Óeðlilegt að óska eftir sakamálarannsókn

Frá borgarstjórnarfundi í dag. Hildur Björnsdóttir og Eyþór Arnalds, borgarfulltrúar ...
Frá borgarstjórnarfundi í dag. Hildur Björnsdóttir og Eyþór Arnalds, borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokks. mbl.is/Hari

„Undir engum kringumstæðum finnst mér eðlilegt að ósk um sakamálarannsókn komi frá pólitískum vettvangi borgarstjórnar. Gætum þess hvaða fordæmi við viljum setja hér í dag,“ sagði Hildur Björnsdóttir borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks í umræðum um skýrslu innri endurskoðunar um Nauthólsveg 100 í borgarstjórn í dag.

Hildur vill að eftirlitskerfi borgarinnar verði tæmt áður en málinu verði vísað lengra og að farið verði fram á framhaldsúttekt frá innri endurskoðun á þeim þáttum skýrslunnar um Nauthólsveg 100, sem veki grun um misferli.

„Eins væri æskilegt að borgarskjalavörður hæfi sjálfstæða úttekt á skjalavörslu borgarinnar. Samhliða myndi borgarráð bregðast við þeim ábendingum sem fyrir liggja. Ef önnur þessara úttekta myndi leiða til gruns um saknæma háttsemi, væri æskilegt að eftirlitskerfi borgarinnar, þ.e. innri endurskoðun eða eftir atvikum endurskoðunarnefnd, myndi vísa slíku máli áfram til borgarlögmanns til frekari meðferðar. Á þessu stigi máls þykir mér ótímabært að draga ályktanir um refsiverða háttsemi og óréttmætt að bera starfsfólk borgarinnar svo þungum sökum þegar rannsókn málsins hefur ekki náð fullum þroska,“ sagði Hildur.

Hún sagði braggamálið vera birtingarmynd enn stærri vanda, „vanda sem kjarnast í virðingarleysi gagnvart skattfé almennings“ og „vanda sem skilur eftir vangaveltur um eðlilegt hlutverk sveitarfélags“. Hún segir jafnframt að málinu sé ekki lokið og segir borgarstjóra sýna málinu léttúð, er hann talar á þann veg.

Frá borgarstjórnarfundi í dag. Dagur B. Eggertsson í ræðustól.
Frá borgarstjórnarfundi í dag. Dagur B. Eggertsson í ræðustól. mbl.is/Hari

„Borgarstjóri hefur margsinnis sagt braggamálið búið, það sé bara búið. Ummælin lýsa auðvitað fullkominni léttúð og virðingarleysi fyrir verkefninu fram undan. Braggamálið er sannarlega ekki búið, enda höldum við nú í mikilvæga vegferð, við að tryggja betri stjórnsýslu, vandaðri vinnubrögð, ábyrgð, þegar sýslað er með almannafé,“ sagði Hildur.

Borgarfulltrúinn leggst þó alfarið gegn því, sem áður segir, að kjörnir fulltrúar taki það í sínar hendur að hefja sakamálarannsókn á hendur starfsmönnum borgarinnar, og sagði að samkvæmt meðalhófsreglu stjórnarskrárinnar bæri borgarfulltrúum að velja vægara úrræði til þess skoða málið frekar.

Fyrstu viðbrögð Eyþórs Arnalds oddvita Sjálfstæðisflokksins við tillögu um að borgarstjórn vísaði skýrslunni beint til héraðssaksóknara til frekari rannsóknar voru þau að Sjálfstæðisflokkurinn myndi styðja tillöguna, en ljóst er að Hildur deilir ekki þeirri skoðun Eyþórs.

Umræður um skýrslu innri endurskoðunar um Nauthólsveg 100 hófust í borgarstjórn Reykjavíkur kl. rúmlega 14 í dag og standa enn yfir. Ekki er búið að greiða atkvæði um tillögu þeirra Vigdísar Hauksdóttur og Kolbrúnar Baldursdóttur, um að borgarlögmanni verði falið að vísa skýrslu innri endurskoðunar til þar til bærra yfirvalda, en telja má næsta víst að hún verði örugglega felld.

mbl.is

Innlent »

„4 milljóna króna laun eru ekki hófleg“

16:07 „Fjögurra milljóna króna laun eru ekki hófleg í neinum þeim veruleika sem við þekkjum til,“ sagði Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra á Alþingi í dag. Voru orð hennar svar við fyrirspurn Þórhildar Sunnu Ævarsdóttur, þingmanns Pírata. Meira »

Húsnæði fyrir flóttafólk mesta áskorunin

15:50 Stærsti fyrirvari Blönduósbæjar við móttöku sýrlenskra fjölskyldna á flótta er að finnist nægilegt húsnæði, segir Valdimar O. Hermannsson, sveitarstjóri Blönduósbæjar, í samtali við mbl.is. Sveitarstjórn bæjarins samþykkti í síðustu viku að að taka við flóttafólki samkvæmt beiðni frá félagsmálaráðuneytinu. Meira »

Hóta að taka fé úr stýringu hjá Kviku

15:24 VR segist ekki sætta sig við að Almenna leigufélagið hafi hækkað leigu um tugþúsundir króna í einhverjum tilfellum og gefið leigjendum fjóra daga til að samþykkja hækkunina. Krefst VR þess að áformin séu dregin til baka, en að öðrum kosti ætli félagið að taka allt sitt fé úr eignastýringu hjá Kviku banka, en um er að ræða 4,2 milljarða. Meira »

Mótmæla við Landsbankann

15:03 Hópur fólks er saman kominn fyrir utan húsnæði Landsbankans í Austurstræti til þess að mótmæla launum bankastjórans. Sjá má af skiltum fólksins að farið er fram á að laun Lilju Bjarkar Einarsdóttur verði lækkuð. Meira »

Unnur Brá tekur á ný sæti á Alþingi

14:52 Unnur Brá Konráðsdóttir, varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins, tekur í dag sæti á Alþingi fyrir Ásmund Friðriksson, alþingismann flokksins. Unnur Brá starfar sem aðstoðarmaður ríkisstjórnarinnar, skipuð af forsætisráðherra í fyrra, og var henni falið að sinna verkefnisstjórn við endurskoðun stjórnarskrárinnar. Meira »

Tvö snjóflóð féllu á Ólafsfjarðarveg

14:42 Tvö snjóflóð féllu með stuttu millibili yfir þjóðveginn við Sauðanes milli Dalvíkur og Ólafsfjarðar um hádegisbil.   Meira »

Stafrænt kynferðisofbeldi til umræðu

13:59 Nú klukkan 14:00 hefst fundur í Háskóla Reykjavíkur um stafrænt kynferðisofbeldi, en frumvarp sem tekur á slíku ofbeldi liggur nú fyrir Alþingi í annað skiptið. Verður meðal annars rætt um stöðuna á slíku ofbeldi, hvaða refsingar búa við slíkum brotum og þá vernd sem er til staðar. Meira »

Mikill meirihluti vill kvótakerfið áfram

13:49 Mikill meirihluti mjólkurframleiðenda vill ekki afnema kvótakerfi í mjólkurframleiðslu heldur halda í það. Samtals var það afstaða tæplega 90% af þeim 493 mjólkurframleiðendum sem tóku þátt í atkvæðagreiðslu Bændasamtakanna, en atkvæðagreiðslu um málið lauk nú á hádegi í dag. Meira »

„Aldrei heyrt um loðnu svo sunnarlega“

13:48 „Við fengum aflann í sex holum þannig að það gekk vel að veiða. Veiðisvæðið var um 300 mílur suður af Rockall en það er sunnan við mitt Írland. Við þurftum að sigla 790 mílur heim til að landa og það er andskoti langt,“ segir Hjörvar Hjálmarsson, skipstjóri á Berki NK, sem kom til Neskaupstaðar í gærmorgun með tæplega 2.300 tonn af kolmunna. Vel gekk að fylla skipið að hans sögn. Meira »

Ríkið leitar hugmynda um framtíðina

13:40 Framtíðarnefnd forsætisráðherra leitar nú að rökstuddum hugmyndum að sviðsmyndum í framtíðinni frá bæði almenningi og hagsmunaaðilum, en markmið nefndarinnar er að skapa grundvöll fyrir umræðu um þróun mikilvægra samfélagsmála til lengri tíma. Meira »

Skordýr fannst í maíspoppi

12:22 Samkaup hafa innkallað maíspopp frá framleiðandanum Coop, en skordýr fundust í slíkri vöru. Um er að ræða 500 g einingu sem merkt er með best fyrir dagsetningunni 22.10.2019. Meira »

Búast við hugmyndum stjórnvalda á morgun

12:02 Samninganefnd Starfsgreinasambandsins hefur veitt viðræðunefnd félagsins umboð til þess að vísa kjaradeilunni við Samtök atvinnulífsins til ríkissáttasemjara á næstu dögum ef nefndin telur ástæðu til. Meira »

Svindlið nær allt til 2018

11:42 Gögn sem mbl.is hefur undir höndum og blaðamaður hefur borið saman við upplýsingar úr ökutækjaskrá Samgöngustofu, sýna að bílar frá Procar sem átt var við árið 2016 voru seldir alveg fram til áranna 2017 og 2018, bæði til fyrirtækja og einstaklinga. Meira »

35 teknir fyrir vímuakstur

11:40 Síðasta vika var óvenjuslæm þegar kemur að fjölda umferðarslysa á höfuðborgarsvæðinu en slysin voru fimmtán og í þeim slösuðust tuttugu og fjórir. 35 ökumenn voru staðnir að ölvunar- og fíkniefnaakstri á höfuðborgarsvæðinu um helgina. Meira »

Matarboð fyrir einhleypa

09:55 Sigrún Helga Lund heldur reglulega matarboð fyrir einhleypa vini sína. Hún segist hafa byrjað á þessu þar sem margir sem hafa skilið eftir ástarsambönd tali um að þeim sé aldrei boðið í mat. „...og þá ákveð ég bara, hey. Ég ætla að halda matarboð og ég ætla bara að bjóða einhleypum", sagði Sigrún Helga í skemmtilegu viðtali við Ísland vaknar á K100. Meira »

Skoða sæstreng milli Íslands, Noregs og Írlands

08:26 Vodafone á Íslandi (SÝN) og Nordavind hafa skrifað undir samstarfssamning um að skoða samlegð með lagningu á nýjum ljósleiðarasæstreng milli Íslands og Írlands annars vegar og Írlands og Noregs hins vegar. Nordavind er norskt fyrirtæki í eigu sveitarfélaga, orkufyrirtækja og ljósleiðarafyrirtækja í Noregi. Meira »

Ratsjármæli farleiðir fugla

07:57 Biokraft ehf. ber að gera ratsjármælingar við athuganir á farleiðum fugla um fyrirhugaðan vindorkugarð norðan við Þykkvabæ, Vindaborgir. Meira »

Fá engin svör frá borginni

07:37 Hollvinasamtök Elliðaárdalsins hafa óskað eftir fundi með borgaryfirvöldum varðandi breytingar á deiliskipulagi við Stekkjarbakka Þ73, án þess að fá nein svör. Þetta segir Halldór Páll Gíslason, formaður samtakanna. Meira »

Vegum lokað vegna ófærðar

07:21 Vegum hefur víða verið lokað vegna veðurs og slæmrar færðar á landinu. Ólafsfjarðarmúli er lokaður vegna snjóflóðahættu. Skafrenningur er á Sandskeiði og á Kjalarnesi. Meira »
INTENSIVE ICELANDIC,ENGLISH, NORWEGIAN & DANISH f. foreigners - ÍSLENSKA f. útl - - ENSKA f. fullorðna - DANSKA- NORSKA
ÍSLENSKA, ENSKA, NORSKA, DANSKA: I, II, III, IV, V, VI: STARTING DATES 201: S...
Tæki fyrir skógræktina
Framundan er grisjun. Öflugir vökvastýrðir kurlarar, viðarkljúfar, stubbafræsar...
KRISTALS LJÓSAKRÓNUR
Glæsilegar kristalsljósakrónur fyrir falleg heimili. Handskornar kristalsljósak...
Til sölu Skoda 110L árg 1976.
Bíllinn er nokkuð heillegur. Ýmislegt grams fylgir með, t.d. nýtt framstykki,...