165 Austfirðingar sátu fastir í Ölpunum
„Við áttum að fljúga frá Zürich klukkan 13 í dag, beint á Egilsstaði, en það varð allt ófært þá leiðina í gærkvöldi,“ segir Hákon Ernuson, sem staddur er í skíðaferðalagi í bænum Livigno á Ítalíu ásamt 164 öðrum Austfirðingum.
Mikil snjókoma hefur verið á svæðinu undanfarna daga og er fjöldi vega ófær vegna snjóflóðahættu.
„Við erum hins vegar með plan B og sitjum hérna í rútum sem vonandi leggja af stað í átt til Mílanó eftir skamma stund,“ segir Hákon í samtali við mbl.is, en ekki er ófært til Mílanó. „Við erum að reyna að drífa okkur af stað svo við getum keyrt í tvo til þrjá tíma í björtu yfir erfiðasta kaflann.“
Ferðaskrifstofa Akureyrar sér um flugið fyrir hópinn, sem samanstendur af krökkum sem æfa skíði í Stafdal og Oddsskarði, ásamt foreldrum, ömmum og öfum. „Þau náðu að breyta fluginu þannig að við fljúgum líklega frá Mílanó til Egilsstaða í fyrramálið,“ segir Hákon.
Hópurinn lenti í Zürich í Sviss 3. janúar og hefur haft tíu daga til þess að skíða á frábæru svæði, að sögn Hákonar. „Þetta er skemmtilegt skíðasvæði, fjölbreytt og hægt að skíða báðum megin dalsins. Svo er maturinn frábær.“
„Það er búið að snjóa alveg gríðarlega síðustu daga og snjóar enn,“ segir Hákon, sem vonast til þess að hópurinn komist heim á Austfirði í fyrramálið.
Innlent »
- Sigurður fékk fjögurra og hálfs árs dóm
- VR á fund Almenna leigufélagsins
- Guðrún Nordal áfram hjá Árnastofnun
- Fundahöld óháð verkfalli
- Iceland Seafood sameinar dótturfélög
- Hyggst kæra ákvörðun sýslumanns
- Seldu starfsmanni fimm bíla
- LÍV vísar deilunni til sáttasemjara
- Loka svæði á Skógaheiði
- Munu bíta fast þar sem þarf að bíta
- Hagstofan spáir 1,7% hagvexti í ár
- Hafa vart séð áður svo mikla sjávarhæð
- Hætta af óþoli gegn sýklalyfjum
- Holutímabilið er hafið
- Hækkanir hefðu mátt vera tíðari
- Nóg að gera hjá lögreglu
- Beina umræðunni frá norskum laxi
- Safna fyrir leitinni að Jóni
- Gagnaver reyndist Blönduósi hvalreki
- Voru kvaddir með sigri í Höllinni
- Mótmæla skerðingu á flugi
- Andlát: Sigurður Helgi Guðmundsson
- Mæðiveiki gæti fylgt mjólkinni
- Magapest tekur á allan líkamann
- Segir hegðun borgarfulltrúa fordæmalausa
- Verkfallsaðgerðir í eðli sínu alvarlegar
- Öll skilyrði fyrir góðri niðurstöðu
- Feimnismál í fyrstu en nú sjálfsagt mál
- Stjónvöld og SA láti af hroka
- Þrumur og eldingar í djúpri lægð
- Vitlaus klukka hefur áhrif á marga
- Neitar því ekki að hafa átt við mæla
- Kona slasaðist í Hrafnfirði
- Öflugri blóðskimun nauðsynleg
- „Engin heilsa án geðheilsu“
- Hagsmuna Íslands ekki gætt
- „Við viljum fá meiri festu í þetta“
- SGS vísar deilu til ríkissáttasemjara
- 630 milljónir í geðheilbrigðismál
- Léku sér að hættunni
- „Félögin saman í öllum aðgerðum“
- Meint tæling ekki á rökum reist
- Vildi láta fjarlægja upplýsingar um sig
- Árásarmaðurinn sá sami
- Viðræðum hefur verið slitið
- Hafa safnað yfir 2.000 undirskriftum
- Fundur hjá ríkissáttasemjara hafinn
- „Það sló út á allri Eyrinni“
- Fyrstu og önnur verðlaun til Íslands
- Eru að breyta skoðunarhandbók
- „Hálfgerð blekking“
- Reyndu að tæla barn upp í bíl
- Selja Bergey úr Eyjum til Grundarfjarðar

- Hafa vart séð áður svo mikla sjávarhæð
- Seldu starfsmanni fimm bíla
- Verkakonur í verkfall 8. mars
- Gagnaver reyndist Blönduósi hvalreki
- Munu bíta fast þar sem þarf að bíta
- Sigurður fékk fjögurra og hálfs árs dóm
- Neitar því ekki að hafa átt við mæla
- Andlát: Sigurður Helgi Guðmundsson
- Sundlaugum lokað vegna eldingahættu
- „Búnir að svíkja okkur frá A-Ö“