Að þora að tala um tilfinningar

Guðrún (t.v) og Lovísa María ætla meðal annars að örva ...
Guðrún (t.v) og Lovísa María ætla meðal annars að örva ímyndunarafl krakkanna á námskeiðinu. mbl.is/​Hari

„Skjánotkun barna verður sífellt meiri, enda alast börn núorðið upp við það að vera við skjá, því þessi tæki eru ágætis barnapíur og fólk réttir oft krökkum spjaldtölvur og síma til að hafa ofan af fyrir þeim. Það er í raun orðið norm í samfélaginu að börn séu mikið við skjái, og það getur vissulega orðið vandamál ef fólk stýrir ekki skjánotkun barna sinna. Foreldrar þurfa að setja reglur og vera vakandi fyrir því að jafnvægi sé á milli þess hjá börnunum að vera í tölvunni, læra heima, stunda íþróttir og njóta samverustunda með fjölskyldunni. Með öðrum orðum, að passa upp á að tölvan taki ekki yfir í lífi barnanna,“ segir Lovísa María Emilsdóttir félagsráðgjafi hjá ráðgjafar- og fræðslufyrirtækinu Þitt virði, en hún og Guðrún Katrín Jóhannesdóttir félagsfræðingur bjóða upp á námskeið fyrir krakka í 5.-7. bekk, þar sem markmiðið er að virkja krakkana á annan hátt en við tölvur og skjái og að þeir velji að dvelja minna við slík tæki.

Í lýsingu á námskeiðinu kemur fram að krökkunum verði m.a. kennd betri samskiptafærni og að horfast í augu við eigin tilfinningar, enda getur aukin skjánotkun haft áhrif á tilfinningalíf barna.

„Það er þekkt að með aukinni skjánotkun barna eykst oft félagsleg einangrun, en ég tek fram að þeir krakkar sem koma á námskeið til okkar eru ekki endilega með einhver vandamál, við hugsum þetta fyrst og fremst sem forvörn og sjálfsstyrkingu. Okkur finnst það vera mikilvægir þættir í lífi allra barna að læra að horfast í augu við eigin tilfinningar og að vera ekki hrædd við þær. Börnin þurfa að vita að það er eðlilegt að finna fyrir hinum ólíkustu tilfinningum, okkur getur liðið illa og við getum verið hrædd eða kvíðin. Við erum að kenna krökkunum á þessu námskeiði að það sé allt í lagi að finna fyrir slíkum tilfinningum, að allar tilfinningar séu í lagi og eigi rétt á sér. Það er líka gott fyrir foreldra að hafa í huga að ala upp í börnum sínum meðvitund um að það sé allt í lagi að finna fyrir allskonar og misþægilegum tilfinningum.“

 „Læk“ segir ekkert um virði

Lovísa segir að þær Guðrún leggi á námskeiðinu áherslu á að kenna krökkunum að vera stjórnendur í eigin lífi. „Ekki láta til dæmis samfélagsmiðla hafa áhrif á hvernig þau meta sig, sem við þekkjum sérstaklega hjá unglingum sem eru mikið á snappinu og Instagram. Við komum inn á að það „læk“ sem skiptir mestu máli er þeirra eigin „læk“, en ekki hvort þau fá 300 „læk“ á einhverja mynd. Mestu máli skiptir að þeim líki vel við sjálf sig. Að ræða þetta og kenna er góð forvörn fyrir unga krakka. Að benda þeim á að þau eigi ekki að nota mælitæki samfélagsmiðla til að finna út hvers virði þau eru. Það hversu mörg „læk“ þau fá á instagram eða hvort þau eru vinsæl á snapchat segir ekkert um það hversu mikils virði þau eru.“

Lovísa segir að á námskeiðinu verði einnig farið yfir mörkin sem þarf að virða í netheimum. „Það þarf að ræða að það skiptir máli hvað við segjum á netinu, þetta eru öðruvísi samskipti heldur en maður á mann. Þau verða að gera sér grein fyrir að þegar þau eru leiðinleg við einhvern á netinu, þá særir það alveg jafn mikið og að segja það beint við manneskjuna í eigin persónu.“

Finnst asnalegt að hringja

Lovísa segir að Einar Carl þjálfari frá Primal ætli líka að kenna á námskeiðinu, hann ætli að fara í leiki og gera æfingar með krökkunum, kenna þeim að leika sér án snjalltækja. „Við ætlum að örva ímyndunaraflið, en það gerum við til dæmis með leiddri hugleiðslu í lok hvers tíma og krökkunum hefur fundist það rosa skemmtilegt. Til að styrkja sjálfsmyndina fáum við þau m. a. til að finna út hvað er jákvætt í þeirra eigin fari,“ segir Lovísa og bætir við að nauðsynlegt sé að styrkja sjálfsmynd krakka og félagsfærni á meðan þau eru ung. „Unglingar hafi talað um að þau eigi auðveldara með að hafa samskipti í netheimum heldur en augliti til auglitis, enda fara samskipti í nútíma vestrænum samfélögum mest fram á instagram, snapchat, í tölvupóstum og á messenger. Krökkum sem eru rúmlega tvítug núna, finnst mörgum asnalegt að hringjast á. Öll þeirra samskipti fara fram í textaformi og með tjáknum eða myndum. Einmitt þess vegna er svona námskeið forvörn fyrir framtíðina hjá krökkum sem eru aðeins tíu til tólf ára. Í unglingaafmælum er til dæmis mjög algengt að allir sitji og stari í sinn síma og tali ekkert saman. Við bendum foreldrum hiklaust á að hafa körfu eða kassa við innganginn þegar afmælisgestir koma í barna- og unglingaafmæli, og þar ofan í fara allir símar. Foreldrar barnanna eru auðvitað látnir vita af þessu og bent á að hringja í heimilisráðanda ef nauðsynlega þarf að ná í barnið. Allskonar svona atriði getum við foreldrar haft í huga til að vinna gegn þessari þróun, við getum skapað aðstæður þar sem börnin okkar og unglingarnir verða að tala saman, en geta ekki alltaf flúið í símann. Við ætlum á þessu námskeiði að reyna að æfa krakkana í því að þora að tala um tilfinningar og gera eitthvað saman, án þess að það sé tæki á milli þeirra, sími, ipad eða tölva.“

Lovísa segir að þær Guðrún ætli fljótlega að fara af stað með stuðningshópa fyrir foreldra þar sem foreldrar geta komið einu sinni í viku og fengið ráð í tengslum við skjánotkun barna. Nánar á heimasíðunni www.thittvirdi.is

 

Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.790 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »

Innlent »

Vitlaus klukka hefur áhrif á marga

18:20 Það að að seinka sólarupprás og sólsetri getur leitt til þess að líkamsferlum getur seinkað. „Það er bara þannig. Það hefur verið sýnt fram á þetta í fjölmörgum rannsóknum á mönnum, dýrum og plöntum. Þú getur fundið þetta hvar sem er í lífríkinu,“ segir Björg Þorleifsdóttir, lektor við læknadeild Háskóla Íslands. Meira »

Neitar því ekki að hafa átt við mæla

18:00 Framkvæmdastjóri bílaleigunnar Green Motion segir að þeir sem hafi keypt bíla af fyrirtækinu hafi haft vissu um rétta kílómetrastöðu bílanna en neitar því ekki að bílaleigan hafi fært niður kílómetrastöður. Hann segir fólk ekki hrifið af of mikið keyrðum bílum. Meira »

Kona slasaðist í Hrafnfirði

17:55 Samkvæmt upplýsingum frá Landhelgisgæslunni hefur slösuðum einstaklingi verið komið um borð í þyrlu gæslunnar sem er á leið til Reykjavíkur. Þyrlan var fyrst kölluð út klukkan 15:19, en mótvindur gerir það að verkum að lengri tíma tekur að fljúga suður. Meira »

Öflugri blóðskimun nauðsynleg

17:50 Reynslan af því að hverfa frá algjöru banni við blóðgjöfum karla, sem stunda kynlíf með öðrum körlum, og heimila þær af því gefnu að gjafi hafi ekki stundað kynmök í sex til 12 mánuði hefur ekki gefið tilefni til þess að efast um öryggi blóðgjafarinnar. Meira »

„Engin heilsa án geðheilsu“

17:35 „Það er mik­il aðsókn í sál­fræðiþjón­ustu og mín trú er sú að hún eigi bara eft­ir að aukast,“ segir Agnes Agnarsdóttir, fagstjóri sálfræðiþjónustu hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, við mbl.is eftir að greint var frá úthlutun 630 milljóna króna til að efla geðheilbrigðisþjónustu á landsvísu. Meira »

Hagsmuna Íslands ekki gætt

17:12 „Valdastaða á íslenskum markaði er drifin áfram af fjársterkum fyrirtækjum. Við því er ekkert annað svar en samstaða og sókn,“ segir Haraldur Benediktsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi formaður Bændasamtaka Íslands á Facebook-síðu sinni í dag. Meira »

„Við viljum fá meiri festu í þetta“

16:38 „Við erum að vísa til sáttasemjara og vorum búin að vera lengi í þessum viðræðum og viljum færa þetta á næsta stig,“ segir Björn Snæbjörnsson, formaður SGS, í samtali við mbl.is. Meira »

SGS vísar deilu til ríkissáttasemjara

16:17 Starfsgreinasambandið telur vonlítið um árangur af frekari samningaumleitunum við Samtök atvinnulífsins vegna endurnýjunar kjarasamninga og hefur ákveðið að vísa deilunni til ríkissáttasemjara. Meira »

630 milljónir í geðheilbrigðismál

15:34 „Það sem að við erum að gera með þessari ákvörðun er að styrkja geðheilbrigðisþjónustuna í fremstu línu heilbrigðisþjónustunnar,“ segir Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra. Hún gerði í dag grein fyrir 630 milljóna króna úthlutun til að efla geðheilbrigðisþjónustu á landsvísu. Meira »

Léku sér að hættunni

15:32 „Ég hef aldrei séð neinn haga sér með þessum hætti áður. Fólkið stóð í fjörunni beint fyrir framan risastórar öldur. Yfirleitt hleypur fólk á undan öldunum sem er líka mjög hættulegt en þetta var stórhættulegt,“ segir Petra Albrecht, rútubílstjóri. Meira »

„Félögin saman í öllum aðgerðum“

15:28 „Nú þurfum við að gæta þess vel að koma öllum skilaboðum til okkar félagsmanna,“ segir Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, spurð um hvað taki nú við. Þá hvatti hún sérstaklega sína félagsmenn til að fylgjast vel með og að allar fyrirhugaðar aðgerðir verði lagðar fyrir félagsmenn í kosningu. Meira »

Meint tæling ekki á rökum reist

15:17 Óskað var eftir aðstoð lögreglu um klukkan 11 í morgun eftir að tilkynning barst um að tveir menn hafi reynt að tæla barn upp í bíl. Þegar lögregla var á leið á vettvang var beiðni um aðstoð afturkölluð þar sem málið var á misskilningi byggt. Meira »

Vildi láta fjarlægja upplýsingar um sig

15:15 Persónuvernd hefur kveðið upp þann úrskurð að vinnsla Alþingis á persónuupplýsingum um fyrrverandi alþingismann og núverandi varaþingmann vegna Alþingismannatals samrýmist lögum um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga. Meira »

Árásarmaðurinn sá sami

14:56 Sami karlmaður veittist að ungri konu á gatnamótum Vegmúla og Suðurlandsbrautar í hádeginu í gær og réðst á unga konu á Háaleitisbraut síðar í gær. Engin vitni hafa komið fram vegna fyrrnefnda atviksins. Meira »

Viðræðum hefur verið slitið

14:44 Viðræðum Efl­ing­ar, VR, VLFA, VLFG og Sam­taka at­vinnu­lífs­ins hefur verið slitið en samningafundur hófst um tvöleytið í húsa­kynn­um rík­is­sátta­semj­ara. Meira »

Hafa safnað yfir 2.000 undirskriftum

14:16 Yfir 2.000 manns hafa skrifað undir áskorun Landverndar til umhverfis- og auðlindaráðherra og forstjóra Umhverfisstofnunar um að hraða vinnu við friðlýsingu á áhrifasvæði Hvalárvirkjunar, Drangajökulssvæðinu, þannig að hægt verði að leggja friðlýsinguna fyrir Alþingi á haustþingi. Meira »

Fundur hjá ríkissáttasemjara hafinn

14:10 Fundur samninganefnda Eflingar, VR, VLFA, VLFG og Samtaka atvinnulífsins hófst nú rétt í þessu í húsakynnum ríkissáttasemjara. Fundurinn er sagður standa til klukkan hálffjögur. Talsmenn verkalýðshreyfingarinnar sögðust í gær ekki bjartsýnir á það að nýtt tilboð kæmi frá SA á fundinum í dag. Meira »

„Það sló út á allri Eyrinni“

13:43 Sjór flæddi yfir höfnina á Flateyri í morgun, sem olli því að rafmagn sló út í byggðarlaginu. Samkvæmt nýjustu upplýsingum frá Orkubúi Vestfjarða hefur rafmagni verið komið á að nýju, en enn er rafmagnslaust á höfninni. Meira »

Fyrstu og önnur verðlaun til Íslands

13:33 Bæði fyrsta og annað sætið í árlegri Ljósmyndakeppni sjómanna á Norðurlöndunum féllu í skaut Íslendinga. Sænskur sjómaður varð í þriðja sæti, Dani í því fjórða og Norðmaður í fimmta sætinu að því er segir í fréttatilkynningu frá Sjómannablaðinu Víkingi en blaðið hefur í 17 ár staðið fyrir ljósmyndakeppni á meðal íslenskra sjómanna. Meira »
* Öll stærstu á einum stað
Þú getur spilað með í yfir 50 stærstu Lottóum heimsins. Í yfir 12 ár hafa lottó...
HARMONIKKUHURÐIR SPARA MIKIÐ PLÁSS
Margar viðartegundir og litir, smíðað eftir máli. Verð frá kr. 13.900,- Sími 6...
Ford Escape 2007. SKOÐAÐUR. SKIPTI MÖGULEG.
FORD ESCAPE XLT, 0 6/2007, EK. 122 Þ. KM., V6, 3,0, 201 HÖ., SJÁLFSK.,...
EIGUM ALLSKONAR STIGA Á LAGER
Sjá fjölmargar gerðir á: http://www.sogem-sa.com/stairs Sími 615 1750 Sjá einni...