Vaðlaheiðargöng lokuð vegna vígsluathafnar

Vaðlaheiðargöng.
Vaðlaheiðargöng.

Vaðlaheiðargöng verða lokuð fyrir umferð frá kl. 8 til kl. 18 í dag vegna opnunarhátíðar. Göngin verða opnuð með formlegum hætti klukkan 16 og verður viðamikil dagskrá allan daginn af því tilefni. 

Formleg vígsluathöfn Vaðlaheiðarganga hefst klukkan 15:30 við gangamunnann Fnjóskadalsmegin með ávarpi Hilmars Gunnlaugssonar, stjórnarformanns ganganna. Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjóri á Akureyri, Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, sem er staðgengill fjármálaráðherra í dag, og Bergþóra Þorkelsdóttir, forstjóri Vegagerðarinnar, mun einnig flytja ávörp.

Klukkan 16:05 verður klippt á borða, en þau Hólmfríður Ásgeirsdóttir og Friðrik Glúmsson, tveir eldri borgarar sem eru búsettir í sveitarfélögunum beggja vegna Vaðlaheiðar munu taka það verkefni að sér. 

Nánar um athöfnina hér. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert