Vinnuvikan er að styttast á Íslandi

Vinnuvikan var tveimur tímum lengri 2017 en í ríkjum ESB.
Vinnuvikan var tveimur tímum lengri 2017 en í ríkjum ESB.

Vinnuvikan á Íslandi árið 2017 var um tveimur stundum lengri en að meðaltali í ríkjum ESB. Þá er hún 2,4 stundum lengri en í Finnlandi og 2,7 stundum lengri en í Svíþjóð, skv. tölum Eurostat, hagstofu ESB.

Í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag kemur fram, að vinnuvika íslenskra karla hefur styst mikið á öldinni. Það skýrir hvers vegna Ísland nálgast hin löndin. Ólafur Már Sigurðsson, sérfræðingur á Hagstofunni, segir ýtarlegri rannsókn á vinnutíma í undirbúningi. Rétt sé að fara varlega í fullyrðingar og samanburð milli landa.

Vinnuvikan er styst í Danmörku og Noregi. Hún er farin að lengjast hjá Dönum og í Noregi hefur Erna Solberg forsætisráðherra rætt um að lengja vinnuvikuna. Meðal annars til að standa undir velferð eldri borgara.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert