„Hlýtur að hafa gengið á annars staðar“

„Ef þetta gekk á á Íslandi þá hlýtur þetta að ...
„Ef þetta gekk á á Íslandi þá hlýtur þetta að hafa gengið á annars staðar og það er mikilvægt að að þær konur sem lent hafa í þessu utan Íslands viti að þær hafi stuðning,“ segir Carmen. mbl.is/Eggert

„Ég ætla að tala við lögfræðing í dag og sjá hvernig málið stendur gagnvart mér,“ segir Carmen Jóhannsdóttir, sem steig fram og sagði frá áreitni af hálfu Jóns Baldvins Hannibalssonar, fyrrverandi þingmanns og ráðherra, í Stundinni fyrir helgi.

„Ég er á Spáni og ef ég ætla að kæra þá þarf ég að gera það hér, því þetta gerðist á Spáni. Það er náttúrulega mun meiri karlamenning hér en á Íslandi, en ég veit af konu í Andalúsíu, héraðinu þar sem Jón Baldvin og Bryndís Schram eru búsett, sem beitir sér í baráttunni gegn ofbeldi gagnvart konum og gæti gefið mér meðbyr.“

Carmen segir nokkra spænska fjölmiðla hafa fengið fregnir af málinu og vonast til þess að fjallað verði um það.

„Ef þetta gekk á á Íslandi þá hlýtur þetta að hafa gengið á annars staðar og það er mikilvægt að þær konur sem lent hafa í þessu utan Íslands viti að þær hafi stuðning,“ segir Carmen, og að rætt hafi verið að skrifa lýsingu á ensku fyrir Metoo-hópinn sem stofnaður hefur verið á Facebook, þar sem konum gefst tækifæri á að koma sögum sínum á framfæri, ýmist undir nafni eða nafnlaust.

Jón Baldvin Hannibalsson.
Jón Baldvin Hannibalsson. mbl.is/RAX

Hópurinn varð til í kringum umfjöllun Stundarinnar um meinta áreitni Jóns Baldvins og segir Carmen hann hafa farið fram úr björtustu vonum.

Ekki eitthvað sem hægt er að hunsa

„Ég ákvað að stíga fram þegar ég sá að vinkona mín, Sigrún Skaftadóttir, formaður kvennahreyfingar Samfylkingarinnar, gagnrýndi á Facebook að Jón Baldvin hefði verið í viðtali hjá Kiljunni á RÚV. Það var ljós í myrkrinu fyrir mig og ég fór að spyrja hana hvers vegna hún segði þetta. Þá komst ég að því að það væri fullt af konum þarna úti sem hefðu svipaða sögu að segja af Jóni Baldvini og ég,“ segir Carmen.

Eins og Stundin greindi frá var Carmen stödd í matarboði hjá Jóni Baldvini og eiginkonu hans, Bryndísi Schram, eftir leik Íslands á heimsmeistaramótinu í knattspyrnu síðastliðið sumar þegar Jón Baldvin hóf að strjúka á henni rassinn.

„Mér var búið að líða illa yfir þessu í marga mánuði og reyna að leggja þetta til hliðar, en þetta kom alltaf upp aftur. Þetta er ekki eitthvað sem hægt er að hunsa,“ segir Carmen.

„Þarna var Klausturmálið búið að vera í gangi og ég ákvað að setja mig í samband við blaðamann.“

Á fjórða hundrað í Metoo-Facebookhóp

Þá má segja að boltinn hafi farið að rúlla, enda hafi blaðamaður Stundarinnar vitað af fleiri konum sem höfðu orðið fyrir áreitni og ofbeldi af hálfu Jóns Baldvins og hvatt þær til þess að stíga fram samhliða Carmen.

„Þær ákváðu að halda fund og ég gaf mig fram við þær og kynnti mig. Í kjölfarið ákváðum við að stofna Facebook-hópinn, sem mér finnst hafa verið það allra sterkasta. Það sést á því hve margar hafi stigið fram og hve margir vilja fá að vera með.“

Hópurinn telur nú á fjórða hundrað og segir Carmen það ýmist vera konur sem lent hafa í honum, aðstandendur þeirra og vitni, en líka fólk sem er einungis þar til að veita stuðning.

Innan hópsins hafa komið upp hugmyndir um að fara eigi fram á afsökunarbeiðni frá Alþingi. „Persónulega er ég alveg til í að fara fram á það og það er gríðarlegur meðbyr fyrir því. Við höfum ekki gefið okkur tíma í að ræða það en ég býst við því að það verði gert í dag.“

Fer alla leið fyrir hinar konurnar

Eins og áður segir ætlar Carmen að leita lögfræðiálits og hefur í hyggju að kæra háttsemi Jóns Baldvins.

„Ég ætla að gera það, þó það sé alltaf ákveðinn pakki, en mér finnst það vera rétta skrefið. Ég geri það fyrst og fremst fyrir allar þessar konur sem hann hefur brotið á, en brotin orðin fyrnd. Ef það kemur í minn hlut að verja þær með þessum hætti þá fer ég alla leið.“

mbl.is

Innlent »

Segja árás formanns VR ómaklega

19:16 Almenna leigufélagið segist fagna allri umræðu um leigumarkaðinn á Íslandi. Málflutningur Ragnars Þórs Ingólfssonar, formanns VR, um Almenna leigufélagið sé hins vegar óheppilegt innlegg í umræðuna. Meira »

Appelsína úr Hveragerði

19:00 Daginn er farið vel að lengja, snjór er yfir öllu bæði í byggð og uppi á hálendinu og því er kominn fiðringur í fjallamenn. Til þess að koma sér í gírinn og fá tilfinningu fyrir tækjunum mættu margir á hina árlegu jeppasýningu Toyota sem haldin var í Garðabæ á laugardag. Meira »

Munu styðja samkomulag við vinnumarkað

18:39 Willum Þór Þórsson, þingmaður Framsóknarflokksins, myndi styðja breytingar á skattkerfinu líkt og verkalýðsfélögin hafa óskað eftir. Meira »

Veita 30 milljónir fyrir flóttafólk frá Venesúela

18:02 Utanríkisráðherra hefur ákveðið að verja þrjátíu milljónum króna til aðstoðar við flóttafólk frá Venesúela með stuðningi við starfsemi Flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna. Er það til viðbótar tuttugu milljóna króna framlagi sem var ráðstafað til hjálpar flóttafólki frá Venesúela í lok janúar. Meira »

Keyptu níu „svindl-bíla“ árið 2017

18:02 Rekstraraðilar bílaleigu sem keypti notaða bílaleigubíla af gerðinni Suzuki Jimny af bílaleigunni Procar árið 2017 voru undrandi og hálf slegnir er blaðamaður hafði samband og sagði þeim að átt hefði verið við kílómetramælana í a.m.k. níu bílum sem nú eru í eigu fyrirtækisins. Meira »

Þakkaði Karli Gauta góða yfirferð

17:22 Karl Gauti Hjaltason, þingmaður utan þingflokka, gagnrýndi í fyrirspurn sinni til Sigríðar Andersen dómsmálaráðherra að sýslumaðurinn í Vestmannaeyjum hafi verið fenginn til starfa í Reykjavík án þess að staða hans hafi verið auglýst, þar sem kveðið er á um að sýslumaður skuli vera í Eyjum. Meira »

Nektarmyndsendingar algengar í 10. bekk

17:00 Tæplega helmingur stúlkna í 10. bekk í grunnskóla hefur verið beðin um að senda einhverjum öðrum ögrandi mynd eða nektarmynd af sér í gegnum netið. Í tilfelli drengja er hlutfallið 28%. Þá hafa 27% stúlkna í sama bekk sent slíkar myndir og 21% drengja. Meira »

„4 milljóna króna laun eru ekki hófleg“

16:07 „Fjögurra milljóna króna laun eru ekki hófleg í neinum þeim veruleika sem við þekkjum til,“ sagði Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra á Alþingi í dag. Voru orð hennar svar við fyrirspurn Þórhildar Sunnu Ævarsdóttur, þingmanns Pírata. Meira »

Húsnæði fyrir flóttafólk mesta áskorunin

15:50 Stærsti fyrirvari Blönduósbæjar við móttöku sýrlenskra fjölskyldna á flótta er að finnist nægilegt húsnæði, segir Valdimar O. Hermannsson, sveitarstjóri Blönduósbæjar, í samtali við mbl.is. Sveitarstjórn bæjarins samþykkti í síðustu viku að að taka við flóttafólki samkvæmt beiðni frá félagsmálaráðuneytinu. Meira »

Hóta að taka fé úr stýringu hjá Kviku

15:24 VR segist ekki sætta sig við að Almenna leigufélagið hafi hækkað leigu um tugþúsundir króna í einhverjum tilfellum og gefið leigjendum fjóra daga til að samþykkja hækkunina. Krefst VR þess að áformin séu dregin til baka, en að öðrum kosti ætli félagið að taka allt sitt fé úr eignastýringu hjá Kviku banka, en um er að ræða 4,2 milljarða. Meira »

Mótmæla við Landsbankann

15:03 Hópur fólks er saman kominn fyrir utan húsnæði Landsbankans í Austurstræti til þess að mótmæla launum bankastjórans. Sjá má af skiltum fólksins að farið er fram á að laun Lilju Bjarkar Einarsdóttur verði lækkuð. Meira »

Unnur Brá tekur á ný sæti á Alþingi

14:52 Unnur Brá Konráðsdóttir, varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins, tekur í dag sæti á Alþingi fyrir Ásmund Friðriksson, alþingismann flokksins. Unnur Brá starfar sem aðstoðarmaður ríkisstjórnarinnar, skipuð af forsætisráðherra í fyrra, og var henni falið að sinna verkefnisstjórn við endurskoðun stjórnarskrárinnar. Meira »

Tvö snjóflóð féllu á Ólafsfjarðarveg

14:42 Tvö snjóflóð féllu með stuttu millibili yfir þjóðveginn við Sauðanes milli Dalvíkur og Ólafsfjarðar um hádegisbil.   Meira »

Stafrænt kynferðisofbeldi til umræðu

13:59 Nú klukkan 14:00 hefst fundur í Háskóla Reykjavíkur um stafrænt kynferðisofbeldi, en frumvarp sem tekur á slíku ofbeldi liggur nú fyrir Alþingi í annað skiptið. Verður meðal annars rætt um stöðuna á slíku ofbeldi, hvaða refsingar búa við slíkum brotum og þá vernd sem er til staðar. Meira »

Mikill meirihluti vill kvótakerfið áfram

13:49 Mikill meirihluti mjólkurframleiðenda vill ekki afnema kvótakerfi í mjólkurframleiðslu heldur halda í það. Samtals var það afstaða tæplega 90% af þeim 493 mjólkurframleiðendum sem tóku þátt í atkvæðagreiðslu Bændasamtakanna, en atkvæðagreiðslu um málið lauk nú á hádegi í dag. Meira »

„Aldrei heyrt um loðnu svo sunnarlega“

13:48 „Við fengum aflann í sex holum þannig að það gekk vel að veiða. Veiðisvæðið var um 300 mílur suður af Rockall en það er sunnan við mitt Írland. Við þurftum að sigla 790 mílur heim til að landa og það er andskoti langt,“ segir Hjörvar Hjálmarsson, skipstjóri á Berki NK, sem kom til Neskaupstaðar í gærmorgun með tæplega 2.300 tonn af kolmunna. Vel gekk að fylla skipið að hans sögn. Meira »

Ríkið leitar hugmynda um framtíðina

13:40 Framtíðarnefnd forsætisráðherra leitar nú að rökstuddum hugmyndum að sviðsmyndum í framtíðinni frá bæði almenningi og hagsmunaaðilum, en markmið nefndarinnar er að skapa grundvöll fyrir umræðu um þróun mikilvægra samfélagsmála til lengri tíma. Meira »

Skordýr fannst í maíspoppi

12:22 Samkaup hafa innkallað maíspopp frá framleiðandanum Coop, en skordýr fundust í slíkri vöru. Um er að ræða 500 g einingu sem merkt er með best fyrir dagsetningunni 22.10.2019. Meira »

Búast við hugmyndum stjórnvalda á morgun

12:02 Samninganefnd Starfsgreinasambandsins hefur veitt viðræðunefnd félagsins umboð til þess að vísa kjaradeilunni við Samtök atvinnulífsins til ríkissáttasemjara á næstu dögum ef nefndin telur ástæðu til. Meira »
- Studio íbúð til leigu.
Til leigu í Biskupstungum fyrir 1-2, bað/sturta og eldhús, gasgrill. leigist ...
Harðviður til húsbygginga
Harðviður til húsabygginga Sjá nánar á www.vidur.is Vatnsklæðning, panill, palla...
INTENSIVE ICELANDIC, ENGLISH, NORWEGIAN & DANISH f. foreigners - ÍSLENSKA f.útl - ENSKA - NORSKA
ÍSLENSKA, ENSKA, NORSKA, DANSKA: I, II, III, IV, V, VI: starting dates 2019: ...
Nokkrar notaðar saumavélar til sölu !!
Nokkrar tegundir, ýmsar gerðir. Allar ástandsskoðaðar og prófaðar af fagmanni. V...