„Stórkostlegt“ starf á Landspítalanum

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra kynntu sér meðal ...
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra kynntu sér meðal annars starfsemi Hjartagáttar þar sem Karl Andersen yfirlæknir tók á móti þeim. mbl.is/Eggert

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að stórkostlegt starf sé unnið á Landspítalanum og að það hafi veitt henni nýja sýn að kynnast starfsemi spítalans með eigin augum í heimsókn sinni þangað í morgun.

„Það er allt annað að heimsækja Landspítalann sem sjúklingur eða aðstandandi sem ég hef auðvitað gert eins og flestir, eða að koma og fá að sjá á bak við tjöldin. Mér fannst það í sjálfu sér alveg stórmerkilegt að sjá hvað er gott starf unnið hér, ekki að ég hafi ekki vitað það, en það er öðruvísi að sjá það með eigin augum,“ sagði Katrín í samtali við mbl.is að lokinni heimsókninni.

Hún benti á að 5.900 starfsmenn vinni á Landspítalanum og um 1.800 nemar starfi þar á ársgrundvelli. Stofnunin sé mjög stór og því hafi verið merkilegt að kynnast utanumhaldinu um starfið þannig að allt gangi mestmegnis eins og smurð vél. „Það er eiginlega alveg stórkostlegt.“

„Góð og vel skipulögð heimsókn“

Heim­sókn­in var óvenju­leg fyr­ir þær sak­ir að þetta var í fyrsta sinn á þess­ari öld sem for­sæt­is­ráðherra Íslands heim­sæk­ir Land­spít­al­ann. Aðspurð sagðist Katrín hafa það á sinni dagskrá að heimsækja mikilvægir stofnanir á landinu. Hún hafi heimsótt Háskóla Íslands í vor og Landspítalinn hafi verið næstur á dagskrá. „Mér finnst það mikilvægt að fá að kynnast þessu innan frá sem forsætisráðherra og þetta var alveg gríðarlega góð og vel skipulögð heimsókn.“

Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra var einnig með í för og nutu þær leiðsagnar Páls Matthíassonar, forstjóra Landspítalans. Fyrst heim­sóttu þær bráðamót­tök­una í Foss­vogi og fóru eft­ir það yfir á Land­spít­al­ann við Hring­braut. Auk þess að fræðast um starfsemina kynntu þær sér framkvæmdirnar sem standa þar yfir. 

Landspítalinn.
Landspítalinn. mbl.is/Hjörtur

Skoðaði neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisbrota

„Þetta er líka mikilvægt fyrir okkur og fyrir mig sérstaklega því ég er ekki inni í þessum málum dags daglega að sjá hvað er verið að gera vel, sem er gríðarlega margt, og líka hvaða áskoranir það eru sem spítalinn stendur frammi fyrir,“ sagði Katrín og fannst afar merkilegt að sjá fjarskiptamiðstöðina á bráðamóttökunni og neyðarmóttökuna fyrir þolendur kynferðisbrota. „Það er búið að vinna alvega gríðarlega gott starf á þessum tveimur stöðum og við stöndum á alþjóðavísu afar framarlega í því hvernig við erum að bregðast við. Eins fannst mér mjög merkilegt að sjá hjartadeildina, en ég er svo heppin að hafa ekki þurft að leita til hennar sjálf. En þetta er alveg virkilega gott og mikilvægt starf sem þarna er unnið.“

Ráðherrarnir fengu einnig að sitja „eins og fluga á vegg“ stöðufund þar sem farið var yfir verkefni dagsins og sagði Katrín þær hafa fengið mikla innsýn í starfsemina. Áskoranirnar séu miklar, ekki síst þegar kemur að mönnun og fráflæði, þ.e. útskrift sjúklinga af Landspítalanum.

„Gömul saga og ný“

Embætti land­lækn­is barst í byrj­un des­em­ber ábend­ing um al­var­lega stöðu sem hafði skap­ast á bráðamót­töku Land­spít­al­ans og brást embættið við með því að hefja sam­dæg­urs hluta­út­tekt á stöðunni með heim­sókn­um, rýni á gögn­um og viðtöl­um við starfs­fólk og stjórn­end­ur.

Niðurstaða úttektarinnar var að bráðamót­töku spít­al­ans tak­ist vel að sinna bráðahlut­verki sínu. Vand­inn liggi í þjón­ustu við sjúk­linga sem bíða eft­ir inn­lögn og er meðald­val­ar­tími þeirra sem bíða inn­lagn­ing­ar á deild­ir spít­al­ans 23,3 klukku­stund­ir, sam­an­borið við 16,6 klukku­stund­ir í fyrra. Æskilegt viðmið er sex klukku­stund­ir.

Spurð út í næstu skref stjórnvalda vegna vandans sem steðjar að Landspítalanum sagði hún ljóst af skýrslunni að „það er mikill fjöldi rúma þar sem eru einstaklingar sem ættu kannski með réttu að vera á hjúkrunarheimili. Þetta er gömul saga og ný. Það er hluti af ástæðu þess að við settum átak í uppbyggingu hjúkrunarheimila sem eitt af okkar lykilmálum hjá stjórnvöldum. Við erum að fara að sjá töluverðar framkvæmdir þar á næstunni, þó að það sé auðvitað mikið verkefni,“ sagði Katrín og bætti við að vandinn snúist einnig um mönnunina. 

„Þar er heilbrigðisráðherra að vinna að áætlun um hvernig við getum gert betur í mönnun hjúkrunarfræðinga. Þetta er ekki séríslenskt mál. Þetta hef ég til dæmis rætt við mína kollega á Norðurlöndum þar sem þetta er vandi alls staðar,“ sagði hún.

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. mbl.is/Eggert
mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Nafngreindur maður vændur um lygar

18:05 „Efling tekur ásakanir um misnotkun fjármuna félagsins alvarlega,“ segir í yfirlýsingu frá Eflingu þar sem fréttaflutningur DV varðandi mál Rúmena sem störfuðu hjá starfsmannaleigunni Menn í vinnu ehf. er gagnrýndur. Meira »

Lifði af sex sólarhringa í snjóflóði

18:02 Hvort það hafi verið hundalán eða kraftaverk að hundurinn Þota hafi skilað sér aftur heim á bæ í Hallkelsstaðahlíð í Hnappadal sex dögum eftir að hafa horfið sporlaust af bænum skal látið ósagt, en annað hvort var það. Í marga daga var Þotu leitað án árangurs, á meðan var hún grafin undir snjóflóði. Meira »

Breytingar Samskipa gefið góða raun

17:40 Ráðist var í umfangsmiklar breytingar á siglingakerfi Samskipa síðastliðið haust og hafa þær gefið góða raun. Felast breytingarnar meðal annars í því að bætt var við einu skipi, tveimur skipum skipt út fyrir stærri skip og loks var siglingakerfið endurskipulagt. Meira »

Sakar Bryndísi um hroka

16:57 Kristján Þórður Snæ­bjarn­ar­son, formaður Rafiðnaðarsam­bands Íslands, segir að ummæli Bryndísar Haraldsdóttur, þingmanns Sjálfstæðisflokksins, sýni mikinn hroka. Bryndís sagði á Þingvöllum á K100 í morgun að forysta verkalýðsfélaga stýri ekki landinu. Meira »

Leita Jóns frá morgni til kvölds

14:24 Fjölskylda og vinir Jóns Þrastar Jónssonar, sem hvarf á laugardagsmorgun fyrir um viku í Dublin, hafa frá í gærmorgun gengið skipulega um hverfi borgarinnar í allsherjarleit. Á bilinu 12 til 15 manns hafa leitað hans frá í gærmorgun þegar skipulögð leit hófst. Meira »

Röktu ferðir ræningja í snjónum

14:09 Rán var framið í kjörbúð á Akureyri á sjöunda tímanum í morgun. Karlmaður á þrítugsaldri ógnaði tveimur starfsmönnum með hnífi og krafðist þess að fá afhenta peninga úr sjóðsvélum. Maðurinn hljóp á brott úr versluninni þegar hann var kominn með peningana. Meira »

Mismunar miðlum gróflega

14:00 Réttlátara væri að fella niður tryggingagjald hjá fjölmiðlum eða fella niður virðisaukaskatt á áskriftarmiðla frekar en að ríkið endurgreiddi hluta ritstjórnarkostnaðar einkarekinna fjölmiðla. Þetta sagði Stefán Einar Stefánsson, ritstjóri viðskipta Morgunblaðsins, í útvarpsþættinum Þingvöllum á K100 í morgun. Meira »

Verkalýðsfélög stýra ekki landinu

11:42 Bryndís Haraldsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir forystu verkalýðsfélaganna ekki kjörna til að fara með stjórn landsmála heldur fyrst og fremst til þess að semja um kjör á markaði við sína viðsemjendur. Viðsemjendurnir eru Samtök atvinnulífsins en ekki ríkið. Meira »

Búið að opna fyrir umferð um Hellisheiði

09:35 Búið er að opna fyrir umferð um Hellisheiði, en veginum var lokað í nótt vegna ófærðar. Fyrr í morgun var opnað fyrir umferð um Þrengslin, en þar hafði einnig verið lokað fyrir umferð í nótt. Meira »

Fjölmiðlar, kjarabarátta og kjördæmavikan

09:30 Þingkonurnar Bryndís Haraldsdóttir, Steinunn Þóra Árnadóttir og Halldóra Mogensen mæta í þáttinn Þingvelli á K100 í dag og munu ræða við Björt Ólafsdóttur meðal annars um kjarabaráttuna, kjördæmaviku og afsögn varaþingmanns Pírata Meira »

Hætta á óafturkræfum inngripum

08:37 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra kynnti nýverið drög að frumvarpi til laga um kynrænt sjálfræði. Kitty Anderson, formaður Intersex Ísland, segir að þangað til lögunum verður breytt sé hætta á að börn séu látin sæta óafturkræfum inngripum sem eru byggð á félagslegum eða útlitslegum forsendum. Meira »

Sjóveðurfréttirnar halda enn gildi sínu

08:00 Sjóveðurfréttir hafa frá áramótum verið lesnar klukkan 5.03 að morgni á Rás 1 í Ríkisútvarpinu, að loknum útvarpsfréttum sem sendar eru út klukkan fimm. Áður voru sjóveðurfréttirnar lesnar klukkan 4.30 en með þessum breytingum verða allir veðurfréttatímar í kjölfar útvarpsfrétta á RÚV. Meira »

Ók á kyrrstæða bíla og svo á brott

07:22 Yfir 80 mál komu upp hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu frá því klukkan sjö í gærkvöldi fram á morgun og voru níu vistaðir í fangageymslu í nótt. Tveir menn voru meðal annars handteknir í Reykjavík seint í gærkvöldi grunaðir um sölu og dreifingu fíkniefna. Voru þeir vistaðir í fangageymslu. Meira »

Þungfært víða og Hellisheiði lokuð

07:13 Hellisheiði er enn lokuð eftir að hafa verið lokuð í nótt vegna veðurs. Þá eru hálkublettir á Reykjanesbraut, en hálka og éljagangur á Grindarvíkurvegi. Hálka eða snjóþekja er á flestum öðrum leiðum á Suðvesturlandi. Meira »

Þrennt alvarlega slasað eftir árekstur

Í gær, 22:30 Þrír liggja alvarlega slasaðir á Landspítalanum eftir árekstur tveggja bíla á Suðurlandsvegi austan við Hjörleifshöfða á fimmtudagskvöld, breskt par og einstaklingur frá Taívan. Meira »

Taumlaus gleði og hamingja

Í gær, 21:58 Hamingja á heimsvísu. Þó að úti hamist stríð um hagsmuni er mannsandinn samur við sig. Ástar er þörf!  Meira »

Staðbundnar fréttaveitur hlunnfarnar

Í gær, 20:45 Fjölda staðbundinna fjölmiðla íslenskra þykir sinn hlutur fyrir borð borinn í frumvarpi um breytingar á fjölmiðlalögum, ef marka má umsagnir þeirra flestra inni á samráðsgáttinni á vefsvæði stjórnvalda. Meira »

Stoltir af breyttri bjórmenningu hér

Í gær, 20:26 „Við erum að fá algjörlega mögnuð brugghús í heimsókn til okkar. Þetta verður mjög spennandi hátíð,“ segir Ólafur Ágústsson, einn skipuleggjenda The Annual Icelandic Beer Festival sem haldin verður í áttunda sinn í næstu viku. Hátíðin stendur frá fimmtudegi til laugardags og er að þessu sinni haldin í aðdraganda þess að þrjátíu ár eru liðin frá fyrsta Bjórdeginum. Meira »

Tveir með fyrsta vinning í Lottó

Í gær, 19:57 Tveir heppnir lottó­spil­arar voru með all­ar fimm töl­ur rétt­ar í lottóút­drætti kvölds­ins og hlýtur hvor þeirra 3,8 milljónir króna í sinn hlut. Annar vinningshafinn er í áskrift en hinn keypti miðann á lotto.is. Meira »
KRISTALS LJÓSAKRÓNUR
Glæsilegar kristalsljósakrónur fyrir falleg heimili. Handskornar kristalsljósak...
Þreyttur á reykinga- myglulykt, lausn ?
Eyðir flest allri ólykt, m.a. Myglu-gró ásamt og raka- reykinga- og brunalykt. ...
Húsaviðgerðir
https://www.husco.is/...
Ertu komin í saumaskap ?
Nýjar og notaðar saumavélar í úrvali. Nýjar vélar með 3 ára ábyrgð. Notaðar véla...