Mikill bjór til sjávar runnið

Af áfengi seldust í fyrra 22 milljónir lítra og þar ...
Af áfengi seldust í fyrra 22 milljónir lítra og þar af vegur bjórinn langsamlega þyngst. Alls seldust þá rúmlega 17 milljónir lítra bjórs og tegundir í boði skiptu tugum.

„Bjórinn laus úr banni,“ sagði í fyrirsögn í frétt í Morgunblaðinu fyrir tæpum 30 árum. Miðvikudaginn 1. mars 1989 leyfðist Íslendingum „að kaupa áfengt öl, bjór öðru nafni, með löglegum hætti hérlendis í fyrsta sinn síðan árið 1915“, sagði í blaðinu. Bjórsala hefur aukist með hverju árinu síðustu 30 árin, en síðustu ár hefur stórlega dregið úr sölu á vindlingum og hugsanlega hefur ekki minna verið selt af sígarettum hér á landi í hálfa öld heldur en á síðasta ári. Ýmislegt fleira forvitnilegt kemur í ljós þegar gluggað er í sölutölur frá Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins, meðal annars að sala á neftóbaki tók aftur kipp í fyrra eftir samdrátt árið 2017.

Mikill bjór hefur til sjávar runnið frá 1989 og enn eitt metið var slegið í bjórsölu á nýliðnu ári. Af áfengi seldust í fyrra 22 milljónir lítra og þar af vegur bjórinn langsamlega þyngst. Alls seldust þá rúmlega 17 milljónir lítra bjórs og tegundir í boði skiptu tugum. Til hátíðabrigða var eins og áður meðal annars boðið upp á þorrabjór, páskabjór og af jólabjór voru fleiri tegundir á boðstólum en nokkru sinni. Í tíu mánuði árið 1989 seldust tæplega sjö milljónir lítra af bjór. Salan fór í fyrsta skipti yfir tíu milljónir lítra 2001. 

Ef til vill er hann beztur ódrukkinn

Eflaust hefur bjórinn haft mikil samfélagsleg áhrif á þeim tæplega þremur áratugum sem liðin eru frá bjórbanni. Margvíslegar skoðanir eru trúlega á sölu bjórs, bæði með og á móti, en óhætt er að fullyrða að erfitt yrði að stíga skrefið til baka. Tölurnar í meðfylgjandi töflu tala sínu máli.

„Margt er manna bölið, misjafnt drukkið ölið,“ segir í fornum hendingum, sem voru rifjaðar upp í forystugrein í Morgunblaðinu á bjórdaginn. Þar var farið yfir sviðið undir fyrirsögninni „prófsteinn“ og í leiðaranum segir meðal annars:

„Og fyrst og síðast verður hinn áfengi bjór prófsteinn á Íslendinga, sem þjóð og einstaklinga. Ástæða er því til að hvetja fólk til að taka á móti bjórnum með varúð og hófsemd. Ef til vill er hann beztur ódrukkinn. En þeir sem vilja öl til vinar drekka ættu að hafa í huga, að bjór er áfengi og að um hann gilda allar sömu reglur og staðreyndir, siðferðilegar, heilsufarslegar og lagalegar, sem aðrar áfengistegundir.“

Grafík/mbl.is

176 milljónir af sígarettum þrátt fyrir samdrátt

ÁTVR seldi í fyrra tæplega 882 þúsund karton af vindlingum, en sala þeirra hefur farið minnkandi flest undanfarin ár. Eigi að síður seldi ÁTVR rúmlega 176 milljónir sígarettna á síðasta ári, miðað við að 20 vindlingar séu í pakka, tíu pakkar í kartoni og því alls 200 sígarettur í hverju kartoni.

Viðar Jensson, verkefnisstjóri tóbaksvarna hjá embætti landlæknis, segir að ekki séu til samanburðarhæfar tölur um reykingar fólks fyrir 1985, en í seinni tíð séu nákvæmar upplýsingar fyrir hendi og þar sé samræmi á milli sölutalna frá ÁTVR og úr könnunum. Síðustu ár hafi dregið úr daglegum reykingum í nánast öllum aldurshópum. 

Ekki minna reykt í 40-50 ár

„Við höfum talað um faraldur í reykingum hérlendis á síðari hluta síðustu aldar. Í tölum frá 1985 kemur fram að nánast helmingur karlmanna á Íslandi reykti daglega. Reykingar gætu hafa verið enn algengari 10-15 árum fyrr, en um það vantar samanburðarhæfar tölur svo við getum sagt til um það með fullri vissu hversu almennar reykingar voru á þessum tíma. Ég held þó að óhætt sé að segja að tóbaksreykingar hafi ekki verið minni heldur en núna í 40-50 ár,“ segir Viðar.

Samkvæmt niðurstöðum kannana á vegum landlæknis reyktu 14% fullorðinna Íslendinga árið 2012 en tæplega 9% samkvæmt könnun í fyrra og nær enginn munur var á heildartíðni daglegra reykinga milli karla og kvenna. Samkvæmt sölutölum ÁTVR hefur enn dregið úr reykingum og segir Viðar það gleðiefni.

Veigamiklir þættir

Í grein í Talnabrunni embættis landlæknis í sumar voru sex lykilatriði nefnd sem veigamikil í baráttu gegn reykingum hér á landi: Virk verðstýring, reyklaus svæði, upplýsingar um skaðsemi tóbaks í fjölmiðlum, bann við auglýsingum á tóbaki, viðvörunarmerkingar á tóbaksvörum og aðstoð við að hætta tóbaksnotkun.

Stórlega hefur dregið úr reykingum síðari ár.
Stórlega hefur dregið úr reykingum síðari ár. mbl.is/Ásdís

Þá nefnir Viðar að Íslendingar hafi í byrjun aldarinnar verið í fararbroddi á heimsvísu við að leyfisskylda sölu á tóbaki og á sama tíma hafi verið tekið upp sýnileikabann á tóbaki á Íslandi. Auk þess hafa verið stundaðar hér á landi virkar forvarnir gegn tóbaksnotkun ungmenna í um hálfa öld. Dagur án tóbaks var fyrst haldinn á Íslandi árið 1979 en hefur verið haldinn árlega hér á landi frá árinu 1987.

Áhyggjur af notkun ungra kvenna á tóbaki í vör

Neftóbak er varla réttnefni lengur því stór hluti þess fer í vör notandans. Eftir að tóbaksgjald var samræmt í byrjun árs 2017 er nú greiddur sami skattur fyrir gramm af nef- eða munntóbaki og af öðru tóbaki. Þetta leiddi til verulegrar verðhækkunar, sem er talin hafa orsakað samdrátt í sölu neftóbaks 2017 þegar salan fór úr tæplega 40 tonnum í tæp 38 tonn. Salan tók síðan hressilega við sér aftur í fyrra og nam þá tæplega 45 tonnum.

Viðar segist hafa áhyggjur af notkun ungs fólks á tóbaki í vör. Reyndar hafi dregið úr slíkri notkun meðal karla á aldrinum 18-24 ára, en síðustu misseri hafi ungar konur farið að taka tóbak í vör í auknum mæli. Þannig mældist dagleg notkun 3% í aldurshópi 18-24 ára kvenna. Þetta sé slæm þróun og í Noregi sé hlutfall ungra kvenna sem noti tóbak í vör enn hærra en hér og mikið áhyggjuefni þar í landi.

Hjá mörgum er neftóbakið ávallt við höndina.
Hjá mörgum er neftóbakið ávallt við höndina. mbl.is/Jim Smart

Árið 2018 var tíðni daglegrar notkunar á tóbaki í nef um 3% meðal karla, 18 ára og eldri. Mest var notkunin í aldurshópnum 45-54 ára eða tæplega 7%. Mun algengara er að karlmenn á landsbyggðinni noti tóbak í nef heldur en þeir sem búa á höfuðborgarsvæðinu.

Vaxandi fjöldi notar rafrettur

Svo eru það rafretturnar en um sölu á þeim hafa gilt önnur lögmál en í einkasölu ríkisins á tóbaki og áfengi. Notkun þeirra hefur aukist mjög síðustu ár og á vafalítið stóran þátt í minnkandi sölu á vindlingum.

Dagleg notkun á rafrettum meðal 18 ára og eldri mældist um 5% í könnun landlæknis í fyrra sem samsvarar því að um 10.700 manns hafi notað rafrettur. Árið 2015 notuðu um 1.700 manns rafrettur daglega. Dagleg notkun á tóbaki í vör og dagleg notkun á rafrettum er algengari en daglegar reykingar í aldurshópnum 18-34 ára.

Innlent »

Hnýtt í Bergþór og Gunnar Braga

11:12 Tveir þingmenn stjórnarandstöðunnar, þau Halldóra Mogensen, þingmaður Pírata, og Jón Steindór Valdimarsson, þingmaður Viðreisnar, hófu ræður sínar undir liðnum óundirbúnar fyrirspurnir á Alþingi í dag með því að hnýta í þá Bergþór Ólason og Gunnar Braga Sveinsson, þingmenn Miðflokksins. Meira »

Ráðgátan virðist vera leyst

10:43 Ráðgátan um uppruna þorsks sem veiddist við Jan Mayen síðasta sumar virðist vera leyst.  Meira »

Innbrotahrina á Kársnesi

10:38 Töluvert hefur verið um innbrot á Kársnesi í Kópavogi að undanförnu og hefur lögregla aukið eftirlit í hverfinu. Meintir innbrotsþjófar hafa leitað inn í hús, bíla og geymslur að nóttu til og um hábjartan dag, að því er fram kemur í frásögnum í Facebook-hópi hverfisins. Meira »

Þarf að lokum að taka afstöðu

10:34 „Þetta er auðvitað mál sem er umdeilt bæði innan sveitarfélagsins, og þar af leiðandi í sveitarstjórninni, og á landsvísu líka. En það liggur fyrir niðurstaða og það er auðvitað það sem fylgir því að sitja í sveitarstjórn eða annars staðar þar sem taka þarf ákvarðanir. Það þarf að lokum að taka afstöðu og bera ábyrgð á henni.“ Meira »

Funda um loftslagsmál í Helsinki

10:24 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, halda af stað til Helsinki í Finnlandi í dag á fund norrænna forsætisráðherra (N5) og norrænna umhverfisráðherra um loftslagsmál sem fer fram í Helsinki á morgun. Meira »

Riðuveiki greinist í Skagafirði

09:49 Riðuveiki hefur verið staðfest á bænum Álftagerði í nágrenni Varmahlíðar í Skagafirði. Síðast greindist riða á þessu svæði í september síðastliðnum á bænum Vallanesi. Matvælastofnun vinnur nú að öflun upplýsinga og undirbúningi aðgerða. Þetta er fyrsta tilfelli riðuveiki sem greinist á árinu en á síðasta ári greindist eitt tilfelli. Meira »

Gunnar og Bergþór aftur á þing

09:45 Þingmenn Miðflokksins, Gunnar Bragi Sveinsson og Bergþór Ólason, taka sæti sín að nýju á Alþingi í dag eftir að hafa verið í leyfi frá þingstörfum í kjölfar birtingar upptaka af samræðum þeirra og fjögurra annarra þingmanna Miðflokks og Flokks fólksins á barnum Klaustri 20. nóvember í fyrra. Meira »

Bifreiðin fannst mannlaus í Breiðholti

08:51 Bifreið af gerðinni Land Rover Disco­very, sem stolið var frá Bjarn­ar­stíg í Reykja­vík í aðfaranótt þriðjudags, er komin í leitirnar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglu sem þakkar fyrir veitta aðstoð. Meira »

Halda sig við Karítas Mínherfu

08:37 Borgarleikhúsið ætlar að halda sig við nafnið Karítas Mínherfa á einni sögupersónu í söngleiknum Matthildi, sem verður frumsýndur 15. mars. Meira »

Fáséðir dverggoðar dvelja á landinu

08:18 Þrír dverggoðar dvelja nú á landinu. Þeir hafa verið sjaldgæf sjón til þessa á Íslandi og eru þetta 4., 5. og 6. fuglinn af þessari tegund sem sjást hér á landi. Meira »

Fljótamenn óttast óafturkræf spjöll

07:57 Orkusalan, dótturfélag RARIK, vinnur að rannsóknum vegna áforma um Tungudalsvirkjun í Fljótum í Skagafirði en Orkustofnun (OS) gaf út rannsóknarleyfi á síðasta ári. Áformin hafa mætt andstöðu meðal Fljótamanna, sem minnast þess þegar nánast heilli sveit í Stífludal var sökkt vegna Skeiðsfossvirkjunar fyrir rúmum 70 árum. Til varð miðlunarlón sem fékk heitið Stífluvatn. Óttast heimamenn að unnin verði óafturkræf spjöll á náttúrunni. Meira »

Vara við hálku á Suðvesturlandi

07:47 Úrkomusvæði, með töluvert hlýrra lofti en verið hefur, gengur yfir suðvestanvert landið í dag og líkur eru á að hláni við suðurströndina og jafnvel á Reykjanesi. Þegar hlánar í stutta stund ofan á þjappaðan snjó getur orðið flughált, til dæmis í innkeyrslum og á göngustígum og vissara að fara öllu með gát, að því er segir í hugleiðingum veðurfræðings. Meira »

Bergþór ætlar að halda áfram á þingi

07:21 Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins, hyggst taka sæti að nýju á Alþingi. Hann og Gunnar Bragi Sveinsson tóku sér leyfi frá þingmennsku í lok nóvember í kjölfar þess að upptökur af samtali þeirra og fjögurra annarra þingmanna frá barnum Klaustri voru afhentar fjölmiðlum. Meira »

Réttindalaus með stera í bílnum

06:21 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði afskipti af nokkrum ökumönnum í nótt. Ökumaður sem var stöðvaður í Breiðholti reyndist undir áhrifum fíkniefna og hafði hann verið sviptur ökuréttindum, auk þess sem bifreiðin sem hann ók á var á röngum skráningarmerkjum. Einnig fundust fíkniefni í bifreiðinni. Meira »

Xanadu-söngleikurinn á svið

06:00 Sýningar Nemendafélagsins í Verslunarskóla Íslands vekja gjarnan mikla athygli og má segja að þær séu ákveðin skrautfjöður í félagslífi skólans. Í ár bjóða þau upp á söngleikinn Xanadu. Meira »

Vill fjölga þrepum í tekjuskatti

05:30 Miðstjórn ASÍ samþykkti í gær tillögur um breytingar á skattkerfinu sem efnahags-, skatta- og atvinnumálanefnd sambandsins hefur unnið. Þar er m.a. lagt til að tekin verði upp fjögur skattþrep, þar sem fjórða skattþrepið verði hátekjuþrep, og að skattleysismörk hækki og fylgi launaþróun. Meira »

Enginn fjöldaflótti úr VR

05:30 Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, vísar því á bug að margir félagsmenn VR hafi undanfarið gengið í önnur stéttarfélög vegna óánægju með málflutning verkalýðshreyfingarinnar. Meira »

Borgin semji um Keldnalandið

05:30 Sjálfstæðismenn munu bera upp tillögu í borgarráði í dag um að Reykjavíkurborg semji við ríkið um Keldnalandið og hefjist tafarlaust handa við skipulagningu svæðisins. Meira »

Rústir 22ja bæja eru í dalnum

05:30 Minjastofnun hefur gert tillögu að friðlýsingu alls búsetulandslags Þjórsárdals, jafnhliða því sem óskað hefur verið eftir að Gjáin og fleiri náttúruminjar í dalnum verði friðlýstar. Meira »
Bækur um ættfræði, byggðasögu og ýmsan fróðleik til sölu
Til sölu nokkur grundavallarrit ættfræðinnar ásamt ritum um atvinnu- og byggðasö...
Ljósmyndanámskeið fyrir byrjendur
Ljosmyndari.is býður upp á fjölmörg námskeið á árinu 2019. 2ja daga ljósmyndanám...
Byggingarstjóri
Byggingarstjóri stebbi_75@hotmail.com sími 659 5648...
Byggingarstjóri
Löggildur byggingarstjóri Stefán Þórðarson 659 5648 stebbi_75@hotmail.com...