„Eftir hverju erum við að bíða?“

Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB, fjallar um niðurstöður tilraunverkefnis um ...
Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB, fjallar um niðurstöður tilraunverkefnis um styttingu vinnuvikunnar á málþingi í Hörpu í dag. mbl.is/Hari

„Allir þessi neikvæðu þættir sem vil viljum sjá dragast saman eru að gera það og allir þessu jákvæðu þættir sem við viljum að hækki eru að gera það,“ segir Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB, um niðurstöður rannsóknar á tilraunaverkefni ríkisins á styttingu vinnuvikunnar. Þættirnir sem Sonja vísar til eru meðal annars álag og streitueinkenni sem hafa minnkað og starfsánægja og starfsandi sem hefur aukist.

Sonja fjallar um niðurstöðurnar, sem verða aðgengilegar í heild sinni á næstu dögum, undir yfirskriftinni: „Eftir hverju erum við að bíða?“ á málþingi um styttingu vinnuvikunnar sem fram fer í Hörpu í dag. Einnig mun hún fara yfir hvernig til hefur tekist í þeim tilraunaverkefnum um styttingu vinnuvikunnar annars vegar hjá borginni og hins vegar hjá ríkinu. Alda, félag um sjálfbærni og lýðræði, stendur fyrir málþinginu og er markmið þess að auka skilning á þeim möguleikum sem stytting vinnuvikunnar hefur í för með sér fyrir íslenskt samfélag.

Í stefnu BSRB, sem mótuð var á þingi bandalagsins í október, var samþykkt að lögfesta þurfi styttingu vinnuvikunnar í 35 stundir í dagvinnu án launaskerðingar, en jafnframt að vinnuvika vaktavinnufólks verði 80 prósent af vinnutíma dagvinnufólks.

Fimm ríkisstofnanir styttu vinnuvikuna

Sonja mun fjalla um niðurstöðurnar úr tilraunaverkefni ríkisins en niðurstöðurnar eru sambærilegar verkefni Reykjavíkurborgar. Verkefni ríkisins hófst 2015 þegar fjármálaráðherra veitti verkefninu vilyrði á þingi BSRB. Í framhaldinu var skipaður starfshópur og 2017 var vinnustundumfækkað úr 40 í 36 á fjórum vinnustöðum hjá ríkinu, það er Þjóðskrá, Útlendingastofnun, Lögreglustjóranum á Vestfjörðum og Ríkisskattstjóra. Fyrstu niðurstöður voru kynntar í fyrra og sýndu þær jákvæðan árangur. Verkefnið var framlengt og Lyflækningadeild Heilbrigðisstofnunar Vesturlands var bætt við, en þar er unnin vaktavinna. Verkefninu lýkur síðar á þessu ári.

Niðurstöður verkefnisins benda til þess að einkenni álags, líkamlegs og andlegs, hjá starfsfólki minnkar og það finnur fyrir betri líðan í vinnu og á heimilinu. Þá hefur dregið úr kulnun á þeim vinnustöðum sem tóku þátt í verkefninu. „Ef maður skoðar kulnun í samhengi við tölur um að fólk upplifi minni líkamleg og andleg streitueinkenni þá er það auðvitað eitthvað sem hefur áhrif á kulnun. Svo sér maður það líka í rýnihópaviðtölunum að fólk upplifir heilt yfir að það hafi meiri orku og það sé minna stressað,“ segir Sonja.  

Grafík/mbl.is

Starfsánægja hefur sömuleiðis aukist meðal starfsmanna, eða úr 3,99 í 4,20 á fimm punkta kvarða, og starfsandi jókst einnig lítillega, eða úr 4,15 í 4,29. Þá hafa árekstrar vinnu og einkalífs einnig farið minnkandi og jafnvægi vinnu og einkalífs aukist.

Grafík/mbl.is

Sonja segir að það sem hafi ef til vill komið mest á óvart í niðurstöðunum er að jákvæðir þættir, líkt og starfsánægja og starfsandi, halda áfram að aukast eftir því sem líður á verkefnið. „Það er ekki stöðnun eftir að verkefnið er hafið, aukningin heldur áfram eftir sex mánuði og svo aftur eftir tólf mánuði þannig það verður áhugavert að sjá hver þróunin verður eftir átján mánuði,“ segir hún.

Grafík/mbl.is

Óbreytt afköst þrátt fyrir styttri viðveru

Í niðurstöðunum kemur jafnframt fram að stytting vinnuvikunnar hefur ekki áhrif á afköst í starfi. Þrátt fyrir styttri viðveru haldast afköstin óbreytt og er það ein megin ástæða þess að BSRB fer fram á að vinnuvikan verði stytt án launaskerðingar. „Áhrifin eru jákvæð án þess að hafa áhrif á afköstin. Á dagvinnustöðum á þetta ekki að þurfa að kosta meira en smá skipulagningu,“ segir Sonja.

Fleiri jákvæðar niðurstöður má finna í niðurstöðunum, svo sem að starfsmenn hafa aukna orku í leik og starfi og álag sem fylgir starfinu minnkar. Þá eru starfsmenn almennt minna fjarverandi vegna veikinda. Sonja segir að því sé ekki eftir neinu að bíða og ljóst er að stytting vinnuvikunnar verði eitt af forgangsverkefnum í kjaraviðræðum BSRB þegar samningar aðildarfélaganna losna í lok mars. „Aðildarfélögin eru ekki búin að gera sínar kröfugerðir en á þinginu okkar í október var alveg ljóst að þetta er eitt af stóru málunum okkar og er forgangsverkefni. Maður finnur það líka í umræðunni og undirbúningi þeirra fyrir kjaraviðræðurnar að þetta mun rata mjög ofarlega,“ segir hún.

Stór breyting á vinnutímaskipulagi krefst samstarfs

Þá segir hún að það komi til greina að vinna að styttingunni í samvinnu við félög á almennum vinnumarkaði. „Það er vilji fyrir því að ef við ætlum að gera svona stóra breytingu á vinnutímaskipulagi á Íslandi að við tölum okkur saman, félögin á opinbera markaðnum og á almenna vinnumarkaðnum, það er eitt af því sem er til skoðunar.“

Sonja segir að tími breytinga sé löngu kominn, en tæp hálf öld er síðan ákveðið var á Alþingi að vinnuvikan skyldi vera 40 stundir. Sonja hvetur til þess að árið 2019 verði árið sem vinnuvikan verður stytt. „Það er bara eins og við höfum gleymt að hugsa þetta aftur út frá tækniþróuninni. Af hverju erum við ekki að velta fyrir okkur að við erum að vinna skipulegar af því að við getum afkastað meira á minni tíma? Þessi tilraunaverkefni sýna það.“

mbl.is

Innlent »

Ingólfur ráðinn til Infront

Í gær, 23:21 Ingólfur Hannesson, sem eitt sinn var deildarstjóri íþróttadeildar RÚV, hefur verið ráðinn til starfa hjá alþjóðlega fjölmiðla- og markaðssetningarfyrirtækinu Infront, sem er með höfuðstöðvar sínar í Sviss. Meira »

Landsréttur hafnaði kröfum þingmanna

Í gær, 21:05 Landsréttur staðfesti í dag úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur varðandi kröfu fjögurra þingmanna Miðflokksins um gagnaöflun og vitnaleiðslur fyrir héraðsdómi vegna Klausturmálsins. Ragnar Aðalsteinsson, lögmaður Báru Halldórsdóttur, staðfestir þetta í samtali við mbl.is. Meira »

Heldur sögunni til haga

Í gær, 21:00 Tvær heimildarmyndir eftir Martein Sigurgeirsson voru frumsýndar fyrir skömmu. Önnur er um Skólahljómsveit Kópavogs og hin um sögu landsmóta Ungmennafélags Íslands á Suðurlandi sem fram hafa farið þar frá 1940. Meira »

Að þora að tala um tilfinningar

Í gær, 20:30 Samskipti barna og unglinga fara mikið fram í textaformi og með tjáknum eða myndum. Á námskeiði hjá Lovísu Maríu Emilsdóttur og Guðrúnu Katrínu Jóhannesdóttur æfa krakkar sig meðal annars í því að gera eitthvað saman án þess að það sé tæki á milli þeirra, sími, ipad eða tölva. Meira »

Eyða æfingasprengju á Ísafirði

Í gær, 20:27 „Þetta er sennilega æfingasprengja frá seinna stríði,“ segir Ásgeir Guðjónsson sprengjusérfræðingur hjá Landhelgisgæslu Íslands í samtali við mbl.is, en hann er að störfum á Ísafirði þar sem tilkynnt var um torkennilegan hlut sem fannst í grunni húss við Þvergötu. Meira »

Rannsaka óþekktan hlut á Ísafirði

Í gær, 19:20 Sprengjusérfræðingar frá Landhelgisgæslu Íslands hafa verið kallaðir til Ísafjarðar, eftir að húsráðandi þar í bæ tilkynnti lögreglu um óþekktan hlut sem hann fann við framkvæmdir í húsnæði sínu. Ekki liggur fyrir hvort um sprengju er að ræða eður ei, segir húsráðandi við mbl.is. Meira »

Fimmtíu íbúðir afhentar í lok febrúar

Í gær, 18:36 Verið er að leggja lokahönd á fimmtíu íbúðir í Bríetartúni 9-11 og til stendur að afhenda þær í lok febrúar. Meðalverð íbúðanna í byggingunum er 64 milljónir. Meira »

Mynduðu ökumenn við Reykjanesbraut

Í gær, 18:27 Lögregla myndaði í dag brot 31 ökumanns á Reykjanesbraut í Hafnarfirði í dag, en lögregla fylgdist með ökutækjum sem óku Reykjanesbraut í norðurátt, til móts við Brunnhóla. Meira »

Sektaður vegna vændiskaupa

Í gær, 18:15 Fyrrverandi yfirlögregluþjónn á Vesturlandi var sektaður um 100.000 kr. í nóvember síðastliðnum vegna vændiskaupa. Þá hafði hann þegar beðist lausnar frá störfum sínum, en það gerði hann 1. júlí í fyrra. Frá þessu er greint á vef RÚV. Meira »

Bónorð í beinni á HM (myndskeið)

Í gær, 18:00 Skemmtilegt augnablik átti sér stað fyrir leik Íslands og Japans á heimsmeistaramótinu í handknattleik fyrr í dag þegar allra augu í stúkunni beindust að bónorði sem fram fór í beinni í Ólympíuhöllinni í München. Meira »

Heilbrigðisstefna samþykkt í ríkisstjórn

Í gær, 17:35 Þingsályktunartillaga Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra um heilbrigðisstefnu til ársins 2030 var til umfjöllunar í ríkisstjórn í gær og samþykkt var að senda hana til þingflokka. Að lokinni umfjöllun í þingflokkum verður tillagan lögð fyrir Alþingi þar sem ráðherra mælir fyrir henni. Meira »

Bilunin hjá RB hefur verið löguð

Í gær, 17:31 Bilun sem kom upp í búnaði hjá Reiknistofu bankanna í nótt, og gerði það að verkum að ekki var hægt að sjá hreyfingar í netbanka Íslandsbanka og Landsbanka, hefur verið leyst og búið er að uppfæra yfirlit í netbönkum. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu. Meira »

Bandarískir hermenn létust í Sýrlandi

Í gær, 16:41 Fjórir bandarískir hermenn eru sagðir á meðal þeirra sextán sem eru látnir eftir sprengjuárás í norðurhluta Sýrlands í dag, nánar tiltekið í bænum Manjib. Hryðjuverkasamtökin Ríki íslams hafa lýst yfir ábyrgð á árásinni. Meira »

Tryggi hlutastörf fólks með skerta starfsgetu

Í gær, 16:10 Forsætisráðherra tekur undir með ÖBÍ og Þroskahjálp og setur í gang vinnu við að móta stefnu um hlutastörf hjá hinu opinbera fyrir fólk með skerta starfsgetu. Þetta kemur fram á vef Öryrkjabandalagsins. Meira »

Sáttmálinn gildi óháð stöðu barna

Í gær, 16:10 UNICEF á Íslandi áréttar að Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna gildir um öll börn innan landamæra Íslands, óháð lagalegri stöðu þeirra. Fyrir héraðsdómi verður tekist á um úrskurð Útlendingastofnunar þess efnis að vísa skuli nítján mánaða gamalli stúlku og foreldrum hennar úr landi. Meira »

Ástin, Fíasól og Þjáningarfrelsið best

Í gær, 15:55 Fjöruverðlaunin, bókmenntaverðlaun kvenna, voru afhent í 13. sinn við hátíðlega athöfn í Höfða fyrir stundu. Verðlaunaðar voru bækurnar Ástin, Texas; Fíasól gefst aldrei upp og Þjáningarfrelsið – óreiða hugsjóna og hagsmuna í heimi fjölmiðla. Meira »

Fjöldi erlendra ríkisborgara 44.276

Í gær, 15:32 Fjöldi erlendra ríkisborgara sem búsettir eru hér á landi var alls 44.276 1. janúar samkvæmt fréttatilkynningu frá Þjóðskrá og hafði þeim fjölgað um 6.465 manns frá 1. desember 2017. Meira »

Greinir á um leiðréttingu

Í gær, 14:50 Tryggingastofnun hefur reiknað örorkulífeyri til þeirra sem hafa verið búsettir erlendis hluta ævinnar rangt í lengri tíma, en Öryrkjabandalag Íslands og félagsmálaráðuneytið greinir á um hvort fyrningarfrestur skuli vera á kröfum þeirra sem hafa fengið greiðslur sínar frá Tryggingastofnun skertar. Meira »

Erfitt á meðan úrræða er beðið

Í gær, 14:33 „Það er staðreynd að við munum ekki ráða við fyrirkomulagið til lengdar ætlum við að halda áfram að setja fjármuni í uppbyggingu á kerfinu eins og það er,“ segir Ólafur Þór Gunnarsson, þingmaður Vinstri grænna og varaformaður velferðarnefndar Alþingis. Meira »
Til sölu blár Nissan Leaf.
2016 árgerð, ekinn 25 þús. 30 Kw. Blár, hraðhleðsla, vetrar/sumardekk, ljós inna...
LAND ROVER DISCOVERY 3 S, sjálfsk., disel, 7 manna
Til sölu LAND ROVER DISCOVERY 3 S, sjálfskiptur, dísel, 7 manna ekinn 204.000 km...
Lincoln Capri Landau árg. 1957
Bíllinn er lítið ekinn og aðeins tveir eigendur frá upphafi í USA og einn hér he...