Segir Artur hafa hrint sér

Artur Pawel Wisocki við upphaf aðalmeðferðar.
Artur Pawel Wisocki við upphaf aðalmeðferðar. mbl.is/Eggert

Dyravörðurinn, sem er lamaður fyrir neðan háls eftir árás á skemmtistaðnum Shooters 26. ágúst, segir að Artur Pawel Wisocki hafi kýlt eða sparkað í sig með þeim afleiðingum að hann féll niður tröppurnar á staðnum. Artur heldur því fram að dyravörðurinn hafi dottið.

Þetta sagði saksóknari en skýrsla var tekin af dyraverðinum á Grensásdeild Landspítalans í hádeginu. Hann hefur dvalið þar síðan í lok september og er búist við því að hann verði þar í allt að eitt ár.

Dyravörðurinn sagði Artur hafi kýlt eða sparkað og svo haldið áfram að láta höggin dynja þar sem hann lá og fann að hann gat ekki hreyft sig.

Fyrir liggur að Artur og hinn ákærði, Dawid Kornacki, komu ásamt tveimur öðrum mönnum og réðust að dyravörðunum á Shooters. Artur elti annan dyravörðinn að bakdyrum staðarins og segir hann hafa fallið þar niður tröppur.

Hlé hefur verið gert á aðalmeðferð málsins og heldur hún áfram 28. janúar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert