Fólk geti skráð óskir um meðferð rafrænt

Alma D. Möller landlæknir
Alma D. Möller landlæknir mbl.is/Eggert Jóhannesson

Embætti landlæknis hefur uppi áform um að endurvekja lífsskrá, þar sem fólk getur skráð óskir sínar um læknismeðferð eða líknandi meðferð við lífslok. Verkefninu var hætt fyrir fjórum árum en nú stendur til að endurvekja lífsskrána með rafrænum hætti.

Alma D. Möller hefur átt fundi um þetta með öldrunarlæknum og miðstöð rafrænnar sjúkraskrár. Sér Alma fyrir sér að lífsskráin verði inni á vefnum heilsuvera.is, en þar er hægt að skrá sig sem líffæragjafa, endurnýja lyf og fræðast um margt er snýr að heilsu og heilbrigðisþjónustu. Með því að hafa lífsskrána rafræna bendir Alma á að fólk geti breytt skráningu ef aðstæður og óskir breytast.

„Meðferð við lífslok fólks er stórt mál, sem þarf að undirbúa víða og umræðan þarf að eiga sér stað í samfélaginu. Ég hef sérstakan áhuga á þessu vegna fyrri starfa minna sem gjörgæslulæknir. Það er mikilvægt að virða vilja sjúklinga en einnig skiptir lífsskráin máli þannig að heilbrigðiskerfið sé ekki að leggja út í óþarfa meðferð eða í óþökk fólks,“ segir Alma í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert