Meira plast í kvenfuglum en karlfuglum

Fýll flýgur yfir höfninni í Vestmannaeyjum. Plast fannst í maga ...
Fýll flýgur yfir höfninni í Vestmannaeyjum. Plast fannst í maga 70% fýla í nýrri rannsókn. Mynd úr safni. mbl.is/Eggert

Plast fannst í yfir 70% fýla og í 40-55% af kræklingi samkvæmt rannsóknum sem Umhverfisstofnun lét gera á síðasta ári. Athygli vekur að marktækt meira plast var í kvenfuglum og að ekki reyndist marktækur munur á magni plastagna í mælingastöðvum í nágrenni höfuðborgarinnar og vestur á fjörðum.

Það var Rannsóknasetur Háskóla Íslands á Suðurnesjum sem sá um að skoða örplast í kræklingi á völdum stöðum við Ísland.

Örplast fannst í fjörukræklingi á öllum þeim stöðum sem kannaðir voru, en rannsóknarsvæðið náði frá Reykjanesi yfir á Vestfirði og fundust plastagnir í 40-55% kræklings á hverri stöð. Fjöldi örplastagna í hverjum kræklingi var á bilinu 0-4 og var meðalfjöldi örplastagna 1,27 á hvern krækling. Plastagnirnar voru aðallega þræðir af ýmsum gerðum og litum og var meðallengd þeirra 1,1 mm, en ekki reyndist marktækur munur á fjölda örplastagna í kræklingi á milli stöðva.

Kræklingur tíndur í Hvalfirði. Myndin tengist efni fréttarinnar ekki með ...
Kræklingur tíndur í Hvalfirði. Myndin tengist efni fréttarinnar ekki með beinum hætti. Ljósmynd/MAST

Hefði talið plastið meira á þéttbýlli svæðum

Katrín Sóley Bjarnadóttir, sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun, segir í samtali við mbl.is að þessi síðasta niðurstaða hafi komið sér nokkuð á óvart. „Fyrir fram hefði maður kannski haldið að það það mældist meira af plastögnum í nágrenni fjölbýlli staða þar sem er meiri skolplosun og annað, en svo var ekki,“ segir hún.

Spurð hvort þetta þýði að sjórinn sé orðinn svo mettaður plasti að staðsetning skipti ekki máli, segir Katrín Sóley þetta kalla á frekari rannsóknir. „Það er erfitt að draga ályktanir út frá einni rannsókn, en vonandi getum við haldið áfram að gera sambærilegar rannsóknir næstu árin þannig að við sjáum þá hvort það sé einhver breyting.“

„Núna vitum við alla vegna hvernig ástandið er og getum þá fylgst með í framtíðinni,“ segir hún.

Ekki hefur áður verið gerð sambærileg rannsókn á kræklingi hér við land, en fýllinn hefur í tvígang verið rannsakaður.

Minna plast en í fyrri rannsóknum

Náttúrustofa Norðausturlands rannsakaði plast í maga fýla og fannst plast í maga í um 70% þeirra 43 fýla sem skoðaðir voru nú og er það minna en í fyrri rannsóknunum tveimur. Í þeirri fyrri sem gerð var 2011 mældist plast í 79% fýla, en í rannsókn sem gerð var 2013 fannst það í 90% fuglanna. Óljóst er þó hvað veldur þessum mun milli rannsókna.

Að þessu sinni fannst meira en 0,1 g af plasti í 16% fuglanna, en viðmiðunarmörk OSPAR (samnings um vernd­un haf­rým­is Norðaust­ur-Atlants­hafs­ins) er að 0,1 g greinist í innan við 10% fuglanna. „Við erum í lægri kantinum miðað við það sem greinist annars staðar,“ segir Katrín Sóley og vísar til töflu yfir hlutfall fýla með plast í meltingarvegi á svæðum í Norður-Atlantshafi. „Þetta er þó náttúrulega bara ein rannsókn,“ bætir hún við.

Í tveimur fýlum sem komu frá Vestfjörðum fannst óvenjumikið magn af plasti, eða 28 agnir í hvorum fugli, en að öðru leyti var ekki munur milli landshluta og var meðalfjöldi plastagna í meltingarvegi fýlanna 3,65.

Marktækt meira plast var hins vegar í kvenfuglum en karlfuglunum, bæði hvað varðar fjölda plastagna og þyngd og segir Katrín Sóley þetta hafa komið nokkuð á óvart, en plast fannst í 61% karlfugla og 87% kvenfugla. „Það er spurning hvað veldur, því það er ekki talið að kynin beri mismikið plast,“ segir hún. Fáar rannsóknir hafi borið saman mun á plasti eftir kynjum , en í þeim sem það hefur verið gert hefur ekki greinst neinn munur. Katrín Sóley segir það því verða áhugavert að fylgjast með hvort kynjamunurinn mælist hér áfram á næstu árum.

Fylla magann af ólífrænu plastefni

Ekki hefur enn verið rannsakað hvaða áhrif örplastið hafi á fýlinn eða kræklinginn og segir Katrín Sóley margt enn órannsakað í þessum efnum. „Svo erum við að innbyrða t.d. kræklinginn og hversu mikið af plastinu og efnunum sem í því eru fer þá í okkur?“ spyr hún.

Katrín Sóley segir þá þekkt að fýlar, líkt og ýmis önnur dýr, telji plastið til matar. „þeir telja sig svo hafa fyllt magann af næringu, sem er síðan bara ólífrænt plastefni og þau dýr sem þetta gera deyja.“ Hún bætir við að rannsóknir hafi verið gerðar á þessu erlendis. „Síðan hafa kvenfuglar líka verið að fóðra ungana sína á plasti og þá lifa þeir náttúrlega ekki heldur.“

mbl.is

Innlent »

Hafa safnað yfir 2.000 undirskriftum

14:16 Yfir 2.000 manns hafa skrifað undir áskorun Landverndar til umhverfis- og auðlindaráðherra og forstjóra Umhverfisstofnunar um að hraða vinnu við friðlýsingu á áhrifasvæði Hvalárvirkjunar, Drangajökulssvæðinu, þannig að hægt verði að leggja friðlýsinguna fyrir Alþingi á haustþingi. Meira »

Fundur hjá ríkissáttasemjara hafinn

14:10 Fundur samninganefnda Eflingar, VR, VLFA, VLFG og Samtaka atvinnulífsins hófst nú rétt í þessu í húsakynnum ríkissáttasemjara. Fundurinn er sagður standa til klukkan hálffjögur. Talsmenn verkalýðshreyfingarinnar sögðust í gær ekki bjartsýnir á það að nýtt tilboð kæmi frá SA á fundinum í dag. Meira »

„Það sló út á allri Eyrinni“

13:43 Sjór flæddi yfir höfnina á Flateyri í morgun, sem olli því að rafmagn sló út í byggðarlaginu. Samkvæmt nýjustu upplýsingum frá Orkubúi Vestfjarða hefur rafmagni verið komið á að nýju, en enn er rafmagnslaust á höfninni. Meira »

Fyrstu og önnur verðlaun til Íslands

13:33 Bæði fyrsta og annað sætið í árlegri Ljósmyndakeppni sjómanna á Norðurlöndunum féllu í skaut Íslendinga. Sænskur sjómaður varð í þriðja sæti, Dani í því fjórða og Norðmaður í fimmta sætinu að því er segir í fréttatilkynningu frá Sjómannablaðinu Víkingi en blaðið hefur í 17 ár staðið fyrir ljósmyndakeppni á meðal íslenskra sjómanna. Meira »

Eru að breyta skoðunarhandbók

13:30 Ýmsar breytingar eru fyrirsjáanlegar varðandi þau atriði sem skoðunarstöðvar fara eftir er ökutæki eru tekin til aðalskoðunar. Sú vinna er þegar hafin hjá Samgöngustofu, í tengslum við ESB-tilskipun um skoðun ökutækja, sem fjallar meðal annars um mikilvægi réttrar skráningar á stöðu kílómetramæla. Meira »

„Hálfgerð blekking“

13:29 „Það er mikill misskilningur að þetta sé einhver kjarabót til láglaunafólks. Það er sama krónutalan upp allan stigann, þannig að þær dylgjur eiga bara ekki rétt á sér,“ segir Drífa Snædal, forseti Alþýðusambands Íslands, í samtali við mbl.is innt álits á skattatillögum ríkisstjórnarinnar í ljósi þess að til standi að frysta persónuafslátt í þrjú ár. Meira »

Reyndu að tæla barn upp í bíl

12:45 Tveir menn reyndu að tæla barn upp í bifreið sem þeir voru í um klukkan ellefu í morgun. Ekki náðist í lögreglu til að fá upplýsingar um hvar í borginni atvikið átti sér stað en þetta kemur fram í dagbók lögreglu á stöð þrjú sem er í Kópavogi og Breiðholti. Meira »

Selja Bergey úr Eyjum til Grundarfjarðar

12:39 Útgerðarfélagið Bergur-Huginn í Vestmannaeyjum, dótturfélag Síldarvinnslunnar, hefur selt Guðmundi Runólfssyni hf. í Grundarfirði skuttogarann Bergey VE. Gert er ráð fyrir að skipið verði afhent G.Run. í síðasta lagi í september. Meira »

Búið að auglýsa stöðu seðlabankastjóra

12:23 Nýr seðlabankastjóri verður skipaður 20. ágúst næstkomandi, en staðan hefur verið auglýst með formlegum hætti í Lögbirtingablaðinu. Skipunartími Más Guðmundssonar rennur þá út, en hann hefur verið bankastjóri Seðlabanka Íslands frá árinu 2009. Meira »

Fjöldi þrepa „tæknilegar útfærslur“

11:59 „Virkni kerfisins er það sem skiptir máli,“ sagði Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra á Alþingi í dag þar sem hann brást við fyrirspurn frá Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni, formanni Miðflokksins. Meira »

„Vorum aldrei kölluð að borðinu“

11:58 „Þetta er bara pólitík og ekkert annað og kom mér ekkert á óvart. Menn ætluðu sér alltaf að fara í hvalveiðar,“ segir Rannveig Grétarsdóttir, formaður Hvalaskoðunarsamtaka Íslands. Meira »

Loftslagsverkfall stúdenta á morgun

11:53 Efnt er til verkfalls fyrir loftslagið á Austurvelli á morgun, 22. febrúar – og alla næstu föstudaga – á milli klukkan 12 og 13. Landssamtök íslenskra stúdenta boða til loftslagsverkfallsins. Meira »

Skírlífi í ár „alla vega hænuskref“

11:36 „Við skiljum sjónarmið þess að það þurfi að gæta varkárni en að sama skapi þá hefðum við viljað ganga lengra,“ segir varaformaður Samtakanna ´78. Ráðgjafanefnd um fagleg málefni blóðbankaþjónustu leggur til að samkynhneigðum mönnum verði leyft að gefa blóð tólf mánuðum eftir samræði við annan mann. Meira »

Elín og Kóngulær tilnefndar

11:27 Skáldsagan Elín, ýmislegt eftir Kristínu Eiríksdóttur og ljóðabókin Kóngulær í sýningargluggum eftir Kristínu Ómarsdóttur hafa verið tilnefndar til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2019 fyrir Íslands hönd. Þetta var tilkynnt fyrir stundu. Meira »

Kaupir helmingshlut í Sea Data Center

11:00 Norska hugbúnaðarfyrirtækið Maritech hefur keypt um helmingshlut í íslenska sprotafyrirtækinu Sea Data Center. Fyrirtækin hafa gert með sér samstarfssamning um áframhaldandi þróun á búnaði og mun Sea Data Center verða umboðsaðili Maritech á Íslandi. Meira »

Þorsteinn bað Þórhildi afsökunar

10:54 Þorsteinn Sæmundsson, þingmaður Miðflokksins, kvaddi sér hljóðs við upphaf þingfundar á Alþingi í dag og baðst afsökunar á framgöngu sinni í umræðum í þinginu í gærkvöldi. Meira »

„Heppnasti maður í heimi“

10:35 Íslenski ferðamaðurinn sem lifði af 20 metra hátt fall á Table-fjalli við Höfðaborg í Suður-Afríku á mánudag er „heppnasti maður í heimi“, að sögn Roy van Schoor, björgunarsveitarmanns sem kom að aðgerðunum. Hann ræddi björgunina í viðtali á útvarpsstöðinni Cape Talk í gær. Meira »

Hamingjusamir veikjast sjaldnar

10:05 Hamingjusamt fólk verður sjaldnar veikt, fær til að mynda sjaldnar kvef og lifir yfirleitt lengur. Þetta segir Vanessa King, sérfræðingur um vellíðan, þrautseigju og hamingju á vinnustöðum. Meira »

Jón Baldvin kærir „slúðurbera“

09:21 Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi utanríkisráðherra og sendiherra, hefur kært fólk, sem hann nefnir „slúðurbera“ í fjölmiðlum fyrir tilhæfulausar sakargiftir, ranghermi og gróf meiðyrði. Meira »
Einstakt verslunarhúsnæði í miðbænum
Um það vil 70 fermetra verslunahúsnæði á besta stað í miðbæ Reykjavíkur, neðst v...
Tökum að okkur raflagnir og smíðavinnu
Tökum að okkur raflagnir og smíðavinnu Löggiltir verktakar - Áratuga reynsla. Sm...
* Öll stærstu á einum stað
Þú getur spilað með í yfir 50 stærstu Lottóum heimsins. Í yfir 12 ár hafa lottó...
Trúlofunar- og giftingarhringar í úrvali
Auk gullhringa eigum við m.a. hvítagull, silfur og titaniumpör á fínu verði. Dem...