Aðstoði flóttafólk við að komast í vinnu

Ólafur Ísleifsson þingmaður vildi vita hvernig aðlögun flóttafólks að íslensku ...
Ólafur Ísleifsson þingmaður vildi vita hvernig aðlögun flóttafólks að íslensku samfélagi væri háttað. mbl.is/​Hari

Vinnumálastofnun hefur frá því í byrjun árs 2016 boðið upp á markvissa þjónustu og ráðgjöf við flóttafólk í atvinnuleit. Markmið stofnunarinnar er að aðstoða flóttafólk við að komast sem fyrst í starf, en einnig að geta veitt stuðning í einhvern tíma eftir að starf er fengið til að aðlögun megi takast sem best. Þetta kemur fram í svörum Ásmundar Einars Daðasonar félagsmálaráðherra við fyrirspurn frá þingmanninum Ólafi Ísleifssyni um markmið um aðlögun að íslensku samfélagi.

Spurði Ólafur hvaða markmið hefðu verið sett um aðlögun þeirra sem fái alþjóðlega vernd hér á landi, m.a. varðandi þátttöku á vinnumarkaði, færni til að sjá sér farborða, tækifæri til að afla sér menntunar og kunnáttu í íslenskri tungu.

Í svörum ráðherra segir að viðmiðunarreglur flóttamannanefndar frá 2013 séu í gildi hér vegna þeirra sem koma hingað fyrir milligöngu Flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna og svo séu í gildi leiðbeinandi reglur frá 2014 fyrir sveitarfélög um móttökuþjónustu og aðstoð við félagslega þátttöku flóttafólks fyrir það flóttafólk sem kemur á eigin vegum. 
Markmiðið sé í báðum tilfellum að tryggja árangursríka aðlögun flóttafólks að íslenskum aðstæðum.

Segir í svörum ráðherra að flóttafólki standi til boða ýmis atvinnutengd úrræði, m.a. íslenskunámskeið, starfsþjálfun og vinnustaðanám. Velferðarráðuneytið hafi þá gert samning við Vinnumálastofnun vegna arabískumælandi ráðgjafa sem ætlað sé að þróa fræðsluefni fyrir flóttafólk, veita ráðgjöf og vinna að stuðningsúrræðum fyrir flóttafólk og veita sveitarfélögum sem taka á móti arabískumælandi flóttafólki ráðgjöf. 

„Í viðmiðunarreglum flóttamannanefndar er lagt upp með að flóttafólk skuli eiga kost á ókeypis kennslu í íslensku og samfélagsfræðslu á fyrsta ári og er miðað við 720 kennslustundir. Flóttafólki sem kemur á eigin vegum stendur til boða styrkur vegna íslenskunáms að fjárhæð 150.000 kr. frá sveitarfélaginu en jafnframt býður Vinnumálastofnun atvinnuleitendum af erlendum uppruna íslenskunám,“ segir í svörum ráðherra. Þá hafi sú breyting verið gerð á úthlutunarreglum Lánasjóðs íslenskra námsmanna að þeir sem hafi fengið alþjóðlega vernd hér á landi eða dvalarleyfi af mannúðarástæðum geti einnig fengið námslán. 

Skoðanakönnun sem Alþjóðamálastofnun Háskóla Íslands vann fyrir velferðarráðuneyti og innanríkisráðuneyti árið 2016 hafi gefið mikilvægar vísbendingar um þjónustu, líðan, heilsu, menntun, mat á menntun, atvinnuþátttöku, íslenskukunnáttu og upplifun á fordómum og mismunun, þó að svarhlutfall hafi verið lélegt.

Meðal þess sem þar hafi komið fram var að aðstoð við húsnæði nýttist flóttafólkinu best, en þar á eftir kom fjárhagsaðstoð og íslenskukennsla. Þá kom fram að 78% flóttafólks voru í leiguhúsnæði og um helmingur þess tók þátt í einhvers konar félagsstarfi. Almennt voru foreldrar virkir að koma í foreldraviðtöl í skólum. Af svarendum voru 18% í námi, 42% í launuðu starfi, 13% atvinnuleitendur, 3% í fæðingarorlofi, 21% öryrkjar og 3% atvinnuleitendur. 

Þegar spurt var um hæsta stig menntunar sem einstaklingarnir höfðu lokið kom fram að 43% höfðu lokið háskólaprófi en 19% höfðu lokið grunnskólanámi eða minna. Þá höfðu 30% lokið bóklegu námi á framhaldsskólastigi og 5% lokið iðnnámi. Alls töldu 75% svarenda nám þeirra ekki nýtast í starfi á Íslandi. 

Ólafur spurði einnig hvort ráðherra teldi gildandi markmið og árangur til þessa vera fullnægjandi og svaraði Ásmundur Einar því til að þau markmið sem sett hafi verið í leiðbeinandi reglum og viðmiðunarreglum eigi enn vel við, en þörf sé á að koma á samræmdri móttöku fyrir flóttafólk óháð því hvernig það kemur til landsins. Sérstaklega sé mikilvægt að tryggja að flóttafólk sem komi á eigin vegum fái viðunandi þjónustu og sé upplýst um réttindi sín og skyldur. 

Nefnd sem hafði það hlutverk að kortleggja núverandi þjónustu og gera tillögur um samræmt móttökukerfi fyrir flóttafólk hafi skilað tillögum til ráðherra í september á síðasta ári og nú sé unnið að því að kostnaðarmeta tillögurnar.

mbl.is

Innlent »

Reikningur barns tæmdur vegna mistaka

22:47 Solveig Rut Sigurðardóttir rak upp stór augu eftir að 18 ára drengur setti sig í samband við hana í gærkvöldi og upplýsti hana um að dóttir hennar hefði millifært á reikning hans rúmlega 100 þúsund krónur. Hann þóttist vita að mistök hefðu verið gerð. Meira »

Áströlsku hjónin stefna Mountaineers

22:43 Áströlsk hjón sem týndust í sjö tíma í vélsleðaferð við Langjökul fyrir tveimur árum hafa stefnt ferðaþjónustufyrirtækinu Mountaineers of Iceland. Þau krefjast miskabóta og segja atvikið hafa haft mikil sálræn áhrif á þau. Meira »

Enginn samningur og ekkert samráð

21:58 Stjórn Neytendasamtakanna hafa áhyggjur af stöðu leigjendamála á Íslandi og lýsir yfir furðu á samráðsleysi við samtökin í tengslum við tillögur átakshóps við vanda á húsnæðismarkaði. Þá gagnrýnir stjórnin að samningur Neytendasamtakanna og ríkisins um leigjendaaðstoð hafi ekki verið endurnýjaður. Meira »

Lögreglan varar við grýlukertum

21:31 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu varar við grýlukertum en þau eru víða að finna þessa dagana. Í færslu á Facebook-síðu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu segir að nokkur hætta geti stafað af grýlukertum og því sé full ástæða til að hvetja vegfarendur til að sýna aðgát, ekki síst á miðborgarsvæðinu. Meira »

Sleginn ítrekað í andlitið

21:26 Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt karlmann í 30 daga skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa veist með ofbeldi að öðrum manni í Mosfellsbæ og slegið hann ítrekað með krepptum hnefa í andlitið. Meira »

Óvíst með lögmæti upplýsingagjafar

20:39 Félagsmálaráðuneytið sér sér ekki fært að afhenda Alþingi upplýsingar um kaupendur fullnustueigna Íbúðalánasjóðs árin 2008 til 2017 vegna lagalegrar óvissu um heimild til opinberrar birtingar slíkra persónuupplýsinga. Meira »

Favourite fer í almenna sýningu

20:25 Tilnefningar til Óskarsverðlaunanna voru gerðar opinberar í gær og eru þar í forystu Netflix-kvikmyndin Roma og kvikmyndin The Favourite, sem hljóta tíu tilnefningar hvor, meðal annars sem kvikmyndir ársins. Athygli hefur vakið að The Favourite hefur ekki verið í sýningu hér á landi. Meira »

Sjáum slaka í félagslegu taumhaldi

19:36 Samvera grunnskólabarna í 9. og 10. bekk á Akureyri með foreldrum sínum mældist örlítið undir landsmeðaltali í könnun Rannsókna og greininga. Margrét Lilja Guðmundsdóttir, sérfræðingur hjá Rannsóknum og greiningu, segir akureyrsk ungmenni annars koma svipað út og ungmenni annars staðar. Meira »

Fyrsti vinningur gekk ekki út

19:31 Fyrsti vinningur gekk ekki út í Víkingalottóinu í kvöld en hann hljóðaði upp á tæpa 1,2 milljarða króna. Enginn hlaut heldur annan vinning, þar sem rúmar 33 milljónir króna voru í boði. Meira »

Auglýsti eftir líffæri á Facebook

19:30 Það var alger tilviljun að líffæragjafi og líffæraþegi kæmu að uppsetningu sýningarinnar „LÍFfærin," sýningu nýrra glerlíffæra í Ásmundarsal. Sýningin er unnin í samstarfi Ásmundarsalar og Corning Museum of Glass, Siggu Heimis, Gagarín og fleiri listamanna. Meira »

Rafvæðing dómstóla til skoðunar

19:17 Ómar R. Valdimarsson lögmaður segir miðlæga gagnagátt í dómsmálum geta straumlínulagað dómskerfið, flýtt málsmeðferð og sparað samfélaginu töluverða fjármuni. Nokkur umræða skapaðist í Facebook-hóp lögfræðinga í gær þar sem Ómar vakti máls á óhagræðinu sem fylgir núverandi fyrirkomulagi dómstóla. Meira »

Gjaldeyrisbrask og hlutabréfaást í héraði

18:36 Alls gáfu átta vitni skýrslu fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í dag, við aðalmeðferð máls sem varðar innherjasvik fyrrverandi forstöðumanns hjá Icelandair. Lýstu vitnin meðal annars braski með japönsk jen og ást eins ákærða á hlutabréfamörkuðum, sem rekja megi allt til barnæsku. Meira »

Börnin blómstra í íþróttastarfinu

18:30 Þátttaka er sigur! Íþróttafélagið Ösp er opið öllum, ekki síst börnum með sérþarfir. Starf félagsins var kynnt um helgina. Boltagreinar, boccia og frjálsar íþróttir eru í boði og fleira er væntanlegt á dagskrána. Meira »

Skýringar á áverkum oft fáránlegar

18:26 Áverkar á börnum sem hafa orðið fyrir ofbeldi eru allt öðruvísi en þeir áverkar sem koma af slysförum segir Gestur Pálsson barnalæknir. Hann segir að oft séu skýringar á áverkum fáránlegar og læknar sem skoði börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi sjá að skýringin á ekki við. Meira »

Virkja Tungufljót í Biskupstungum

18:00 Góður gangur er í framkvæmdum við byggingu Brúarvirkjunar í Tungufljóti í Biskupstungum og um 60 manns eru þar nú að störfum. Meira »

Brekkurnar loksins opnaðar

17:30 Opnun Skíðasvæðisins í Bláfjöllum hefur verið beðið með mikilli eftirvæntingu að sögn Einars Bjarnasonar, rekstrarstjóra, en svæðið opnaði í fyrsta skipti í vetur í dag. Skíðafólk lét ekki bíða eftir sér og mbl.is var á staðnum þegar fyrstu ferðirnar niður fjallið voru í skíðaðar í frábæru færi. Meira »

„Vasar þeirra ríku dýpka“

17:11 „Stefna Samfylkingarinnar er skýr um jöfn tækifæri allra,“ sagði Bjartur Aðalbjörnsson, varaþingmaður Samfylkingarinnar, sem flutti jómfrúarræðu sína á Alþingi í dag. Hann sagði samneyslu þar sem gæðunum sé jafnt dreift þannig að öllum séu tryggð lífsviðurværi sé leiðin. Meira »

Tíu bækur tilnefndar

16:30 Tíu bækur voru fyrir stundu tilnefndar til Viðurkenningar Hagþenkis, félags höfunda fræðirita og kennslugagna, fyrir árið 2018. Verðlaunin sjálf verða afhent í Þjóðarbókhlöðunni 3. mars og nema verðlaunin 1.250.000 krónum. Meira »

Samþykkti kerfisáætlun Landsnets

16:26 Fyrir helgi var tekin ákvörðun um það af hálfu Orkustofnunar að samþykkja kerfisáætlun Landsnets fyrir tímabilið 2018-2027.   Meira »
NP þjónusta
NP Þjónusta Óska eftir að annast bókhaldsvinnu og fleira þess háttar. Upplýsinga...
Bækur um ættfræði, byggðasögu og ýmsan fróðleik til sölu
Til sölu nokkur grundavallarrit ættfræðinnar ásamt ritum um atvinnu- og byggðasö...
Vetur í Biskupstungum...
Eigum laust sumarhús í jan/feb í nokkra daga. Hlý og kósí hús með heitum potti....
NUDD- LÁTTU ÞER LIÐA VEL.
Slakaðu á og láttu þer líða vel.Nudd er fyrir likamlega og andlega vellíðan. ...