44,9 milljónir í aðkeypta vinnu

Mennta- og menningarmálaráðuneytið hefur greitt alls rúmar 44,9 milljónir króna …
Mennta- og menningarmálaráðuneytið hefur greitt alls rúmar 44,9 milljónir króna fyrir aðkeypta vinnu frá því að ný ríkisstjórn tók við. mbl.is/Ófeigur

Mennta- og menningarmálaráðuneytið hefur greitt alls rúmar 44,9 milljónir króna til utanaðkomandi sérfræðinga eða annarra aðila til að veita ráðgjöf, sinna sérverkefnum eða verkefnastjórnun í einstökum verkefnum frá því núverandi ríkisstjórn tók til starfa.

Þetta kemur fram í svari Lilju Alfreðsdóttur mennta- og menningarmálaráðherra við fyrirspurn Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar þingmanns Miðflokksins. Um er að ræða samanlagðar greiðslur til þeirra sem hafa verið fengnir til starfa á grundvelli verksamninga.

Alls er um 15 aðila að ræða, einstaklinga og fyrirtæki, sem fengin hafa verið til að sinna ýmsum störfum. Hæstu greiðslurnar, röskar 9,3 milljónir, renna til Eiríks Stephensen vegna vistaskiptasamnings ráðuneytisins við Háskóla Íslands, sem tók gildi í janúar í fyrra og lýkur í apríl.

Þá má nefna að tveir sálfræðingar hafa fengið greiddar samanlagt 2,5 milljónir frá ráðuneytinu vegna starfsmannamála Landbúnaðarháskóla Íslands.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert