„Svona getur nú pólitíkin verið ljót“

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, fyrrverandi borgarstjóri og utanríkisráðherra.
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, fyrrverandi borgarstjóri og utanríkisráðherra. mbl.is/Rósa Braga

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, fyrrverandi borgarstjóri og utanríkisráðherra, segir tillögu borgarfulltrúanna Vigdísar Hauksdóttur og Kolbrúnar Baldursdóttur, um að vísa skýrslu innri endurskoðunar um um fram­kvæmd­ir við Naut­hóls­veg 100 til héraðssaksóknara, vera fráleita.

Frá þessu greinir hún í færslu á Facebook-síðu sinni þar sem hún segir jafnframt að ekkert í skýrslunni gefi tilefni til þess að vísa skýrslunni til héraðssaksóknara. „Tillagan er til þess eins sett fram að ýta undir hugmyndir um að tilteknir einstaklingar hafi gerst sekir um refsivert athæfi,“ skrifar Ingibjörg Sólrún og bætir við: „Svona getur nú pólitíkin verið ljót og svona er hægt að eyðileggja nauðsynlega og málefnalega umræðu um erfið mál.“

Vigdís og Kolbrún tilkynntu á borgarráðsfundi á fimmtudag að þær myndu sam­eig­in­lega leggja fram til­lögu til borg­ar­stjórn­ar um að skýrslu innri end­ur­skoðunar verði vísað til frek­ari rann­sókn­ar hjá héraðssak­sókn­ara.

Þór­dís Lóa Þór­halls­dótt­ir, formaður borg­ar­ráðs og odd­viti Viðreisn­ar, sagði í sam­tali við mbl.is að ekk­ert í skýrsl­unni bendi til þess nokk­ur glæp­sam­leg­ur ásetn­ing­ur hafi verið til staðar og að minni­hlut­inn sé að nota bragga­málið í póli­tísku leik­riti.mbl.is

Bloggað um fréttina