„Stórkostlegt“ starf á Landspítalanum

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra kynntu sér meðal ...
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra kynntu sér meðal annars starfsemi Hjartagáttar þar sem Karl Andersen yfirlæknir tók á móti þeim. mbl.is/Eggert

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að stórkostlegt starf sé unnið á Landspítalanum og að það hafi veitt henni nýja sýn að kynnast starfsemi spítalans með eigin augum í heimsókn sinni þangað í morgun.

„Það er allt annað að heimsækja Landspítalann sem sjúklingur eða aðstandandi sem ég hef auðvitað gert eins og flestir, eða að koma og fá að sjá á bak við tjöldin. Mér fannst það í sjálfu sér alveg stórmerkilegt að sjá hvað er gott starf unnið hér, ekki að ég hafi ekki vitað það, en það er öðruvísi að sjá það með eigin augum,“ sagði Katrín í samtali við mbl.is að lokinni heimsókninni.

Hún benti á að 5.900 starfsmenn vinni á Landspítalanum og um 1.800 nemar starfi þar á ársgrundvelli. Stofnunin sé mjög stór og því hafi verið merkilegt að kynnast utanumhaldinu um starfið þannig að allt gangi mestmegnis eins og smurð vél. „Það er eiginlega alveg stórkostlegt.“

„Góð og vel skipulögð heimsókn“

Heim­sókn­in var óvenju­leg fyr­ir þær sak­ir að þetta var í fyrsta sinn á þess­ari öld sem for­sæt­is­ráðherra Íslands heim­sæk­ir Land­spít­al­ann. Aðspurð sagðist Katrín hafa það á sinni dagskrá að heimsækja mikilvægir stofnanir á landinu. Hún hafi heimsótt Háskóla Íslands í vor og Landspítalinn hafi verið næstur á dagskrá. „Mér finnst það mikilvægt að fá að kynnast þessu innan frá sem forsætisráðherra og þetta var alveg gríðarlega góð og vel skipulögð heimsókn.“

Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra var einnig með í för og nutu þær leiðsagnar Páls Matthíassonar, forstjóra Landspítalans. Fyrst heim­sóttu þær bráðamót­tök­una í Foss­vogi og fóru eft­ir það yfir á Land­spít­al­ann við Hring­braut. Auk þess að fræðast um starfsemina kynntu þær sér framkvæmdirnar sem standa þar yfir. 

Landspítalinn.
Landspítalinn. mbl.is/Hjörtur

Skoðaði neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisbrota

„Þetta er líka mikilvægt fyrir okkur og fyrir mig sérstaklega því ég er ekki inni í þessum málum dags daglega að sjá hvað er verið að gera vel, sem er gríðarlega margt, og líka hvaða áskoranir það eru sem spítalinn stendur frammi fyrir,“ sagði Katrín og fannst afar merkilegt að sjá fjarskiptamiðstöðina á bráðamóttökunni og neyðarmóttökuna fyrir þolendur kynferðisbrota. „Það er búið að vinna alvega gríðarlega gott starf á þessum tveimur stöðum og við stöndum á alþjóðavísu afar framarlega í því hvernig við erum að bregðast við. Eins fannst mér mjög merkilegt að sjá hjartadeildina, en ég er svo heppin að hafa ekki þurft að leita til hennar sjálf. En þetta er alveg virkilega gott og mikilvægt starf sem þarna er unnið.“

Ráðherrarnir fengu einnig að sitja „eins og fluga á vegg“ stöðufund þar sem farið var yfir verkefni dagsins og sagði Katrín þær hafa fengið mikla innsýn í starfsemina. Áskoranirnar séu miklar, ekki síst þegar kemur að mönnun og fráflæði, þ.e. útskrift sjúklinga af Landspítalanum.

„Gömul saga og ný“

Embætti land­lækn­is barst í byrj­un des­em­ber ábend­ing um al­var­lega stöðu sem hafði skap­ast á bráðamót­töku Land­spít­al­ans og brást embættið við með því að hefja sam­dæg­urs hluta­út­tekt á stöðunni með heim­sókn­um, rýni á gögn­um og viðtöl­um við starfs­fólk og stjórn­end­ur.

Niðurstaða úttektarinnar var að bráðamót­töku spít­al­ans tak­ist vel að sinna bráðahlut­verki sínu. Vand­inn liggi í þjón­ustu við sjúk­linga sem bíða eft­ir inn­lögn og er meðald­val­ar­tími þeirra sem bíða inn­lagn­ing­ar á deild­ir spít­al­ans 23,3 klukku­stund­ir, sam­an­borið við 16,6 klukku­stund­ir í fyrra. Æskilegt viðmið er sex klukku­stund­ir.

Spurð út í næstu skref stjórnvalda vegna vandans sem steðjar að Landspítalanum sagði hún ljóst af skýrslunni að „það er mikill fjöldi rúma þar sem eru einstaklingar sem ættu kannski með réttu að vera á hjúkrunarheimili. Þetta er gömul saga og ný. Það er hluti af ástæðu þess að við settum átak í uppbyggingu hjúkrunarheimila sem eitt af okkar lykilmálum hjá stjórnvöldum. Við erum að fara að sjá töluverðar framkvæmdir þar á næstunni, þó að það sé auðvitað mikið verkefni,“ sagði Katrín og bætti við að vandinn snúist einnig um mönnunina. 

„Þar er heilbrigðisráðherra að vinna að áætlun um hvernig við getum gert betur í mönnun hjúkrunarfræðinga. Þetta er ekki séríslenskt mál. Þetta hef ég til dæmis rætt við mína kollega á Norðurlöndum þar sem þetta er vandi alls staðar,“ sagði hún.

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. mbl.is/Eggert
mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Yfir sex hundruð tegundir

20:45 Hjónin Sigurður Þórðarson og Sigrún Andrésdóttir hófu búskap fyrir hálfri öld í húsi á Markarflöt í Garðabæ. Þau byrjuðu fljótt að vinna í garðinum, sem er í dag sannkölluð paradís. Meira »

Stekkur ekki úr sófanum á Laugaveginn

20:00 „Maður stendur ekki bara upp úr sófanum og segist ætla að hlaupa Laugaveginn,“ segir Lilja Ágústa Guðmundsdóttir. Hún varð um síðustu helgi fyrsta konan í aldursflokknum 70 ára og eldri til að klára Laugavegshlaupið en Lilja er 71 árs. Meira »

DV fékk ekki leyfi fyrir umsátri

19:40 Blaðamenn DV fengu ekki leyfi til að sitja fyrir Gunnari Rúnari Sigurþórssyni, sem afplánar á áfangaheimilinu Vernd, í því skyni að ná af honum viðtali líkt og reglugerðir gera ráð fyrir. Þetta staðfestir fangelsismálastjóri. Meira »

Fagnaðarfundir í nýjum hjólabrettagarði

18:25 Júlíus og Jón léku listir sínar í hjólabrettagarðinum nýja á Miðbakka í gær. Þeir fengu sér hressingu á nýjum matarmarkaði en þá greindi á um hvaða drykkur skyldi verða fyrir valinu. Meira »

Bandaríkjaher ræðst í útboð fljótlega

18:14 Bandaríkjaher hefur tilkynnt um fyrirhugað útboð á hönnun og framkvæmdum við þau mannvirki sem herinn hyggst reisa á Keflavíkurflugvelli. Kostnaðaráætlunin nemur 6,2 milljörðum króna. Meira »

GRÓ sótti göngumann á Fimmvörðuháls

17:59 Ný þyrla Landhelgisgæslu Íslands, TF-GRÓ, fór í sitt fyrsta útkall í dag er hún sótti slasaðan göngumann á Fimmvörðuháls. Maðurinn var staddur ofarlega á Morinsheiði ofan Þórmerkur og var ekki alvarlega slasaður. Meira »

Youtube Premium opnar á Íslandi

17:12 Viðbótarþjónusta myndbandsveitunnar Youtube, Youtube Premium, er nú aðgengileg notendum hennar á Íslandi. Þetta tilkynnti vefrisinn Google í vikunni, en Ísland er eitt þrettán nýrra landa sem fá nú aðgang að þjónustunni. Meira »

Horfurnar góðar fyrir hvítfiskinn

17:10 Heilt á litið hefur þróun sölumagns og verðs verið í rétta átt fyrir íslenskan þorsk, ýsu og ufsa. Þetta segir Anna Björk Theodórsdóttir, framkvæmdastjóri Sea Data Center. Samsetning útflutningsins virðist þó vera að taka breytingum og orðið aukning í útflutningi á heilum fiski til verkunar á svæðum þar sem launakostnaður er lægri. Meira »

Fimm lentu í umferðaróhappi

16:41 Umferðaróhapp átti sér stað á Reykjanesbraut eftir hádegi í dag þegar fólksbíll fór út af veginum í námunda við afleggjarann inn á Grindavíkurveg. Meira »

Skjálftahrina í Torfajökli

16:35 Jarðskjálfti, 3,3 að stærð, mældist í Torfajökli í dag kl. 14:15. Skjálftahrina hefur staðið yfir á svæðinu frá því í nótt.  Meira »

„Auðvitað erum við óánægð“

16:24 Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, segir í samtali við mbl.is að vitanlega sé hann ekki ánægður með niðurstöður nýjustu skoðanakönnunar MMR um fylgi stjórnmálaflokka. Segir hann að orkupakkamálið hafi reynst erfitt. Meira »

Sækja göngumann á Morinsheiði

16:18 Björgunarsveitir á Suðurlandi eru nú á leið upp á Morinsheiði á gönguleiðinni yfir Fimmvörðuháls, þar sem maður er slasaður á fæti. Það gæti þurft að bera hann niður. Meira »

Gómsætt íslenskt grænmeti til sölu

15:26 „Þetta er allt íslenskt grænmeti og beint frá bændum,“ segir Jón Jóhannsson staðarhaldari á Mosskógum í Mosfellsdal. Kartöflur, gulrætur, blómkál, brokkolí, vorlaukur, laukur, spínatkál og sinnepskál er á meðal þess sem til sölu er. Meira »

Enginn í sveitinni að spá í hræin

14:40 Í námunda við grindhvalahræin í Löngufjörum eru menn lítið að spá í þau. Menn eru frekar að spá í heyskap og búskap. Staðurinn sem hræin eru á er svo fáfarinn að lítil þörf er á að grafa þau, telur bóndi. Meira »

Missti afl og brotlenti

14:29 Lítilli fisvél hlekktist á í flugtaki á Rifi á Snæfellsnesi um tvö í dag. Tveir voru í vélinni og var einn fluttur á heilsugæslu með minni háttar áverka. Meira »

Ítarlegri kröfur í nágrannalöndum

13:15 Litlar kröfur eru gerðar um eignarhald bújarða hér á landi. Samkvæmt meginreglu 1. greinar laga um eignarrétt og afnotarétt fasteigna, sem gilda um allar fasteignir í rýmri merkingu (þ.m.t. land) á Íslandi, er áskilið að menn megi ekki öðlast eignarrétt eða afnotarétt yfir fasteignum nema þeir séu íslenskir ríkisborgarar eða með lögheimili á Íslandi. Meira »

Hitinn fer í allt að 20 stig

12:37 Spáð er norðaustangolu eða -kalda og súld eða dálítilli rigningu austanlands í dag, en skýjað verður með köflum vestan til á landinu og allvíða skúrir síðdegis. Hitinn verður á bilinu 8 til 20 stig, hlýjast í uppsveitum á Suðvesturlandi en kaldast við norður- og austurströndina. Meira »

Dansar þegar nýja nýrað kemur

12:02 María Dungal mun loksins fá nýtt nýra í september eftir áralanga baráttu við nýrnabilunarsjúkdóm. Fréttirnar fékk hún í gær. Hún ætlar ekki í fallhlífastökk, en ætlar í ræktina og að bjóða fólki í mat að aðgerð lokinni. Meira »

Vilja aðgerðir en lítið hefur gerst

09:53 Fjölmargir forystumenn í íslenskum stjórnmálum hafa lýst þeirri skoðun sinni opinberlega á undanförnum árum að nauðsynlegt sé að taka umfangsmikil jarðakaup hér á landi til skoðunar með það fyrir augum að setja þeim ákveðnar skorður. Þá ekki hvað síst forystumenn núverandi ríkisstjórnarflokka. Lítið hefur hins vegar gerst. Meira »
Legupressur 50 Tonna
Everet UK Legupressur 50 T Loft/glussadrrifnar og einnig hægt að handtjakka. Gæ...
KERRUR _ KERRUR _ KERRUR
Þessar sterku Þýsku frá ANSSEMS & HULCO, til afgreiðslu strax, sjá myndir m.a. í...
UHD skjáir ( 4k )
Upplýsingar gefur Ólafur hjá Varmás ehf. sími 566 8144 ...
Sultukrukkur,minibarflöskur ...
Til sölu...Ca 100 gler krukkur.til sölu. Frekar litlar. Einnig ca 200 smáflösku...