Vetur konungur ræður ríkjum

mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Vetrarfærð er á öllu landinu samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni og víða éljagangur og skafrenningur á vegum á norðanverðu landinu.

Hálka, hálkublettir eða snjóþekja er á vegum á Suðurlandi. Suðvestanlands eru hálkublettir á Kjalarnesi og undir Hafnarfjalli og mjög hvasst. Hálka og skafrenningur er í Þrengslum og á Hellisheiði. Snjóþekja er á Mosfellsheiði, Kjósarskarði og Þingvallavegi.

Flughálka og skafrenningur er við Hafursfell á Vesturlandi en annars hálka eða snjóþekja á vegum og víða skafrenningur. Þæfingsfærð er á Laxárdalsheiði. Ófært er í Álftafirði.

Snjóþekja eða hálka á vegum á Vestfjörðum og skafrenningur á fjallvegum. Snjóþekja og skafrenningur er á Steingrímsfjarðarheiði en þæfingsfærð og skafrenningur á Þröskuldum.

Norðanlands er hálka eða snjóþekja á vegum og víða él eða snjókoma. Þæfingsfærð og skafrenningur er í Héðinsfirði. Lokað er frá Ketilás að Siglufirði.

Víða er snjóþekja eða hálka á vegum norðaustanlands og éljagangur eða skafrenningur. Þæfingsfærð og éljagagnur er á Vopnafjarðarheiði.

Hálka eða snjóþekja á flestum leiðum á Austurlandi og víða éljagangur. Þæfingsfærð og skafreningur er á Fjarðarheiði. Ófært er á Breiðdalsheiði og Öxi.

Hálka er frá Höfn og í Vík og él á stöku stað suðaustanlands.

mbl.is