Myndaði hraðakstur í Hvalfjarðargöngum

Ökumaður svarta jeppans brunaði fram úr Axel Rafni á ógnarhraða …
Ökumaður svarta jeppans brunaði fram úr Axel Rafni á ógnarhraða í göngunum. Skjáskot/Úr myndskeiðinu

Axel Rafn Benediktsson, íbúi á Akranesi, náði í dag myndskeiði, sem sýnir ökumann aka á vítaverðan hátt í Hvalfjarðargöngum. Hann birti myndskeiðið á Facebook-síðu sinni undir kvöld og segir þar að svona eigi alls ekki að aka, sérstaklega ekki í göngum. Fyrst var greint frá myndskeiðinu á vef Skagafrétta.

Axel Rafn segir að sjálfur hafi hann verið á 70 kílómetra hraða á klukkustund, löglegum hámarkshraða í göngunum, en í samtali við mbl.is segir hann að svarti jeppinn sem þaut fram úr honum hafi „klárlega“ verið að keyra á yfir 100 kílómetra hraða og að hann giski á að ökumaðurinn hafi verið á bilinu 110-130 kílómetra hraða, eða hátt í tvöföldum hámarkshraða í göngunum.

Hann bendir á að lítið þurfi til að hrikaleg slys eigi sér stað í göngunum. Sjá má myndskeiðið hér að neðan.

mbl.is