Myndi setja leikskólana í upplausn

Starfsfólkið er sagt kvíða þeim breytingum sem horft er til.
Starfsfólkið er sagt kvíða þeim breytingum sem horft er til. mbl.is/Kristinn Magnússon

„Helst hef ég áhyggjur af því að tapa fagfólki sem þegar er af skornum skammti, enda stundum erfitt að manna leikskólana. Það eru auðvitað alltaf átök þegar farið er í sameiningar, ekki bara fyrir starfsfólk heldur einnig börn og foreldra. Þetta myndi því setja báða leikskóla í hálfgerða upplausn.“

Þetta segir Berglind Hallgrímsdóttir, starfandi leikskólastjóri á Suðurborg í Breiðholti, um tillögu skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar um sameiningu tveggja leikskóla, Suðurborgar og Hólaborgar, í Suðurhólum í Breiðholti.

Er í tillögunni gert ráð fyrir að með sameiningu verði til nýr leikskóli 10 deilda með um 160 börn og með sérhæfðri ungbarnadeild. Í dag liggja lóðir skólanna saman og eru þær aðskildar með girðingu, en 43 metrar eru á milli Suðurborgar og Hólaborgar.

Aðspurð um mál þetta í Morgunblaðinu í dag segir Berglind „áhyggjuhljóð“ vera í starfsfólki á Suðurborg. „Það kvíðir þessum fyrirhuguðu breytingum og ég hef áhyggjur af því að missa starfsfólk. Það mun svo hafa áhrif heim til foreldra og auðvitað á starfið með börnunum,“ segir hún.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert