Mikill bjór til sjávar runnið

Af áfengi seldust í fyrra 22 milljónir lítra og þar ...
Af áfengi seldust í fyrra 22 milljónir lítra og þar af vegur bjórinn langsamlega þyngst. Alls seldust þá rúmlega 17 milljónir lítra bjórs og tegundir í boði skiptu tugum.

„Bjórinn laus úr banni,“ sagði í fyrirsögn í frétt í Morgunblaðinu fyrir tæpum 30 árum. Miðvikudaginn 1. mars 1989 leyfðist Íslendingum „að kaupa áfengt öl, bjór öðru nafni, með löglegum hætti hérlendis í fyrsta sinn síðan árið 1915“, sagði í blaðinu. Bjórsala hefur aukist með hverju árinu síðustu 30 árin, en síðustu ár hefur stórlega dregið úr sölu á vindlingum og hugsanlega hefur ekki minna verið selt af sígarettum hér á landi í hálfa öld heldur en á síðasta ári. Ýmislegt fleira forvitnilegt kemur í ljós þegar gluggað er í sölutölur frá Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins, meðal annars að sala á neftóbaki tók aftur kipp í fyrra eftir samdrátt árið 2017.

Mikill bjór hefur til sjávar runnið frá 1989 og enn eitt metið var slegið í bjórsölu á nýliðnu ári. Af áfengi seldust í fyrra 22 milljónir lítra og þar af vegur bjórinn langsamlega þyngst. Alls seldust þá rúmlega 17 milljónir lítra bjórs og tegundir í boði skiptu tugum. Til hátíðabrigða var eins og áður meðal annars boðið upp á þorrabjór, páskabjór og af jólabjór voru fleiri tegundir á boðstólum en nokkru sinni. Í tíu mánuði árið 1989 seldust tæplega sjö milljónir lítra af bjór. Salan fór í fyrsta skipti yfir tíu milljónir lítra 2001. 

Ef til vill er hann beztur ódrukkinn

Eflaust hefur bjórinn haft mikil samfélagsleg áhrif á þeim tæplega þremur áratugum sem liðin eru frá bjórbanni. Margvíslegar skoðanir eru trúlega á sölu bjórs, bæði með og á móti, en óhætt er að fullyrða að erfitt yrði að stíga skrefið til baka. Tölurnar í meðfylgjandi töflu tala sínu máli.

„Margt er manna bölið, misjafnt drukkið ölið,“ segir í fornum hendingum, sem voru rifjaðar upp í forystugrein í Morgunblaðinu á bjórdaginn. Þar var farið yfir sviðið undir fyrirsögninni „prófsteinn“ og í leiðaranum segir meðal annars:

„Og fyrst og síðast verður hinn áfengi bjór prófsteinn á Íslendinga, sem þjóð og einstaklinga. Ástæða er því til að hvetja fólk til að taka á móti bjórnum með varúð og hófsemd. Ef til vill er hann beztur ódrukkinn. En þeir sem vilja öl til vinar drekka ættu að hafa í huga, að bjór er áfengi og að um hann gilda allar sömu reglur og staðreyndir, siðferðilegar, heilsufarslegar og lagalegar, sem aðrar áfengistegundir.“

Grafík/mbl.is

176 milljónir af sígarettum þrátt fyrir samdrátt

ÁTVR seldi í fyrra tæplega 882 þúsund karton af vindlingum, en sala þeirra hefur farið minnkandi flest undanfarin ár. Eigi að síður seldi ÁTVR rúmlega 176 milljónir sígarettna á síðasta ári, miðað við að 20 vindlingar séu í pakka, tíu pakkar í kartoni og því alls 200 sígarettur í hverju kartoni.

Viðar Jensson, verkefnisstjóri tóbaksvarna hjá embætti landlæknis, segir að ekki séu til samanburðarhæfar tölur um reykingar fólks fyrir 1985, en í seinni tíð séu nákvæmar upplýsingar fyrir hendi og þar sé samræmi á milli sölutalna frá ÁTVR og úr könnunum. Síðustu ár hafi dregið úr daglegum reykingum í nánast öllum aldurshópum. 

Ekki minna reykt í 40-50 ár

„Við höfum talað um faraldur í reykingum hérlendis á síðari hluta síðustu aldar. Í tölum frá 1985 kemur fram að nánast helmingur karlmanna á Íslandi reykti daglega. Reykingar gætu hafa verið enn algengari 10-15 árum fyrr, en um það vantar samanburðarhæfar tölur svo við getum sagt til um það með fullri vissu hversu almennar reykingar voru á þessum tíma. Ég held þó að óhætt sé að segja að tóbaksreykingar hafi ekki verið minni heldur en núna í 40-50 ár,“ segir Viðar.

Samkvæmt niðurstöðum kannana á vegum landlæknis reyktu 14% fullorðinna Íslendinga árið 2012 en tæplega 9% samkvæmt könnun í fyrra og nær enginn munur var á heildartíðni daglegra reykinga milli karla og kvenna. Samkvæmt sölutölum ÁTVR hefur enn dregið úr reykingum og segir Viðar það gleðiefni.

Veigamiklir þættir

Í grein í Talnabrunni embættis landlæknis í sumar voru sex lykilatriði nefnd sem veigamikil í baráttu gegn reykingum hér á landi: Virk verðstýring, reyklaus svæði, upplýsingar um skaðsemi tóbaks í fjölmiðlum, bann við auglýsingum á tóbaki, viðvörunarmerkingar á tóbaksvörum og aðstoð við að hætta tóbaksnotkun.

Stórlega hefur dregið úr reykingum síðari ár.
Stórlega hefur dregið úr reykingum síðari ár. mbl.is/Ásdís

Þá nefnir Viðar að Íslendingar hafi í byrjun aldarinnar verið í fararbroddi á heimsvísu við að leyfisskylda sölu á tóbaki og á sama tíma hafi verið tekið upp sýnileikabann á tóbaki á Íslandi. Auk þess hafa verið stundaðar hér á landi virkar forvarnir gegn tóbaksnotkun ungmenna í um hálfa öld. Dagur án tóbaks var fyrst haldinn á Íslandi árið 1979 en hefur verið haldinn árlega hér á landi frá árinu 1987.

Áhyggjur af notkun ungra kvenna á tóbaki í vör

Neftóbak er varla réttnefni lengur því stór hluti þess fer í vör notandans. Eftir að tóbaksgjald var samræmt í byrjun árs 2017 er nú greiddur sami skattur fyrir gramm af nef- eða munntóbaki og af öðru tóbaki. Þetta leiddi til verulegrar verðhækkunar, sem er talin hafa orsakað samdrátt í sölu neftóbaks 2017 þegar salan fór úr tæplega 40 tonnum í tæp 38 tonn. Salan tók síðan hressilega við sér aftur í fyrra og nam þá tæplega 45 tonnum.

Viðar segist hafa áhyggjur af notkun ungs fólks á tóbaki í vör. Reyndar hafi dregið úr slíkri notkun meðal karla á aldrinum 18-24 ára, en síðustu misseri hafi ungar konur farið að taka tóbak í vör í auknum mæli. Þannig mældist dagleg notkun 3% í aldurshópi 18-24 ára kvenna. Þetta sé slæm þróun og í Noregi sé hlutfall ungra kvenna sem noti tóbak í vör enn hærra en hér og mikið áhyggjuefni þar í landi.

Hjá mörgum er neftóbakið ávallt við höndina.
Hjá mörgum er neftóbakið ávallt við höndina. mbl.is/Jim Smart

Árið 2018 var tíðni daglegrar notkunar á tóbaki í nef um 3% meðal karla, 18 ára og eldri. Mest var notkunin í aldurshópnum 45-54 ára eða tæplega 7%. Mun algengara er að karlmenn á landsbyggðinni noti tóbak í nef heldur en þeir sem búa á höfuðborgarsvæðinu.

Vaxandi fjöldi notar rafrettur

Svo eru það rafretturnar en um sölu á þeim hafa gilt önnur lögmál en í einkasölu ríkisins á tóbaki og áfengi. Notkun þeirra hefur aukist mjög síðustu ár og á vafalítið stóran þátt í minnkandi sölu á vindlingum.

Dagleg notkun á rafrettum meðal 18 ára og eldri mældist um 5% í könnun landlæknis í fyrra sem samsvarar því að um 10.700 manns hafi notað rafrettur. Árið 2015 notuðu um 1.700 manns rafrettur daglega. Dagleg notkun á tóbaki í vör og dagleg notkun á rafrettum er algengari en daglegar reykingar í aldurshópnum 18-34 ára.

Innlent »

Enginn samningur og ekkert samráð

21:58 Stjórn Neytendasamtakanna hafa áhyggjur af stöðu leigjendamála á Íslandi og lýsir yfir furðu á samráðsleysi við samtökin í tengslum við tillögur átakshóps við vanda á húsnæðismarkaði. Þá gagnrýnir stjórnin að samningur Neytendasamtakanna og ríkisins um leigjendaaðstoð hafi ekki verið endurnýjaður. Meira »

Lögreglan varar við grýlukertum

21:31 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu varar við grýlukertum en þau eru víða að finna þessa dagana. Í færslu á Facebook-síðu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu segir að nokkur hætta geti stafað af grýlukertum og því sé full ástæða til að hvetja vegfarendur til að sýna aðgát, ekki síst á miðborgarsvæðinu. Meira »

Sleginn ítrekað í andlitið

21:26 Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt karlmann í 30 daga skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa veist með ofbeldi að öðrum manni í Mosfellsbæ og slegið hann ítrekað með krepptum hnefa í andlitið. Meira »

Óvíst með lögmæti upplýsingagjafar

20:39 Félagsmálaráðuneytið sér sér ekki fært að afhenda Alþingi upplýsingar um kaupendur fullnustueigna Íbúðalánasjóðs árin 2008 til 2017 vegna lagalegrar óvissu um heimild til opinberrar birtingar slíkra persónuupplýsinga. Meira »

Favourite fer í almenna sýningu

20:25 Tilnefningar til Óskarsverðlaunanna voru gerðar opinberar í gær og eru þar í forystu Netflix-kvikmyndin Roma og kvikmyndin The Favourite, sem hljóta tíu tilnefningar hvor, meðal annars sem kvikmyndir ársins. Athygli hefur vakið að The Favourite hefur ekki verið í sýningu hér á landi. Meira »

Sjáum slaka í félagslegu taumhaldi

19:36 Samvera grunnskólabarna í 9. og 10. bekk á Akureyri með foreldrum sínum mældist örlítið undir landsmeðaltali í könnun Rannsókna og greininga. Margrét Lilja Guðmundsdóttir, sérfræðingur hjá Rannsóknum og greiningu, segir akureyrsk ungmenni annars koma svipað út og ungmenni annars staðar. Meira »

Fyrsti vinningur gekk ekki út

19:31 Fyrsti vinningur gekk ekki út í Víkingalottóinu í kvöld en hann hljóðaði upp á tæpa 1,2 milljarða króna. Enginn hlaut heldur annan vinning, þar sem rúmar 33 milljónir króna voru í boði. Meira »

Auglýsti eftir líffæri á Facebook

19:30 Það var alger tilviljun að líffæragjafi og líffæraþegi kæmu að uppsetningu sýningarinnar „LÍFfærin," sýningu nýrra glerlíffæra í Ásmundarsal. Sýningin er unnin í samstarfi Ásmundarsalar og Corning Museum of Glass, Siggu Heimis, Gagarín og fleiri listamanna. Meira »

Rafvæðing dómstóla til skoðunar

19:17 Ómar R. Valdimarsson lögmaður segir miðlæga gagnagátt í dómsmálum geta straumlínulagað dómskerfið, flýtt málsmeðferð og sparað samfélaginu töluverða fjármuni. Nokkur umræða skapaðist í Facebook-hóp lögfræðinga í gær þar sem Ómar vakti máls á óhagræðinu sem fylgir núverandi fyrirkomulagi dómstóla. Meira »

Gjaldeyrisbrask og hlutabréfaást í héraði

18:36 Alls gáfu átta vitni skýrslu fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í dag, við aðalmeðferð máls sem varðar innherjasvik fyrrverandi forstöðumanns hjá Icelandair. Lýstu vitnin meðal annars braski með japönsk jen og ást eins ákærða á hlutabréfamörkuðum, sem rekja megi allt til barnæsku. Meira »

Börnin blómstra í íþróttastarfinu

18:30 Þátttaka er sigur! Íþróttafélagið Ösp er opið öllum, ekki síst börnum með sérþarfir. Starf félagsins var kynnt um helgina. Boltagreinar, boccia og frjálsar íþróttir eru í boði og fleira er væntanlegt á dagskrána. Meira »

Skýringar á áverkum oft fáránlegar

18:26 Áverkar á börnum sem hafa orðið fyrir ofbeldi eru allt öðruvísi en þeir áverkar sem koma af slysförum segir Gestur Pálsson barnalæknir. Hann segir að oft séu skýringar á áverkum fáránlegar og læknar sem skoði börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi sjá að skýringin á ekki við. Meira »

Virkja Tungufljót í Biskupstungum

18:00 Góður gangur er í framkvæmdum við byggingu Brúarvirkjunar í Tungufljóti í Biskupstungum og um 60 manns eru þar nú að störfum. Meira »

Brekkurnar loksins opnaðar

17:30 Opnun Skíðasvæðisins í Bláfjöllum hefur verið beðið með mikilli eftirvæntingu að sögn Einars Bjarnasonar, rekstrarstjóra, en svæðið opnaði í fyrsta skipti í vetur í dag. Skíðafólk lét ekki bíða eftir sér og mbl.is var á staðnum þegar fyrstu ferðirnar niður fjallið voru í skíðaðar í frábæru færi. Meira »

„Vasar þeirra ríku dýpka“

17:11 „Stefna Samfylkingarinnar er skýr um jöfn tækifæri allra,“ sagði Bjartur Aðalbjörnsson, varaþingmaður Samfylkingarinnar, sem flutti jómfrúarræðu sína á Alþingi í dag. Hann sagði samneyslu þar sem gæðunum sé jafnt dreift þannig að öllum séu tryggð lífsviðurværi sé leiðin. Meira »

Tíu bækur tilnefndar

16:30 Tíu bækur voru fyrir stundu tilnefndar til Viðurkenningar Hagþenkis, félags höfunda fræðirita og kennslugagna, fyrir árið 2018. Verðlaunin sjálf verða afhent í Þjóðarbókhlöðunni 3. mars og nema verðlaunin 1.250.000 krónum. Meira »

Samþykkti kerfisáætlun Landsnets

16:26 Fyrir helgi var tekin ákvörðun um það af hálfu Orkustofnunar að samþykkja kerfisáætlun Landsnets fyrir tímabilið 2018-2027.   Meira »

„Ekkert nýtt“ að fá sér bjór á vinnutíma

16:22 „Ég fékk póst,“ segir Karl Gauti Hjaltason þingmaður, um tölvupóst sem honum barst frá Helgu Völu Helgadóttur, þingmanni Samfylkingarinnar og nefndarmanni í umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis, á meðan fundi nefndarinnar stóð 1. júní í fyrra. Í póstinum stendur að hún, og fleiri þingmenn, hefðu brugðið sér á barinn Klaustur. Meira »

Samþykktu breytingar á Hamraneslínu

16:14 Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti á fundi sínum í dag að veita Landsneti tvö framkvæmdaleyfi fyrir breytingum á legu Hamraneslínu 1 og 2. Meira »
KERRUR TIL AFGREIÐSLU SAMDÆGURS
Sterkbyggðu HULCO fjölnotakerrurnar, myndir á bland.is og á Facebook = Mex byggi...
SUMARHÚS- GESTAHÚS- BREYTINGAR
Sumarhús - Gestahús - Breytingar ? Framleiðum stórglæsileg sumarhús í ýmsum stær...
Harðviður til húsbygginga
Harðviður til húsabygginga Sjá nánar á www.vidur.is Vatnsklæðning, panill, palla...
NUDD- LÁTTU ÞER LIÐA VEL.
Slakaðu á og láttu þer líða vel.Nudd er fyrir likamlega og andlega vellíðan. ...