VR stendur við hækkanir

Barist fyrir bættum kjörum.
Barist fyrir bættum kjörum. mbl.is/Friðrik Tryggvason

VR mun standa við hækkun á mánaðarlaunum starfsmanna félagsins, hvort sem kröfurnar verða uppfylltar þegar kjarasamningar nást eða ekki. Þetta staðfestir Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR.

Mánaðarlaun allra starfsmanna VR, að formanni og framkvæmdastjóra félagsins undanskildum, hækkuðu um 42.000 krónur frá og með 1. janúar 2019, í samræmi við kröfur VR.

„Það var tekin ákvörðun um að hækka launin um krónutölu svo að allir starfsmenn fá sömu krónutöluna, eins og er í kröfugerðinni okkar. Það er heimilt að gera þetta, fylgja góðu fordæmi félagasamtaka og fyrirtækja og fara eftir kröfugerð stéttarfélaganna okkar. Starfsfólk VR á rétt á launaviðtali einu sinni á ári og þetta er niðurstaðan eftir þau viðtöl, auk þess er þetta innan þess ramma sem við setjum framkvæmdastjórninni,“ segir Ragnar í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert