Hafa áhyggjur af auknu heróínsmygli

Karl Steinar Valsson, yfirlögregluþjónn á miðlægri rannsóknardeild lögreglunnar.
Karl Steinar Valsson, yfirlögregluþjónn á miðlægri rannsóknardeild lögreglunnar. mbl.is/Eggert

Heildarfjöldi fíkniefnabrota jókst lítillega milli áranna 2017 og 2018, eða um 5%. Ef litið er til síðustu þriggja ára fjölgaði brotunum um 15%. Lagt var hald á töluvert meira magn af maríjúana í færri málum árið 2018 heldur en 2017. Þar munar mest um stórframleiðslu þar sem lagt var hald á yfir 17 kg. af efninu.

Lagt var hald á töluvert minna magn af amfetamíni árið 2018 en árið á undan en fleiri e-töflur þegar horft er á þær í stykkjatali. Minna var tekið af kókaíni en árið 2017 en þá var sérstaklega mikið tekið af því efni. Magnið af kókaíni var töluvert meira árið 2018 en árin fyrir 2017.

Karl Steinar Valsson, yfirlögregluþjónn á miðlægri rannsóknardeild, segir flest málin af svipuðum toga. Skiptast þau helst annars vegar í svokölluð burðardýr sem koma til landsins með um 300 til 600 grömm og hins vegar pakkningar sem geta þá innihaldið nokkur kílógrömm.

„Mesta aukningin í þessu er raunverulega þessi stórbreyting á fjölda þeirra sem teknir eru við akstur undir áhrifum. Það liggur við það séu fleiri teknir fyrir fíkniefnaakstur en ölvunarakstur. Það er sláandi staðreynd,“ segir Karl Steinar spurður um fjöldann. „Þetta skýrir engan massa samt. Sá sem er að aka er kannski með dagskammt eða einhver grömm á sér en ekki með kíló.“

Heildarfjöldi fíkniefnabrota jókst lítillega milli áranna 2017 og 2018, eða ...
Heildarfjöldi fíkniefnabrota jókst lítillega milli áranna 2017 og 2018, eða um 5%. Grafík/mbl.is

Ísland stoppistöð fyrir hass

Karl Steinar segir hins vegar að magnið af hassi sem hefur verið lagt hald á síðustu tvö ár sé athyglisvert þar sem svo virðist sem Ísland sé notað sem stoppistöð fyrir hass á leið til Grænlands frá Danmörku. „Miðað við okkar upplýsingar þá telja menn að það sé í einhverjum tilvikum öruggara að smygla hassi í gegnum Ísland með einhverjum hætti en að fara beint. Nota sér samgöngurnar milli Íslands og Grænlands.“ Hann segir ekkert benda til þess að hassneysla sé að aukast til muna hér á landi. Þá var neysla á kannabis eða maríjúana svipuð í fyrra og síðustu ár en kókaínneysla hefur aukist talsvert mikið á síðustu árum. Hann bendir einnig á að þrátt fyrir að magnið af amfetamíni virðist minna í fyrra þá virðist það haldast í hendur við aukningu á e-töflum. „E-töflurnar fara upp núna og þá fer amfetamínið niður. Þetta eru oft á tíðum sömu neytendur.“

Hafa áhyggjur af heróíni

Alls voru haldlögð 28 gr. af heróíni á Íslandi í fyrra. Að sögn Karls Steinars er það eitthvað mesta magn af heróíni sem hefur verið haldlagt hingað til. „Ég hef svolítið áhyggjur af þessari þróun og hver þróunin í ár verður í framhaldinu af þessu,“ segir Karl Steinar. Hingað til hefur verið lagt hald á heróín einstaka sinnum í minni pakkningum en í fyrra komu upp nokkur mál. „Við erum svolítið hugsi yfir þessu vegna þess að til viðbótar við þetta hefur heróín verið stöðvað erlendis á leið til Íslands eða heróín sem átti að senda um Ísland,“ segir Karl Steinar. „Í dag erum við því miður komin með grundvöll fyrir það að mönnum myndi detta í hug að fara að flytja inn heróín og eiga það. Einn þátturinn í heróíni er að þú þarft að geta verið með stöðugt framboð af efninu. Sumir vilja meina það að ástæðan fyrir að það hefur ekki komið hingað fyrr sé einfaldlega það að á Íslandi sé auðveldara aðgengi að lyfjum sem menn eru oft neyta í staðinn fyrir heróín, t.d. Contalgini.“

Karl Steinar bendir á að mikið hefur verið rætt um aukið flæði af heróíni og þá vegna aukinnar framleiðslu ópíums í Afganistan. Slík aukin framleiðsla gæti mögulega haft áhrif hingað.

„Það gerir það að verkum að framboðið í Evrópu mun aukast almennt mjög mikið. Þannig að það er eitthvað sem menn hafa haft áhyggjur af.“

Innlent »

Áströlsku hjónin stefna Mountaineers

22:55 Áströlsk hjón sem týndust í sjö tíma í vélsleðaferð við Langjökul fyrir tveimur árum hafa stefnt ferðaþjónustufyrirtækinu Mountaineers of Iceland. Þau krefjast miskabóta og segja atvikið hafa haft mikil sálræn áhrif á þau. Meira »

Reikningur barns tæmdur vegna mistaka

22:47 Solveig Rut Sigurðardóttir rak upp stór augu eftir að 18 ára drengur setti sig í samband við hana í gærkvöldi og upplýsti hana um að dóttir hennar hefði millifært á reikning hans rúmlega 100 þúsund krónur. Hann þóttist vita að mistök hefðu verið gerð. Meira »

Enginn samningur og ekkert samráð

21:58 Stjórn Neytendasamtakanna hafa áhyggjur af stöðu leigjendamála á Íslandi og lýsir yfir furðu á samráðsleysi við samtökin í tengslum við tillögur átakshóps við vanda á húsnæðismarkaði. Þá gagnrýnir stjórnin að samningur Neytendasamtakanna og ríkisins um leigjendaaðstoð hafi ekki verið endurnýjaður. Meira »

Lögreglan varar við grýlukertum

21:31 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu varar við grýlukertum en þau eru víða að finna þessa dagana. Í færslu á Facebook-síðu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu segir að nokkur hætta geti stafað af grýlukertum og því sé full ástæða til að hvetja vegfarendur til að sýna aðgát, ekki síst á miðborgarsvæðinu. Meira »

Sleginn ítrekað í andlitið

21:26 Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt karlmann í 30 daga skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa veist með ofbeldi að öðrum manni í Mosfellsbæ og slegið hann ítrekað með krepptum hnefa í andlitið. Meira »

Óvíst með lögmæti upplýsingagjafar

20:39 Félagsmálaráðuneytið sér sér ekki fært að afhenda Alþingi upplýsingar um kaupendur fullnustueigna Íbúðalánasjóðs árin 2008 til 2017 vegna lagalegrar óvissu um heimild til opinberrar birtingar slíkra persónuupplýsinga. Meira »

Favourite fer í almenna sýningu

20:25 Tilnefningar til Óskarsverðlaunanna voru gerðar opinberar í gær og eru þar í forystu Netflix-kvikmyndin Roma og kvikmyndin The Favourite, sem hljóta tíu tilnefningar hvor, meðal annars sem kvikmyndir ársins. Athygli hefur vakið að The Favourite hefur ekki verið í sýningu hér á landi. Meira »

Sjáum slaka í félagslegu taumhaldi

19:36 Samvera grunnskólabarna í 9. og 10. bekk á Akureyri með foreldrum sínum mældist örlítið undir landsmeðaltali í könnun Rannsókna og greininga. Margrét Lilja Guðmundsdóttir, sérfræðingur hjá Rannsóknum og greiningu, segir akureyrsk ungmenni annars koma svipað út og ungmenni annars staðar. Meira »

Fyrsti vinningur gekk ekki út

19:31 Fyrsti vinningur gekk ekki út í Víkingalottóinu í kvöld en hann hljóðaði upp á tæpa 1,2 milljarða króna. Enginn hlaut heldur annan vinning, þar sem rúmar 33 milljónir króna voru í boði. Meira »

Auglýsti eftir líffæri á Facebook

19:30 Það var alger tilviljun að líffæragjafi og líffæraþegi kæmu að uppsetningu sýningarinnar „LÍFfærin," sýningu nýrra glerlíffæra í Ásmundarsal. Sýningin er unnin í samstarfi Ásmundarsalar og Corning Museum of Glass, Siggu Heimis, Gagarín og fleiri listamanna. Meira »

Rafvæðing dómstóla til skoðunar

19:17 Ómar R. Valdimarsson lögmaður segir miðlæga gagnagátt í dómsmálum geta straumlínulagað dómskerfið, flýtt málsmeðferð og sparað samfélaginu töluverða fjármuni. Nokkur umræða skapaðist í Facebook-hóp lögfræðinga í gær þar sem Ómar vakti máls á óhagræðinu sem fylgir núverandi fyrirkomulagi dómstóla. Meira »

Gjaldeyrisbrask og hlutabréfaást í héraði

18:36 Alls gáfu átta vitni skýrslu fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í dag, við aðalmeðferð máls sem varðar innherjasvik fyrrverandi forstöðumanns hjá Icelandair. Lýstu vitnin meðal annars braski með japönsk jen og ást eins ákærða á hlutabréfamörkuðum, sem rekja megi allt til barnæsku. Meira »

Börnin blómstra í íþróttastarfinu

18:30 Þátttaka er sigur! Íþróttafélagið Ösp er opið öllum, ekki síst börnum með sérþarfir. Starf félagsins var kynnt um helgina. Boltagreinar, boccia og frjálsar íþróttir eru í boði og fleira er væntanlegt á dagskrána. Meira »

Skýringar á áverkum oft fáránlegar

18:26 Áverkar á börnum sem hafa orðið fyrir ofbeldi eru allt öðruvísi en þeir áverkar sem koma af slysförum segir Gestur Pálsson barnalæknir. Hann segir að oft séu skýringar á áverkum fáránlegar og læknar sem skoði börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi sjá að skýringin á ekki við. Meira »

Virkja Tungufljót í Biskupstungum

18:00 Góður gangur er í framkvæmdum við byggingu Brúarvirkjunar í Tungufljóti í Biskupstungum og um 60 manns eru þar nú að störfum. Meira »

Brekkurnar loksins opnaðar

17:30 Opnun Skíðasvæðisins í Bláfjöllum hefur verið beðið með mikilli eftirvæntingu að sögn Einars Bjarnasonar, rekstrarstjóra, en svæðið opnaði í fyrsta skipti í vetur í dag. Skíðafólk lét ekki bíða eftir sér og mbl.is var á staðnum þegar fyrstu ferðirnar niður fjallið voru í skíðaðar í frábæru færi. Meira »

„Vasar þeirra ríku dýpka“

17:11 „Stefna Samfylkingarinnar er skýr um jöfn tækifæri allra,“ sagði Bjartur Aðalbjörnsson, varaþingmaður Samfylkingarinnar, sem flutti jómfrúarræðu sína á Alþingi í dag. Hann sagði samneyslu þar sem gæðunum sé jafnt dreift þannig að öllum séu tryggð lífsviðurværi sé leiðin. Meira »

Tíu bækur tilnefndar

16:30 Tíu bækur voru fyrir stundu tilnefndar til Viðurkenningar Hagþenkis, félags höfunda fræðirita og kennslugagna, fyrir árið 2018. Verðlaunin sjálf verða afhent í Þjóðarbókhlöðunni 3. mars og nema verðlaunin 1.250.000 krónum. Meira »

Samþykkti kerfisáætlun Landsnets

16:26 Fyrir helgi var tekin ákvörðun um það af hálfu Orkustofnunar að samþykkja kerfisáætlun Landsnets fyrir tímabilið 2018-2027.   Meira »
Bókhaldsþjónusta
Skattframtöl, bókhald, ársreikningar, vsk uppgjör & launauppgjör, stofnun félaga...
Fjarnámskeið í ljósmyndun - fyrir alla
Lærðu á myndavélina þina, lærðu að taka enn beti myndir. Nú getur þú lært ljósmy...
FJÖLNOTAKERRUR _ STURTUKERRUR
Fjölnotakerrur, auðvelt er að koma bílum og vélum uppá, 4 til 6 metra langar. St...
fágætar bækur til sölu
til lsölu nokkrar fágætar bækur Sjálfstætt fólk 1-2 Sneglu-Halli eftir Símon...