Engin listamannalaun handa Einari

Einar Kárason.
Einar Kárason. mbl.is/Ómar Óskarsson

Einn þeirra sem hljóta ekki listamannalaun í ár er Einar Kárason. Úthlutað var 555 mánaðarlaunum úr launasjóði rithöfunda og bárust 253 umsóknir um 2.745 mánuði í launasjóðinn.

Þetta kemur fram á Vísi en um 80 rithöfundar hljóta listamannalaun í ár. 

Einar segist hafa fengið minna en hann hefur óskað eftir úr sjóðnum síðustu ár, þar á meðal sex mánaðarlaun í fyrra. Hann hefur starfað sem rithöfundur í fjóra áratugi og hefur í fjórgang verið tilnefndur til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs, auk þess sem hann vann Íslensku bókmenntaverðlaunin árið 2008 fyrir bókina Ofsa. Á síðasta ári gaf hann út bókina Stormfugla. 

Í samtali við Vísi segir hann að verk annarra höfunda þyki líklega merkilegri en hans og að hann muni finna sér eitthvað annað að gera í ár fyrst hann fékk engin listamannalaun.

mbl.is

Bloggað um fréttina