Kynna randbyggð við Hringbraut í Vatnsmýri

Hrólfur Jónsson, framkvæmdastjóri Vísindagarða Háskóla Íslands.
Hrólfur Jónsson, framkvæmdastjóri Vísindagarða Háskóla Íslands. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Vísindagarðar Háskóla Íslands hafa kynnt nýjar lóðir við Hringbraut. Þær eru fyrir svonefnda randbyggð suður af Læknagarði og meðfram Hringbraut. Byggingarmagn verður allt að 15 þús. fermetrar, ásamt um 4 þúsund fermetra bílakjallara. HÍ á um 95% hlut í vísindagörðum en borgin 5%.

Með uppbyggingunni má segja að nýja Landspítalasvæðið stækki til suðurs. Hugmyndin er að innan randbyggðar verði annars vegar blanda af rannsóknar- eða nýsköpunarstarfsemi og hins vegar fyrirtæki með starfsemi sem þykir falla vel að spítalanum á einhvern hátt. Byggingarréttur á lóðunum er nú til sölu.

Hrólfur Jónsson, fv. skrifstofustjóri á skrifstofu eigna- og atvinnuþróunar hjá borginni, tók við stöðu framkvæmdastjóra Vísindagarða Háskóla Íslands í kjölfar þess að dr. Eiríkur Hilmarsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri, lést í fyrra eftir veikindi.

Í umfjöllun um áform þessi í Morgunblaðinu í dag segir hann vonir bundnar við að niðurstaða útboðsins liggi fyrir í sumarbyrjun. Síðan geti vinna við deiliskipulagið tekið ár og frekari hönnun hálft ár. Samkvæmt því sé raunhæft að framkvæmdir geti mögulega hafist í lok árs 2020.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert