sömu augun á þessu. Þetta voru ansi mörg atriði sem við viljum draga út, og út úr þeim verðum við að koma með tillögur til úrbóta og margar af þeim tillögum kallast á við þessar miðlægu breytingu á stjórnsýslu sem við erum að tala um.“

Umbótaferli minni- og meirihluta

Mikið hefur verið fjallað um óánægju minnihlutans með að borgarstjóri taki þátt í þessari vinnu og þá aðallega þá ákvörðun Hildar Björnsdóttur borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokks um að taka ekki þátt í vinnunni ef borgarstjóri segði sig ekki frá henni.

Um framhald þessarar vinnu segir Þórdís Lóa að ljóst sé að það sé á sínu borði og borgarstjóra að koma með tillögur að viðbrögðum við skýrslu innri endurskoðunar um Nauthólsveg 100 og segir Þórdís að í „öllum skrefum“ muni hún og borgarstjóri koma með tillögur sínar fyrir borgarráð, „þannig að þetta verður alltaf umbótaferli sem minni- og meirihluti standa að saman.“

Þórdís Lóa segir umbótaferlið þegar hafið. „Það byrjuðum við í október undir minni stjórn, að endurmeta og endurskoða miðlæga stjórnsýslu og gera breytingar á henni, það leggjum við fyrir borgarráð mjög fljótlega,“ segir Þórdís Lóa og bætir við að í lok mánaðar eða byrjun febrúar muni niðurstöður frumkvæðisathugunar innri endurskoðunar á nokkrum þróunarverkefnum sem einnig fóru yfir kostnaðaráætlun líta dagsins ljós.

Frá fundi borgarráðs í dag.
Frá fundi borgarráðs í dag. mbl.is/Eggert

„Allt þetta er partur af þeim umbótum sem að við ætlum að fara í og þetta í rauninni alveg í takt við það sem við í Viðreisn sögðum þegar við komum inn, að við viljum fara í endurbætur, við viljum straumlínulaga stjórnsýsluna, einfalda kerfið og passa upp á það að öguð vinnubrögð, góð stjórnsýsla og umboð og ábyrgð fari saman. Sem sagt umboð á fjármálum, þannig að þú getir ekki bara sem einhver starfsmaður framkvæmt án þess að hafa umboð fyrir því,“ segir Þórdís Lóa.

Pólitískt leikrit að ræða um sakamálarannsókn

Hún segir minnihluta borgarstjórnar nota braggamálið í pólitísku leikriti og að tillagan um að vísa því til héraðssaksóknara sé þess eðlis.

„Mér finnst þetta mál ekki vera af glæpsamlegum ásetningi, ég get ekki séð það frá neinum hliðum, ég er búin að lesa þessa skýrslu mjög vel og ég get ekki séð að það sé neinn grundvöllur fyrir því. En það bara kemur fyrir borgarstjórn á þriðjudaginn og þá verður bara tekin umræðan um það þar,“ segir Þórdís Lóa, sem ítrekar þó að málið sé alvarlegt.

„Í opinberri stjórnsýslu, alveg sama hvort það er hjá sveitarfélögum eða ríki, er það vitað að verkefni fara fram úr áætlun. Að þau fari fram úr áætlun þannig að fólk sé meðvitað um það, taki ákvörðun um að leyfa það út af einhverjum tilteknum ástæðum, hvort sem það er aukin hönnun, aukinn kostnaður, eitthvað sem þurfti að gera meira en var upphaflega áætlað, þá er fólk að taka meðvitaðar ákvarðanir allan tímann. Bragginn var ekki þannig, það er það sem er hrópandi í skýrslunni og þess vegna er bragginn ólíkur öllum öðrum verkefnum og það er stóra málið fyrir framan okkur núna, það er að breyta þessu.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Segir stefna í hörðustu átök í áratugi

12:48 „Mikil er ábyrgð þeirra sem hafa leyft misréttinu að aukast síðustu ár og áratugi þannig að hagsældin í okkar ríka landi hefur ekki skilað sér til allra. Þeirra er ábyrgðin á því að nú stefnir í hörðustu átök á vinnumarkaði í áratugi,“ skrifar Drífa Snædal forseti ASÍ í forsetapistli sínum, Meira »

Miðstöð fyrir þolendur ofbeldis á Akureyri

12:12 Þjónustumiðstöð fyrir þolendur ofbeldis verður opnuð á Akureyri 1. mars. Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, og Sigríður Andersen dómsmálaráðherra undirrituðu í dag samstarfsyfirlýsingu um fjármögnun þjónustumiðstöðvarinnar. Meira »

Ákærður fyrir að sigla undir áhrifum fíkniefna

11:49 Skipstjóri hefur verið ákærður fyrir að hafa siglt undir áhrifum fíkniefna frá Flateyri til Suðureyrar um miðjan desember. Auk þess er maðurinn ákærður fyrir að slökkva á staðsetningartæki skipsins og fyrir að hafa ekki skráð skipverja um borð með réttum hætti. Meira »

Sigurður fékk fjögurra og hálfs árs dóm

11:19 Sigurður Kristinsson var dæmdur í fjögurra og hálfs árs fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun fyrir aðild að Skáksambandsmálinu svokallaða. Auk hans voru tveir til viðbótar dæmdir til fangelsisvistar. Meira »

VR á fund Almenna leigufélagsins

11:12 Fulltrúar VR munu funda með Almenna leigufélaginu í húsakynnum þess klukkan þrjú í dag, að því er fram kemur í fréttatilkynningu frá leigufélaginu. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, óskaði eftir fundinum vegna hækkunar leiguverðs. Meira »

Guðrún Nordal áfram hjá Árnastofnun

11:02 Guðrún Nordal mun veita Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum forstöðu næstu fimm árin og tók við skipunarbréfi þess efnis í gær úr hendi Lilju Alfreðsdóttur, mennta- og menningarmálaráðherra. Guðrún hefur verið forstöðumaður stofnunarinnar frá 2009 og mun því gegna embættinu áfram. Meira »

Fundahöld óháð verkfalli

11:01 „Verkfallsboðun breytir engu um það að verkefnið er áfram hjá okkur. Við höfum þá lagaskyldu að boða fund innan fjórtán sólarhringa,“ segir Elísabet Ólafsdóttir, skrifstofustjóri hjá embætti ríkissáttasemjara, í samtali við mbl.is, spurð um framhald viðræðna sem formlega slitið var í gær. Meira »

Iceland Seafood sameinar dótturfélög

10:57 Stjórn Iceland Seafood International hefur ákveðið að hefja sameiningu á tveimur dótturfélögum sínum á Spáni, Iceland Seafood Spain og Icelandic Ibérica. Félagið Icelandic Ibérica varð hluti af ISI-samsteypunni í september á síðasta ári, í kjölfar kaupa ISI á Solo Seafood sem þá var aðaleigandi Icelandic Ibérica. Meira »

Hyggst kæra ákvörðun sýslumanns

10:26 Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu hefur ákveðið að taka ekki kæru Vigdísar Hauksdóttur, borgarfulltrúa Miðflokksins, vegna borgarstjórnarkosninga 2018 til efnislegrar meðferðar. Er málinu því vísað frá, en Vigdís hyggst halda áfram með málið. Meira »

Seldu starfsmanni fimm bíla

10:26 Félagsbústaðir seldu starfsmanni fimm notaða bíla síðastliðið haust fyrir samtals 600 þúsund krónur. Auk þess var dóttur annars starfsmanns seldur bíll fyrir 180 þúsund krónur. Var þetta gert eftir að almennar bílaauglýsingar báru ekki árangur. Meira »

LÍV vísar deilunni til sáttasemjara

10:24 Landssamband íslenskra verslunarmanna hefur í samráði við þau aðildarfélög sín sem sambandið hefur samningsumboð fyrir, tekið ákvörðun um að vísa kjaradeilu sinni við Samtök atvinnulífsins til ríkissáttasemjara. Meira »

Loka svæði á Skógaheiði

10:15 Umhverfisstofnun hefur tekið ákvörðun um að loka svæði á Skógaheiði frá og með morgundeginum. Lokunin nær upp frá Fosstorfufossi, sem er um 650 metrum ofan við útsýnispall við Skógafoss. Ráðist er í lokunina af öryggisástæðum og til þess að vernda gróður. Meira »

Munu bíta fast þar sem þarf að bíta

09:16 Fundað verður í höfuðstöðvum VR í hádeginu þar sem samninganefnd félagsins mun fara yfir aðgerðaáætlun þess í kjölfar þess að kjaraviðræðum félagsins ásamt Eflingu, Verkalýðsfélagi Akraness og Verkalýðsfélagi Grindavíkur við Samtök atvinnulífsins var slitið í gær. Meira »

Hagstofan spáir 1,7% hagvexti í ár

09:12 Hagstofa Íslands reiknar með því að hagvöxtur í ár verði 1,7% í endurskoðaðri þjóðhagsspá að vetri, sem birtist í Hagtíðindum í dag. Spáin tekur til áranna 2018-2024 og er gert ráð fyrir því að hagvöxtur næstu ára verði á bilinu 2,5-2,8%. Meira »

Hafa vart séð áður svo mikla sjávarhæð

08:18 Víða um land flæddi sjór upp á hafnarbakka á stórstraumsflóði í gærmorgun. Einna mest urðu áhrifin á Flateyri þegar rafmagn sló út í bænum eftir að sjór flæddi inn í masturshús á bryggjunni en þar eru rafmagnstöflur fyrir hafnarsvæðið. Meira »

Hætta af óþoli gegn sýklalyfjum

07:57 Hreinleiki íslenskrar kjötframleiðslu skapar tækifæri fyrir landbúnað á Íslandi. Heimurinn stendur enda frammi fyrir vaxandi vandamáli vegna ofnotkunar sýklalyfja í landbúnaði. Sú ofnotkun getur jafnvel leitt til dauðsfalla hjá mönnum vegna baktería sem hafa orðið ónæmar fyrir sýklalyfjum. Meira »

Holutímabilið er hafið

07:45 Tíðarfarið að undanförnu er farið að setja mark sitt á vegi landsins. Víða eru teknar að myndast djúpar holur og það getur gerst á skömmum tíma. Þegar er byrjað að fylla upp í hættulegar holur en djúp hjólför sem víða má sjá eru einnig varasöm. Áframhaldandi leysingar bæta ástandið ekki. Meira »

Hækkanir hefðu mátt vera tíðari

07:37 Friðrik Sophusson, stjórnarformaður Íslandsbanka, segir að við hækkanir á grunnlaunum Birnu Einarsdóttur, bankastjóra Íslandsbanka, hafi m.a. verið horft til þess að kaupaukar hafi verið aflagðir frá 1. janúar 2017. Meira »

Nóg að gera hjá lögreglu

06:41 Þjófur sem stal söfnunarbauk Rauða krossins úr verslunarmiðstöð í austurborginni um miðnætti komst undan á svörtu reiðhjóli. Þetta er á meðal þess sem kemur fram í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, en lögregla sinnti ýmsum verkum í gærkvöldi og í nótt. Meira »
Alhliða múr- og viðhaldsþjónusta
Tökum að okkur viðhald fasteigna s.s. alhliða múrverk/viðgerðir, flísalagnir, fl...
UHD skjáir ( 4k )
Upplýsingar gefur Ólafur hjá Varmás ehf. sími 566 8144 ...
* Öll stærstu á einum stað
Þú getur spilað með í yfir 50 stærstu Lottóum heimsins. Í yfir 12 ár hafa lottó...
Höfuðverkur, endalaus þreyta, svefnleysi
Er með til leigu OZONE lofthreinsitæki ( margir kalla þetta JÓNAR tæki ). Eyði...