Sjá fyrir endann á eldinum

Svona var umhorfs í Álfsnesi í morgun.
Svona var umhorfs í Álfsnesi í morgun. mbl.is/Hari

Helmingur þeirra slökkviliðsmanna sem sendir voru í urðunarstöðina Álfsnes í morgun til þess að slökkva mikinn eld í dekkjakurli hefur verið kallaður til baka samkvæmt upplýsingum frá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins. Sex slökkviliðsmenn eru enn á staðnum.

Enn er eldur í dekkjakurlinu að sögn slökkviliðsins en aðeins brot af þeim mikla eldi sem var í morgun. Þeir slökkviliðsmenn sem enn eru á staðnum eru farnir að sjá fyrir endann á verkefninu og standa vonir til þess að þeir geti yfirgefið vettvanginn innan klukkustundar. Vettvangurinn verður þá afhentur verktakanum og starfsmönnum Sorpu.

Eldurinn kviknaði upphaflega á laugardaginn og var brugðist við því. Talið var að tekist hefði að slökkva hann þá en ljóst er að enn hefur kraumað eldur í glæðunum. Slökkviliðið var því kallað aftur út í morgun. Hefur verið unnið að því að hræra í glæðunum, moka yfir þær og sprauta á svæðið sem upphaflega náði yfir nokkur hundruð fermetra.

mbl.is/Hari
mbl.is/Hari
mbl.is/Hari
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert