Mikill bjór til sjávar runnið

Af áfengi seldust í fyrra 22 milljónir lítra og þar ...
Af áfengi seldust í fyrra 22 milljónir lítra og þar af vegur bjórinn langsamlega þyngst. Alls seldust þá rúmlega 17 milljónir lítra bjórs og tegundir í boði skiptu tugum.

„Bjórinn laus úr banni,“ sagði í fyrirsögn í frétt í Morgunblaðinu fyrir tæpum 30 árum. Miðvikudaginn 1. mars 1989 leyfðist Íslendingum „að kaupa áfengt öl, bjór öðru nafni, með löglegum hætti hérlendis í fyrsta sinn síðan árið 1915“, sagði í blaðinu. Bjórsala hefur aukist með hverju árinu síðustu 30 árin, en síðustu ár hefur stórlega dregið úr sölu á vindlingum og hugsanlega hefur ekki minna verið selt af sígarettum hér á landi í hálfa öld heldur en á síðasta ári. Ýmislegt fleira forvitnilegt kemur í ljós þegar gluggað er í sölutölur frá Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins, meðal annars að sala á neftóbaki tók aftur kipp í fyrra eftir samdrátt árið 2017.

Mikill bjór hefur til sjávar runnið frá 1989 og enn eitt metið var slegið í bjórsölu á nýliðnu ári. Af áfengi seldust í fyrra 22 milljónir lítra og þar af vegur bjórinn langsamlega þyngst. Alls seldust þá rúmlega 17 milljónir lítra bjórs og tegundir í boði skiptu tugum. Til hátíðabrigða var eins og áður meðal annars boðið upp á þorrabjór, páskabjór og af jólabjór voru fleiri tegundir á boðstólum en nokkru sinni. Í tíu mánuði árið 1989 seldust tæplega sjö milljónir lítra af bjór. Salan fór í fyrsta skipti yfir tíu milljónir lítra 2001. 

Ef til vill er hann beztur ódrukkinn

Eflaust hefur bjórinn haft mikil samfélagsleg áhrif á þeim tæplega þremur áratugum sem liðin eru frá bjórbanni. Margvíslegar skoðanir eru trúlega á sölu bjórs, bæði með og á móti, en óhætt er að fullyrða að erfitt yrði að stíga skrefið til baka. Tölurnar í meðfylgjandi töflu tala sínu máli.

„Margt er manna bölið, misjafnt drukkið ölið,“ segir í fornum hendingum, sem voru rifjaðar upp í forystugrein í Morgunblaðinu á bjórdaginn. Þar var farið yfir sviðið undir fyrirsögninni „prófsteinn“ og í leiðaranum segir meðal annars:

„Og fyrst og síðast verður hinn áfengi bjór prófsteinn á Íslendinga, sem þjóð og einstaklinga. Ástæða er því til að hvetja fólk til að taka á móti bjórnum með varúð og hófsemd. Ef til vill er hann beztur ódrukkinn. En þeir sem vilja öl til vinar drekka ættu að hafa í huga, að bjór er áfengi og að um hann gilda allar sömu reglur og staðreyndir, siðferðilegar, heilsufarslegar og lagalegar, sem aðrar áfengistegundir.“

Grafík/mbl.is

176 milljónir af sígarettum þrátt fyrir samdrátt

ÁTVR seldi í fyrra tæplega 882 þúsund karton af vindlingum, en sala þeirra hefur farið minnkandi flest undanfarin ár. Eigi að síður seldi ÁTVR rúmlega 176 milljónir sígarettna á síðasta ári, miðað við að 20 vindlingar séu í pakka, tíu pakkar í kartoni og því alls 200 sígarettur í hverju kartoni.

Viðar Jensson, verkefnisstjóri tóbaksvarna hjá embætti landlæknis, segir að ekki séu til samanburðarhæfar tölur um reykingar fólks fyrir 1985, en í seinni tíð séu nákvæmar upplýsingar fyrir hendi og þar sé samræmi á milli sölutalna frá ÁTVR og úr könnunum. Síðustu ár hafi dregið úr daglegum reykingum í nánast öllum aldurshópum. 

Ekki minna reykt í 40-50 ár

„Við höfum talað um faraldur í reykingum hérlendis á síðari hluta síðustu aldar. Í tölum frá 1985 kemur fram að nánast helmingur karlmanna á Íslandi reykti daglega. Reykingar gætu hafa verið enn algengari 10-15 árum fyrr, en um það vantar samanburðarhæfar tölur svo við getum sagt til um það með fullri vissu hversu almennar reykingar voru á þessum tíma. Ég held þó að óhætt sé að segja að tóbaksreykingar hafi ekki verið minni heldur en núna í 40-50 ár,“ segir Viðar.

Samkvæmt niðurstöðum kannana á vegum landlæknis reyktu 14% fullorðinna Íslendinga árið 2012 en tæplega 9% samkvæmt könnun í fyrra og nær enginn munur var á heildartíðni daglegra reykinga milli karla og kvenna. Samkvæmt sölutölum ÁTVR hefur enn dregið úr reykingum og segir Viðar það gleðiefni.

Veigamiklir þættir

Í grein í Talnabrunni embættis landlæknis í sumar voru sex lykilatriði nefnd sem veigamikil í baráttu gegn reykingum hér á landi: Virk verðstýring, reyklaus svæði, upplýsingar um skaðsemi tóbaks í fjölmiðlum, bann við auglýsingum á tóbaki, viðvörunarmerkingar á tóbaksvörum og aðstoð við að hætta tóbaksnotkun.

Stórlega hefur dregið úr reykingum síðari ár.
Stórlega hefur dregið úr reykingum síðari ár. mbl.is/Ásdís

Þá nefnir Viðar að Íslendingar hafi í byrjun aldarinnar verið í fararbroddi á heimsvísu við að leyfisskylda sölu á tóbaki og á sama tíma hafi verið tekið upp sýnileikabann á tóbaki á Íslandi. Auk þess hafa verið stundaðar hér á landi virkar forvarnir gegn tóbaksnotkun ungmenna í um hálfa öld. Dagur án tóbaks var fyrst haldinn á Íslandi árið 1979 en hefur verið haldinn árlega hér á landi frá árinu 1987.

Áhyggjur af notkun ungra kvenna á tóbaki í vör

Neftóbak er varla réttnefni lengur því stór hluti þess fer í vör notandans. Eftir að tóbaksgjald var samræmt í byrjun árs 2017 er nú greiddur sami skattur fyrir gramm af nef- eða munntóbaki og af öðru tóbaki. Þetta leiddi til verulegrar verðhækkunar, sem er talin hafa orsakað samdrátt í sölu neftóbaks 2017 þegar salan fór úr tæplega 40 tonnum í tæp 38 tonn. Salan tók síðan hressilega við sér aftur í fyrra og nam þá tæplega 45 tonnum.

Viðar segist hafa áhyggjur af notkun ungs fólks á tóbaki í vör. Reyndar hafi dregið úr slíkri notkun meðal karla á aldrinum 18-24 ára, en síðustu misseri hafi ungar konur farið að taka tóbak í vör í auknum mæli. Þannig mældist dagleg notkun 3% í aldurshópi 18-24 ára kvenna. Þetta sé slæm þróun og í Noregi sé hlutfall ungra kvenna sem noti tóbak í vör enn hærra en hér og mikið áhyggjuefni þar í landi.

Hjá mörgum er neftóbakið ávallt við höndina.
Hjá mörgum er neftóbakið ávallt við höndina. mbl.is/Jim Smart

Árið 2018 var tíðni daglegrar notkunar á tóbaki í nef um 3% meðal karla, 18 ára og eldri. Mest var notkunin í aldurshópnum 45-54 ára eða tæplega 7%. Mun algengara er að karlmenn á landsbyggðinni noti tóbak í nef heldur en þeir sem búa á höfuðborgarsvæðinu.

Vaxandi fjöldi notar rafrettur

Svo eru það rafretturnar en um sölu á þeim hafa gilt önnur lögmál en í einkasölu ríkisins á tóbaki og áfengi. Notkun þeirra hefur aukist mjög síðustu ár og á vafalítið stóran þátt í minnkandi sölu á vindlingum.

Dagleg notkun á rafrettum meðal 18 ára og eldri mældist um 5% í könnun landlæknis í fyrra sem samsvarar því að um 10.700 manns hafi notað rafrettur. Árið 2015 notuðu um 1.700 manns rafrettur daglega. Dagleg notkun á tóbaki í vör og dagleg notkun á rafrettum er algengari en daglegar reykingar í aldurshópnum 18-34 ára.

Innlent »

Hrafnaþing — Þriðji þáttur

Í gær, 22:06 Þriðji þáttur Hrafnaþings er nú aðgengilegur í Sjónvarpi mbl.is. Smávægilegir tæknilegir örðugleikar urðu til þess að þátturinn fór ekki loftið á tilskildum tíma, það er klukkan 20. Meira »

Vann tvær milljónir í Jókernum

Í gær, 21:57 Enginn var með fyrsta vinning í útdrætti kvöldsins í EuroJackpot. Rúmlega 3,8 milljarðar voru í pottinum og flyst upphæðin yfir í næstu viku. Einn var með allar tölurnar réttar og í réttri röð í Jóker og fær hann tvær milljónir í vinning. Miðinn var keyptur í Olís við Gullinbrú í Reykjavík. Meira »

Kerfi loks sniðið að þörfum starfsmanna

Í gær, 20:52 Miðstöðin tók í dag í notkun nýtt samskiptakerfi sem starfsmenn með skerta sjón geta notað. Kerfið var formlega tekið í notkun af Eyþóri Þrastarsyni, blindum starfsmanni Miðstöðvarinnar, en Miðstöðin er þjónustu- og þekkingarmiðstöð fyrir blinda, sjónskerta og einstaklinga með samþætta sjón- og heyrnarskerðingu. Meira »

Gillette á hvers manns vörum

Í gær, 20:50 Sérfræðingar í auglýsinga- og markaðsmálum virðast almennt ánægðir með nýja auglýsingu rakvélaframleiðandans Gillette sem vakið hefur mikla athygli í vikunni. Meira »

Harmar ákvörðun ráðuneytisins

Í gær, 20:10 Fjölskylduráð Hafnarfjarðar harmar ákvörðun heilbrigðisráðuneytisins um að hafna því að greiða fyrir viðbótarrými í Drafnarhúsi fyrir fólk með heilabilunarsjúkdóma. Það er fram á að ákvörðunin verði endurskoðuð. Meira »

Katrín Júl og Margeir gestir

Í gær, 19:13 Katrín Júlíusdóttir, fyrrverandi ráðherra og margt annað eins og hún segir sjálf og Margeir Vihjálmsson voru gestir síðdegis á K100. Þau munu seint þykja skoðanalaus og var reifað á málefnum vikunnar. Meira »

Boðar lækkun tekjuskatts

Í gær, 17:53 Unnið hefur verið að því um langt skeið að útfæra leiðir til þess að aðstoða aðila vinnumarkaðarins að ná saman í yfirstandandi kjaraviðræðum. Þegar hefur verið gripið til ráðstafana. Þetta segir Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra í samtali við mbl.is um mögulega aðkomu ríkisins að kjaraviðræðum. Meira »

Áreitti og sendi „ógeðslegar typpamyndir“

Í gær, 17:07 Landsréttur hefur staðfest þriggja mánaða skilorðsbundinn dóm yfir karlmanni fyrir að áreita konu með dónalegum smáskilaboðum. Maðurinn, sem er á fertugsaldri, bauð konunni meðal annars pening í skiptum fyrir kynlíf og sendi henni þrjár typpamyndir. Meira »

Tólf aðstoðarsáttasemjarar tilnefndir

Í gær, 16:54 Ríkissáttasemjari hefur tilnefnt hóp aðstoðarsáttasemjara sem koma til með að aðstoða ríkissáttasemjara og aðstoðarríkissáttasemjara, sem aðeins hefur verið einn hingað til, í þeim kjaraviðræðum sem nú standa yfir. Meira »

Skora á ráðuneyti að bregðast við

Í gær, 16:19 Hjúkrunarráð Landspítala skorar á heilbrigðisyfirvöld að bæta starfsumhverfi hjúkrunarfræðinga. Þetta kemur fram í áskorun sem hjúkrunarráð sendi heilbrigðisráðuneyti í gær. Meira »

Pattstaða í fatasöfnun yfir jólin

Í gær, 16:00 „Allt þetta hökt í keðjunni hafði mikil áhrif. Við gátum ekki annað öllu sem okkur barst, en við erum að ná þessu upp aftur og fólk þarf ekki að óttast að ekki verði tekið við fötum í Sorpu um helgina,“ segir Björg Kjartansdóttir, sviðsstjóri fjáröflunar- og kynningarsviðs Rauða krossins. Meira »

Skoða aðstæður barnshafandi á landsbyggðinni

Í gær, 15:56 Félags- og barnamálaráðherra og heilbrigðisráðherra kynntu á ríkisstjórnarfundi í morgun áform um skoða í sameiningu breytingar til að styðja betur við barnshafandi konur á landsbyggðinni og fjölskyldur þeirra. Meira »

Greiðir fyrir beinu flugi milli Íslands og Japans

Í gær, 15:28 Sendinefnd utanríkisráðuneytisins og samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins fundaði með fulltrúum samgönguráðuneytis Japans í Tókýó í gær um gagnkvæm loftferðasamskipti. Meira »

Flugvirkjar semja við Bluebird

Í gær, 14:53 Samninganefndir Flugvirkjafélags Íslands og Bluebird undirrituðu kjarasamning í húsakynnum ríkissáttasemjara á öðrum tímanum í dag samkvæmt upplýsingum frá ríkissáttasemjara. Meira »

Mikill meirihluti vill seinkun klukku

Í gær, 14:48 Rúm 63% Íslendinga eru hlynnt því að klukkunni verði seinkað um eina klukkustund frá því sem nú er, en rúm 36% vilja óbreytta stöðu klukkunnar. Þetta kemur fram í nýrri könnun Maskínu. Meira »

Landsréttur staðfestir dóm yfir Cairo

Í gær, 14:11 Sextán ára fangelsisdómur Héraðsdóms Reykjavíkur yfir Khaled Cairo, sem varð Sanitu Brauna að bana í íbúð við Hagamel í september árið 2017, hefur verið staðfestur af Landsrétti. Cairo mun una niðurstöðu Landsréttar. Meira »

Vatnsmýri verði 102 Reykjavík

Í gær, 13:56 Borgarráð Reykjavíkur samþykkti í gær tillögu borgarstjóra um að þess verði farið á leit við póstnúmeranefnd Íslandspósts að Vatnsmýri fái póstnúmerið 102. Íbúar í Skerjafirði eru mótfallnir breytingunni og segja að íbúðaverð muni lækka við póstnúmerabreytinguna. Meira »

Meðferð Hjartar Elíasar gengur vel

Í gær, 13:45 „Það gengur vel með Hjört sem lauk krabbameinsmeðferð þegar hann útskrifaðist frá Karólínska sjúkrahúsinu í Svíþjóð en hann þarf enn að taka krabbameinslyf. Hjörtur fór í jáeindaskanna í dag [í gær] og það kemur í ljós næstu daga hvort hann sé læknaður af krabbameininu,“ segir móðir hans. Meira »

Nauðungarvistun litlar skorður settar

Í gær, 13:38 Sérfræðinefnd Evrópuráðsins hefur ítrekað farið fram á endurbætur á lögræðislögum Íslands, en það er ekkert í íslenskum lögum sem kemur í veg fyrir að saga Aldísar Schram, dóttur Jóns Baldvins Hannibalssonar, endurtaki sig. Meira »
Vantar Trampólín
Viltu lostna við Trampólínið þitt, kem og tek það niður ef vill... upp. 8986033...
Kommóða
Til sölu 3ja skúffu kommoða,ljós viðarlit.. Mjög vel útlítandi..Verð kr 2000.. ...
SUMARHÚS- GESTAHÚS- BREYTINGAR
Sumarhús - Gestahús - Breytingar ? Framleiðum stórglæsileg sumarhús í ýmsum stær...
Nudd Nudd Nudd
Relaxing Massage Down Town Reykjavik, S. 7660348, Alina...