Dagur segir Eyþór hafa hlaupið á sig

Dagur B. Eggertsson og Eyþór Arnalds, í myndatöku fyrir sveitarstjórnarkosningarnar ...
Dagur B. Eggertsson og Eyþór Arnalds, í myndatöku fyrir sveitarstjórnarkosningarnar á síðasta ári. Þeir tókust á í kosningabaráttunni og hafa haldið því áfram síðan. mbl.is/Arnþór

„Maður ræður ekki alltaf hvað gerist, heldur fyrst og fremst hvernig brugðist er við. Í þessu máli hefur verið rétt brugðist við. Þegar framúrkeyrslan kom í ljós var kallað eftir skýringum og síðan málið sett í réttan farveg hjá innri endurskoðun. Nú þegar þessi ítarlega og vandaða skýrsla með þessum fjölmörgu ábendingum liggur fyrir, þá er það okkar skylda og verkefni að vinna úr þær úrbætur sem nauðsynlegar eru,“ sagði Dagur B. Eggertsson í ræðu sinni við upphaf umræðna um skýrslu innri endurskoðunar um Nauthólsveg 100, á borgarstjórnarfundi í dag.

Hann sagði meirihluta borgarstjórnar vera staðráðinn í að láta hendur standa fram úr ermum við það verkefni, og að hann ætlaði ekki að gera umræðu kjörinna fulltrúa um málið að miklu umtalsefni sínu, en gerði það svo raunar sjálfur og gagnrýndi þá borgarfulltrúa, sem talað hafa fyrir því að skýrslunni um Nauthólsveg 100 verði vísað til héraðssóknara, harðlega.

„Ég held að það nægi kannski að vísa til þess hvernig Vigdís Hauksdóttir borgarfulltrúi Miðflokksins magalendir nú makalausum málflutningi sínum algjörlega úti í skurði í þessu máli,“ sagði Dagur og vísað til þeirrar ákvörðunar Vigdísar og Kolbrúnar Baldursdóttur oddvita Flokks fólksins að breyta framlagðri tillögu sinni um að vísa skýrslunni til héraðssaksóknara.

„Það er búið að draga tillöguna sem kynnt var með lúðrablæstri, já allir fjölmiðlar landsins voru boðaðir til fundar af hálfu borgarfulltrúans og borgarfulltrúa Flokks fólksins eftir síðasta borgarráðsfund, og gert í þeim það sem núna virðist vera bjölluat. Þeim var kynnt þessi tillaga, sem núna hefur verið dregin til baka,“ sagði Dagur og sagðist því raunar feginn, „út frá virðingu borgarstjórnar“.

Enn á ný er rætt um fasteignirnar við Nauthólsveg 100 ...
Enn á ný er rætt um fasteignirnar við Nauthólsveg 100 í borgarstjórn. mbl.is/Hari

Það er þó ekki sá skilningur sem borgarfulltrúarnir leggja í breytingartillögu sína, sem felst í því að borgarlögmanni verði falið að vísa málinu til „þar til bærra yfirvalda,“ í stað þess að ákvörðun verði tekin um það af hálfu borgarstjórnar að vísa skýrslunni til héraðssaksóknara. 

Þær Vigdís og Kolbrún segja að með breytingartillögu sinni sé verið að „víkka út tillöguna“ og Vigdís sagði að hún skildi vel að „borgarstjóri væri pirraður yfir því“.

Dagur sagðist þó ekki betur geta séð en að „einn maður sé skilinn eftir úti í skurðinum“ og væri þar enn á meðan þær Vigdís og Kolbrún reyndu „að krafla sig upp úr honum“. Það væri Eyþór Arnalds oddviti Sjálfstæðisflokks, sem var að sögn Dags „fljótur að hlaupa til, kikna í hnjánum eins og svo oft þegar borgarfulltrúi Vigdís Hauksdóttir opnar munninn, og taka undir tillöguna, augljóslega vanhugsað og án þess að hafa ráðfært sig við nokkurn sem hefur inngrip í lögfræði eða það hvernig svona mál eru unnin.“

„Það var ekki betur að heyra á oddvitanum en að það væri bara tekið undir þetta, að það væri fullkomlega eðlilegt á grundvelli skýrslunnar að borgarstjórn væri réttur vettvangur til þess að úrskurða um hugsanlegt sakhæfi og senda mál til héraðssaksóknara. Öðruvísi mér áður brá,“ sagði Dagur og lét í framhaldinu að því liggja að borgarstjórnarflokkurinn væri ekki stjórntækur.

Dagur B. Eggertsson í ræðustól í borgarstjórn Reykjavíkur í byrjun ...
Dagur B. Eggertsson í ræðustól í borgarstjórn Reykjavíkur í byrjun desember. mbl.is/Hari

„Nú hef ég reyndar aldrei verið kjósandi Sjálfstæðisflokksins, en á mjög löngum köflum þá hefur hann engu að síður verið stjórntækur stjórnmálaflokkur í Reykjavík. Farið sér aðeins hægt, en af ákveðinni ábyrgð og festu, en ekki látið leiða sig út í alls kyns ógöngur í upphlaupum og umræðu, sem er því miður allt of oft að gerast. Ég vona að Sjálfstæðisflokkurinn og aðrir láti sér þetta líka að kenningu verða í þessu máli, nema það sé bara þannig að borgarstjórnarflokkur Sjálfstæðisflokksins sé genginn í Vigdísi Hauksdóttur,“ sagði Dagur.

Borgarstjóra skorti auðmýkt

Eyþór Arnalds sagðist hafa orðið fyrir „vonbrigðum“ með ræðu borgarstjóra við upphaf umræðunnar. „Ég átti von á málefnalegri umræðu hér um þessa kolsvörtu skýrslu sem við höfum öll fengið, en í staðinn sjáum við að borgarstjóri sem hér var frummælandi æsir sig upp og sýnir algjöran skort á auðmýkt gagnvart verkefninu.

Hann sýnir enga auðmýkt gagnvart því sem aflaga fór, enga auðmýkt gagnvart framúrkeyrslu, enga auðmýkt gagnvart ólöglegum greiðslum, enga auðmýkt sem framkvæmdastjóri þegar reglur um útboð borgarinnar sjálfrar voru brotnar, enga auðmýkt gagnvart því að engir samningar voru gerðir utan þess eina sem hann gerði sjálfur. Auðmýkt borgarstjóra gagnvart brotum á sveitarstjórnarlögum var ekki að finna.

Ekki gagnvart því að skjöl finnast ekki, ekki gagnvart því að tölvupóstum var eytt og ekki var hægt að fullrannsaka málið, ekki gagnvart því að lög um skjalavörslu voru brotin, sem hafa hörð viðurlög. Ég sakna auðmýktar borgarstjóra gagnvart hörmulegri meðferð opinberra fjármuna. Útsvarsgreiðslum meira en 100 íbúa hefur verið sólundað með ólögmætum hætti án heimildar borgarinnar. Hvar er auðmýktin gagnvart þessu?“ sagði Eyþór.

Eyþór Laxdal Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins, segir borgarstjóra skorta auðmýkt.
Eyþór Laxdal Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins, segir borgarstjóra skorta auðmýkt. mbl.is/Kristinn Magnússon

„Við gerum kröfur á það að fólk sem sýslar með opinbert fé eins og virðisaukaskatt og staðgreiðslu og annað, að það skili þeim peningum og sólundi þeim ekki í annað. En við sjáum það að það hefur viðhafst hér, ekki bara í þessu máli heldur fleirum, að fé hefur ekki bara verið sólundað og framúrkeyrslur verið stundaðar, heldur hefur það verið gert með ólöglegum hætti. Eigum við síðan að fara hérna upp og gagnrýna þá sem vilja skoða málið. Er það góður siður, að skjóta sendiboða, eða þá sem vilja ekki geyma skýrslurnar undir stól,“ sagði Eyþór og nefndi að „margar skýrslur“ borgarinnar hefðu fengið að rykfalla.

Til dæmis segir Eyþór að nýleg „svört“ skýrsla um skjalastjórn og skjalavörslu hefði ekki enn verið kynnt fyrir borgarráði, „af einhverjum undarlegum ástæðum“ og að ekki hefði verið brugðist nægilega við skýrslu innri endurskoðunar um skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, sem hafði umsjón með framkvæmdum við Nauthólsveg 100.

„Ef að borgarstjóri hefði tryggt það að farið hefði verið eftir þessari skýrslu hefði braggamálið ekki klúðrast. Þá hefðu ferlarnir verið í lagi,“ sagði Eyþór.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Nektarmyndsendingar algengar í 10. bekk

17:00 Tæplega helmingur stúlkna í 10. bekk í grunnskóla hefur verið beðin um að senda einhverjum öðrum ögrandi mynd eða nektarmynd af sér í gegnum netið. Í tilfelli drengja er hlutfallið 28%. Þá hafa 27% stúlkna í sama bekk sent slíkar myndir og 21% drengja. Meira »

„4 milljóna króna laun eru ekki hófleg“

16:07 „Fjögurra milljóna króna laun eru ekki hófleg í neinum þeim veruleika sem við þekkjum til,“ sagði Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra á Alþingi í dag. Voru orð hennar svar við fyrirspurn Þórhildar Sunnu Ævarsdóttur, þingmanns Pírata. Meira »

Húsnæði fyrir flóttafólk mesta áskorunin

15:50 Stærsti fyrirvari Blönduósbæjar við móttöku sýrlenskra fjölskyldna á flótta er að finnist nægilegt húsnæði, segir Valdimar O. Hermannsson, sveitarstjóri Blönduósbæjar, í samtali við mbl.is. Sveitarstjórn bæjarins samþykkti í síðustu viku að að taka við flóttafólki samkvæmt beiðni frá félagsmálaráðuneytinu. Meira »

Hóta að taka fé úr stýringu hjá Kviku

15:24 VR segist ekki sætta sig við að Almenna leigufélagið hafi hækkað leigu um tugþúsundir króna í einhverjum tilfellum og gefið leigjendum fjóra daga til að samþykkja hækkunina. Krefst VR þess að áformin séu dregin til baka, en að öðrum kosti ætli félagið að taka allt sitt fé úr eignastýringu hjá Kviku banka, en um er að ræða 4,2 milljarða. Meira »

Mótmæla við Landsbankann

15:03 Hópur fólks er saman kominn fyrir utan húsnæði Landsbankans í Austurstræti til þess að mótmæla launum bankastjórans. Sjá má af skiltum fólksins að farið er fram á að laun Lilju Bjarkar Einarsdóttur verði lækkuð. Meira »

Unnur Brá tekur á ný sæti á Alþingi

14:52 Unnur Brá Konráðsdóttir, varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins, tekur í dag sæti á Alþingi fyrir Ásmund Friðriksson, alþingismann flokksins. Unnur Brá starfar sem aðstoðarmaður ríkisstjórnarinnar, skipuð af forsætisráðherra í fyrra, og var henni falið að sinna verkefnisstjórn við endurskoðun stjórnarskrárinnar. Meira »

Tvö snjóflóð féllu á Ólafsfjarðarveg

14:42 Tvö snjóflóð féllu með stuttu millibili yfir þjóðveginn við Sauðanes milli Dalvíkur og Ólafsfjarðar um hádegisbil.   Meira »

Stafrænt kynferðisofbeldi til umræðu

13:59 Nú klukkan 14:00 hefst fundur í Háskóla Reykjavíkur um stafrænt kynferðisofbeldi, en frumvarp sem tekur á slíku ofbeldi liggur nú fyrir Alþingi í annað skiptið. Verður meðal annars rætt um stöðuna á slíku ofbeldi, hvaða refsingar búa við slíkum brotum og þá vernd sem er til staðar. Meira »

Mikill meirihluti vill kvótakerfið áfram

13:49 Mikill meirihluti mjólkurframleiðenda vill ekki afnema kvótakerfi í mjólkurframleiðslu heldur halda í það. Samtals var það afstaða tæplega 90% af þeim 493 mjólkurframleiðendum sem tóku þátt í atkvæðagreiðslu Bændasamtakanna, en atkvæðagreiðslu um málið lauk nú á hádegi í dag. Meira »

„Aldrei heyrt um loðnu svo sunnarlega“

13:48 „Við fengum aflann í sex holum þannig að það gekk vel að veiða. Veiðisvæðið var um 300 mílur suður af Rockall en það er sunnan við mitt Írland. Við þurftum að sigla 790 mílur heim til að landa og það er andskoti langt,“ segir Hjörvar Hjálmarsson, skipstjóri á Berki NK, sem kom til Neskaupstaðar í gærmorgun með tæplega 2.300 tonn af kolmunna. Vel gekk að fylla skipið að hans sögn. Meira »

Ríkið leitar hugmynda um framtíðina

13:40 Framtíðarnefnd forsætisráðherra leitar nú að rökstuddum hugmyndum að sviðsmyndum í framtíðinni frá bæði almenningi og hagsmunaaðilum, en markmið nefndarinnar er að skapa grundvöll fyrir umræðu um þróun mikilvægra samfélagsmála til lengri tíma. Meira »

Skordýr fannst í maíspoppi

12:22 Samkaup hafa innkallað maíspopp frá framleiðandanum Coop, en skordýr fundust í slíkri vöru. Um er að ræða 500 g einingu sem merkt er með best fyrir dagsetningunni 22.10.2019. Meira »

Búast við hugmyndum stjórnvalda á morgun

12:02 Samninganefnd Starfsgreinasambandsins hefur veitt viðræðunefnd félagsins umboð til þess að vísa kjaradeilunni við Samtök atvinnulífsins til ríkissáttasemjara á næstu dögum ef nefndin telur ástæðu til. Meira »

Svindlið nær allt til 2018

11:42 Gögn sem mbl.is hefur undir höndum og blaðamaður hefur borið saman við upplýsingar úr ökutækjaskrá Samgöngustofu, sýna að bílar frá Procar sem átt var við árið 2016 voru seldir alveg fram til áranna 2017 og 2018, bæði til fyrirtækja og einstaklinga. Meira »

35 teknir fyrir vímuakstur

11:40 Síðasta vika var óvenjuslæm þegar kemur að fjölda umferðarslysa á höfuðborgarsvæðinu en slysin voru fimmtán og í þeim slösuðust tuttugu og fjórir. 35 ökumenn voru staðnir að ölvunar- og fíkniefnaakstri á höfuðborgarsvæðinu um helgina. Meira »

Matarboð fyrir einhleypa

09:55 Sigrún Helga Lund heldur reglulega matarboð fyrir einhleypa vini sína. Hún segist hafa byrjað á þessu þar sem margir sem hafa skilið eftir ástarsambönd tali um að þeim sé aldrei boðið í mat. „...og þá ákveð ég bara, hey. Ég ætla að halda matarboð og ég ætla bara að bjóða einhleypum", sagði Sigrún Helga í skemmtilegu viðtali við Ísland vaknar á K100. Meira »

Skoða sæstreng milli Íslands, Noregs og Írlands

08:26 Vodafone á Íslandi (SÝN) og Nordavind hafa skrifað undir samstarfssamning um að skoða samlegð með lagningu á nýjum ljósleiðarasæstreng milli Íslands og Írlands annars vegar og Írlands og Noregs hins vegar. Nordavind er norskt fyrirtæki í eigu sveitarfélaga, orkufyrirtækja og ljósleiðarafyrirtækja í Noregi. Meira »

Ratsjármæli farleiðir fugla

07:57 Biokraft ehf. ber að gera ratsjármælingar við athuganir á farleiðum fugla um fyrirhugaðan vindorkugarð norðan við Þykkvabæ, Vindaborgir. Meira »

Fá engin svör frá borginni

07:37 Hollvinasamtök Elliðaárdalsins hafa óskað eftir fundi með borgaryfirvöldum varðandi breytingar á deiliskipulagi við Stekkjarbakka Þ73, án þess að fá nein svör. Þetta segir Halldór Páll Gíslason, formaður samtakanna. Meira »
Gefins - áttu klink sem þú mátt missa?
Kattholt þiggur með þökkum smámynt (hvaðan sem er). Þetta fer til að fjármagna...
Til sölu blár Nissan Leaf.
2016 árgerð, ekinn 26 þús. sem nýr. 30 Kw. hraðhleðsla, vetrar/sumardekk, ljós i...
Nokkrar notaðar saumavélar til sölu !!
Nokkrar tegundir, ýmsar gerðir. Allar ástandsskoðaðar og prófaðar af fagmanni. V...
Bókalind - antikbókabúð
Höfum á boðstólnum fjölbreytta flóru af bókum. Við erum með t.d. orðabækur, matr...