Allir stóru bankarnir senn með snertilausar greiðslur

Smáforrit. Snertilausar greiðslur með síma auðvelda enn aðgengi neytenda að …
Smáforrit. Snertilausar greiðslur með síma auðvelda enn aðgengi neytenda að bankaþjónustu. Öryggið eykst ef notuð eru lífkenni til auðkenningar. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Bæði Íslandsbanki og Landsbanki eru byrjaðir að bjóða viðskiptavinum að greiða snertilaust í posum í gegnum sérstök kortaöpp. Arion banki hyggst bæta þeirri nýjung við fyrir vorið.

Þá hyggst Síminn Pay gera viðskiptavinum kleift að greiða fyrir vörur með sama hætti á næstu vikum. Enn er aðeins hægt að greiða með Símanum Pay með því að skanna QR-kóða.

Nýtt app sem RB er að þróa, Kvitt, mun bjóða upp á tengingu við bankareikninga um leið og sá möguleiki opnast.

Í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag segir Landsbankinn að hámarksúttektir séu þær sömu og þegar greiðslukort eru notuð snertilaust en sé fingrafar eða annað lífkenni notað sé ekkert hámark á úttekt.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.890 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »