Norðaustanhvassviðri í kvöld

Kort/Veðurstofa Íslands

Skil nálgast landið úr suðvestri með vaxandi austanátt í dag, snjókomu og versnandi skyggni. Hlýnandi veður. Hlánar sunnan til síðdegis með slyddu eða rigningu. Norðaustanhvassviðri í kvöld en mun hægari suðvestanátt með slydduéljum um landið suðvestanvert.

Norðaustanhvassviðri eða -stormur norðvestan til á morgun en mun hægari vindur sunnan- og austanlands. Víða él og frost 0 til 7 stig. Ákveðin norðanátt annað kvöld og él norðan til en léttir til fyrir sunnan, segir í hugleiðingum veðurfræðings Veðurstofu Íslands. 

Kort/Veðurstofa Íslands

Allt að 14 stiga frost í dag

Breytileg átt 5-10 og él á stöku stað. Frost 3 til 14 stig, kaldast inn til landsins. Gengur í austan 10-18 í dag með snjókomu, fyrst suðvestan til og hlýnar. Slydda eða rigning sunnan til síðdegis. Snýst í suðvestan 8-13 með skúrum eða éljum um landið suðvestanvert í kvöld, en annars norðaustan og austan 13-20 og snjókoma, hvassast á annesjum.

Norðaustan 15-23 um landið norðvestanvert á morgun, en 5-13 sunnan og austan til. Víða él og frost 1 til 7 stig, en sums staðar frostlaust við suðurströndina. Norðan 10-18 annað kvöld og kólnar í veðri, él fyrir norðan, en léttir til um landið sunnanvert.

Á þriðjudag:
Austan og norðaustan 8-15 m/s, en 15-20 norðvestan til. Víða snjókoma eða él, en dregur úr vindi og ofankomu um kvöldið. Frost 0 til 9 stig, mildast syðst. 

Á miðvikudag:
Norðlæg átt 5-13 og stöku él, en bjartviðri um landið sunnanvert. Frost 3 til 15 stig, kaldast inn til landsins. 

Á fimmtudag:
Austlæg eða breytileg átt. Stöku él og talsvert frost norðan til, en snjókoma með köflum sunnan til og frost 0 til 5 stig. 

Á föstudag:
Gengur í allhvassa suðaustanátt, slydda eða rigning sunnan og vestan til um kvöldið og hlýnar, en annars þurrt að mestu og minnkandi frost. 

Á laugardag og sunnudag:
Útlit fyrir suðvestanátt með éljum. Hiti kringum frostmark.

mbl.is