Tillaga Vigdísar og Kolbrúnar felld

Vigdís Hauksdóttir borgarfulltrúi Miðflokksins í ræðustól í dag.
Vigdís Hauksdóttir borgarfulltrúi Miðflokksins í ræðustól í dag. mbl.is/Hari

Tillaga borgarfulltrúanna Vigdísar Hauksdóttur og Kolbrúnar Baldursdóttur um að embætti borgarlögmanns yrði falið að vísa skýrslu innri endurskoðunar um braggamálið til „þar til bærra yf­ir­valda til yf­ir­ferðar og rann­sókn­ar“ var felld í borgarstjórn Reykjavíkur laust eftir kl. 19 í kvöld.

Umræða um skýrsluna og tillögu Vigdísar og Kolbrúnar hafði þá staðið yfir frá því kl. 14 í dag, þegar borgarstjórnarfundur hófst og hefur verið farið um víðan völl í þeim umræðum.

13 borgarfulltrúar greiddu atkvæði á móti tillögunni, 8 greiddu atkvæði með henni en tveir sátu hjá við atkvæðagreiðsluna, þær Hildur Björnsdóttir og Katrín Atladóttir borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokks, en frá því greinir Hildur á Twitter-síðu sinni.

„Und­ir eng­um kring­um­stæðum finnst mér eðli­legt að ósk um saka­mál­a­rann­sókn komi frá póli­tísk­um vett­vangi borg­ar­stjórn­ar. Gæt­um þess hvaða for­dæmi við vilj­um setja hér í dag,“ sagði Hild­ur í umræðum um málið í borg­ar­stjórn í dag, en hún segir að það færi vel á því að framhaldsúttekt verði gerð á braggamálinu af hálfu innri endurskoðunar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert