Reykjavík vill selja landspildu

Umrædd spilda er 27 hektarar að stærð.
Umrædd spilda er 27 hektarar að stærð. Kort/Af vef Reykjavíkurborgar

Reykjavíkurborg auglýsir nú til sölu á vef sínum 27 hektara landspildu, sem er við mörk Reykjavíkur og Kjósarhrepps, á milli bæjanna Morastaða og Miðdals í Kjósarhreppi.

Spildan er gróið land og úthagi og er í dag í útleigu til hestabeitar með ótímabundnum samningi með þriggja mánaða uppsagnarfresti, en samkvæmt kaupsamningi frá 1999 keypti borgin spilduna á 5,3 milljónir króna árið 1999.

Umrædd spilda stendur við Eyrarfellsveg og er aðgengileg frá honum á vinstri hönd þegar komið er frá Reykjavík til móts við heimreið til Ytri- og Innri-Tindstaða.

Á vef borgarinnar segir að tilboðum skuli skila á tilboðsblaði í lokuðu umslagi merkt „Tindstaðir – landspilda“ í þjónustuver borgarinnar í Borgartúni fyrir kl. 14, þarnæsta miðvikudag, 23. janúar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert