Óeðlilegt að óska eftir sakamálarannsókn

Frá borgarstjórnarfundi í dag. Hildur Björnsdóttir og Eyþór Arnalds, borgarfulltrúar ...
Frá borgarstjórnarfundi í dag. Hildur Björnsdóttir og Eyþór Arnalds, borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokks. mbl.is/Hari

„Undir engum kringumstæðum finnst mér eðlilegt að ósk um sakamálarannsókn komi frá pólitískum vettvangi borgarstjórnar. Gætum þess hvaða fordæmi við viljum setja hér í dag,“ sagði Hildur Björnsdóttir borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks í umræðum um skýrslu innri endurskoðunar um Nauthólsveg 100 í borgarstjórn í dag.

Hildur vill að eftirlitskerfi borgarinnar verði tæmt áður en málinu verði vísað lengra og að farið verði fram á framhaldsúttekt frá innri endurskoðun á þeim þáttum skýrslunnar um Nauthólsveg 100, sem veki grun um misferli.

„Eins væri æskilegt að borgarskjalavörður hæfi sjálfstæða úttekt á skjalavörslu borgarinnar. Samhliða myndi borgarráð bregðast við þeim ábendingum sem fyrir liggja. Ef önnur þessara úttekta myndi leiða til gruns um saknæma háttsemi, væri æskilegt að eftirlitskerfi borgarinnar, þ.e. innri endurskoðun eða eftir atvikum endurskoðunarnefnd, myndi vísa slíku máli áfram til borgarlögmanns til frekari meðferðar. Á þessu stigi máls þykir mér ótímabært að draga ályktanir um refsiverða háttsemi og óréttmætt að bera starfsfólk borgarinnar svo þungum sökum þegar rannsókn málsins hefur ekki náð fullum þroska,“ sagði Hildur.

Hún sagði braggamálið vera birtingarmynd enn stærri vanda, „vanda sem kjarnast í virðingarleysi gagnvart skattfé almennings“ og „vanda sem skilur eftir vangaveltur um eðlilegt hlutverk sveitarfélags“. Hún segir jafnframt að málinu sé ekki lokið og segir borgarstjóra sýna málinu léttúð, er hann talar á þann veg.

Frá borgarstjórnarfundi í dag. Dagur B. Eggertsson í ræðustól.
Frá borgarstjórnarfundi í dag. Dagur B. Eggertsson í ræðustól. mbl.is/Hari

„Borgarstjóri hefur margsinnis sagt braggamálið búið, það sé bara búið. Ummælin lýsa auðvitað fullkominni léttúð og virðingarleysi fyrir verkefninu fram undan. Braggamálið er sannarlega ekki búið, enda höldum við nú í mikilvæga vegferð, við að tryggja betri stjórnsýslu, vandaðri vinnubrögð, ábyrgð, þegar sýslað er með almannafé,“ sagði Hildur.

Borgarfulltrúinn leggst þó alfarið gegn því, sem áður segir, að kjörnir fulltrúar taki það í sínar hendur að hefja sakamálarannsókn á hendur starfsmönnum borgarinnar, og sagði að samkvæmt meðalhófsreglu stjórnarskrárinnar bæri borgarfulltrúum að velja vægara úrræði til þess skoða málið frekar.

Fyrstu viðbrögð Eyþórs Arnalds oddvita Sjálfstæðisflokksins við tillögu um að borgarstjórn vísaði skýrslunni beint til héraðssaksóknara til frekari rannsóknar voru þau að Sjálfstæðisflokkurinn myndi styðja tillöguna, en ljóst er að Hildur deilir ekki þeirri skoðun Eyþórs.

Umræður um skýrslu innri endurskoðunar um Nauthólsveg 100 hófust í borgarstjórn Reykjavíkur kl. rúmlega 14 í dag og standa enn yfir. Ekki er búið að greiða atkvæði um tillögu þeirra Vigdísar Hauksdóttur og Kolbrúnar Baldursdóttur, um að borgarlögmanni verði falið að vísa skýrslu innri endurskoðunar til þar til bærra yfirvalda, en telja má næsta víst að hún verði örugglega felld.

mbl.is

Innlent »

Alþingi eftirsótt á þjóðhátíðardegi

07:16 Yfir þrjú þúsund gestir heimsóttu Alþingishúsið í gær á 75 ára afmæli lýðveldisins en í dag verður þingfundi framhaldið og verður meðal annars rætt um úttekt á aðkomu Samgöngustofu og Isavia ohf. að starfsemi og rekstri WOW air. Meira »

Slökktu eld í vinnuvél

06:57 Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins aðstoðaði slökkviliðið í álverinu í Straumsvík við að slökkva eld í vinnuvél í álverinu í nótt. Meira »

Snjókomu spáð í dag

06:49 Búast má við slyddu eða snjókomu á norðanverðu hálendinu í dag en einnig á heiðum á norðaustanverðu landinu. Spáin er aftur á móti góð fyrir helgina en þá er spáð bjartara veðri og 10-18 stiga hita, líka á Norður- og Austurlandi. Meira »

Reis upp og gekk á brott

05:51 Nóttin var með rólegra móti hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Síðdegis í gær var tilkynnt um ofurölvi manneskju liggjandi í götunni í miðbænum síðdegis en þegar lögreglu bar að garði var hún upprisin og gengin á brott. Meira »

Andlát: Dagfinnur Stefánsson

05:30 Dagfinnur Stefánsson, flugstjóri og einn af stofnendum Loftleiða, lést á sunnudag, 93 ára að aldri.   Meira »

Þurfa að leigja 300 tonna krana

05:30 Gert er ráð fyrir að kostnaður við framkvæmdir við Landeyjahöfn í sumar verði um tæpur milljarður, að frátöldum kostnaði við reglubundna dýpkun. Meira »

Uppbygging gæti senn hafist

05:30 Uppbygging baðlóns í Hveradölum á Hellisheiði gæti hafist á næsta ári að loknu umhverfismati að sögn Þóris Garðarssonar, stjórnarformanns Gray Line, en Skipulagsstofnun hefur nú til kynningar tillögu að matsáætlun vegna mats á umhverfisáhrifum framkvæmdarinnar. Meira »

Jákvæðnin var óvæntust

05:30 „Það sem kom mér eiginlega mest á óvart er hvað menn eru þrátt fyrir allt jákvæðir.“ Þetta segir Vífill Karlsson hagfræðingur í samtali við Morgunblaðið um rannsóknarskýrslu sína um fyrirtæki á landsbyggðinni. Meira »

Nefndin fjallar um mál Vigdísar

05:30 Þriggja manna nefnd sem ætlað er að taka afstöðu til kæru Vigdísar Hauksdóttir um lögmæti borgarstjórnarkosninganna í fyrra var skipuð föstudaginn 7. júní síðastliðinn. Meira »

„Við höfum ekki séð annað eins“

05:30 Hjördís Björk Ólafsdóttir, lyfjafræðingur í Apótekaranum á Selfossi segir að aldrei hafi verið jafn mikil eftirspurn á Suðurlandi eftir flugnafælum og lyfjum við bitum og nú. Meira »

„Segir einhver nei við þessu?“

Í gær, 23:01 „Þau voru mjög varfærin í símann og spurðu hvort ég hefði nokkurn áhuga á þessu. Ég velti því fyrir mér hvort það segði einhver nei við þessu boði,“ segir Aldís Amah Hamilton, sem fyrst kvenna af erlendum uppruna brá sér í hlutverk fjallkonunnar í Reykjavík í tilefni þjóðhátíðardagsins. Meira »

„Þetta er búið að vera alveg brjálað“

Í gær, 22:45 Liv Bach Bjarklind gerði sér lítið fyrir og útskrifaðist úr fjögurra ára námi við leiklistarháskólann Pace í New York á þremur árum. Hún var í tvöföldu námi í vetur en framtíðin er óskrifað blað. Meira »

Flaug sigurbílnum sjálfur heim

Í gær, 21:41 Guðmundur Hilmarsson, eigandi bifreiðar af gerðinni Ford Skyliner af árgerð 1957 sem hreppti verðlaun sem áhugaverðasti bíllinn á hátíðarbílasýningu Bíladaga Orkunnar, flaug bílnum sjálfur heim frá Bandaríkjunum árið 1996. Meira »

Hættulegar aðstæður við Vífilsstaðavatn

Í gær, 21:20 Töluverð möl hefur safnast saman á veginum við Vífilsstaðavatn og stefnir hún hjólreiða- og bifhjólamönnum í hættu. Í samtali við mbl.is segist Árni Friðleifsson, hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, hafa fengið ábendingu þess efnis í dag. Meira »

Greynir íslensku í mállegar frumeindir

Í gær, 20:35 Greynir er nýr málgreinir sem fyrirtækið Miðeind vinnur að. Forritið undirgengst djúpmálsþjálfun til að „læra“ íslensku, með það fyrir augum að bjóða upp á einn fullkomnasta villugreinanda sem sést hefur. Meira »

Unga fólkið sinnti þingstörfum 17. júní

Í gær, 20:21 Sjötíu ungmenni á aldrinum 13 til 16 ára tóku þátt í þingfundi á Alþingi í dag í tilefni 75 ára afmælis lýðveldis Íslands. Var markmið fundarins að gefa ungu fólki kost á að kynna sér störf Alþingis og koma málum sínum á framfæri við ráðamenn. Meira »

„Þessi gaur er goðsögn!“

Í gær, 19:42 „Þessi gaur er goðsögn,“ sagði þýski tónlistaráhugamaðurinn Simon um tónlistarspekúlantinn Arnar Eggert Thoroddssen eftir að hafa gengið um bæinn með honum og fræðst um íslenska tónlistarsögu. mbl.is slóst með í för í tónlistarröltið. Meira »

Síminn stærstur á ný

Í gær, 19:29 Síminn hefur mestu markaðshlutdeild símafyrirtækja á farsímamarkaði. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Póst- og fjarskiptastofnunar um stöðuna á markaðnum í árslok 2018. Í árslok voru 34,5% landsmanna með farsíma hjá Símanum, 32,1% hjá Nova og 31,1% hjá Vodafone/Sýn. Meira »

Mjaldrarnir lenda á miðvikudag

Í gær, 18:50 „Undirbúningurinn hefur verið langur og strangur og staðið yfir í hálft ár. Það er mjög spennandi að fá að taka þátt í þessu verkefni sem mun án efa vekja mikla athygli um allan heim,“ segir Sigurjón Ingi Sigurðsson hjá sérverkefnadeild TVG-Zimsen. Meira »
HRINGSTIGAR _ HRINGSTIGAR
Hringstigar, úti sem inni. Þvermál 120, 130, 140, 150, 160, 170 cm og sérsmíði í...
Jema A/S danskar skæralyftur
Við seljum hinar vinsælu skæralyftur frá JEMA . Lyfta 1,2 m og 3 T ,glussadrifn...