„Bros á hverju andliti“

Friðrik Glúmsson, fæddur 1919, og Hólmfríður Ásgeirsdóttir, fædd 1927, opna ...
Friðrik Glúmsson, fæddur 1919, og Hólmfríður Ásgeirsdóttir, fædd 1927, opna formlega hin nýju göng. mbl.is/Þorgeir

Formleg vígsla Vaðlaheiðarganga fór fram í dag en göngin voru opnuð fyrir umferð 21. desember. Af þessu tilefni var blásið til heljarinnar hátíðar í og við göngin en göngunum var lokað í dag meðan á húllumhæinu stóð.

Fram eftir degi var m.a. reynt á þrek og þol í göngunum nýju en sem dæmi hélt Hjólreiðafélag Akureyrar nýársmót klukkan 09.30 og gönguskíðamenn í skíðagöngudeild skíðafélags Akureyrar fóru á hjólaskíðum í gegnum göngin.

Hjólreiðakappar þeystu á fákum sínum um nýju göngin í morgun.
Hjólreiðakappar þeystu á fákum sínum um nýju göngin í morgun. mbl.is/Þorgeir

Formleg vígsla ganganna hófst svo við gangamunnann Fnjóskadalsmegin klukkan 15.00 þar sem fjölmargt áhrifafólk af svæðinu tók til máls, þar á meðal Hilmar Gunnlaugsson, stjórnarformaður Vaðlaheiðarganga hf., Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjóri á Akureyri, og Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.

Grannarnir sáu um borðaklippingu

Vígslunni lauk laust eftir klukkan 16 þegar tveir eldri borgarar sem búsettir eru í sveitarfélögunum beggja vegna ganganna, Hólmfríður Ásgeirsdóttir á Hallandi á Svalbarðsströnd og Friðrik Glúmsson í Vallakoti í Þingeyjarsveit, sáu um borðaklippingu.

Talið er að um þúsund manns hafi sótt hátíðina.
Talið er að um þúsund manns hafi sótt hátíðina. mbl.is/Þorgeir

Valgeir Bergmann, framkvæmdastjóri Vaðlaheiðarganga hf., sagði í samtali við mbl.is að hátíðarhöld hefðu gengið vonum framar. Þá sagðist hann telja að um þúsund manns hefðu sótt gleðskapinn.

Sérstaklega ljúft að sjá þetta verða að veruleika

Á staðnum var einnig Steingrímur J. Sigfússon, þingmaður í kjördæminu og forseti Alþingis, en þegar mbl.is náði af honum tali var hann í kaffisamsæti í Valsárskóla á Svalbarðsströnd þar sem öllum var boðið í kaffi og meðlæti eftir athöfn.

Kristján L. Möller, fyrrv. samgönguráðherra, Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegsráðherra og ...
Kristján L. Möller, fyrrv. samgönguráðherra, Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegsráðherra og Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, alsælir með nýju minjagripina. mbl.is/Þorgeir

„Hér er bros á hverju andliti. Þetta er mikill og langþráður gleðidagur og gaman að sveitarfélögin beggja vegna séu að standa sameiginlega að þessum hátíðarhöldum öllum,“ sagði Steingrímur. 

Spurður um minjagripinn sem honum var gefinn, bút úr opnunarborðanum, sagði hann: „Ég ætla að halda vel upp á hann. Ég á reyndar nokkra borða úr hinum ýmsu framkvæmdum en ég mun halda sérstaklega vel upp á þennan. Þetta hefur auðvitað verið löng glíma, svo fyrir vikið er það er kannski enn þá ljúfara að sjá þetta verða að veruleika.“

Nýju göngin gera þeim Friðrik og Hólmfríði það mun auðveldara ...
Nýju göngin gera þeim Friðrik og Hólmfríði það mun auðveldara að heimsækja hvort annað. Friðrik er frá Vallakoti í Þingeyjarsveit en Hólmfríður frá Svalbarðsströnd. mbl.is/Þorgeir
World Class bauð upp á líkamsræktartíma í göngunum í morgun.
World Class bauð upp á líkamsræktartíma í göngunum í morgun. mbl.is/Þorgeir
mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Ítarlegri kröfur í nágrannalöndum

13:15 Litlar kröfur eru gerðar um eignarhald bújarða hér á landi. Samkvæmt meginreglu 1. greinar laga um eignarrétt og afnotarétt fasteigna, sem gilda um allar fasteignir í rýmri merkingu (þ.m.t. land) á Íslandi, er áskilið að menn megi ekki öðlast eignarrétt eða afnotarétt yfir fasteignum nema þeir séu íslenskir ríkisborgarar eða með lögheimili á Íslandi. Meira »

Hitinn fer í allt að 20 stig

12:37 Spáð er norðaustangolu eða -kalda og súld eða dálítilli rigningu austanlands í dag, en skýjað verður með köflum vestan til á landinu og allvíða skúrir síðdegis. Hitinn verður á bilinu 8 til 20 stig, hlýjast í uppsveitum á Suðvesturlandi en kaldast við norður- og austurströndina. Meira »

Dansar þegar nýja nýrað kemur

12:02 María Dungal mun loksins fá nýtt nýra í september eftir áralanga baráttu við nýrnabilunarsjúkdóm. Fréttirnar fékk hún í gær. Hún ætlar ekki í fallhlífastökk, en ætlar í ræktina og að bjóða fólki í mat að aðgerð lokinni. Meira »

Vilja aðgerðir en lítið hefur gerst

09:53 Fjölmargir forystumenn í íslenskum stjórnmálum hafa lýst þeirri skoðun sinni opinberlega á undanförnum árum að nauðsynlegt sé að taka umfangsmikil jarðakaup hér á landi til skoðunar með það fyrir augum að setja þeim ákveðnar skorður. Þá ekki hvað síst forystumenn núverandi ríkisstjórnarflokka. Lítið hefur hins vegar gerst. Meira »

Hamsturinn kominn heim

08:28 Hamstur, sem lenti í átökum við kött í Reykjanesbæ í fyrradag, er kominn í hendur eiganda síns. Þessu greinir lögreglan á Suðurnesjum frá á facebooksíðu sinni. Meira »

Fuglalífið blómstrar í borginni í sumar

08:18 Náttúran skartar sínu fegursta þessa dagana og þar er fuglalífið engin undantekning. Víða eru komnir ungar og þeir sem fyrst komust á legg í vor eru löngu orðnir fleygir. Meira »

Hvött til að stofna nýtt framboð

08:01 „Ég ætla ekki að fara í opinber rifrildi við fyrrum samstarfsfólk,“ segir Birgitta Jónsdóttir, fyrrverandi þingmaður Pírata og einn stofnenda flokksins, á facebooksíðu sinni. Meira »

625 nemendur í skóla fyrir 450

07:57 Marta Guðjónsdóttir og Örn Þórðarson, fulltrúar Sjálfstæðisflokks í skóla- og frístundaráði Reykjavíkur, hafa óskað eftir aukafundi í ráðinu sem fyrst vegna málefna Norðlingaskóla og annarra skóla þar sem stefnir í að skólastarf verði í uppnámi við skólabyrjun í haust. Meira »

Átti í ágreiningi vopnaður hnífi

07:42 Horfa þurfti í ýmis horn hjá lögreglu höfuðborgarsvæðisins í gærkvöldi og í nótt. Í mörgum tilfellum vegna einstaklinga undir áhrifum vímuefna. Meira »

Drottningin langa bakkaði að bryggjunni

07:37 Það fjölgaði mjög í höfuðborginni í gærmorgun þegar farþegar skemmtiferðaskipsins Queen Mary 2 stigu frá borði og lögðu af stað í skoðunarferðir. Farþegarnir eru alls 2.630 og fóru þeir flestir í skipulagðar ferðir. Meira »

Eignarhaldið virðist vera á huldu

07:30 Hér um bil 60 jarðir á Íslandi eru komnar í eigu erlendra fjárfesta og viðskiptafélaga þeirra. Talningin byggist á fasteignaskrá og fréttum og gæti talan verið hærri. Með kaupunum hafa fjárfestarnir eignast stór svæði í nokkrum landshlutum og tilheyrandi veiðiréttindi. Meira »

Loftrýmisgæsla NATO hefst á ný

05:30 Loftrýmisgæsla Atlantshafsbandalagsins við Ísland er að hefjast að nýju með komu flugsveitar bandaríska flughersins.  Meira »

Nú hillir undir byggingu ódýrari íbúða

05:30 Sex aðilar hyggjast hefja byggingu á ódýrari íbúðum fyrir ungt fólk og fyrstu kaupendur á næstunni, ef áform og fjármögnun ganga eftir. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Reykjavíkurborg. Meira »

Ákvörðunin kemur á óvart

05:30 Aldís Hafsteinsdóttir, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga (SÍS), kom af fjöllum spurð hvort það setti ekki þrýsting á SÍS að Reykjavíkurborg hefði ákveðið að greiða öllum starfsmönnum sínum 105 þúsund króna eingreiðslu 1. ágúst, vegna tafa á viðræðum um nýja kjarasamninga. Meira »

Útboð vegna Stjórnarráðslóðar stendur

05:30 Minjastofnun Íslands fékk í síðustu viku umsókn um rannsóknarleyfi á Stjórnarráðsreitnum frá VG-fornleifarannsóknum, sem eru undirverktaki hjá Hellum og lögnum ehf. sem buðu lægst. Meira »

Orkupakkamálið líklegasta skýringin

05:30 Samkvæmt nýrri skoðanakönnun MMR mælist fylgi Sjálfstæðisflokksins nú 19%. Er þetta minnsta fylgi sem flokkurinn hefur mælst með í könnun MMR til þessa. Meira »

Leki á tveimur stöðum á Seltjörn

05:30 Leki kom upp á tveimur stöðum á hjúkrunarheimilinu Seltjörn á Seltjarnarnesi sem vígt var í febrúar. Kristján Sigurðsson, framkvæmdastjóri Vigdísarholts, félags á vegum ríkisins sem rekur Seltjörn, segir að aðeins sé um smit að ræða sem sé óverulegt og trufli ekki starfsemina. Meira »

Bræðurnir vissu ekki hvor af öðrum

05:30 Natan Dagur Berndsen, 10 ára íslenskur strákur, hitti hálfbróður sinn, Isak Ahlgren, í fyrsta sinn í Svíþjóð í fyrradag. Natan Dagur, Isak og 10 ára drengur í Danmörku eru allir getnir með gjafasæði sama manns. Meira »

Fjölmenn skötumessa

Í gær, 23:12 „Þetta var ótrúlega magnað, það hafa aldrei áður mætt svona margir,“ sagði Ásmundur Friðriksson, alþingismaður og frumkvöðull Skötumessunnar í Garðinum. Fjölmennasta Skötumessan til þessa var haldin á miðvikudagskvöld í Miðgarði Gerðaskóla. Meira »
Til sölu eldhúsborð
Til sölu massíft hvíbæsað furueldhúsborð. Einnig hentugt í sumarbústaði. Lengd...
Byggingaverktakar - Byggingastjórn - Meistarar - Eignaskiptayfirlýsingar
Byggingaverktakr - Byggingastjórn - Húsasmíðameistari - Eignaskiptayfirlýsingar ...
Fasteignir
Ertu að leita að fasteignasala ? Söluverðmat án skuldbindinga, vertu í samba...
* Öll stærstu á einum stað
Þú getur spilað með í yfir 50 stærstu Lottóum heimsins. Í yfir 12 ár hafa lottó...