Íbúar til fyrirmyndar

Umhverfissinnar, frá vinstri: Guðrún, Katrín, Sólrún og Birna Dís í …
Umhverfissinnar, frá vinstri: Guðrún, Katrín, Sólrún og Birna Dís í garðinum við Fornhagablokkina.

Íbúar í Fornhagablokkinni í Vesturbæ Reykjavíkur láta umhverfismál sig varða og stofnuðu umhverfisnefnd í fyrra. Hún stefnir að því að leggja umhverfisstefnu fyrir blokkina á aðalfundi íbúanna í vor.

Sólrún Harðardóttir kynnti hugmyndina um að stofna umhverfisnefnd á aðalfundi íbúanna sl. vor. Hún segir viðbrögðin hafa verið góð og nefnd hafi verið skipuð en auk Sólrúnar eru í henni Birna Dís Björnsdóttir, Guðrún Gísladóttir, Katrín Ólafsdóttir og Theodór Ingi Ólafsson.

Í kjölfarið hafi verið sett niður markmið og opnuð vefsíða (fornhagablokkin.wordpress.com). Á sérstakri síðu íbúanna á fésbókinni er vakin athygli á hvernig bregðast megi við vandanum og varpað ljósi á það góða sem aðrir geri og læra megi af. „Með þessu átaki viljum við hjálpa fólki til þess að stíga skref í átt að umhverfisvænni lífsstíl,“ segir Sólrún.

Sjá samtal við Sólrúnu í heild á baksíðu Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert