Mikill bjór til sjávar runnið

Af áfengi seldust í fyrra 22 milljónir lítra og þar ...
Af áfengi seldust í fyrra 22 milljónir lítra og þar af vegur bjórinn langsamlega þyngst. Alls seldust þá rúmlega 17 milljónir lítra bjórs og tegundir í boði skiptu tugum.

„Bjórinn laus úr banni,“ sagði í fyrirsögn í frétt í Morgunblaðinu fyrir tæpum 30 árum. Miðvikudaginn 1. mars 1989 leyfðist Íslendingum „að kaupa áfengt öl, bjór öðru nafni, með löglegum hætti hérlendis í fyrsta sinn síðan árið 1915“, sagði í blaðinu. Bjórsala hefur aukist með hverju árinu síðustu 30 árin, en síðustu ár hefur stórlega dregið úr sölu á vindlingum og hugsanlega hefur ekki minna verið selt af sígarettum hér á landi í hálfa öld heldur en á síðasta ári. Ýmislegt fleira forvitnilegt kemur í ljós þegar gluggað er í sölutölur frá Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins, meðal annars að sala á neftóbaki tók aftur kipp í fyrra eftir samdrátt árið 2017.

Mikill bjór hefur til sjávar runnið frá 1989 og enn eitt metið var slegið í bjórsölu á nýliðnu ári. Af áfengi seldust í fyrra 22 milljónir lítra og þar af vegur bjórinn langsamlega þyngst. Alls seldust þá rúmlega 17 milljónir lítra bjórs og tegundir í boði skiptu tugum. Til hátíðabrigða var eins og áður meðal annars boðið upp á þorrabjór, páskabjór og af jólabjór voru fleiri tegundir á boðstólum en nokkru sinni. Í tíu mánuði árið 1989 seldust tæplega sjö milljónir lítra af bjór. Salan fór í fyrsta skipti yfir tíu milljónir lítra 2001. 

Ef til vill er hann beztur ódrukkinn

Eflaust hefur bjórinn haft mikil samfélagsleg áhrif á þeim tæplega þremur áratugum sem liðin eru frá bjórbanni. Margvíslegar skoðanir eru trúlega á sölu bjórs, bæði með og á móti, en óhætt er að fullyrða að erfitt yrði að stíga skrefið til baka. Tölurnar í meðfylgjandi töflu tala sínu máli.

„Margt er manna bölið, misjafnt drukkið ölið,“ segir í fornum hendingum, sem voru rifjaðar upp í forystugrein í Morgunblaðinu á bjórdaginn. Þar var farið yfir sviðið undir fyrirsögninni „prófsteinn“ og í leiðaranum segir meðal annars:

„Og fyrst og síðast verður hinn áfengi bjór prófsteinn á Íslendinga, sem þjóð og einstaklinga. Ástæða er því til að hvetja fólk til að taka á móti bjórnum með varúð og hófsemd. Ef til vill er hann beztur ódrukkinn. En þeir sem vilja öl til vinar drekka ættu að hafa í huga, að bjór er áfengi og að um hann gilda allar sömu reglur og staðreyndir, siðferðilegar, heilsufarslegar og lagalegar, sem aðrar áfengistegundir.“

Grafík/mbl.is

176 milljónir af sígarettum þrátt fyrir samdrátt

ÁTVR seldi í fyrra tæplega 882 þúsund karton af vindlingum, en sala þeirra hefur farið minnkandi flest undanfarin ár. Eigi að síður seldi ÁTVR rúmlega 176 milljónir sígarettna á síðasta ári, miðað við að 20 vindlingar séu í pakka, tíu pakkar í kartoni og því alls 200 sígarettur í hverju kartoni.

Viðar Jensson, verkefnisstjóri tóbaksvarna hjá embætti landlæknis, segir að ekki séu til samanburðarhæfar tölur um reykingar fólks fyrir 1985, en í seinni tíð séu nákvæmar upplýsingar fyrir hendi og þar sé samræmi á milli sölutalna frá ÁTVR og úr könnunum. Síðustu ár hafi dregið úr daglegum reykingum í nánast öllum aldurshópum. 

Ekki minna reykt í 40-50 ár

„Við höfum talað um faraldur í reykingum hérlendis á síðari hluta síðustu aldar. Í tölum frá 1985 kemur fram að nánast helmingur karlmanna á Íslandi reykti daglega. Reykingar gætu hafa verið enn algengari 10-15 árum fyrr, en um það vantar samanburðarhæfar tölur svo við getum sagt til um það með fullri vissu hversu almennar reykingar voru á þessum tíma. Ég held þó að óhætt sé að segja að tóbaksreykingar hafi ekki verið minni heldur en núna í 40-50 ár,“ segir Viðar.

Samkvæmt niðurstöðum kannana á vegum landlæknis reyktu 14% fullorðinna Íslendinga árið 2012 en tæplega 9% samkvæmt könnun í fyrra og nær enginn munur var á heildartíðni daglegra reykinga milli karla og kvenna. Samkvæmt sölutölum ÁTVR hefur enn dregið úr reykingum og segir Viðar það gleðiefni.

Veigamiklir þættir

Í grein í Talnabrunni embættis landlæknis í sumar voru sex lykilatriði nefnd sem veigamikil í baráttu gegn reykingum hér á landi: Virk verðstýring, reyklaus svæði, upplýsingar um skaðsemi tóbaks í fjölmiðlum, bann við auglýsingum á tóbaki, viðvörunarmerkingar á tóbaksvörum og aðstoð við að hætta tóbaksnotkun.

Stórlega hefur dregið úr reykingum síðari ár.
Stórlega hefur dregið úr reykingum síðari ár. mbl.is/Ásdís

Þá nefnir Viðar að Íslendingar hafi í byrjun aldarinnar verið í fararbroddi á heimsvísu við að leyfisskylda sölu á tóbaki og á sama tíma hafi verið tekið upp sýnileikabann á tóbaki á Íslandi. Auk þess hafa verið stundaðar hér á landi virkar forvarnir gegn tóbaksnotkun ungmenna í um hálfa öld. Dagur án tóbaks var fyrst haldinn á Íslandi árið 1979 en hefur verið haldinn árlega hér á landi frá árinu 1987.

Áhyggjur af notkun ungra kvenna á tóbaki í vör

Neftóbak er varla réttnefni lengur því stór hluti þess fer í vör notandans. Eftir að tóbaksgjald var samræmt í byrjun árs 2017 er nú greiddur sami skattur fyrir gramm af nef- eða munntóbaki og af öðru tóbaki. Þetta leiddi til verulegrar verðhækkunar, sem er talin hafa orsakað samdrátt í sölu neftóbaks 2017 þegar salan fór úr tæplega 40 tonnum í tæp 38 tonn. Salan tók síðan hressilega við sér aftur í fyrra og nam þá tæplega 45 tonnum.

Viðar segist hafa áhyggjur af notkun ungs fólks á tóbaki í vör. Reyndar hafi dregið úr slíkri notkun meðal karla á aldrinum 18-24 ára, en síðustu misseri hafi ungar konur farið að taka tóbak í vör í auknum mæli. Þannig mældist dagleg notkun 3% í aldurshópi 18-24 ára kvenna. Þetta sé slæm þróun og í Noregi sé hlutfall ungra kvenna sem noti tóbak í vör enn hærra en hér og mikið áhyggjuefni þar í landi.

Hjá mörgum er neftóbakið ávallt við höndina.
Hjá mörgum er neftóbakið ávallt við höndina. mbl.is/Jim Smart

Árið 2018 var tíðni daglegrar notkunar á tóbaki í nef um 3% meðal karla, 18 ára og eldri. Mest var notkunin í aldurshópnum 45-54 ára eða tæplega 7%. Mun algengara er að karlmenn á landsbyggðinni noti tóbak í nef heldur en þeir sem búa á höfuðborgarsvæðinu.

Vaxandi fjöldi notar rafrettur

Svo eru það rafretturnar en um sölu á þeim hafa gilt önnur lögmál en í einkasölu ríkisins á tóbaki og áfengi. Notkun þeirra hefur aukist mjög síðustu ár og á vafalítið stóran þátt í minnkandi sölu á vindlingum.

Dagleg notkun á rafrettum meðal 18 ára og eldri mældist um 5% í könnun landlæknis í fyrra sem samsvarar því að um 10.700 manns hafi notað rafrettur. Árið 2015 notuðu um 1.700 manns rafrettur daglega. Dagleg notkun á tóbaki í vör og dagleg notkun á rafrettum er algengari en daglegar reykingar í aldurshópnum 18-34 ára.

Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.790 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »

Innlent »

Erilsöm helgi en lögreglan „sæmilega sátt“

Í gær, 23:33 Helgin var nokkuð erilsöm hjá Lögreglunni á Norðurlandi eystra en Bíladagar fóru þá fram á Akureyri. 305 verkefni voru skráð í umdæmi lögreglunnar frá hádeginu á fimmtudag og til hádegis í gær. Meira »

Jarðskjálfti í Bárðarbungu

Í gær, 23:13 Jarðskjálfti af stærðinni 3,4 mældist í Bárðarbunguöskjunni klukkan 22:30 í kvöld. Tveir smáskjálftar hafa mælst í kjölfarið, að því er fram kemur á vef Veðurstofunnar. Meira »

Mun „sakna blessaðs stríðsins“

Í gær, 22:23 Sigmundur Davíð telur málþóf þeirra Miðflokksmanna hafa skilað heilmiklum árangri, án þess þó að segja að „þetta hafi þannig séð endilega verið málþóf.“ Hann vonast til að ríkisstjórnin endurskoði afstöðu sína í sumar. Meira »

Sólin sendir orku en getur verið skaðleg

Í gær, 22:19 Sólin er það fyrirbæri sem gerir okkur mögulegt að lifa hér á jörðinni. Hún yljar okkur, sendir okkur orku, birtu og þegar hún skín á húðina framleiðir húðin D-vítamín sem er okkur nauðsynlegt. En sólin getur líka brennt. Meira »

Sakar Samfylkingu um nýfrjálshyggju

Í gær, 22:03 „Það vekur […] undrun að þingmenn Samfylkingarinnar skuli skrifa undir það að sósíalísk barátta tuttugustu aldarinnar hafi ekki verið annað en þjónkun við Sovétríkin og það klíkuræði sem rændi þar völdum,“ segir Gunnar Smári Egilsson, formaður framkvæmdastjórnar Sósíalistaflokksins, við mbl.is. Meira »

Sektaðar fyrir mismæli

Í gær, 21:59 „Kvæðakonan góða“, hópur ellefu kvæðakvenna, kvað rímur og flutti stemmur á torgum og götuhornum í Berlín í Þýskalandi undanfarna daga. „Þetta er byrjunin á yfirferð hópsins um útlönd,“ segir Ingibjörg Hjartardóttir. Meira »

Vill að öryrkjar fái vernd

Í gær, 21:32 „Ég hef gríðarlegar áhyggjur af þessari fjármálaáætlun stjórnvalda og hef sent þeim opin bréf, tölvupósta og skilaboð um það að stíga ekki það vonda skref að draga úr því fjármagni sem átti að fara í þennan fjársvelta málaflokk,“ segir Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður Öryrkjabandalags Íslands. Meira »

Segir ekki fót fyrir ásökunum um einræði

Í gær, 21:28 „Það er ekki fótur fyrir þessu,“ segir Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri Vestmannaeyja, innt eftir viðbrögðum við bókun fulltrúa Sjálfstæðisflokks á bæjarráðsfundi vegna skipunar stjórnar í Herjólfi ohf. þar sem hún er sökuð um að stunda stjórnsýslu sem telst til „einræðis“. Meira »

Lending hjá Flugakademíunni

Í gær, 20:48 Eftir fund í morgun þar sem breytingar á kjörum flugkennara hjá Flugakademíu Keilis voru kynntar nánar virðist ríkja almenn sátt um ráðstafanir sem gerðar voru fyrir helgi. Beðist var afsökunar á lakri upplýsingagjöf. Meira »

Lækka fasteignagjöld á Ísafirði

Í gær, 20:21 „Kannski verður þetta til þess að önnur sveitarfélög fari að íhuga þetta,“ segir Hafdís Gunnarsdóttir, formaður bæjarráð Ísafjarðarbæjar, í samtali við mbl.is um ákvörðun bæjarráðs í dag um að lækka álagningaprósentu fasteignagjalda. Meira »

Dæmd fyrir innflutning og hlutdeild

Í gær, 19:49 Karlmaður var í Héraðsdómi Reykjaness dæmdur til þriggja ára fangelsisvistar þann 5. júní sl. fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot með því að hafa staðið að innflutningi á rúmlega fjórum kílóum af amfetamíni, ætluðu til sölu- og dreifingar í ágóðaskyni, en efnið var falið í tveimur fæðubótardunkum sem komu til Íslands með hraðsendingu frá Hollandi. Meira »

Orkupakkamálið búið 2. september

Í gær, 19:36 Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins segir að þótt tilslökun gagnvart Miðflokknum hafi falist í samkomulagi um þinglok, hafi verið nauðsynlegt að losa hnútinn sem þingstörfin hafi verið í. Meira »

EES „aðlögunarsamningur inn í ESB“

Í gær, 19:06 „Hvað sem hver segir þá er EES í raun ekki viðskiptasamningur eins og svo oft er haldið fram hér á landi. Viðskipti eru forsenda þeirrar samþættingar og samruna sem stefnt er að,“ segir Elliði Vignisson, bæjarstjóri Sveitarfélagsins Ölfus, á vefsíðu sinni í dag þar sem hann gerir að umtalsefni sínu eðli samningsins um Evrópska efnahagssvæðið (EES). Meira »

Hvalfjarðargöngum var lokað

Í gær, 18:51 Hvalfjarðargöngum var lokað vegna bilaðs bíls í göngunum á sjöunda tímanum. Umferðinni var í skamma stund beint fyrir Hvalfjörð. Meira »

Fyrsta skrefið í átt að „draumnum“

Í gær, 18:27 Katrín Jakobsdóttir segir yfirlýsingu stjórnvalda, stóriðjunnar og OR vekja með sér bjartsýni og vera mikilvægt skref í átt að kolefnishlutleysi Íslands. Hún segir valið á milli losunarkvóta eða kolefnisjöfnunar vera að hverfa, enda sé kostnaðurinn sá sami og tími til aðgerða í loftlagsmálum naumur. Meira »

Samkomulag um þinglok í höfn

Í gær, 18:12 Samkomulag um þinglok á milli ríkisstjórnar og stjórnarandstöðu er komið í höfn. Umræðu um þriðja orkupakkanum verður frestað og gildistöku laga um innflutning á ofrosnu kjöti verður sömuleiðis frestað. Meira »

11 sem verða 100 á árinu í veislu

Í gær, 18:06 Það er ekki á hverjum degi sem 11 manneskjur sem verða hundrað ára á árinu komi saman í gleðskap en það var raunin á Hrafnistu í dag og tilefnið var 75 ára afmæli lýðveldisins. Alls verða 25 Íslendingar 100 ára gamlir á árinu og hefur þeim fjölgað verulega sem ná þessum aldri. Meira »

Fagna lögum um kynrænt sjálfræði

Í gær, 17:44 Samtökin ‘78, Trans Ísland og Intersex Ísland fagna lögum um kynrænt sjálfræði sem samþykkt voru á Alþingi í dag af öllum hjarta. Lögin fela í sér ákaflega mikilvæga réttarbót fyrir trans og intersex fólk á Íslandi. Meira »

Pawel forseti út kjörtímabilið

Í gær, 17:34 Pawel Bartoszek borgarfulltrúi Viðreisnar tekur við sem forseti borgarstjórnar og verður það að líkindum í þrjú ár. Fyrir lá að svo færi. Hann ætlar að vera „fyrirsjáanlegur, formfastur og sanngjarn.“ Meira »
Byggingaverktakar - Byggingastjórn - Meistarar - Eignaskiptayfirlýsingar
Byggingaverktakr - Byggingastjórn - Húsasmíðameistari - Eignaskiptayfirlýsingar ...
Stál borðfætur
Til sölu notaðir borðfætur frá Stáliðjunni, 6 stk undir tveggja manna borð og 3 ...
Volvo XC V70 til sölu Volvo V70 station
Volvo XC V70 til sölu Volvo V70 station. Árg. 2000. Mjög góður bíll. Vel viðhald...
Tæki fyrir traktorinn
Við erum með jarðtætara, hagasláttuvélar, kurlara og allt mögulegt fyrir traktor...