Fé fækkað um allt að 10%

Gangi áætlanir eftir verður víða færra fé í réttum á …
Gangi áætlanir eftir verður víða færra fé í réttum á næstu árum. Gert er ráð fyrir því að bændur geti nýtt önnur tækifæri á jörðum sínum og búið þar áfram. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Markmið endurskoðaðs samnings um starfsskilyrði sauðfjárræktarinnar er meðal annars að stuðla að jafnvægi framboðs og eftirspurnar á markaði og auka frelsi sauðfjárbænda til að nýta önnur tækifæri.

Stefnt er að fækkun sauðfjár með ýmsum aðgerðum, þó ekki meira en um 10% sem svarar til 47 þúsund vetrarfóðraðra kinda. Sauðfjárræktin hefur glímt við erfið vandamál síðustu árin. Framleiðslan hefur verið mikið umfram innanlandsmarkað og lágt verð fengist fyrir stóran hluta þess kjöts sem flutt hefur verið á erlenda markaði. Í kjölfarið lækkaði verð á kjöti sem bændur leggja inn í afurðastöðvar.

Unnið verður að fækkun sauðfjár og aðlögun framleiðslu að innanlandsmarkaði með ýmsum hætti. Gerðir verða samningar við bændur sem áhuga hafa á að draga úr eða hætta framleiðslu. Bóndinn fær áfram stuðningsgreiðslur samkvæmt búvörusamningi þótt hann snúi sér að annarri starfsemi sem hann gerir út frá býli sínu. Greiðslurnar fær hann í allt að fjögur ár, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert