Unglingum líður verr en nokkru sinni áður

AFP

„Það er augljóst að líðan unglinga er verri núna en hún hefur nokkurn tímann verið áður. Þróunin er ekki í rétta átt.“ Þetta segir Ársæll Már Arnarson, prófessor á Menntavísindasviði HÍ, um niðurstöður nýrrar rannsóknar á heilsu og lífskjörum grunnskólanemenda.

Meðal þess sem þar kemur fram er að hátt í 40% unglinga í 10. bekk finna fyrir depurð vikulega eða oftar, 38% segjast stríða við svefnörðugleika og um 17% þeirra segjast vera oft eða mjög oft einmana.

Ársæll Már Arnarsson prófessor við menntavísindasvið Háskóla Íslands.
Ársæll Már Arnarsson prófessor við menntavísindasvið Háskóla Íslands. mbl.is/Kristinn Magnússon

Fyrir þessu séu líklega ýmsar ástæður, m.a. streita í samfélaginu. Hún brjótist út sem kulnun, kvíði og þunglyndi hjá fullorðnu fólki. Vanlíðan barna og ungmenna sé oft af sömu ástæðu en birtingarmyndin sé önnur.

Ársæll segir að ástæða sé til að gefa svefnmynstri barna og ungmenna gaum. Svefn skipti miklu máli og hafi áhrif á ýmsa þætti sem valdi vanlíðan. Hann segir niðurstöðurnar sýna að talsvert miklar kröfur séu gerðar til unglinga í dag og að þeir standi frammi fyrir miklum áskorunum. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert