Foreldrar senda röng skilaboð

Björn Hjálmarsson, sérfræðilæknir á BUGL.
Björn Hjálmarsson, sérfræðilæknir á BUGL. Eggert Jóhannesson

„Þetta er einkum tvenns konar áhrif sem við höfum áhyggjur af. Annars vegar áhrif þessarar sjónrænu oförvunar og svo líka hvaða góðu virkni er ýtt í burtu vegna þess að barnið er í skjátækjunum,“ segir Björn Hjálmarsson, sérfræðilæknir á barna- og unglingageðdeild Landspítalans, BUGL í viðtali í Sunnudagsblaði Morgunblaðsins.

Björn segir vísindasamfélagið ekki hafa tekið nægilega við sér og rannsakað til hlítar afleiðingar mikillar skjánotkunar og kallar eftir lýðheilsurannsókn á áhrifum of mikils skjátíma á börn og unglinga.

Síðasta sumar skilgreindi alþjóðaheilbrigðistofnunin, WHO, tölvuleikjafíkn sem nýja tegund af geðröskun. Þá er talað um rafrænt skjáheilkenni, sem er nýyrði sem lýsir skaðlegum einkennum ofnotkunar á snjalltækjum og er þá hugsanlegt forstig af því sem getur þróast út í fíkn.

„Það er frumkvöðull vestanhafs, Vikctoria L. Duncley, geðlæknir í Los Angeles, sem kom fyrst fram með þetta fyrirbæri, sem er þegar börn og unglingar fara yfir þau mörk í skjátækjum sem þau þola þannig að það fer að koma niður á líðan þeirra, svefni og hegðun,“ segir Björn.

„Þótt rafrænt skjáheilkenni sé ekki formlega viðurkennd greining innan greiningarkerfanna eru þau einkenni sem birtast hjá börnum ef þau fara yfir þolmörk sín í skjátímanum og Victoria Dunckley bendir á í skrifum sínum þó velþekkt. Vísindasamfélagið hefur bara í raun ekki tekið við sér og rannsakað þetta fyrirbæri og þetta ferli til hlítar. Þegar farið er yfir þessi þolmörk fer að bera á reiði, pirringi, kvíði getur aukist og barnið staðið sig almennt verr í því að mæta kröfum fullorðna fólksins.“

Upplifa höfnun ef mamma og pabbi eru alltaf í símanum

Afar misjafnt hvernig gengur að halda utan um skjátíma barna og unglinga en stór hluti barna er langt umfram þann hámarkstíma sem bandarísku barnalæknasamtökin ráðleggja í skjátækjum. Þannig virðist vera að í sterku fjölskyldunum, þar sem er gott utanumhald og báðir foreldrar til staðar, takist betur að stýra þessari notkun og hafa áhrif á hana. 
„Við erum svolítið í lausu lofti hvernig á að takast á við þessa nýju tækni. Hún er frábær út af fyrir sig, nýtist okkur vel þegar hún er notuð skynsamlega, hóflega og hún verður að vera stýrð því börn hafa ekki þroska til að taka sjálf ábyrgð á því,“ segir Björn sem segist finna fyrir vitundarvakningu í samfélaginu og fólk sé tilbúið í gott samtal um þetta mikilvæga mál en sömuleiðis sé þetta mál foreldranna, að þeir leggi skjátæki frá sér.

„Eitt af því sem okkur er mjög hugleikið inni á BUGL er tengslamyndun barna og unglinga en barn getur upplifað sára höfnun ef mamma og pabbi eru alltaf í símanum. Foreldarnir eru þá ekki til staðar og eru þar að auki slæmar fyrirmyndir. Barninu finnst að það hljóti sjálft að þurfa að vera í snjalltæki til að fá þá örvun í lífinu sem það þarf.“

Umfjöllunin í heild má lesa í Sunnudagsblaði Morgunblaðsins

Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.790 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »

Innlent »

Erilsöm helgi en lögreglan „sæmilega sátt“

Í gær, 23:33 Helgin var nokkuð erilsöm hjá Lögreglunni á Norðurlandi eystra en Bíladagar fóru þá fram á Akureyri. 305 verkefni voru skráð í umdæmi lögreglunnar frá hádeginu á fimmtudag og til hádegis í gær. Meira »

Jarðskjálfti í Bárðarbungu

Í gær, 23:13 Jarðskjálfti af stærðinni 3,4 mældist í Bárðarbunguöskjunni klukkan 22:30 í kvöld. Tveir smáskjálftar hafa mælst í kjölfarið, að því er fram kemur á vef Veðurstofunnar. Meira »

Mun „sakna blessaðs stríðsins“

Í gær, 22:23 Sigmundur Davíð telur málþóf þeirra Miðflokksmanna hafa skilað heilmiklum árangri, án þess þó að segja að „þetta hafi þannig séð endilega verið málþóf.“ Hann vonast til að ríkisstjórnin endurskoði afstöðu sína í sumar. Meira »

Sólin sendir orku en getur verið skaðleg

Í gær, 22:19 Sólin er það fyrirbæri sem gerir okkur mögulegt að lifa hér á jörðinni. Hún yljar okkur, sendir okkur orku, birtu og þegar hún skín á húðina framleiðir húðin D-vítamín sem er okkur nauðsynlegt. En sólin getur líka brennt. Meira »

Sakar Samfylkingu um nýfrjálshyggju

Í gær, 22:03 „Það vekur […] undrun að þingmenn Samfylkingarinnar skuli skrifa undir það að sósíalísk barátta tuttugustu aldarinnar hafi ekki verið annað en þjónkun við Sovétríkin og það klíkuræði sem rændi þar völdum,“ segir Gunnar Smári Egilsson, formaður framkvæmdastjórnar Sósíalistaflokksins, við mbl.is. Meira »

Sektaðar fyrir mismæli

Í gær, 21:59 „Kvæðakonan góða“, hópur ellefu kvæðakvenna, kvað rímur og flutti stemmur á torgum og götuhornum í Berlín í Þýskalandi undanfarna daga. „Þetta er byrjunin á yfirferð hópsins um útlönd,“ segir Ingibjörg Hjartardóttir. Meira »

Vill að öryrkjar fái vernd

Í gær, 21:32 „Ég hef gríðarlegar áhyggjur af þessari fjármálaáætlun stjórnvalda og hef sent þeim opin bréf, tölvupósta og skilaboð um það að stíga ekki það vonda skref að draga úr því fjármagni sem átti að fara í þennan fjársvelta málaflokk,“ segir Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður Öryrkjabandalags Íslands. Meira »

Segir ekki fót fyrir ásökunum um einræði

Í gær, 21:28 „Það er ekki fótur fyrir þessu,“ segir Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri Vestmannaeyja, innt eftir viðbrögðum við bókun fulltrúa Sjálfstæðisflokks á bæjarráðsfundi vegna skipunar stjórnar í Herjólfi ohf. þar sem hún er sökuð um að stunda stjórnsýslu sem telst til „einræðis“. Meira »

Lending hjá Flugakademíunni

Í gær, 20:48 Eftir fund í morgun þar sem breytingar á kjörum flugkennara hjá Flugakademíu Keilis voru kynntar nánar virðist ríkja almenn sátt um ráðstafanir sem gerðar voru fyrir helgi. Beðist var afsökunar á lakri upplýsingagjöf. Meira »

Lækka fasteignagjöld á Ísafirði

Í gær, 20:21 „Kannski verður þetta til þess að önnur sveitarfélög fari að íhuga þetta,“ segir Hafdís Gunnarsdóttir, formaður bæjarráð Ísafjarðarbæjar, í samtali við mbl.is um ákvörðun bæjarráðs í dag um að lækka álagningaprósentu fasteignagjalda. Meira »

Dæmd fyrir innflutning og hlutdeild

Í gær, 19:49 Karlmaður var í Héraðsdómi Reykjaness dæmdur til þriggja ára fangelsisvistar þann 5. júní sl. fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot með því að hafa staðið að innflutningi á rúmlega fjórum kílóum af amfetamíni, ætluðu til sölu- og dreifingar í ágóðaskyni, en efnið var falið í tveimur fæðubótardunkum sem komu til Íslands með hraðsendingu frá Hollandi. Meira »

Orkupakkamálið búið 2. september

Í gær, 19:36 Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins segir að þótt tilslökun gagnvart Miðflokknum hafi falist í samkomulagi um þinglok, hafi verið nauðsynlegt að losa hnútinn sem þingstörfin hafi verið í. Meira »

EES „aðlögunarsamningur inn í ESB“

Í gær, 19:06 „Hvað sem hver segir þá er EES í raun ekki viðskiptasamningur eins og svo oft er haldið fram hér á landi. Viðskipti eru forsenda þeirrar samþættingar og samruna sem stefnt er að,“ segir Elliði Vignisson, bæjarstjóri Sveitarfélagsins Ölfus, á vefsíðu sinni í dag þar sem hann gerir að umtalsefni sínu eðli samningsins um Evrópska efnahagssvæðið (EES). Meira »

Hvalfjarðargöngum var lokað

Í gær, 18:51 Hvalfjarðargöngum var lokað vegna bilaðs bíls í göngunum á sjöunda tímanum. Umferðinni var í skamma stund beint fyrir Hvalfjörð. Meira »

Fyrsta skrefið í átt að „draumnum“

Í gær, 18:27 Katrín Jakobsdóttir segir yfirlýsingu stjórnvalda, stóriðjunnar og OR vekja með sér bjartsýni og vera mikilvægt skref í átt að kolefnishlutleysi Íslands. Hún segir valið á milli losunarkvóta eða kolefnisjöfnunar vera að hverfa, enda sé kostnaðurinn sá sami og tími til aðgerða í loftlagsmálum naumur. Meira »

Samkomulag um þinglok í höfn

Í gær, 18:12 Samkomulag um þinglok á milli ríkisstjórnar og stjórnarandstöðu er komið í höfn. Umræðu um þriðja orkupakkanum verður frestað og gildistöku laga um innflutning á ofrosnu kjöti verður sömuleiðis frestað. Meira »

11 sem verða 100 á árinu í veislu

Í gær, 18:06 Það er ekki á hverjum degi sem 11 manneskjur sem verða hundrað ára á árinu komi saman í gleðskap en það var raunin á Hrafnistu í dag og tilefnið var 75 ára afmæli lýðveldisins. Alls verða 25 Íslendingar 100 ára gamlir á árinu og hefur þeim fjölgað verulega sem ná þessum aldri. Meira »

Fagna lögum um kynrænt sjálfræði

Í gær, 17:44 Samtökin ‘78, Trans Ísland og Intersex Ísland fagna lögum um kynrænt sjálfræði sem samþykkt voru á Alþingi í dag af öllum hjarta. Lögin fela í sér ákaflega mikilvæga réttarbót fyrir trans og intersex fólk á Íslandi. Meira »

Pawel forseti út kjörtímabilið

Í gær, 17:34 Pawel Bartoszek borgarfulltrúi Viðreisnar tekur við sem forseti borgarstjórnar og verður það að líkindum í þrjú ár. Fyrir lá að svo færi. Hann ætlar að vera „fyrirsjáanlegur, formfastur og sanngjarn.“ Meira »
Skrifstofuhúsnæði Bolholti 4
Til leigu er skrifstofurými, alls um 110 fermetrar, í austurenda á 5. og efstu ...
Stál borðfætur
Til sölu notaðir borðfætur frá Stáliðjunni, 6 stk undir tveggja manna borð og 3 ...
Vatnshitarar fyrir sumarhús.
Ýmsar gerðir af vatnshiturum 3300w til 24000w fyrir sumarhús, þessi búnaður er f...
Byggingaverktakar - Byggingastjórn - Meistarar - Eignaskiptayfirlýsingar
Byggingaverktakr - Byggingastjórn - Húsasmíðameistari - Eignaskiptayfirlýsingar ...