Hörkubál logar á Álfsnesi

Slökkviliðsmenn að störfum í Álfsnesi í morgun.
Slökkviliðsmenn að störfum í Álfsnesi í morgun. mbl.is/​Hari

Mikill eldur er í dekkjakurli á urðunarstöðinni í Álfsnesi og segir varðstjóri í slökkviliðinu að eldurinn hafi magnast mikið upp í rokinu í morgun. „Þetta er hörkubál en það er ekki lengur hætta á að eldurinn breiðist frekar út,“ segir hann. Bálið nær yfir nokkur hundruð fermetra svæði.

Eldurinn kviknaði á laugardag og taldi slökkviliðið að tekist hefði að slökkva hann en greinilegt sé að enn hafi eldur kraumað í glæðunum. Á sjötta tímanum í morgun var slökkviliðið kallað út að nýju og hefur verið að störfum síðan þá. 

Unnið er að því að hræra í glæðunum, moka yfir þær og sprauta á hrúguna þannig að vonir standa til að slökkvistarfi ljúki síðar í dag. En það verður væntanlega ekki fyrr en undir kvöld.

mbl.is/​Hari
mbl.is/​Hari
mbl.is/​Hari
Tekist hefur að hefta útbreiðslu eldsins.
Tekist hefur að hefta útbreiðslu eldsins. mbl.is/​Hari
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert