Eldur í hjólhýsi á Granda

Eldurinn kom upp í hjólhýsi og barst í bíl sem …
Eldurinn kom upp í hjólhýsi og barst í bíl sem stóð við hliðina á því. Ljósmynd/Sigfús Steindórsson

Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu var kallað út á fimmta tímanum vegna elds sem kom upp í hjólhýsi á Granda í Vesturbæ Reykjavíkur. 

Mikinn svartan reyk leggur frá hjólhýsinu að sögn sjónarvotta.

Einn slökkvibíll var sendur á vettvang og vel gekk að ráða niðurlögum eldsins samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu. Eldurinn kom upp í hjólhýsi og náði að breiðast út í fólksbíl sem stóð við hliðina á hjólhýsinu. Bæði bíllinn og hjólhýsið eru gjörónýt.

Engin slys urðu á fólki en eigandi hjólhýsisins var inni í því þegar eldurinn kom upp, samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu, en hann náði að komast út af sjálfsdáðum. 

Vel gekk að ráða niðurlögum eldsins að sögn slökkviliðsins.
Vel gekk að ráða niðurlögum eldsins að sögn slökkviliðsins. Ljósmynd/Sigfús Steindórsson
Eldur kom upp í hjólhýsi á Granda á fimmta tímanum …
Eldur kom upp í hjólhýsi á Granda á fimmta tímanum í dag. Ljósmynd/Aðsend
Bæði bíllinn og hjólhýsið eru gjörónýt.
Bæði bíllinn og hjólhýsið eru gjörónýt. Ljósmynd/Sigfús Steindórsson
Vel gekk að ráða niðurlögum eldsins en hjólhýsið, sem var …
Vel gekk að ráða niðurlögum eldsins en hjólhýsið, sem var mjög nýlegt, er gjörónýtt. Ljósmynd/Aðsend



Fréttin hefur verið uppfærð. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert