„Bros á hverju andliti“

Friðrik Glúmsson, fæddur 1919, og Hólmfríður Ásgeirsdóttir, fædd 1927, opna ...
Friðrik Glúmsson, fæddur 1919, og Hólmfríður Ásgeirsdóttir, fædd 1927, opna formlega hin nýju göng. mbl.is/Þorgeir

Formleg vígsla Vaðlaheiðarganga fór fram í dag en göngin voru opnuð fyrir umferð 21. desember. Af þessu tilefni var blásið til heljarinnar hátíðar í og við göngin en göngunum var lokað í dag meðan á húllumhæinu stóð.

Fram eftir degi var m.a. reynt á þrek og þol í göngunum nýju en sem dæmi hélt Hjólreiðafélag Akureyrar nýársmót klukkan 09.30 og gönguskíðamenn í skíðagöngudeild skíðafélags Akureyrar fóru á hjólaskíðum í gegnum göngin.

Hjólreiðakappar þeystu á fákum sínum um nýju göngin í morgun.
Hjólreiðakappar þeystu á fákum sínum um nýju göngin í morgun. mbl.is/Þorgeir

Formleg vígsla ganganna hófst svo við gangamunnann Fnjóskadalsmegin klukkan 15.00 þar sem fjölmargt áhrifafólk af svæðinu tók til máls, þar á meðal Hilmar Gunnlaugsson, stjórnarformaður Vaðlaheiðarganga hf., Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjóri á Akureyri, og Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.

Grannarnir sáu um borðaklippingu

Vígslunni lauk laust eftir klukkan 16 þegar tveir eldri borgarar sem búsettir eru í sveitarfélögunum beggja vegna ganganna, Hólmfríður Ásgeirsdóttir á Hallandi á Svalbarðsströnd og Friðrik Glúmsson í Vallakoti í Þingeyjarsveit, sáu um borðaklippingu.

Talið er að um þúsund manns hafi sótt hátíðina.
Talið er að um þúsund manns hafi sótt hátíðina. mbl.is/Þorgeir

Valgeir Bergmann, framkvæmdastjóri Vaðlaheiðarganga hf., sagði í samtali við mbl.is að hátíðarhöld hefðu gengið vonum framar. Þá sagðist hann telja að um þúsund manns hefðu sótt gleðskapinn.

Sérstaklega ljúft að sjá þetta verða að veruleika

Á staðnum var einnig Steingrímur J. Sigfússon, þingmaður í kjördæminu og forseti Alþingis, en þegar mbl.is náði af honum tali var hann í kaffisamsæti í Valsárskóla á Svalbarðsströnd þar sem öllum var boðið í kaffi og meðlæti eftir athöfn.

Kristján L. Möller, fyrrv. samgönguráðherra, Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegsráðherra og ...
Kristján L. Möller, fyrrv. samgönguráðherra, Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegsráðherra og Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, alsælir með nýju minjagripina. mbl.is/Þorgeir

„Hér er bros á hverju andliti. Þetta er mikill og langþráður gleðidagur og gaman að sveitarfélögin beggja vegna séu að standa sameiginlega að þessum hátíðarhöldum öllum,“ sagði Steingrímur. 

Spurður um minjagripinn sem honum var gefinn, bút úr opnunarborðanum, sagði hann: „Ég ætla að halda vel upp á hann. Ég á reyndar nokkra borða úr hinum ýmsu framkvæmdum en ég mun halda sérstaklega vel upp á þennan. Þetta hefur auðvitað verið löng glíma, svo fyrir vikið er það er kannski enn þá ljúfara að sjá þetta verða að veruleika.“

Nýju göngin gera þeim Friðrik og Hólmfríði það mun auðveldara ...
Nýju göngin gera þeim Friðrik og Hólmfríði það mun auðveldara að heimsækja hvort annað. Friðrik er frá Vallakoti í Þingeyjarsveit en Hólmfríður frá Svalbarðsströnd. mbl.is/Þorgeir
World Class bauð upp á líkamsræktartíma í göngunum í morgun.
World Class bauð upp á líkamsræktartíma í göngunum í morgun. mbl.is/Þorgeir
mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Enginn samningur og ekkert samráð

21:58 Stjórn Neytendasamtakanna hafa áhyggjur af stöðu leigjendamála á Íslandi og lýsir yfir furðu á samráðsleysi við samtökin í tengslum við tillögur átakshóps við vanda á húsnæðismarkaði. Þá gagnrýnir stjórnin að samningur Neytendasamtakanna og ríkisins um leigjendaaðstoð hafi ekki verið endurnýjaður. Meira »

Lögreglan varar við grýlukertum

21:31 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu varar við grýlukertum en þau eru víða að finna þessa dagana. Í færslu á Facebook-síðu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu segir að nokkur hætta geti stafað af grýlukertum og því sé full ástæða til að hvetja vegfarendur til að sýna aðgát, ekki síst á miðborgarsvæðinu. Meira »

Sleginn ítrekað í andlitið

21:26 Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt karlmann í 30 daga skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa veist með ofbeldi að öðrum manni í Mosfellsbæ og slegið hann ítrekað með krepptum hnefa í andlitið. Meira »

Óvíst með lögmæti upplýsingagjafar

20:39 Félagsmálaráðuneytið sér sér ekki fært að afhenda Alþingi upplýsingar um kaupendur fullnustueigna Íbúðalánasjóðs árin 2008 til 2017 vegna lagalegrar óvissu um heimild til opinberrar birtingar slíkra persónuupplýsinga. Meira »

Favourite fer í almenna sýningu

20:25 Tilnefningar til Óskarsverðlaunanna voru gerðar opinberar í gær og eru þar í forystu Netflix-kvikmyndin Roma og kvikmyndin The Favourite, sem hljóta tíu tilnefningar hvor, meðal annars sem kvikmyndir ársins. Athygli hefur vakið að The Favourite hefur ekki verið í sýningu hér á landi. Meira »

Sjáum slaka í félagslegu taumhaldi

19:36 Samvera grunnskólabarna í 9. og 10. bekk á Akureyri með foreldrum sínum mældist örlítið undir landsmeðaltali í könnun Rannsókna og greininga. Margrét Lilja Guðmundsdóttir, sérfræðingur hjá Rannsóknum og greiningu, segir akureyrsk ungmenni annars koma svipað út og ungmenni annars staðar. Meira »

Fyrsti vinningur gekk ekki út

19:31 Fyrsti vinningur gekk ekki út í Víkingalottóinu í kvöld en hann hljóðaði upp á tæpa 1,2 milljarða króna. Enginn hlaut heldur annan vinning, þar sem rúmar 33 milljónir króna voru í boði. Meira »

Auglýsti eftir líffæri á Facebook

19:30 Það var alger tilviljun að líffæragjafi og líffæraþegi kæmu að uppsetningu sýningarinnar „LÍFfærin," sýningu nýrra glerlíffæra í Ásmundarsal. Sýningin er unnin í samstarfi Ásmundarsalar og Corning Museum of Glass, Siggu Heimis, Gagarín og fleiri listamanna. Meira »

Rafvæðing dómstóla til skoðunar

19:17 Ómar R. Valdimarsson lögmaður segir miðlæga gagnagátt í dómsmálum geta straumlínulagað dómskerfið, flýtt málsmeðferð og sparað samfélaginu töluverða fjármuni. Nokkur umræða skapaðist í Facebook-hóp lögfræðinga í gær þar sem Ómar vakti máls á óhagræðinu sem fylgir núverandi fyrirkomulagi dómstóla. Meira »

Gjaldeyrisbrask og hlutabréfaást í héraði

18:36 Alls gáfu átta vitni skýrslu fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í dag, við aðalmeðferð máls sem varðar innherjasvik fyrrverandi forstöðumanns hjá Icelandair. Lýstu vitnin meðal annars braski með japönsk jen og ást eins ákærða á hlutabréfamörkuðum, sem rekja megi allt til barnæsku. Meira »

Börnin blómstra í íþróttastarfinu

18:30 Þátttaka er sigur! Íþróttafélagið Ösp er opið öllum, ekki síst börnum með sérþarfir. Starf félagsins var kynnt um helgina. Boltagreinar, boccia og frjálsar íþróttir eru í boði og fleira er væntanlegt á dagskrána. Meira »

Skýringar á áverkum oft fáránlegar

18:26 Áverkar á börnum sem hafa orðið fyrir ofbeldi eru allt öðruvísi en þeir áverkar sem koma af slysförum segir Gestur Pálsson barnalæknir. Hann segir að oft séu skýringar á áverkum fáránlegar og læknar sem skoði börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi sjá að skýringin á ekki við. Meira »

Virkja Tungufljót í Biskupstungum

18:00 Góður gangur er í framkvæmdum við byggingu Brúarvirkjunar í Tungufljóti í Biskupstungum og um 60 manns eru þar nú að störfum. Meira »

Brekkurnar loksins opnaðar

17:30 Opnun Skíðasvæðisins í Bláfjöllum hefur verið beðið með mikilli eftirvæntingu að sögn Einars Bjarnasonar, rekstrarstjóra, en svæðið opnaði í fyrsta skipti í vetur í dag. Skíðafólk lét ekki bíða eftir sér og mbl.is var á staðnum þegar fyrstu ferðirnar niður fjallið voru í skíðaðar í frábæru færi. Meira »

„Vasar þeirra ríku dýpka“

17:11 „Stefna Samfylkingarinnar er skýr um jöfn tækifæri allra,“ sagði Bjartur Aðalbjörnsson, varaþingmaður Samfylkingarinnar, sem flutti jómfrúarræðu sína á Alþingi í dag. Hann sagði samneyslu þar sem gæðunum sé jafnt dreift þannig að öllum séu tryggð lífsviðurværi sé leiðin. Meira »

Tíu bækur tilnefndar

16:30 Tíu bækur voru fyrir stundu tilnefndar til Viðurkenningar Hagþenkis, félags höfunda fræðirita og kennslugagna, fyrir árið 2018. Verðlaunin sjálf verða afhent í Þjóðarbókhlöðunni 3. mars og nema verðlaunin 1.250.000 krónum. Meira »

Samþykkti kerfisáætlun Landsnets

16:26 Fyrir helgi var tekin ákvörðun um það af hálfu Orkustofnunar að samþykkja kerfisáætlun Landsnets fyrir tímabilið 2018-2027.   Meira »

„Ekkert nýtt“ að fá sér bjór á vinnutíma

16:22 „Ég fékk póst,“ segir Karl Gauti Hjaltason þingmaður, um tölvupóst sem honum barst frá Helgu Völu Helgadóttur, þingmanni Samfylkingarinnar og nefndarmanni í umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis, á meðan fundi nefndarinnar stóð 1. júní í fyrra. Í póstinum stendur að hún, og fleiri þingmenn, hefðu brugðið sér á barinn Klaustur. Meira »

Samþykktu breytingar á Hamraneslínu

16:14 Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti á fundi sínum í dag að veita Landsneti tvö framkvæmdaleyfi fyrir breytingum á legu Hamraneslínu 1 og 2. Meira »
FJÖLNOTAKERRUR _ STURTUKERRUR
Fjölnotakerrur, auðvelt er að koma bílum og vélum uppá, 4 til 6 metra langar. St...
Harðviður til húsbygginga
Harðviður til húsabygginga Sjá nánar á www.vidur.is Vatnsklæðning, panill, palla...
Uppsetning Innréttinga.
Láttu fagmann vinna verkið. Reynsla í í Ikea framleiðslu. Frá sökkli upp í mæn...
Heimili í borginni ...Eyjasol ehf.
3ja herb. íbúðir í austurborginni. Gisting fyrir 4-6. Lausir dagar. Góð gisting ...