Ástin, Fíasól og Þjáningarfrelsið best

Í efri röð frá vinstri: Guðrún Eva Mínervudóttir og Kristín ...
Í efri röð frá vinstri: Guðrún Eva Mínervudóttir og Kristín Helga Gunnarsdóttir. Í neðri röð frá vinstri: Auður Jónsdóttir, Bára Huld Beck og Steinunn Stefánsdóttir. Samsett mynd

Fjöruverðlaunin, bókmenntaverðlaun kvenna, voru afhent í 13. sinn við hátíðlega athöfn í Höfða fyrir stundu. Í flokki fagurbókmennta var valið best smásagnasafnið Ástin, Texas eftir Guðrúnu Evu Mínervudóttur. Fíasól gefst aldrei upp eftir Kristínu Helgu Gunnarsdóttur var valin sú besta í flokki barna- og unglingabókmennta og Þjáningarfrelsið – óreiða hugsjóna og hagsmuna í heimi fjölmiðla eftir Auði Jónsdóttur, Báru Huld Beck og Steinunni Stefánsdóttur var valin sú besta í flokki fræðibóka og rita almenns eðlis.


Hyggst beita öðrum brögðum

„Þessi verðlaun eru svo falleg og sérstök. Ekki síst fyrir það sem er yfirlýst markmið þeirra sem er að reyna að geta sér til um hvað verði eftir þegar flóðið er komið og farið,“ segir Guðrún Eva Mínervudóttir, en auk smásagnasafns hennar, Ástin, Texas, voru í flokki fagurbókmennta tilnefndar bækurnar Ungfrú Ísland eftir Auði Övu Ólafsdóttur og Kláði eftir Fríðu Ísberg. 

Í umsögn dómnefndar um Ástin, Texas segir að smásagnasafnið geymi fimm smásögur „sem láta ekki mikið yfir sér; þær eru lágstemmdar á yfirborðinu en undir niðri krauma miklar tilfinningar. Sögurnar hvefast allar um ástina og fjalla bæði um nánd og skortinn á henni. Þetta er fádæma vel gert; mannlýsingar eru trúverðugar og vekja samkennd með persónum og samskiptum þeirra er lýst af slíkri dýpt og næmi að þau láta lesandann vart ósnortinn.“


Spurð hvort Ástin, Texas sé besta bók hennar til þessa svarar Guðrún Eva því umsvifalaust játandi. „Ég segi bara eins og Sartre, mér er alveg sama hvað fólk segir um bækurnar mínar svo lengi sem það viðurkennir að hver bók sé skárri en sú næsta á undan. Maður vill vera að taka stöðugum framförum. Það þýðir líka að þær bestu hljóta að vera óskrifaðar, sem er mjög góð tilhugsun,“ segir Guðrún Eva og bætir við að hana langi til að skrifa fleiri smásagnasöfn.


Varpar ljósi á öll bókverk

„Mér þykir sérstaklega vænt um að vera verðlaunuð fyrir Fíusól,“ segir Kristín Helga Gunnarsdóttir sem verðlaunuð er fyrir sjöttu og síðustu bók sína um stelpuna uppátækjasömu. Þetta er í þriðja sinn sem Kristín Helga hlýtur Fjöruverðlaunin í flokki barna- og unglingabókmennta og annað árið í röð því í fyrra var hún verðlaunuð fyrir Vertu ósýnilegur, flóttasaga Ishmaels. Auk Fíasól gefst aldri upp voru tilnefndar bækurnar Lang-elstur í leynifélaginu eftir Bergrúnu Írisi Sævarsdóttur og Sjúklega súr saga eftir Sif Sigmarsdóttur og Halldór Baldursson.

Í umsögn dómnefndar um vinningsbókina segir að umræðan um siðferðileg álitamál sé „sett fram af barnslegri einlægni en um leið alvöru sem dýpkar undirtón sögunnar. Persónur bókarinnar eru ekki byggðar upp af staðalímyndum heldur eru þær lifandi og margræðar rétt eins og heimur Fíusólar.“

„Ég hélt að Fíasól væri farin frá mér,“ segir Kristín Helga, en síðasta bókin um Fíusól kom út 2010. „En svo átti ég býsna margar sögur sem söfnuðust saman og hæfðu henni svo vel og ein sem kallaði á frekari úrvinnslu,“ segir Kristín Helga sem í verðlaunabók sinni lætur Fíusól leita til umboðsmanns barna. „Hún kemst að því að margir krakkar eru í flóknum og erfiðum aðstæðum og stofnar því björgunarsveit sem berst fyrir réttindum barna. Stóru málin sem mörg börn glíma við í dag eru þessar tvískiptu aðstæður þar sem börn búa til helminga á tveimur stöðum og jafnvel skipta lífinu sínu algjörlega í tvennt. Stundum gengur þetta út í öfgar og stundum dansar þetta ljúflega. Mér fannst áhugavert að skoða það með augum Fíusólar.“

Fiðrildaáhrif á samfélagið

„Við unnum þessa bók af hugsjón af því að okkur fannst þetta mikilvægt umfjöllunarefni. Þess vegna finnst mér mjög vænt um bæði þessi verðlaun og tilnefninguna til Íslensku bókmenntaverðlaunanna því það er staðfesting á því að samfélaginu finnist þetta málefni mikilvægt. Þessi verðlaun hjálpa bókinni vonandi að hafa fiðrildaáhrif á samfélagið,“ segir Auður Jónsdóttir sem er höfundur Þjáningarfrelsisins ásamt Báru Huld Beck og Steinunni Stefánsdóttur. Að auki voru í flokki fræðibóka og rita almenns eðlis tilnefndar Aldarsaga háriðna á Íslandi eftir Báru Baldursdóttur og Þorgerði H. Þorvaldsdóttur og Skiptidagar – Nesti handa nýrri kynslóð eftir Guðrúnu Nordal.


Í umsögn dómefndar um Þjáningarfrelsið segir að bókin sé „mikilvægt og tímabært framlag til íslenskra bókmennta“ auk þess sem bókin sé liður í því að standa vörð um tjáningarfrelsið. „Í bókinni fáum við að kynnast heiminum að baki fréttaflutningum. Fjallað er um raunveruleg dæmi sem gefa innsýn í aðstæður sem blaðamenn geta átt við að etja í störfum sínum og áleitnar spurningar, hugmyndir og vangaveltur sem varða grunngildi fjölmiðlunar og stöðu fjölmiðla og tjáningarfrelsis á Íslandi í upphafi 21. aldarinnar.“


Það er ekkert launungarmál að kveikjan að bókinni var meiðyrðamál sem höfðað var gegn Auði vegna pistils hennar sem birtist á vef Kjarnans. „Upphaflega ætlaði ég að skrifa esseyju-bók um það að vera stefnt fyrir orð sín, en eftir því sem ég heyrði fleiri reynslusögur annarra vatt efnið upp á sig og bókin breyttist í viðtalsbók,“ segir Auður. 

Ítarlegri viðtöl við verðlaunahafana má lesa í Morgunblaðinu á morgun. 

mbl.is

Innlent »

Röktu ferðir ræningja í snjónum

14:09 Rán var framið í kjörbúð á Akureyri á sjöunda tímanum í morgun. Karlmaður á þrítugsaldri ógnaði tveimur starfsmönnum með hnífi og krafðist þess að fá afhenta peninga úr sjóðsvélum. Maðurinn hljóp á brott úr versluninni þegar hann var kominn með peningana. Meira »

Mismunar miðlum gróflega

14:00 Réttlátara væri að fella niður tryggingagjald hjá fjölmiðlum eða fella niður virðisaukaskatt á áskriftarmiðla frekar en að ríkið endurgreiddi hluta ritstjórnarkostnaðar einkarekinna fjölmiðla. Þetta sagði Stefán Einar Stefánsson, ritstjóri viðskipta Morgunblaðsins, í útvarpsþættinum Þingvöllum á K100 í morgun. Meira »

Verkalýðsfélög stýra ekki landinu

11:42 Bryndís Haraldsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir forystu verkalýðsfélaganna ekki kjörna til að fara með stjórn landsmála heldur fyrst og fremst til þess að semja um kjör á markaði við sína viðsemjendur. Viðsemjendurnir eru Samtök atvinnulífsins en ekki ríkið. Meira »

Búið að opna fyrir umferð um Hellisheiði

09:35 Búið er að opna fyrir umferð um Hellisheiði, en veginum var lokað í nótt vegna ófærðar. Fyrr í morgun var opnað fyrir umferð um Þrengslin, en þar hafði einnig verið lokað fyrir umferð í nótt. Meira »

Fjölmiðlar, kjarabarátta og kjördæmavikan

09:30 Þingkonurnar Bryndís Haraldsdóttir, Steinunn Þóra Árnadóttir og Halldóra Mogensen mæta í þáttinn Þingvelli á K100 í dag og munu ræða við Björt Ólafsdóttur meðal annars um kjarabaráttuna, kjördæmaviku og afsögn varaþingmanns Pírata Meira »

Hætta á óafturkræfum inngripum

08:37 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra kynnti nýverið drög að frumvarpi til laga um kynrænt sjálfræði. Kitty Anderson, formaður Intersex Ísland, segir að þangað til lögunum verður breytt sé hætta á að börn séu látin sæta óafturkræfum inngripum sem eru byggð á félagslegum eða útlitslegum forsendum. Meira »

Sjóveðurfréttirnar halda enn gildi sínu

08:00 Sjóveðurfréttir hafa frá áramótum verið lesnar klukkan 5.03 að morgni á Rás 1 í Ríkisútvarpinu, að loknum útvarpsfréttum sem sendar eru út klukkan fimm. Áður voru sjóveðurfréttirnar lesnar klukkan 4.30 en með þessum breytingum verða allir veðurfréttatímar í kjölfar útvarpsfrétta á RÚV. Meira »

Ók á kyrrstæða bíla og svo á brott

07:22 Yfir 80 mál komu upp hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu frá því klukkan sjö í gærkvöldi fram á morgun og voru níu vistaðir í fangageymslu í nótt. Tveir menn voru meðal annars handteknir í Reykjavík seint í gærkvöldi grunaðir um sölu og dreifingu fíkniefna. Voru þeir vistaðir í fangageymslu. Meira »

Þungfært víða og Hellisheiði lokuð

07:13 Hellisheiði er enn lokuð eftir að hafa verið lokuð í nótt vegna veðurs. Þá eru hálkublettir á Reykjanesbraut, en hálka og éljagangur á Grindarvíkurvegi. Hálka eða snjóþekja er á flestum öðrum leiðum á Suðvesturlandi. Meira »

Þrennt alvarlega slasað eftir árekstur

Í gær, 22:30 Þrír liggja alvarlega slasaðir á Landspítalanum eftir árekstur tveggja bíla á Suðurlandsvegi austan við Hjörleifshöfða á fimmtudagskvöld, breskt par og einstaklingur frá Taívan. Meira »

Taumlaus gleði og hamingja

Í gær, 21:58 Hamingja á heimsvísu. Þó að úti hamist stríð um hagsmuni er mannsandinn samur við sig. Ástar er þörf!  Meira »

Staðbundnar fréttaveitur hlunnfarnar

Í gær, 20:45 Fjölda staðbundinna fjölmiðla íslenskra þykir sinn hlutur fyrir borð borinn í frumvarpi um breytingar á fjölmiðlalögum, ef marka má umsagnir þeirra flestra inni á samráðsgáttinni á vefsvæði stjórnvalda. Meira »

Stoltir af breyttri bjórmenningu hér

Í gær, 20:26 „Við erum að fá algjörlega mögnuð brugghús í heimsókn til okkar. Þetta verður mjög spennandi hátíð,“ segir Ólafur Ágústsson, einn skipuleggjenda The Annual Icelandic Beer Festival sem haldin verður í áttunda sinn í næstu viku. Hátíðin stendur frá fimmtudegi til laugardags og er að þessu sinni haldin í aðdraganda þess að þrjátíu ár eru liðin frá fyrsta Bjórdeginum. Meira »

Tveir með fyrsta vinning í Lottó

Í gær, 19:57 Tveir heppnir lottó­spil­arar voru með all­ar fimm töl­ur rétt­ar í lottóút­drætti kvölds­ins og hlýtur hvor þeirra 3,8 milljónir króna í sinn hlut. Annar vinningshafinn er í áskrift en hinn keypti miðann á lotto.is. Meira »

Úr tombólu í árlega bjórhátíð í þrjá áratugi

Í gær, 19:30 Fyrst var leyfilegt að selja bjór hérlendis 1. mars 1989 og allar götur síðan hefur Lionsklúbburinn Ásbjörn í Hafnarfirði minnst þessara tímamóta. Meira »

RÚV verði að gefa eftir

Í gær, 18:58 Ofarlega á baugi í umsögnum fjölmiðla við nýtt frumvarp um fjölmiðla er staða RÚV á auglýsingamarkaði, sem þeir segja margir að geri öðrum miðlum ómögulega erfitt fyrir. Meira »

Hvetja ráðherra til að ljúka friðlýsingu

Í gær, 18:42 Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, er hvött til að ljúka friðlýsingu Víkurkirkjugarðs, alveg að austustu mörkum hans, eins og þau voru árið 1838. Þetta kom fram í ályktun baráttufundar um verndun Víkurkirkjugarðs í Iðnó í dag. Meira »

Varað við ferðalögum í kvöld og nótt

Í gær, 18:13 Spár gera ráð fyrir norðaustanhríðarveðri víða á landinu í nótt og varað er við ferðalögum um landið seint í kvöld og nótt eftir að þjónustutíma lýkur. Meira »

Bátur á reki úti fyrir Austurlandi

Í gær, 16:55 Um klukkan eitt í dag var óskað eftir aðstoð björgunarskips á Austurlandi vegna báts sem var á reki níu sjómílum suður af Stokksnesi. Báturinn var við veiðar þegar hann misst samband við stýrið og rak því stjórnlaust frá landi. Meira »
Húsaviðgerðir
https://www.husco.is/...
Sumarbústaðalóðir til sölu í Vaðnesi
Til sölu fallegar sumarhúsalóðir með aðgangi að heitu og köldu vatni í vinsælu s...
4 manna hornklefi Infrarauður Saunaklefi tilboð til 299.000
Verð 350.000 Topp klefar.Tilboð 299.000 (er á leiðinni 4-6 vikur ) Hiti frá 3...
Í boði á bokmenntir.netserv.is
Anna í Grænuhlíð I-III. Íslenskar ljósmæður I-II. Forn frægðarsetur I-IV. Fles...