Kennaranemar fái styrki hjá LÍN
Menntamálaráðherra vinnur að frumvarpi til þess að veita kennaranemum sértæka styrki úr LÍN. Ráðherrann segir kennaraskort blasa við, ef ekkert verði að gert. Fjöldi brautskráðra kennara sé einfaldlega ekki nægur til þess að mæta þörf. Þetta kemur fram í Fréttablaðinu í dag.
Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra ætlar að breyta námsfyrirkomulaginu þannig að starfsnám kennara á fimmta ári verði launað og búa þannig um hnútana að Lánasjóður íslenskra námsmanna greiði sértæka styrki til kennaranema. „Hugmyndin er að það verði fjárhagslegur hvati úr Lánasjóðnum í afmarkaðan tíma til þess að auka aðsóknina í námið.“
Á fundi ríkisstjórnarinnar fyrir tæpu ári kynnti Lilja áform sín um átak til að sporna við fækkun menntaðra kennara hér. „Eins og staðan er núna þá erum við að horfa á tvíþættan vanda. Annars vegar að menntaðir kennarar eru ekki að bætast í hóp kennara heldur að finna sér annað starf. Hins vegar að þeir sem hefja kennslu að loknu námi hverfa oft og tíðum til annarra starfa. Þetta brotthvarf er talsvert,“ sagði Lilja í samtali við Morgunblaðið í byrjun febrúar í fyrra.
„Kennaraforystan og háskólasamfélagið hafa áður fjallað um þennan bráðavanda, eins og ég vil kalla hann. Samráðshópur skilaði tillögum til ráðuneytisins um hvernig fjölga megi kennurum. Þar á meðal voru tillögur um hvernig búa megi til efnahagslega hvata í gegnum LÍN og um námsstyrki – það er einnig áskorun fyrir okkur að fá fleiri í kennaranám,“ sagði Lilja sem vildi á þeim tíma ekki fara nánar út í hvernig slíkar hugmyndir yrðu framkvæmdar. Af orðum hennar að dæma virðist þó að umræddir hvatar myndu einnig beinast að útskrifuðum kennurum.
„Vinna við útfærslur og hugmyndir er ekki komin nógu langt til að ég geti útlistað þær nákvæmlega. Þær þurfa að vera margþættar, þær þurfa að snúa að náminu, þær þurfa að snúa að því að bæta aðbúnað þeirra sem eru í starfinu og að þeim sem horfið hafa úr stéttinni.“
Í erindi sem Lilja flutti á málþingi Öryrkjabandalags Íslands 1. mars í fyrra kom hún einnig inn á þetta og sagði að stjórnvöld þurfi að taka á lítilli nýliðun og það sé eitthvað sem verið sé að gera.
Hún tók í svipaðan streng á flokksþingi Framsóknarflokksins síðar í marsmánuði í fyrra og að þjóð sem ekki sinnti ekki kennurum væri ekki í fremstu röð.
Bloggað um fréttina
-
Jóhann Elíasson: STENST SVONA LAGAÐ GAGNVART JAFNRÉTTISREGLU STJÓRNARSKRÁRINNAR???
Innlent »
Föstudagur, 22.2.2019
- Eins og að ganga inn í aðra veröld
- Konan sigursælust
- Smakkar ekki kökuna fyrr en hún hefur unnið
- Egill Eðvarðsson heiðraður
- Lagði Þjóðverjum lið við val á lagi
- Eldur kom upp í bifreið á Bústaðavegi
- Í verkfall fyrir loftslagið: Myndir
- Vinna með virtu fólki í bransanum
- Fjúkandi fiskikör í Ólafsvík
- 1,6 milljónir fyrir ólögmæta handtöku
- Sátu fastir um borð vegna hvassviðris
- Hungurganga á Austurvelli
- Aðrar leiðir til að láta vita
- Hækkun lægstu launa gefi ranga mynd
- „Útlitið nánast aldrei jafn dökkt og nú“
- Forskot Airbnb aukið með verkföllum
- Eygló hreppti verðlaunin
- Fundurinn upplýsandi fyrir báða aðila
- Reyndist lögreglumaður en ekki þjófur
- Hvatti hana til að fara úr baðfötunum
- Fær 3,6 milljónir vegna fangelsisvistar
- Vildi upplýsa um veikleika í Mentor
- FKA og RÚV í samstarf um fjölbreytni
- Skuldi fólki opinbera afsökunarbeiðni
- Telja fiskrækt í ám og eftirlit í ólestri
- „Framtíðin okkar, aðgerðir strax“
- Eldur í ruslageymslu í Ljósheimum
- Starfsfólkið óskar friðar frá pólitík
- Talinn hafa látist eftir inntöku heilaörvandi efnis
- „Búnir að svíkja okkur frá A-Ö“
- Stór fyrirtæki í ferðaþjónustu skotmarkið
- „Berja hausnum við steininn“
- Kosið verði aftur í þingnefndir
- Ólafur og Karl Gauti í Miðflokkinn
- Þegar orðið tjón vegna verkfalla
- Gefur lítið fyrir útreikningana
- Stefán þurfi að skýra skrif sín betur
- Segir stefna í hörðustu átök í áratugi
- Miðstöð fyrir þolendur ofbeldis á Akureyri
- Ákærður fyrir að sigla undir áhrifum fíkniefna
- Sigurður fékk fjögurra og hálfs árs dóm
- VR á fund Almenna leigufélagsins
- Guðrún Nordal áfram hjá Árnastofnun
- Fundahöld óháð verkfalli
- Iceland Seafood sameinar dótturfélög
- Hyggst kæra ákvörðun sýslumanns
- Seldu starfsmanni fimm bíla
- LÍV vísar deilunni til sáttasemjara
- Loka svæði á Skógaheiði
- Munu bíta fast þar sem þarf að bíta
- Hagstofan spáir 1,7% hagvexti í ár
- Hafa vart séð áður svo mikla sjávarhæð

- Njóta skattleysis í Portúgal
- Segja hæstu launin hækka mest
- Kjarabaráttan snýst ekki um staðreyndir
- Hvatti hana til að fara úr baðfötunum
- Umfangsmesta aðgerðin hingað til
- Atvinnumaður í Reykjavík
- Andlát: Einar Sigurbjörnsson
- Í vinsælasta spjallþætti á Írlandi
- Ekkert lát á umhleypingum í veðri
- Eins og að ganga inn í aðra veröld