Hafa áhyggjur af auknu heróínsmygli

Karl Steinar Valsson, yfirlögregluþjónn á miðlægri rannsóknardeild lögreglunnar.
Karl Steinar Valsson, yfirlögregluþjónn á miðlægri rannsóknardeild lögreglunnar. mbl.is/Eggert

Heildarfjöldi fíkniefnabrota jókst lítillega milli áranna 2017 og 2018, eða um 5%. Ef litið er til síðustu þriggja ára fjölgaði brotunum um 15%. Lagt var hald á töluvert meira magn af maríjúana í færri málum árið 2018 heldur en 2017. Þar munar mest um stórframleiðslu þar sem lagt var hald á yfir 17 kg. af efninu.

Lagt var hald á töluvert minna magn af amfetamíni árið 2018 en árið á undan en fleiri e-töflur þegar horft er á þær í stykkjatali. Minna var tekið af kókaíni en árið 2017 en þá var sérstaklega mikið tekið af því efni. Magnið af kókaíni var töluvert meira árið 2018 en árin fyrir 2017.

Karl Steinar Valsson, yfirlögregluþjónn á miðlægri rannsóknardeild, segir flest málin af svipuðum toga. Skiptast þau helst annars vegar í svokölluð burðardýr sem koma til landsins með um 300 til 600 grömm og hins vegar pakkningar sem geta þá innihaldið nokkur kílógrömm.

„Mesta aukningin í þessu er raunverulega þessi stórbreyting á fjölda þeirra sem teknir eru við akstur undir áhrifum. Það liggur við það séu fleiri teknir fyrir fíkniefnaakstur en ölvunarakstur. Það er sláandi staðreynd,“ segir Karl Steinar spurður um fjöldann. „Þetta skýrir engan massa samt. Sá sem er að aka er kannski með dagskammt eða einhver grömm á sér en ekki með kíló.“

Heildarfjöldi fíkniefnabrota jókst lítillega milli áranna 2017 og 2018, eða ...
Heildarfjöldi fíkniefnabrota jókst lítillega milli áranna 2017 og 2018, eða um 5%. Grafík/mbl.is

Ísland stoppistöð fyrir hass

Karl Steinar segir hins vegar að magnið af hassi sem hefur verið lagt hald á síðustu tvö ár sé athyglisvert þar sem svo virðist sem Ísland sé notað sem stoppistöð fyrir hass á leið til Grænlands frá Danmörku. „Miðað við okkar upplýsingar þá telja menn að það sé í einhverjum tilvikum öruggara að smygla hassi í gegnum Ísland með einhverjum hætti en að fara beint. Nota sér samgöngurnar milli Íslands og Grænlands.“ Hann segir ekkert benda til þess að hassneysla sé að aukast til muna hér á landi. Þá var neysla á kannabis eða maríjúana svipuð í fyrra og síðustu ár en kókaínneysla hefur aukist talsvert mikið á síðustu árum. Hann bendir einnig á að þrátt fyrir að magnið af amfetamíni virðist minna í fyrra þá virðist það haldast í hendur við aukningu á e-töflum. „E-töflurnar fara upp núna og þá fer amfetamínið niður. Þetta eru oft á tíðum sömu neytendur.“

Hafa áhyggjur af heróíni

Alls voru haldlögð 28 gr. af heróíni á Íslandi í fyrra. Að sögn Karls Steinars er það eitthvað mesta magn af heróíni sem hefur verið haldlagt hingað til. „Ég hef svolítið áhyggjur af þessari þróun og hver þróunin í ár verður í framhaldinu af þessu,“ segir Karl Steinar. Hingað til hefur verið lagt hald á heróín einstaka sinnum í minni pakkningum en í fyrra komu upp nokkur mál. „Við erum svolítið hugsi yfir þessu vegna þess að til viðbótar við þetta hefur heróín verið stöðvað erlendis á leið til Íslands eða heróín sem átti að senda um Ísland,“ segir Karl Steinar. „Í dag erum við því miður komin með grundvöll fyrir það að mönnum myndi detta í hug að fara að flytja inn heróín og eiga það. Einn þátturinn í heróíni er að þú þarft að geta verið með stöðugt framboð af efninu. Sumir vilja meina það að ástæðan fyrir að það hefur ekki komið hingað fyrr sé einfaldlega það að á Íslandi sé auðveldara aðgengi að lyfjum sem menn eru oft neyta í staðinn fyrir heróín, t.d. Contalgini.“

Karl Steinar bendir á að mikið hefur verið rætt um aukið flæði af heróíni og þá vegna aukinnar framleiðslu ópíums í Afganistan. Slík aukin framleiðsla gæti mögulega haft áhrif hingað.

„Það gerir það að verkum að framboðið í Evrópu mun aukast almennt mjög mikið. Þannig að það er eitthvað sem menn hafa haft áhyggjur af.“

Innlent »

Þriggja bíla árekstur á Reykjanesbraut

Í gær, 23:49 Þriggja bíla árekstur varð á Reykjanesbrautinni á tíunda tímanum í kvöld. Atvikið átti sér stað á Reykjanesbrautinni í nágrenni við Vífilstaðavatn en mikil hálka var á veginum og blint af völdum snjókomu. Meira »

Brynjólfur handhafi Ljóðstafsins

Í gær, 23:44 Ljóðstafur Jóns úr Vör var afhentur í 17. sinn við hátíðlega athöfn í Salnum í kvöld. Alls bárust 302 ljóð í keppnina og er Brynjólfur Þorsteinsson, handhafi Ljóðstafsins þetta árið. Meira »

Toyota innkallar 2.245 bíla vegna loftpúða

Í gær, 22:12 Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Toyota á Íslandi um að innkalla þurfi Toyota bifreiðar af árgerðunum 2003 til 2008 og 2015 og 2018. Um er að ræða 2.245 bifreiðar. Ástæða innköllunarinnar er sú að loftpúðar bifreiðanna gætu verið gallaðir. Meira »

Stórfelld fíkniefnasala á Facebook

Í gær, 22:00 Stórfelld sala á fíkniefnum fer fram í íslenskum söluhópum á Facebook. Þetta kemur fram í samnorrænni rannsókn á fíkniefnasölu á netinu sem Helgi Gunnlaugsson, prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands, hefur tekið þátt í. Meira »

„Fráleitt að halda þessu fram“

Í gær, 21:00 Sigurður Pétursson, framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar fiskeldisfyrirtækisins Arctic Fish, segir að fullyrðingar sem settar séu fram í stefnu á hendur fyrirtækinu séu alrangar. Meira »

Krefjandi aðstæður í fjallahlaupi í Hong Kong

Í gær, 20:15 Átta Íslendingar tóku þátt í hundrað kílómetra fjallahlaupinu Hong Kong 100 Ultra, sem lauk um helgina og luku fimm þeirra keppni. Meira »

Kynna nýtt skipulag Héðinsreits

Í gær, 19:30 Allt að 330 íbúðir og 230 hótelherbergi eða hótelíbúðir verða á svokölluðum Héðinsreit í miðborg Reykjavíkur, samkvæmt nýrri deiliskipulagstillögu sem er á leið í kynningu. Borgarráð Reykjavíkur samþykkti að auglýsa skipulagið á fundi sínum í síðustu viku. Meira »

Leggja fram frumvarp að nýrri stjórnarskrá

Í gær, 19:00 Þingflokkur Pírata hefur lagt fram frumvarp að nýrri stjórnarskrá, sem byggir á frumvarpi stjórnlagaráðs og þeirri vinnu sem Alþingi fór í í kjölfarið. Er þetta í fyrsta skiptið sem slíkt frumvarp er lagt fram, að því er fram kemur í fréttatilkynningu frá Pírötum. Meira »

Skuldir lækkað um 660 milljarða frá 2013

Í gær, 18:25 Frá miðju ári 2017 til miðs árs 2018 lækkuðu skuldir ríkissjóðs um 90 milljarða og frá ársbyrjun 2013 hafa skuldir ríkissjóðs verið greiddar niður um 660 milljarða. Á þetta bendir Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra. Meira »

Borgin í vetrarbúning

Í gær, 18:10 Það hefur snjóað mikið á höfuðborgarsvæðinu undanfarið og í morgun var færðin þung. Þetta kallar á viðbrögð borgarbúa sem sumir nýttu tækifærið og fóru á gönguskíðum í búðina á meðan aðrir lentu í vandræðum og reyndu m.a. að bakka bíl sínum upp brekku í ófærðinni. mbl.is var á ferðinni í vetrarríkinu. Meira »

Héngu á skrifstofu karlkyns yfirmanna

Í gær, 17:54 Seðlabanki Íslands hafði til hliðsjónar stefnu í jafnréttismálum og stefnu gegn áreitni og einelti, og þar á meðal ákvæði um að taka beri tillit til til ábendinga um truflandi atriði í starfsumhverfi, við ákvörðun sem tekin var um að fjarlægja málverk af skrifstofu í húsnæði bankans og setja í geymslu. Meira »

Segir stefnu í heilbrigðismálum marxíska

Í gær, 17:17 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson segir að jafnt og þétt komi betur í ljós að núverandi ríkisstjórn Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokks sé í raun og veru tilgangslaus ríkisstjórn sem snúist aðeins um að halda sjó og stólum. Meira »

Tveir flutningabílar út af á Holtavörðuheiði

Í gær, 17:14 Tveir flutningabílar hafa farið út af á Holtavörðuheiðinni sl. sólarhring og valt annar bíllinn á hliðina. Mikil hálka er nú á heiðinni og eru ökumenn hvattir til að fara varlega. Meira »

Fengu erindi um mál Ágústs Ólafs

Í gær, 16:33 Erindi hefur borist til forsætisnefndar Alþingis þess efnis að vísa skuli máli Ágústs Ólafs Ágústssonar þingmanns Samfylkingarinnar til siðanefndar Alþingis, rétt eins og máli þingmannanna sex sem sátu að sumbli á barnum Klaustri í nóvember. Meira »

Mikilvægt að viðhalda árangrinum

Í gær, 16:31 Mikilvægt er að viðhalda árangrinum sem náðst hefur með þriggja ára meðferðarátaki heilbrigðisyfirvalda gegn lifrarbólgu C. Þetta sagði Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra í ávarpi sínu á læknadögum sem nú standa yfir í Hörpu. Meira »

Rúta fór út af við Reynisfjall

Í gær, 16:21 Rúta fór út af þjóðvegi 1 norðan við Reynisfjall síðdegis í dag. Engan sakaði.  Meira »

Umferðartafir vegna tveggja óhappa

Í gær, 16:17 Talsverðar umferðartafir hafa orðið vegna tveggja umferðarslysa á Kringlumýrabraut á fjórða tímanum. Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu voru samtals sex fluttir á slysadeild. Meira »

Kynna tillögur í húsnæðismálum á morgun

Í gær, 15:46 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hóf almennar stjórnmálaumræður á Alþingi þegar þingið kom aftur saman eftir jólafrí. Forystumenn stjórnamálaflokkanna taka þátt í umræðunum. Katrín fjallaði í ræðu sinni um stöðuna á vinnumarkaði og endurskoðun stjórnarskrár. Meira »

Blöskrar fjarlæging málverksins

Í gær, 15:39 Ákveðið var að fjarlægja nektarmálverk eftir Gunnlaug Blöndal úr bankanum þar sem það fór fyrir brjóstið á starfsmanni bankans. „Það er álíka fráleitt að fjarlægja listaverk eins stórkostlegasta málara 20. aldarinnar, Gunnlaugs Blöndal, af vegg í opinberri stofnun eins og að brenna bækur eða fjargviðrast út af fyrirlesara á frjálsum markaði.” Meira »
Húsaviðgerðir
https://www.husco.is...
LÚGUSTIGAR - SMÍÐUM EFTIR MÁLI
Sérsmíðað, eigum á lager 68x85 og 55x113 Einnig Álstiga í op 45,7x56 eða stærra ...
EIGUM ALLSKONAR STIGA Á LAGER
Sjá fjölmargar gerðir á: http://www.sogem-sa.com/stairs Sími 615 1750 Sjá einni...
HRINGSTIGAR _ HRINGSTIGAR
Hringstigar, úti sem inni. Þvermál 120, 130, 140, 150, 160, 170 cm og sérsmíði í...