„Bros á hverju andliti“

Friðrik Glúmsson, fæddur 1919, og Hólmfríður Ásgeirsdóttir, fædd 1927, opna ...
Friðrik Glúmsson, fæddur 1919, og Hólmfríður Ásgeirsdóttir, fædd 1927, opna formlega hin nýju göng. mbl.is/Þorgeir

Formleg vígsla Vaðlaheiðarganga fór fram í dag en göngin voru opnuð fyrir umferð 21. desember. Af þessu tilefni var blásið til heljarinnar hátíðar í og við göngin en göngunum var lokað í dag meðan á húllumhæinu stóð.

Fram eftir degi var m.a. reynt á þrek og þol í göngunum nýju en sem dæmi hélt Hjólreiðafélag Akureyrar nýársmót klukkan 09.30 og gönguskíðamenn í skíðagöngudeild skíðafélags Akureyrar fóru á hjólaskíðum í gegnum göngin.

Hjólreiðakappar þeystu á fákum sínum um nýju göngin í morgun.
Hjólreiðakappar þeystu á fákum sínum um nýju göngin í morgun. mbl.is/Þorgeir

Formleg vígsla ganganna hófst svo við gangamunnann Fnjóskadalsmegin klukkan 15.00 þar sem fjölmargt áhrifafólk af svæðinu tók til máls, þar á meðal Hilmar Gunnlaugsson, stjórnarformaður Vaðlaheiðarganga hf., Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjóri á Akureyri, og Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.

Grannarnir sáu um borðaklippingu

Vígslunni lauk laust eftir klukkan 16 þegar tveir eldri borgarar sem búsettir eru í sveitarfélögunum beggja vegna ganganna, Hólmfríður Ásgeirsdóttir á Hallandi á Svalbarðsströnd og Friðrik Glúmsson í Vallakoti í Þingeyjarsveit, sáu um borðaklippingu.

Talið er að um þúsund manns hafi sótt hátíðina.
Talið er að um þúsund manns hafi sótt hátíðina. mbl.is/Þorgeir

Valgeir Bergmann, framkvæmdastjóri Vaðlaheiðarganga hf., sagði í samtali við mbl.is að hátíðarhöld hefðu gengið vonum framar. Þá sagðist hann telja að um þúsund manns hefðu sótt gleðskapinn.

Sérstaklega ljúft að sjá þetta verða að veruleika

Á staðnum var einnig Steingrímur J. Sigfússon, þingmaður í kjördæminu og forseti Alþingis, en þegar mbl.is náði af honum tali var hann í kaffisamsæti í Valsárskóla á Svalbarðsströnd þar sem öllum var boðið í kaffi og meðlæti eftir athöfn.

Kristján L. Möller, fyrrv. samgönguráðherra, Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegsráðherra og ...
Kristján L. Möller, fyrrv. samgönguráðherra, Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegsráðherra og Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, alsælir með nýju minjagripina. mbl.is/Þorgeir

„Hér er bros á hverju andliti. Þetta er mikill og langþráður gleðidagur og gaman að sveitarfélögin beggja vegna séu að standa sameiginlega að þessum hátíðarhöldum öllum,“ sagði Steingrímur. 

Spurður um minjagripinn sem honum var gefinn, bút úr opnunarborðanum, sagði hann: „Ég ætla að halda vel upp á hann. Ég á reyndar nokkra borða úr hinum ýmsu framkvæmdum en ég mun halda sérstaklega vel upp á þennan. Þetta hefur auðvitað verið löng glíma, svo fyrir vikið er það er kannski enn þá ljúfara að sjá þetta verða að veruleika.“

Nýju göngin gera þeim Friðrik og Hólmfríði það mun auðveldara ...
Nýju göngin gera þeim Friðrik og Hólmfríði það mun auðveldara að heimsækja hvort annað. Friðrik er frá Vallakoti í Þingeyjarsveit en Hólmfríður frá Svalbarðsströnd. mbl.is/Þorgeir
World Class bauð upp á líkamsræktartíma í göngunum í morgun.
World Class bauð upp á líkamsræktartíma í göngunum í morgun. mbl.is/Þorgeir
mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Þriggja bíla árekstur á Reykjanesbraut

Í gær, 23:49 Þriggja bíla árekstur varð á Reykjanesbrautinni á tíunda tímanum í kvöld. Atvikið átti sér stað á Reykjanesbrautinni í nágrenni við Vífilstaðavatn en mikil hálka var á veginum og blint af völdum snjókomu. Meira »

Brynjólfur handhafi Ljóðstafsins

Í gær, 23:44 Ljóðstafur Jóns úr Vör var afhentur í 17. sinn við hátíðlega athöfn í Salnum í kvöld. Alls bárust 302 ljóð í keppnina og er Brynjólfur Þorsteinsson, handhafi Ljóðstafsins þetta árið. Meira »

Toyota innkallar 2.245 bíla vegna loftpúða

Í gær, 22:12 Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Toyota á Íslandi um að innkalla þurfi Toyota bifreiðar af árgerðunum 2003 til 2008 og 2015 og 2018. Um er að ræða 2.245 bifreiðar. Ástæða innköllunarinnar er sú að loftpúðar bifreiðanna gætu verið gallaðir. Meira »

Stórfelld fíkniefnasala á Facebook

Í gær, 22:00 Stórfelld sala á fíkniefnum fer fram í íslenskum söluhópum á Facebook. Þetta kemur fram í samnorrænni rannsókn á fíkniefnasölu á netinu sem Helgi Gunnlaugsson, prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands, hefur tekið þátt í. Meira »

„Fráleitt að halda þessu fram“

Í gær, 21:00 Sigurður Pétursson, framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar fiskeldisfyrirtækisins Arctic Fish, segir að fullyrðingar sem settar séu fram í stefnu á hendur fyrirtækinu séu alrangar. Meira »

Krefjandi aðstæður í fjallahlaupi í Hong Kong

Í gær, 20:15 Átta Íslendingar tóku þátt í hundrað kílómetra fjallahlaupinu Hong Kong 100 Ultra, sem lauk um helgina og luku fimm þeirra keppni. Meira »

Kynna nýtt skipulag Héðinsreits

Í gær, 19:30 Allt að 330 íbúðir og 230 hótelherbergi eða hótelíbúðir verða á svokölluðum Héðinsreit í miðborg Reykjavíkur, samkvæmt nýrri deiliskipulagstillögu sem er á leið í kynningu. Borgarráð Reykjavíkur samþykkti að auglýsa skipulagið á fundi sínum í síðustu viku. Meira »

Leggja fram frumvarp að nýrri stjórnarskrá

Í gær, 19:00 Þingflokkur Pírata hefur lagt fram frumvarp að nýrri stjórnarskrá, sem byggir á frumvarpi stjórnlagaráðs og þeirri vinnu sem Alþingi fór í í kjölfarið. Er þetta í fyrsta skiptið sem slíkt frumvarp er lagt fram, að því er fram kemur í fréttatilkynningu frá Pírötum. Meira »

Skuldir lækkað um 660 milljarða frá 2013

Í gær, 18:25 Frá miðju ári 2017 til miðs árs 2018 lækkuðu skuldir ríkissjóðs um 90 milljarða og frá ársbyrjun 2013 hafa skuldir ríkissjóðs verið greiddar niður um 660 milljarða. Á þetta bendir Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra. Meira »

Borgin í vetrarbúning

Í gær, 18:10 Það hefur snjóað mikið á höfuðborgarsvæðinu undanfarið og í morgun var færðin þung. Þetta kallar á viðbrögð borgarbúa sem sumir nýttu tækifærið og fóru á gönguskíðum í búðina á meðan aðrir lentu í vandræðum og reyndu m.a. að bakka bíl sínum upp brekku í ófærðinni. mbl.is var á ferðinni í vetrarríkinu. Meira »

Héngu á skrifstofu karlkyns yfirmanna

Í gær, 17:54 Seðlabanki Íslands hafði til hliðsjónar stefnu í jafnréttismálum og stefnu gegn áreitni og einelti, og þar á meðal ákvæði um að taka beri tillit til til ábendinga um truflandi atriði í starfsumhverfi, við ákvörðun sem tekin var um að fjarlægja málverk af skrifstofu í húsnæði bankans og setja í geymslu. Meira »

Segir stefnu í heilbrigðismálum marxíska

Í gær, 17:17 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson segir að jafnt og þétt komi betur í ljós að núverandi ríkisstjórn Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokks sé í raun og veru tilgangslaus ríkisstjórn sem snúist aðeins um að halda sjó og stólum. Meira »

Tveir flutningabílar út af á Holtavörðuheiði

Í gær, 17:14 Tveir flutningabílar hafa farið út af á Holtavörðuheiðinni sl. sólarhring og valt annar bíllinn á hliðina. Mikil hálka er nú á heiðinni og eru ökumenn hvattir til að fara varlega. Meira »

Fengu erindi um mál Ágústs Ólafs

Í gær, 16:33 Erindi hefur borist til forsætisnefndar Alþingis þess efnis að vísa skuli máli Ágústs Ólafs Ágústssonar þingmanns Samfylkingarinnar til siðanefndar Alþingis, rétt eins og máli þingmannanna sex sem sátu að sumbli á barnum Klaustri í nóvember. Meira »

Mikilvægt að viðhalda árangrinum

Í gær, 16:31 Mikilvægt er að viðhalda árangrinum sem náðst hefur með þriggja ára meðferðarátaki heilbrigðisyfirvalda gegn lifrarbólgu C. Þetta sagði Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra í ávarpi sínu á læknadögum sem nú standa yfir í Hörpu. Meira »

Rúta fór út af við Reynisfjall

Í gær, 16:21 Rúta fór út af þjóðvegi 1 norðan við Reynisfjall síðdegis í dag. Engan sakaði.  Meira »

Umferðartafir vegna tveggja óhappa

Í gær, 16:17 Talsverðar umferðartafir hafa orðið vegna tveggja umferðarslysa á Kringlumýrabraut á fjórða tímanum. Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu voru samtals sex fluttir á slysadeild. Meira »

Kynna tillögur í húsnæðismálum á morgun

Í gær, 15:46 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hóf almennar stjórnmálaumræður á Alþingi þegar þingið kom aftur saman eftir jólafrí. Forystumenn stjórnamálaflokkanna taka þátt í umræðunum. Katrín fjallaði í ræðu sinni um stöðuna á vinnumarkaði og endurskoðun stjórnarskrár. Meira »

Blöskrar fjarlæging málverksins

Í gær, 15:39 Ákveðið var að fjarlægja nektarmálverk eftir Gunnlaug Blöndal úr bankanum þar sem það fór fyrir brjóstið á starfsmanni bankans. „Það er álíka fráleitt að fjarlægja listaverk eins stórkostlegasta málara 20. aldarinnar, Gunnlaugs Blöndal, af vegg í opinberri stofnun eins og að brenna bækur eða fjargviðrast út af fyrirlesara á frjálsum markaði.” Meira »
EIGUM ALLSKONAR STIGA Á LAGER
Sjá fjölmargar gerðir á: http://www.sogem-sa.com/stairs Sími 615 1750 Sjá einni...
20.000 kr lækkun á nuddbekkjum tímabundið www.egat.is
Ef þú ert mikið fyrir að fara upp á bekk og nudda viðskiptavin þannig þá er þett...
Úlpa
Til sölu ónotuð 66º Norður úlpa, Hekla, í stærð L. Fullt verð kr. 39.000, tilboð...
NP þjónusta
NP Þjónusta Óska eftir að annast bókhaldsvinnu og fleira þess háttar. Upplýsinga...