Aðstoði flóttafólk við að komast í vinnu

Ólafur Ísleifsson þingmaður vildi vita hvernig aðlögun flóttafólks að íslensku ...
Ólafur Ísleifsson þingmaður vildi vita hvernig aðlögun flóttafólks að íslensku samfélagi væri háttað. mbl.is/​Hari

Vinnumálastofnun hefur frá því í byrjun árs 2016 boðið upp á markvissa þjónustu og ráðgjöf við flóttafólk í atvinnuleit. Markmið stofnunarinnar er að aðstoða flóttafólk við að komast sem fyrst í starf, en einnig að geta veitt stuðning í einhvern tíma eftir að starf er fengið til að aðlögun megi takast sem best. Þetta kemur fram í svörum Ásmundar Einars Daðasonar félagsmálaráðherra við fyrirspurn frá þingmanninum Ólafi Ísleifssyni um markmið um aðlögun að íslensku samfélagi.

Spurði Ólafur hvaða markmið hefðu verið sett um aðlögun þeirra sem fái alþjóðlega vernd hér á landi, m.a. varðandi þátttöku á vinnumarkaði, færni til að sjá sér farborða, tækifæri til að afla sér menntunar og kunnáttu í íslenskri tungu.

Í svörum ráðherra segir að viðmiðunarreglur flóttamannanefndar frá 2013 séu í gildi hér vegna þeirra sem koma hingað fyrir milligöngu Flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna og svo séu í gildi leiðbeinandi reglur frá 2014 fyrir sveitarfélög um móttökuþjónustu og aðstoð við félagslega þátttöku flóttafólks fyrir það flóttafólk sem kemur á eigin vegum. 
Markmiðið sé í báðum tilfellum að tryggja árangursríka aðlögun flóttafólks að íslenskum aðstæðum.

Segir í svörum ráðherra að flóttafólki standi til boða ýmis atvinnutengd úrræði, m.a. íslenskunámskeið, starfsþjálfun og vinnustaðanám. Velferðarráðuneytið hafi þá gert samning við Vinnumálastofnun vegna arabískumælandi ráðgjafa sem ætlað sé að þróa fræðsluefni fyrir flóttafólk, veita ráðgjöf og vinna að stuðningsúrræðum fyrir flóttafólk og veita sveitarfélögum sem taka á móti arabískumælandi flóttafólki ráðgjöf. 

„Í viðmiðunarreglum flóttamannanefndar er lagt upp með að flóttafólk skuli eiga kost á ókeypis kennslu í íslensku og samfélagsfræðslu á fyrsta ári og er miðað við 720 kennslustundir. Flóttafólki sem kemur á eigin vegum stendur til boða styrkur vegna íslenskunáms að fjárhæð 150.000 kr. frá sveitarfélaginu en jafnframt býður Vinnumálastofnun atvinnuleitendum af erlendum uppruna íslenskunám,“ segir í svörum ráðherra. Þá hafi sú breyting verið gerð á úthlutunarreglum Lánasjóðs íslenskra námsmanna að þeir sem hafi fengið alþjóðlega vernd hér á landi eða dvalarleyfi af mannúðarástæðum geti einnig fengið námslán. 

Skoðanakönnun sem Alþjóðamálastofnun Háskóla Íslands vann fyrir velferðarráðuneyti og innanríkisráðuneyti árið 2016 hafi gefið mikilvægar vísbendingar um þjónustu, líðan, heilsu, menntun, mat á menntun, atvinnuþátttöku, íslenskukunnáttu og upplifun á fordómum og mismunun, þó að svarhlutfall hafi verið lélegt.

Meðal þess sem þar hafi komið fram var að aðstoð við húsnæði nýttist flóttafólkinu best, en þar á eftir kom fjárhagsaðstoð og íslenskukennsla. Þá kom fram að 78% flóttafólks voru í leiguhúsnæði og um helmingur þess tók þátt í einhvers konar félagsstarfi. Almennt voru foreldrar virkir að koma í foreldraviðtöl í skólum. Af svarendum voru 18% í námi, 42% í launuðu starfi, 13% atvinnuleitendur, 3% í fæðingarorlofi, 21% öryrkjar og 3% atvinnuleitendur. 

Þegar spurt var um hæsta stig menntunar sem einstaklingarnir höfðu lokið kom fram að 43% höfðu lokið háskólaprófi en 19% höfðu lokið grunnskólanámi eða minna. Þá höfðu 30% lokið bóklegu námi á framhaldsskólastigi og 5% lokið iðnnámi. Alls töldu 75% svarenda nám þeirra ekki nýtast í starfi á Íslandi. 

Ólafur spurði einnig hvort ráðherra teldi gildandi markmið og árangur til þessa vera fullnægjandi og svaraði Ásmundur Einar því til að þau markmið sem sett hafi verið í leiðbeinandi reglum og viðmiðunarreglum eigi enn vel við, en þörf sé á að koma á samræmdri móttöku fyrir flóttafólk óháð því hvernig það kemur til landsins. Sérstaklega sé mikilvægt að tryggja að flóttafólk sem komi á eigin vegum fái viðunandi þjónustu og sé upplýst um réttindi sín og skyldur. 

Nefnd sem hafði það hlutverk að kortleggja núverandi þjónustu og gera tillögur um samræmt móttökukerfi fyrir flóttafólk hafi skilað tillögum til ráðherra í september á síðasta ári og nú sé unnið að því að kostnaðarmeta tillögurnar.

mbl.is

Innlent »

Ítarlegri kröfur í nágrannalöndum

13:15 Litlar kröfur eru gerðar um eignarhald bújarða hér á landi. Samkvæmt meginreglu 1. greinar laga um eignarrétt og afnotarétt fasteigna, sem gilda um allar fasteignir í rýmri merkingu (þ.m.t. land) á Íslandi, er áskilið að menn megi ekki öðlast eignarrétt eða afnotarétt yfir fasteignum nema þeir séu íslenskir ríkisborgarar eða með lögheimili á Íslandi. Meira »

Hitinn fer í allt að 20 stig

12:37 Spáð er norðaustangolu eða -kalda og súld eða dálítilli rigningu austanlands í dag, en skýjað verður með köflum vestan til á landinu og allvíða skúrir síðdegis. Hitinn verður á bilinu 8 til 20 stig, hlýjast í uppsveitum á Suðvesturlandi en kaldast við norður- og austurströndina. Meira »

Dansar þegar nýja nýrað kemur

12:02 María Dungal mun loksins fá nýtt nýra í september eftir áralanga baráttu við nýrnabilunarsjúkdóm. Fréttirnar fékk hún í gær. Hún ætlar ekki í fallhlífastökk, en ætlar í ræktina og að bjóða fólki í mat að aðgerð lokinni. Meira »

Vilja aðgerðir en lítið hefur gerst

09:53 Fjölmargir forystumenn í íslenskum stjórnmálum hafa lýst þeirri skoðun sinni opinberlega á undanförnum árum að nauðsynlegt sé að taka umfangsmikil jarðakaup hér á landi til skoðunar með það fyrir augum að setja þeim ákveðnar skorður. Þá ekki hvað síst forystumenn núverandi ríkisstjórnarflokka. Lítið hefur hins vegar gerst. Meira »

Hamsturinn kominn heim

08:28 Hamstur, sem lenti í átökum við kött í Reykjanesbæ í fyrradag, er kominn í hendur eiganda síns. Þessu greinir lögreglan á Suðurnesjum frá á facebooksíðu sinni. Meira »

Fuglalífið blómstrar í borginni í sumar

08:18 Náttúran skartar sínu fegursta þessa dagana og þar er fuglalífið engin undantekning. Víða eru komnir ungar og þeir sem fyrst komust á legg í vor eru löngu orðnir fleygir. Meira »

Hvött til að stofna nýtt framboð

08:01 „Ég ætla ekki að fara í opinber rifrildi við fyrrum samstarfsfólk,“ segir Birgitta Jónsdóttir, fyrrverandi þingmaður Pírata og einn stofnenda flokksins, á facebooksíðu sinni. Meira »

625 nemendur í skóla fyrir 450

07:57 Marta Guðjónsdóttir og Örn Þórðarson, fulltrúar Sjálfstæðisflokks í skóla- og frístundaráði Reykjavíkur, hafa óskað eftir aukafundi í ráðinu sem fyrst vegna málefna Norðlingaskóla og annarra skóla þar sem stefnir í að skólastarf verði í uppnámi við skólabyrjun í haust. Meira »

Átti í ágreiningi vopnaður hnífi

07:42 Horfa þurfti í ýmis horn hjá lögreglu höfuðborgarsvæðisins í gærkvöldi og í nótt. Í mörgum tilfellum vegna einstaklinga undir áhrifum vímuefna. Meira »

Drottningin langa bakkaði að bryggjunni

07:37 Það fjölgaði mjög í höfuðborginni í gærmorgun þegar farþegar skemmtiferðaskipsins Queen Mary 2 stigu frá borði og lögðu af stað í skoðunarferðir. Farþegarnir eru alls 2.630 og fóru þeir flestir í skipulagðar ferðir. Meira »

Eignarhaldið virðist vera á huldu

07:30 Hér um bil 60 jarðir á Íslandi eru komnar í eigu erlendra fjárfesta og viðskiptafélaga þeirra. Talningin byggist á fasteignaskrá og fréttum og gæti talan verið hærri. Með kaupunum hafa fjárfestarnir eignast stór svæði í nokkrum landshlutum og tilheyrandi veiðiréttindi. Meira »

Loftrýmisgæsla NATO hefst á ný

05:30 Loftrýmisgæsla Atlantshafsbandalagsins við Ísland er að hefjast að nýju með komu flugsveitar bandaríska flughersins.  Meira »

Nú hillir undir byggingu ódýrari íbúða

05:30 Sex aðilar hyggjast hefja byggingu á ódýrari íbúðum fyrir ungt fólk og fyrstu kaupendur á næstunni, ef áform og fjármögnun ganga eftir. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Reykjavíkurborg. Meira »

Ákvörðunin kemur á óvart

05:30 Aldís Hafsteinsdóttir, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga (SÍS), kom af fjöllum spurð hvort það setti ekki þrýsting á SÍS að Reykjavíkurborg hefði ákveðið að greiða öllum starfsmönnum sínum 105 þúsund króna eingreiðslu 1. ágúst, vegna tafa á viðræðum um nýja kjarasamninga. Meira »

Útboð vegna Stjórnarráðslóðar stendur

05:30 Minjastofnun Íslands fékk í síðustu viku umsókn um rannsóknarleyfi á Stjórnarráðsreitnum frá VG-fornleifarannsóknum, sem eru undirverktaki hjá Hellum og lögnum ehf. sem buðu lægst. Meira »

Orkupakkamálið líklegasta skýringin

05:30 Samkvæmt nýrri skoðanakönnun MMR mælist fylgi Sjálfstæðisflokksins nú 19%. Er þetta minnsta fylgi sem flokkurinn hefur mælst með í könnun MMR til þessa. Meira »

Leki á tveimur stöðum á Seltjörn

05:30 Leki kom upp á tveimur stöðum á hjúkrunarheimilinu Seltjörn á Seltjarnarnesi sem vígt var í febrúar. Kristján Sigurðsson, framkvæmdastjóri Vigdísarholts, félags á vegum ríkisins sem rekur Seltjörn, segir að aðeins sé um smit að ræða sem sé óverulegt og trufli ekki starfsemina. Meira »

Bræðurnir vissu ekki hvor af öðrum

05:30 Natan Dagur Berndsen, 10 ára íslenskur strákur, hitti hálfbróður sinn, Isak Ahlgren, í fyrsta sinn í Svíþjóð í fyrradag. Natan Dagur, Isak og 10 ára drengur í Danmörku eru allir getnir með gjafasæði sama manns. Meira »

Fjölmenn skötumessa

Í gær, 23:12 „Þetta var ótrúlega magnað, það hafa aldrei áður mætt svona margir,“ sagði Ásmundur Friðriksson, alþingismaður og frumkvöðull Skötumessunnar í Garðinum. Fjölmennasta Skötumessan til þessa var haldin á miðvikudagskvöld í Miðgarði Gerðaskóla. Meira »
Útsala!!! Kommóða ofl.
Til sölu kommóða 3 skúffú,ljós viðarlit..lítur mjög vel út.. Verð kr 2000. Einn...
Vatnsaflstúrbínur -Rafalar-Lokar
Útvegum allar stærðir af túrbínum rafölum og lokum fyrir virkjanir. Holt Véla...
SUMARHÚS - GESTAHÚS - BREYTINGAR
Sumarhús - Gestahús - Breytingar ? Framleiðum stórglæsileg sumarhús í ýmsum stær...
EIGUM ALLSKONAR STIGA Á LAGER
Sjá fjölmargar gerðir á: http://www.sogem-sa.com/stairs Sími 615 1750 Sjá einni...