„Eftir hverju erum við að bíða?“

Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB, fjallar um niðurstöður tilraunverkefnis um ...
Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB, fjallar um niðurstöður tilraunverkefnis um styttingu vinnuvikunnar á málþingi í Hörpu í dag. mbl.is/Hari

„Allir þessi neikvæðu þættir sem vil viljum sjá dragast saman eru að gera það og allir þessu jákvæðu þættir sem við viljum að hækki eru að gera það,“ segir Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB, um niðurstöður rannsóknar á tilraunaverkefni ríkisins á styttingu vinnuvikunnar. Þættirnir sem Sonja vísar til eru meðal annars álag og streitueinkenni sem hafa minnkað og starfsánægja og starfsandi sem hefur aukist.

Sonja fjallar um niðurstöðurnar, sem verða aðgengilegar í heild sinni á næstu dögum, undir yfirskriftinni: „Eftir hverju erum við að bíða?“ á málþingi um styttingu vinnuvikunnar sem fram fer í Hörpu í dag. Einnig mun hún fara yfir hvernig til hefur tekist í þeim tilraunaverkefnum um styttingu vinnuvikunnar annars vegar hjá borginni og hins vegar hjá ríkinu. Alda, félag um sjálfbærni og lýðræði, stendur fyrir málþinginu og er markmið þess að auka skilning á þeim möguleikum sem stytting vinnuvikunnar hefur í för með sér fyrir íslenskt samfélag.

Í stefnu BSRB, sem mótuð var á þingi bandalagsins í október, var samþykkt að lögfesta þurfi styttingu vinnuvikunnar í 35 stundir í dagvinnu án launaskerðingar, en jafnframt að vinnuvika vaktavinnufólks verði 80 prósent af vinnutíma dagvinnufólks.

Fimm ríkisstofnanir styttu vinnuvikuna

Sonja mun fjalla um niðurstöðurnar úr tilraunaverkefni ríkisins en niðurstöðurnar eru sambærilegar verkefni Reykjavíkurborgar. Verkefni ríkisins hófst 2015 þegar fjármálaráðherra veitti verkefninu vilyrði á þingi BSRB. Í framhaldinu var skipaður starfshópur og 2017 var vinnustundumfækkað úr 40 í 36 á fjórum vinnustöðum hjá ríkinu, það er Þjóðskrá, Útlendingastofnun, Lögreglustjóranum á Vestfjörðum og Ríkisskattstjóra. Fyrstu niðurstöður voru kynntar í fyrra og sýndu þær jákvæðan árangur. Verkefnið var framlengt og Lyflækningadeild Heilbrigðisstofnunar Vesturlands var bætt við, en þar er unnin vaktavinna. Verkefninu lýkur síðar á þessu ári.

Niðurstöður verkefnisins benda til þess að einkenni álags, líkamlegs og andlegs, hjá starfsfólki minnkar og það finnur fyrir betri líðan í vinnu og á heimilinu. Þá hefur dregið úr kulnun á þeim vinnustöðum sem tóku þátt í verkefninu. „Ef maður skoðar kulnun í samhengi við tölur um að fólk upplifi minni líkamleg og andleg streitueinkenni þá er það auðvitað eitthvað sem hefur áhrif á kulnun. Svo sér maður það líka í rýnihópaviðtölunum að fólk upplifir heilt yfir að það hafi meiri orku og það sé minna stressað,“ segir Sonja.  

Grafík/mbl.is

Starfsánægja hefur sömuleiðis aukist meðal starfsmanna, eða úr 3,99 í 4,20 á fimm punkta kvarða, og starfsandi jókst einnig lítillega, eða úr 4,15 í 4,29. Þá hafa árekstrar vinnu og einkalífs einnig farið minnkandi og jafnvægi vinnu og einkalífs aukist.

Grafík/mbl.is

Sonja segir að það sem hafi ef til vill komið mest á óvart í niðurstöðunum er að jákvæðir þættir, líkt og starfsánægja og starfsandi, halda áfram að aukast eftir því sem líður á verkefnið. „Það er ekki stöðnun eftir að verkefnið er hafið, aukningin heldur áfram eftir sex mánuði og svo aftur eftir tólf mánuði þannig það verður áhugavert að sjá hver þróunin verður eftir átján mánuði,“ segir hún.

Grafík/mbl.is

Óbreytt afköst þrátt fyrir styttri viðveru

Í niðurstöðunum kemur jafnframt fram að stytting vinnuvikunnar hefur ekki áhrif á afköst í starfi. Þrátt fyrir styttri viðveru haldast afköstin óbreytt og er það ein megin ástæða þess að BSRB fer fram á að vinnuvikan verði stytt án launaskerðingar. „Áhrifin eru jákvæð án þess að hafa áhrif á afköstin. Á dagvinnustöðum á þetta ekki að þurfa að kosta meira en smá skipulagningu,“ segir Sonja.

Fleiri jákvæðar niðurstöður má finna í niðurstöðunum, svo sem að starfsmenn hafa aukna orku í leik og starfi og álag sem fylgir starfinu minnkar. Þá eru starfsmenn almennt minna fjarverandi vegna veikinda. Sonja segir að því sé ekki eftir neinu að bíða og ljóst er að stytting vinnuvikunnar verði eitt af forgangsverkefnum í kjaraviðræðum BSRB þegar samningar aðildarfélaganna losna í lok mars. „Aðildarfélögin eru ekki búin að gera sínar kröfugerðir en á þinginu okkar í október var alveg ljóst að þetta er eitt af stóru málunum okkar og er forgangsverkefni. Maður finnur það líka í umræðunni og undirbúningi þeirra fyrir kjaraviðræðurnar að þetta mun rata mjög ofarlega,“ segir hún.

Stór breyting á vinnutímaskipulagi krefst samstarfs

Þá segir hún að það komi til greina að vinna að styttingunni í samvinnu við félög á almennum vinnumarkaði. „Það er vilji fyrir því að ef við ætlum að gera svona stóra breytingu á vinnutímaskipulagi á Íslandi að við tölum okkur saman, félögin á opinbera markaðnum og á almenna vinnumarkaðnum, það er eitt af því sem er til skoðunar.“

Sonja segir að tími breytinga sé löngu kominn, en tæp hálf öld er síðan ákveðið var á Alþingi að vinnuvikan skyldi vera 40 stundir. Sonja hvetur til þess að árið 2019 verði árið sem vinnuvikan verður stytt. „Það er bara eins og við höfum gleymt að hugsa þetta aftur út frá tækniþróuninni. Af hverju erum við ekki að velta fyrir okkur að við erum að vinna skipulegar af því að við getum afkastað meira á minni tíma? Þessi tilraunaverkefni sýna það.“

mbl.is

Innlent »

Hnýtt í Bergþór og Gunnar Braga

11:12 Tveir þingmenn stjórnarandstöðunnar, þau Halldóra Mogensen, þingmaður Pírata, og Jón Steindór Valdimarsson, þingmaður Viðreisnar, hófu ræður sínar undir liðnum óundirbúnar fyrirspurnir á Alþingi í dag með því að hnýta í þá Bergþór Ólason og Gunnar Braga Sveinsson, þingmenn Miðflokksins. Meira »

Ráðgátan virðist vera leyst

10:43 Ráðgátan um uppruna þorsks sem veiddist við Jan Mayen síðasta sumar virðist vera leyst.  Meira »

Innbrotahrina á Kársnesi

10:38 Töluvert hefur verið um innbrot á Kársnesi í Kópavogi að undanförnu og hefur lögregla aukið eftirlit í hverfinu. Meintir innbrotsþjófar hafa leitað inn í hús, bíla og geymslur að nóttu til og um hábjartan dag, að því er fram kemur í frásögnum í Facebook-hópi hverfisins. Meira »

Þarf að lokum að taka afstöðu

10:34 „Þetta er auðvitað mál sem er umdeilt bæði innan sveitarfélagsins, og þar af leiðandi í sveitarstjórninni, og á landsvísu líka. En það liggur fyrir niðurstaða og það er auðvitað það sem fylgir því að sitja í sveitarstjórn eða annars staðar þar sem taka þarf ákvarðanir. Það þarf að lokum að taka afstöðu og bera ábyrgð á henni.“ Meira »

Funda um loftslagsmál í Helsinki

10:24 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, halda af stað til Helsinki í Finnlandi í dag á fund norrænna forsætisráðherra (N5) og norrænna umhverfisráðherra um loftslagsmál sem fer fram í Helsinki á morgun. Meira »

Riðuveiki greinist í Skagafirði

09:49 Riðuveiki hefur verið staðfest á bænum Álftagerði í nágrenni Varmahlíðar í Skagafirði. Síðast greindist riða á þessu svæði í september síðastliðnum á bænum Vallanesi. Matvælastofnun vinnur nú að öflun upplýsinga og undirbúningi aðgerða. Þetta er fyrsta tilfelli riðuveiki sem greinist á árinu en á síðasta ári greindist eitt tilfelli. Meira »

Gunnar og Bergþór aftur á þing

09:45 Þingmenn Miðflokksins, Gunnar Bragi Sveinsson og Bergþór Ólason, taka sæti sín að nýju á Alþingi í dag eftir að hafa verið í leyfi frá þingstörfum í kjölfar birtingar upptaka af samræðum þeirra og fjögurra annarra þingmanna Miðflokks og Flokks fólksins á barnum Klaustri 20. nóvember í fyrra. Meira »

Bifreiðin fannst mannlaus í Breiðholti

08:51 Bifreið af gerðinni Land Rover Disco­very, sem stolið var frá Bjarn­ar­stíg í Reykja­vík í aðfaranótt þriðjudags, er komin í leitirnar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglu sem þakkar fyrir veitta aðstoð. Meira »

Halda sig við Karítas Mínherfu

08:37 Borgarleikhúsið ætlar að halda sig við nafnið Karítas Mínherfa á einni sögupersónu í söngleiknum Matthildi, sem verður frumsýndur 15. mars. Meira »

Fáséðir dverggoðar dvelja á landinu

08:18 Þrír dverggoðar dvelja nú á landinu. Þeir hafa verið sjaldgæf sjón til þessa á Íslandi og eru þetta 4., 5. og 6. fuglinn af þessari tegund sem sjást hér á landi. Meira »

Fljótamenn óttast óafturkræf spjöll

07:57 Orkusalan, dótturfélag RARIK, vinnur að rannsóknum vegna áforma um Tungudalsvirkjun í Fljótum í Skagafirði en Orkustofnun (OS) gaf út rannsóknarleyfi á síðasta ári. Áformin hafa mætt andstöðu meðal Fljótamanna, sem minnast þess þegar nánast heilli sveit í Stífludal var sökkt vegna Skeiðsfossvirkjunar fyrir rúmum 70 árum. Til varð miðlunarlón sem fékk heitið Stífluvatn. Óttast heimamenn að unnin verði óafturkræf spjöll á náttúrunni. Meira »

Vara við hálku á Suðvesturlandi

07:47 Úrkomusvæði, með töluvert hlýrra lofti en verið hefur, gengur yfir suðvestanvert landið í dag og líkur eru á að hláni við suðurströndina og jafnvel á Reykjanesi. Þegar hlánar í stutta stund ofan á þjappaðan snjó getur orðið flughált, til dæmis í innkeyrslum og á göngustígum og vissara að fara öllu með gát, að því er segir í hugleiðingum veðurfræðings. Meira »

Bergþór ætlar að halda áfram á þingi

07:21 Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins, hyggst taka sæti að nýju á Alþingi. Hann og Gunnar Bragi Sveinsson tóku sér leyfi frá þingmennsku í lok nóvember í kjölfar þess að upptökur af samtali þeirra og fjögurra annarra þingmanna frá barnum Klaustri voru afhentar fjölmiðlum. Meira »

Réttindalaus með stera í bílnum

06:21 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði afskipti af nokkrum ökumönnum í nótt. Ökumaður sem var stöðvaður í Breiðholti reyndist undir áhrifum fíkniefna og hafði hann verið sviptur ökuréttindum, auk þess sem bifreiðin sem hann ók á var á röngum skráningarmerkjum. Einnig fundust fíkniefni í bifreiðinni. Meira »

Xanadu-söngleikurinn á svið

06:00 Sýningar Nemendafélagsins í Verslunarskóla Íslands vekja gjarnan mikla athygli og má segja að þær séu ákveðin skrautfjöður í félagslífi skólans. Í ár bjóða þau upp á söngleikinn Xanadu. Meira »

Vill fjölga þrepum í tekjuskatti

05:30 Miðstjórn ASÍ samþykkti í gær tillögur um breytingar á skattkerfinu sem efnahags-, skatta- og atvinnumálanefnd sambandsins hefur unnið. Þar er m.a. lagt til að tekin verði upp fjögur skattþrep, þar sem fjórða skattþrepið verði hátekjuþrep, og að skattleysismörk hækki og fylgi launaþróun. Meira »

Enginn fjöldaflótti úr VR

05:30 Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, vísar því á bug að margir félagsmenn VR hafi undanfarið gengið í önnur stéttarfélög vegna óánægju með málflutning verkalýðshreyfingarinnar. Meira »

Borgin semji um Keldnalandið

05:30 Sjálfstæðismenn munu bera upp tillögu í borgarráði í dag um að Reykjavíkurborg semji við ríkið um Keldnalandið og hefjist tafarlaust handa við skipulagningu svæðisins. Meira »

Rústir 22ja bæja eru í dalnum

05:30 Minjastofnun hefur gert tillögu að friðlýsingu alls búsetulandslags Þjórsárdals, jafnhliða því sem óskað hefur verið eftir að Gjáin og fleiri náttúruminjar í dalnum verði friðlýstar. Meira »
Bíll
Góður bíll til sölu. Toyota Avensis árg, 2001 ekinn 270 þús. Hefur verið í góð...
Heimili í borginni ...Eyjasol ehf.
3ja herb. íbúðir í austurborginni. Gisting fyrir 4-6. Lausir dagar. Góð gisting ...
Solbadsstofan Super sól
Solbadsstofan Super sól med nyir bekkir ,standandi og ligjandi ,ljos og kolagen ...
Cherokee hjólbarðar óskast
Óska eftir hjólbörðum fyrir Grand Cherokee stærð 225/75/16R eða 236/70/16R Uppl...