Einhentur þúsundþjalasmiður í Eyjum

Örn Hilmisson lætur fátt ef nokkuð aftra sér.
Örn Hilmisson lætur fátt ef nokkuð aftra sér.

Örn Hilmisson missti vinstri handlegg við axlarlið í slysi á sjó fyrir 20 árum. Hann lætur það ekki trufla daglegt líf.

„Ég var sjómaður um borð í Danska Pétri VE, þegar ég lenti í slysi við Eldey fyrir rúmum 20 árum. Mín fyrsta hugsun var að finna hjálminn sem ég missti af mér. Ég fann ekki fyrir neinu en sá að handleggurinn var komin í gegnum blökk. Adrenalínið fór á fullt, ég vildi losna sem fyrst úr klemmunni en á sama tíma sá ég lífshlaup mitt á örskots stundu,“ segir Örn Hilmisson sem nú er starfsmaður Sæheima í Vestmannaeyjum.

„Ég gerði mér grein fyrir því að ástandið væri alvarlegt og var með fulla meðvitund alveg þangað til ég fór í aðgerð á Landspítalanum. Ég bað lækninn sem tók á móti mér að gera allt til þess að ég héldi handleggnum en ég vissi samt einhvern veginn að það yrði ekki. Þegar ég vaknaði eftir aðgerðina og sá að handleggurinn var farinn tók ég þá ákvörðun að láta það ekki brjóta mig niður og við það hef ég staðið. Ég hélt axlarliðnum sem gerir mér kleift með aðstoð stoðtækja að gera ýmislegt þrátt fyrir einn handlegg.“ Örn telur að vegna góðra gena, uppeldis og húmors hafi hann náð að lifa góðu lífi þrátt fyrir missi handleggsins. Öllu máli hafi skipt stuðningur fjölskyldunnar og nefnir hann sérstaklega eiginkonuna Anniku og börn þeirra tvö.

Þrátt fyrir að handleggur Arnar sé farinn finnur hann fyrir því sem kallað er draugaverkir.

„Ég finn mest fyrir draugaverkjum í handleggnum ef ég fæ hita eða ef lægðir eru á leiðinni. Oftast fæ ég eins og raflost eða finnst úlnliðurinn vera að brotna, handleggurinn að brenna eða neglurnar að brettast upp,“ segir Örn og bætir við hlæjandi að hann hafi fyrst reynt að nýta sér draugahandlegginn á mikilvægum leik KR og ÍBV ellefu dögum eftir slysið.

„Þegar Gummi Ben var að taka víti lét ég draugahandlegginn grípa í rassinn á honum þannig að hann skaut upp á svalir í næstu blokk í stað þess að hitta markið og ÍBV vann tvöfaldan titil,“ segir Örn sem á gott með að sjá spaugilegar hliðar tilverunnar. Hann segir ýmis fyndin atvik hafa komið upp eftir slysið.

„Á þessum leik KR og ÍBV kom frændi minn til mín og eldri bróður míns og byrjaði að ræða við okkur um hversu miður sín hann væri vegna slyssins hjá Erni,“ segir Örn og hlær. Hann segir að frændinn hafi ekki reiknað með því að hann yrði mættur á leik svo fljótt, en frændinn hélt sig vera að tala við Óðin sem er eineggja tvíburabróðir Arnar.

Örn segir þeim oft ruglað saman. Þeir eigi margar góðar sögur af fólki sem skilur ekkert í því þegar það sér Örn ýmist með eina eða tvær hendur. Hann segir Óðin ekki leiðrétta misskilninginn og hafa gaman af.

Örn segist hafa þurft að endurskipuleggja allt frá grunni með einn handlegg. Breytingin á jafnvægi líkamans hafi verði erfiðust. „Fólk gerir sér almennt ekki grein fyrir röskuninni sem verður á jafnvægi við útlimamissi,“ segir Örn og segist nú þurfa að gæta sín betur í fjallaklifri og í allri hæð. Miklu máli skipti að vera í góðu líkamlegu formi.

Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.790 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »

Innlent »

Appelsína úr Hveragerði

19:00 Daginn er farið vel að lengja, snjór er yfir öllu bæði í byggð og uppi á hálendinu og því er kominn fiðringur í fjallamenn. Til þess að koma sér í gírinn og fá tilfinningu fyrir tækjunum mættu margir á hina árlegu jeppasýningu Toyota sem haldin var í Garðabæ á laugardag. Meira »

Munu styðja samkomulag við vinnumarkað

18:39 Willum Þór Þórsson, þingmaður Framsóknarflokksins, myndi styðja breytingar á skattkerfinu líkt og verkalýðsfélögin hafa óskað eftir. Meira »

Veita 30 milljónir fyrir flóttafólk frá Venesúela

18:02 Utanríkisráðherra hefur ákveðið að verja þrjátíu milljónum króna til aðstoðar við flóttafólk frá Venesúela með stuðningi við starfsemi Flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna. Er það til viðbótar tuttugu milljóna króna framlagi sem var ráðstafað til hjálpar flóttafólki frá Venesúela í lok janúar. Meira »

Keyptu níu „svindl-bíla“ árið 2017

18:02 Rekstraraðilar bílaleigu sem keypti notaða bílaleigubíla af gerðinni Suzuki Jimny af bílaleigunni Procar árið 2017 voru undrandi og hálf slegnir er blaðamaður hafði samband og sagði þeim að átt hefði verið við kílómetramælana í a.m.k. níu bílum sem nú eru í eigu fyrirtækisins. Meira »

Þakkaði Karli Gauta góða yfirferð

17:22 Karl Gauti Hjaltason, þingmaður utan þingflokka, gagnrýndi í fyrirspurn sinni til Sigríðar Andersen dómsmálaráðherra að sýslumaðurinn í Vestmannaeyjum hafi verið fenginn til starfa í Reykjavík án þess að staða hans hafi verið auglýst, þar sem kveðið er á um að sýslumaður skuli vera í Eyjum. Meira »

Nektarmyndsendingar algengar í 10. bekk

17:00 Tæplega helmingur stúlkna í 10. bekk í grunnskóla hefur verið beðin um að senda einhverjum öðrum ögrandi mynd eða nektarmynd af sér í gegnum netið. Í tilfelli drengja er hlutfallið 28%. Þá hafa 27% stúlkna í sama bekk sent slíkar myndir og 21% drengja. Meira »

„4 milljóna króna laun eru ekki hófleg“

16:07 „Fjögurra milljóna króna laun eru ekki hófleg í neinum þeim veruleika sem við þekkjum til,“ sagði Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra á Alþingi í dag. Voru orð hennar svar við fyrirspurn Þórhildar Sunnu Ævarsdóttur, þingmanns Pírata. Meira »

Húsnæði fyrir flóttafólk mesta áskorunin

15:50 Stærsti fyrirvari Blönduósbæjar við móttöku sýrlenskra fjölskyldna á flótta er að finnist nægilegt húsnæði, segir Valdimar O. Hermannsson, sveitarstjóri Blönduósbæjar, í samtali við mbl.is. Sveitarstjórn bæjarins samþykkti í síðustu viku að að taka við flóttafólki samkvæmt beiðni frá félagsmálaráðuneytinu. Meira »

Hóta að taka fé úr stýringu hjá Kviku

15:24 VR segist ekki sætta sig við að Almenna leigufélagið hafi hækkað leigu um tugþúsundir króna í einhverjum tilfellum og gefið leigjendum fjóra daga til að samþykkja hækkunina. Krefst VR þess að áformin séu dregin til baka, en að öðrum kosti ætli félagið að taka allt sitt fé úr eignastýringu hjá Kviku banka, en um er að ræða 4,2 milljarða. Meira »

Mótmæla við Landsbankann

15:03 Hópur fólks er saman kominn fyrir utan húsnæði Landsbankans í Austurstræti til þess að mótmæla launum bankastjórans. Sjá má af skiltum fólksins að farið er fram á að laun Lilju Bjarkar Einarsdóttur verði lækkuð. Meira »

Unnur Brá tekur á ný sæti á Alþingi

14:52 Unnur Brá Konráðsdóttir, varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins, tekur í dag sæti á Alþingi fyrir Ásmund Friðriksson, alþingismann flokksins. Unnur Brá starfar sem aðstoðarmaður ríkisstjórnarinnar, skipuð af forsætisráðherra í fyrra, og var henni falið að sinna verkefnisstjórn við endurskoðun stjórnarskrárinnar. Meira »

Tvö snjóflóð féllu á Ólafsfjarðarveg

14:42 Tvö snjóflóð féllu með stuttu millibili yfir þjóðveginn við Sauðanes milli Dalvíkur og Ólafsfjarðar um hádegisbil.   Meira »

Stafrænt kynferðisofbeldi til umræðu

13:59 Nú klukkan 14:00 hefst fundur í Háskóla Reykjavíkur um stafrænt kynferðisofbeldi, en frumvarp sem tekur á slíku ofbeldi liggur nú fyrir Alþingi í annað skiptið. Verður meðal annars rætt um stöðuna á slíku ofbeldi, hvaða refsingar búa við slíkum brotum og þá vernd sem er til staðar. Meira »

Mikill meirihluti vill kvótakerfið áfram

13:49 Mikill meirihluti mjólkurframleiðenda vill ekki afnema kvótakerfi í mjólkurframleiðslu heldur halda í það. Samtals var það afstaða tæplega 90% af þeim 493 mjólkurframleiðendum sem tóku þátt í atkvæðagreiðslu Bændasamtakanna, en atkvæðagreiðslu um málið lauk nú á hádegi í dag. Meira »

„Aldrei heyrt um loðnu svo sunnarlega“

13:48 „Við fengum aflann í sex holum þannig að það gekk vel að veiða. Veiðisvæðið var um 300 mílur suður af Rockall en það er sunnan við mitt Írland. Við þurftum að sigla 790 mílur heim til að landa og það er andskoti langt,“ segir Hjörvar Hjálmarsson, skipstjóri á Berki NK, sem kom til Neskaupstaðar í gærmorgun með tæplega 2.300 tonn af kolmunna. Vel gekk að fylla skipið að hans sögn. Meira »

Ríkið leitar hugmynda um framtíðina

13:40 Framtíðarnefnd forsætisráðherra leitar nú að rökstuddum hugmyndum að sviðsmyndum í framtíðinni frá bæði almenningi og hagsmunaaðilum, en markmið nefndarinnar er að skapa grundvöll fyrir umræðu um þróun mikilvægra samfélagsmála til lengri tíma. Meira »

Skordýr fannst í maíspoppi

12:22 Samkaup hafa innkallað maíspopp frá framleiðandanum Coop, en skordýr fundust í slíkri vöru. Um er að ræða 500 g einingu sem merkt er með best fyrir dagsetningunni 22.10.2019. Meira »

Búast við hugmyndum stjórnvalda á morgun

12:02 Samninganefnd Starfsgreinasambandsins hefur veitt viðræðunefnd félagsins umboð til þess að vísa kjaradeilunni við Samtök atvinnulífsins til ríkissáttasemjara á næstu dögum ef nefndin telur ástæðu til. Meira »

Svindlið nær allt til 2018

11:42 Gögn sem mbl.is hefur undir höndum og blaðamaður hefur borið saman við upplýsingar úr ökutækjaskrá Samgöngustofu, sýna að bílar frá Procar sem átt var við árið 2016 voru seldir alveg fram til áranna 2017 og 2018, bæði til fyrirtækja og einstaklinga. Meira »
Bækur um ættfræði, byggðasögu og ýmsan fróðleik til sölu
Til sölu nokkur grundavallarrit ættfræðinnar ásamt ritum um atvinnu- og byggðasö...
Volvo V70 1998 CROSS COUNTRY 4X4
Prútta ekki neitt með þetta verð. þarf að skipta um eina legu. xenon ljós. er á ...
Bókalind - antikbókabúð
Höfum á boðstólnum fjölbreytta flóru af bókum. Við erum með t.d. orðabækur, matr...
- Studio íbúð til leigu.
Til leigu í Biskupstungum fyrir 1-2, bað/sturta og eldhús, gasgrill. leigist ...